Morgunblaðið - 24.03.1985, Síða 5

Morgunblaðið - 24.03.1985, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 5 Larissa Tarkovsky: „Hver móðir getur skil ið hvernig mér líður“ Efnt til undirskriftasöfnunar íslenskra mæðra til stuðnings málstað Tarkofsky-hjónanna „Það er ofvaxið minum skilningi hvers vegna stjórnvöld í Sovétríkj- unum velja þessa leið, að láta barn kveljast, til þess að hefna sín á okkur hjónunum," sagði Larissa Tarkovsky á fundi, sem haldinn var með fréttamönnum á heimili leikar- anna Brynju Benediktsdóttur og Erl- ings Gíslasonar. En þar býr Larissa Tarkovsky meðan á íslandsdvöl hennar stendur. Tilefni fundarins var, að nokkr- ar íslenskar konur hafa hleypt af stokkunum undirskriftasöfnun til þess að styðja viðleitni Tar- kovsky-hjónanna til þess að fá til sín ungan son sinn og aldraða móður Larissu, sem stjórnvöld neita um brottfararleyfi frá Sov- étríkjunum. Ætlunin er að einungis mæður riti nöfn sín á undirskriftalistana. Þeir eru stílaðir á Gorbatsjof, æðsta mann Sovétríkjanna, og er á þeim látin í ljós einlæg ósk um að hann beiti sér fyrir mannúð- legri lausn þessa máls. Undirskriftasöfnunin mun standa til loka næstu viku. Hún hófst formlega í gær og þá þegar höfðu safnast á fjórða hundrað nöfn á listana, sem munu m.a. liggja frammi í „Kvennahúsinu", Hótel Vík við Hallærisplanið, og í húsnæði Kvennafylkingar Alþýðu- bandalagsins, Hverfisgötu 105. „Það er lögfest í stjórnarskrá Sovétríkjanna að börn eigi að vera með foreldrum sínum. Við hjónin erum sovéskir rikisborgarar og stjórnin lítur á okkur sem slíka, en á hinn bóginn eru tekin af okkur þau réttindi, sem því fylgja," sagði Larissa Tarkovsky á fundinum. Hún sagðist þó vera bjartsýn á að þetta mál myndi leysast og sannfærð um, að lítil þjóð á borð við Islendinga gæti jafnvel fengið meiru áorkað en stóru þjóðirnar. Með þá von í brjósti hefði hún komið til Islands og því væri hún hér enn. „Stærð landsins skiptir ekki höfuðmáli heldur hugarfarið. Auk þess er ég heilluð bæði af fegurð landsins og fólkinu. Þetta er eini staðurinn, sem ég hef komið til utan Rússlands, sem mér hefur fundist ég eiga heima á. Ég hef verið umvafin ástúð hér og er af- skaplega þakklát," sagði Larissa og óskaði eftir að fá að láta í ljós sérstakt þakklæti til gestgjafa sinna, Brynju og Erlings. Aðspurð hvaða leiðir hún teldi árangursríkastar til að ná syni sínum og móður frá Sovétríkjun- um, sagði Larissa að það væri orð- ið ljóst að diplómatískar leiðir dygðu skammt. En nú hafa Frakk- land, England og Ítalía, auk ís- lands stofnað Tarkovsky-nefndir og kvaðst Larissa binda miklar vonir við það að þær fengju ein- hverju áorkað, meðal annars með því að leggja málið fyrir hin ýmsu þing, sem haldin eru til stuðnings mannréttindum víðs vegar um lönd. „Það er svo óbærilegt að missa föðurland sitt, vini, starfsaðstöðu og fjölskyldu, að við ætluðum aldrei að yfirgefa Sovétríkin,“ sagði Larissa Tarkovsky. „Við fór- um samt að lokum af því að við gátum ekkert annað gert. Við vor- um ekki andófsfólk í Sovétríkjun- um. Andrei er fyrst og fremst listamaður, sem reynir að halda kvikmyndum sínum á eins háu stigi og hægt er. Þó að myndir hans fengjust aðeins sýndar í litl- um kvikmyndahúsum og aldrei á kvikmyndahátíðum í Sovétríkjun- um var áhugi almennings svo mik- ill, að það varð að loka nær- liggjandi götum þegar myndir hans voru frumsýndar. Þegar Spegillinn var frumsýnd man ég t.d. að það tók okkur tvær klukku- stundir að komast inn í kvik- myndahúsið