Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 165
Yfirlit yfir ilöma í íslenskura málum 1896. ] 65
rjetturinn dæmdi, að 83. gr. c í skiptalögunum 12. apríl
1878 yrði a,ð skiijast svo, að forgöngurjettur næði til lækn-
islyfja og; læknishjálpar, er andláti hefði beðið um, þót.t
eigi væri það til sjálfs hans eða þeirra, er liann væri skyld-
ur að annast.
í máli, er dæmt var 16. mars, hjelt annar njálsaðili
því fram, að undirdómur yrði dæmdur ómerkur og mál-
inu vísað frá undirrjettinum, af því að á sáttafundin-
um hefði mætt að eins 1. sáttamaður, en 2.
sáttamaður hefði eigi komið og verið þó »ó-
forfallaður«, en yfirrjetturinn taldi þetta að eins yfir-
sjón sáttamannsins, en sáttaumleitunin væri eigi að síður
lögleg. sbr. tilsk. 20. jan. 1797, 35. gr.
Með dómi 13. apr. 1896 er dæmt um aukaútsvar
pöntunarfjelags eða kaupfjelags Skagfirðinga, sem lagt var
á það í Sauðárhreppi. Fjelagið er eins og flest kauptje-
lög, sem ekki hafa söludeild. þ>að á vörugeymsluhús á
Sauðárkróki og uppskipunar- og útskipunaráhöld. »Fje-
lagið sjálft hefur ekkert annað heimilisfang en fjelags-
menn, og heimilisfang fjelagsstjórnarinnar er eigi bundið
við Sauðárkrók eða Sauðárhrepp«. Yfirrjetturinn segir
svo: »kaupfjelagið getur eigi talist arðsöm stofnun eða
fyrirtæki á Sauðárkróki eða í Sauðárhreppi, og var því
eigi heimild til þess, að leggja sveitarútsvar á það í hreppi
þessum, hvorki eptir lögum nr. 1, 9. jan. 1880 njelögum
nr. 12, 9. ágúst 1889«.
Með dómi 13. apr. 1896 er dæmt um aukaútsvar.
Verslun á Eyrarbakka hafði í þorlákshöfn salthús og fiski-
tökuhús. Var þar aflient salt á vetrarvertiðinni til 8. maí
og svo byrjað að taka fisk 2. júlí, og áttu þessi störfsjer
stað um 3 mánuði. Hjeraðsdómurinn hafði talið með