Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 166
](}(! Yfirlit yfir dóma í íslenskum málum 189fi.
tímann frá 8. maí til 2. júlí, og talið útsvarið löglegt, en
yiirdómur álítur enga heimild til þess, og að því verði
eigi álitið, að fyrirtæki þetta liaíi verið rekið 4 mánuði,
sbr. lög nr. 12, 9. ágúst 1889.
í dómi kveðnum upp 5. okt. 189fj er dæmt um skyldu
hreppsnefndar til þess, að borga fyrir þurfamann lán, er
honum hafði verið smámsaman veitt í verslun. Hrepps-
nefndin hjelt því fram, að hún hefði eigi heimild t.il að
taka að sjer ábyrgð á að borga af sveitarsjóði það, er lán-
að yrði án samþykkis sýslunefndar, en þessi mótbára var
dæmd rakalaus, «því að það var lagaleg skylda hreppsins
að framfæra þurfaling sinn, og hjer var fyrir því eigi að
ræða um það, að leggja skuldbinding á hreppinn, sem eigi
livíldi á honum að lögum«,sbr. tilsk. 4. maí 1872, 26.gr.
2. tölul. Ennfremur hjelt hreppsnefndin því fram, að
oddviti hefði eigi vald tií, að taka að sjer fyrir hönd hrepps-
nefndar slíka ábyrgð fyrir þurfamann hreppsins, en yfir-
dómurinn segir um þetta: það »verður eigi álitið, að odd-
vitinn hefði farið út ylir vald sitt sem framkvæmdarstjóri
hreppsins, sjerstaklega í fátækramálum, þótt hann hefði
gjört slíka ráðstöfun«.
-- « )) -
í dómsniðurlagi hefur landsyfirdómurinn áður liaft
orðin: »því dæmistrjett að vera« og »undir aðför að lög-
um«. En árið 1895 var fyrri orðunum breytt í: »því
dæmist rjett vera« og síðari orðunum 1896 í: »að viðlagðri
lagaaðför«. f>etta ættu hjeraðsdómarar að taka til greina,
því að þetta er bót í máli.
I’áll Briem.