fyrir mannfjöldan- um. Það liðu alltaf mörg ár milli þess að Andrei gat gert kvikmynd- ir og þær voru aldrei fjölfaldaðar í nægilegu upplagi, svo að við áttum mjög erfitt með að ná endum sam- an fjárhagslega," sagði Larissa, sem hefur starfað með manni sín- um sem aðstoðarleikstjóri. „En síðan voru myndir hans seldar úr landi fyrir gífurlega háar fjár- upphæðir, sem við sáum aldrei, og sagt að það væri hann sem krefð- ist svona mikilla peninga. Þetta fannst mér siðlaust," sagði Lar- issa. Hún bætti því við, að þrátt fyrir alla þessa erfiðleika mætti Varaforseti FIDE: Einvígi Margeirs fari fram í ísrael VARAFORSETI FIDE, alþjóða- skáksambandisns, Finninn Eero Ilelme, sendi í gær skáksambandi íslands skeyti, þar sem hann til- kynnir þá ákvörðun sína að einvígi Margeirs Péturssonar og íraelska skákmannsins Shvidler fari fram í ísrael á næstu dögum. Helme rökstyður þessa ákvörðun sína þannig að hann hafi fyrir svæða- mótið í ísrael lofað ísraelsmönnum því, að ef þarlendur skákmaður kæmist í úrslit fengi hann að tefla á heimavelli. Þetta segist Helme í skeytinu hafa tilkynnt öllum viðkomandi skáksamböndum bréflega. Þá kemur einnig fram að Helme sjái ekkert athugavert við það að ísraelsmenn taki engan þátt i ferðakostnaði til Israels, en bend- ir á að Israelsmennirnir muni greiða uppihald. „Ég hef ekkert á móti því að tefla í Israel, svo framarlega sem viðeigandi öryggisráðstafanir eru gerðar með tilliti til ástandsins á þessum slóðum,“ sagði Margeir Pétursson í samtali við Mbl. „Sið- ast þegar ég tefldi í ísrael, árið 1976, varð ekki þverfótað fyrir ör- yggisvörðum með vélbyssur. Hins vegar er forsaga þessa máls með eindæmum og bréf sem ísraels- menn sendu, bendir til þess að þeir hyggist tryggja sínum manni betri aðstöðu. Ég átti að koma með fárra daga fyrirvara til ísra- el, ekkert minnst á aðstoðarmann og engar tryggingar settar fyrir aðbúnaði eða öryggi keppenda,“ sagði Margeir ennfremur. per Isrí mjög hlýtt til ísraels eftir heim- sókn mína þangað sem unglingur, en eftir þessi viðskipti fer ég að skilja óvinsældir þeirra á al- þj óðavett vangi.“ þó segja, að Andrei Tarkovsky væri eini kvikmyndagerðarmaður- inn sem nú væri uppi í Sovétríkj- unum, sem hefði tekist að gera þær kvikmyndir sem hann vildi sjálfur gera. Meðal þeirra kvenna, sem að undirskriftasöfnuninni standa og hægt er að nálgast listana hjá, eru þær Hallveig Thorlacius, Lauga- læk 38, s. 83695; Kristín Á. Ólafs- dóttir, Seljavegi 29, s. 22853; Vil- borg Harðardóttir, Laugavegi 46 b., s. 20482, og Ingibjörg Har- aldsdóttir, Barónsstíg 63, s. 20798. „Þetta framtak er okkur hjón- unum mikill styrkur,“ sagði Lar- issa Tarkovsky að lokum. „Það getur líka hver móðir litið í eigin barm og gert sér í hugarlund hvernig mér líður að fá ekki að hafa barnið mitt hjá mér og þessa þögn verður að rjúfa.“ LarLssa Tarkowsky og Hallveig Thorlacius á blaðamannafundinum á lostu- dag. ViÖ í Bl&mum og ávöxtum er- um vel undir allar stórar stundir búin. í dag bjóöum viö 10% afslátt af öllum pottaplöntum — bara í til- efni dagsins. Ævintýralefft úrval af pottaplöntum. Helgartilboö Túlipanar 10 stk. kr. 195. 10 stk. kr. 295 stérir. 5 stk. kr. 95. ★ Rósastilkar. Vorum að fá yfir 3 tegundir af rósa- stilkum upplögðum í garðhúsin. ★ Munið vorlaukana — þeir koma á morgun. Allir vita að blómaúrvalið er hvergi meira en hjá okkur. Verið ávallt velkomin. Látið blómin tala. “BLOM&WEXITR Hafnarstræti 3. VIÐ MIKLATORG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.