Morgunblaðið - 24.03.1985, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 24.03.1985, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 27 æsku þína.“ (1. Tim 6:12.) Ástæða er til þess að endurtaka þau ummæli. Þessa dagana er æska Norðurlanda, námsfólk i framhaldsskólum, að undirbúa sameiginlegt átak i samvinnu við hjálparstofnanir kirknanna, NOD '85 (Norræn samstaða). Framhaldsskólanemendur og iðnnemar á íslandi og í Færeyj- um hafa með aðstoð Hjálpar- stofnunar kirkjunnar ákveðið að fimmtudagurinn 28. mars skuli vera sameiginlegur vinnu- dagur þessara samtaka, þar sem launin fyrir dagsverkið eiga að fara í sameiginlegan sjóð til stuðnings hinni frið- samlegu réttindabaráttu blökkumanna, sem Tutu er í forsvari fyrir. Hér er um lofsvert framtak að ræða. sem vert er að vekja athygli á Heimsmyndin þarf að breytast. en til þess að gera breytinguna þarf menn, sem kallaðir eru af hugsjón og trú. Æskan gengur hér fram fyrir skjöldu og þá ungu hugsjóna- menn skulum við styðja. Krist- ur gaf okkur öllum kjörorð sitt til þess að vilji Guðs nái fram að ganga í heiminum hvar sem vera skal. Það orð er í Fjallræð- unni og hljóðar þannig: „En leitið fyrst ríkis hans (þ.e. Guðs) og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ (Matt. 8:33.) Hér höfum við, kristnir menn, verk að vinna hvort sem er nær eða fjær í þeirri veröld, sem við lifum. Sá, sem leitar vilja Guðs, er boðberi réttlætis, sem er forsenda friðarins, sem heimsbyggðin þarf á að halda. Lífsreglan til að koma þeirri heimsmynd á, sem birtir rétt- læti Guðs, er afar einföld og auðskilin: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skulið þér og þeim gjöra." (Matt. 7:12.) Ratsjárstöðv- ar nauðsynleg- ur hlekkur í varnarkeðjunni — segir Kristín Krist- jánsdóttir, sem á sæti í hreppsnefnd Sauðanes- hrepps í TILEFNI af umræðum um ratsjárstöð á Langanesi ræddi Morgunblaðið við Kristínu Kristjánsdóttur á Syðri-Brekkum, sem sæti á í hreppsnefnd Sauðanes- hrepps. Hún var innt álits á málinu. „Mín afstaða er alveg skýr, ég hef ekkert á móti því að hér verði reist ratsjárstöð," sagði Kristín. „Þessa skoðun mína rökstyð ég með því, að slíkar stöðvar eru nauðsynlegar í vörn- um landsins. Ég get ekki séð að slíkt skapi einhverja aukna hættu fyrir okkur hér.“ Kristín sagðist vera ein um þessa skoðun í hreppsnefndinni. „Ég get bara alls enga vankanta séð á staðsetningu ratsjárstöðv- ar hér og á bágt með að sjá hvernig við getum haft mikið á móti þessu. Við erum í Atl- antshafsbandalaginu og þessar stöðvar eru einn hlekkurinn í varnarkeðjunni. Ég held að það sé ágætt að fylgjast með hlutun- um í kringum landið,“ sagði Kristín Kristjánsdóttir að lok- um. Upplýsingaiðnaður á íslandi: Verulegum árangri hægt að ná með samræmdu átaki — segir Víglundur Þorsteinsson formaður Félags íslenskra iðnrekenda „ÞAÐ er vafalaust hægt að ná verulegum árangri á þessu sviði og mörgum öðr- um með samræmdu átaki og stefnuskráin, sem lögð var fram á þingi iðnrekenda, markar skýrt leiðir í þeim efnum,“ sagði Víglundur Þorsteinsson, formaður Fé- lags íslenskra iðnrekenda, er Morgunblaöið innti hann álits á hugmyndum Sverris Hermannssonar um hagnýt- ingu upplýsingatækninnar. í ræðu sem Sverrir flutti á þingi Félags íslenskra iðn- rekenda kom m.a. fram sú skoðun iðnaðarráðherra, að íslendingar gætu orðið sér- fræðingar heims á sviði hag- nýtingar upplýsingatækninn- ar í sjávarútvegi og við nýt- ingu jarðvarma og enn- fremur að stefnt yrði að því, að 10 þúsund manns störf- uðu í upplýsingaiðnaði um næstu aldamót. „Ég vil hins vegar ekki leggja mat á það, hvort þarna séu starfsmöguleikar fyrir 10 þús- und manns þótt talan sé ágæt sem markmið/ sagði Víglundur ennfremur. „Ég er ekki í nokkr- um vafa um, að ef við setjum okkur þau markmið að stórefla iðnaðinn, og þar með talinn upp- lýsingaiðnaðinn, og gerum nauðsynlegar ráðstafanir til að bæta framleiðsluskilyrði iðnað- arins í landinu er þetta hægt. En þá verðum við líka að fara að drífa okkur í að framkvæma nauðsynlegar breytingar í að- búnaðarmálunum, því ekki ger- ist þetta af sjálfu sér. Svona hlutir gerast ekki nema með samhæfingu á öllum svið- um, sem snerta þessi mál, alveg frá skólakerfinu, í gegnum fyrirtækin, breytingar á aðbún- aðarmálum af hálfu stjórnvalda og stórátak í markaðsmálum Möguleikarnir fyrir hendi en það vantar fjármagnið — segir Erlendur Einarsson forstjóri SÍS um hagnýtingu upplýsingatækninnar „ÉG TEL að möguleikarnir séu fyrir hendi, en það vant- ar fjármagn og ennfremur þarf að laga menntakerfið að þeirri tækniþróun, sem nú á sér stað og fyrirsjáanleg er í næstu framtíð,“ sagði Er- lendur Einarsson, forstjóri Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, er hann var spurður álits á hugmyndum Sverris Hermannssonar, iðn- aðarráðherra, um möguleika íslendinga á sviði hag- nýtingar upplýsingartækn- innar. Erlendur Einarsson sagði að starfsemi dótturfyrirtækis Sambandsins, Marel, sem fram- leiðir tölvuútbúnað fyrir fyrir- tæki í sjávarútvegi, hefði gefið góða raun. Fyrirtækið væri nú farið að hasla sér völl erlendis og hefði selt talsvert af slíkum búnaði í Noregi og Kanada. Hér væri um að ræða bæði hugbúnað og sjálf tækin og færðust um- svifin sífellt í vöxt. „Ég tel, með hliðsjón af þessu, að það séu verulegir möguleikar fyrir okkur að flytja út bæði hugbún- að og tæknibúnað á þessu sviði," sagði Erlendur. „Hins vegar verð ég að segja eins og er, að mér finnst vanta tilfinnanlega möguleika á að fjármagna svona og ég er ekki sammála Sverri, að bankar og fleiri máttarstólpar atvinnu- lífsins séu aflögufærir með fé, eins og ástatt er nú. Bankakerf- ið er til dæmis, eins og stendur, mjög illa búið til að fjármagna nýja uppbyggingu í atviunuveg- unum, enda hafa þeir ekki einu sinni getað sinnt þeirri atvinnu- starfsemi sem fyrir er nægilega vel. Ég held að þetta sé eitt mesta vandamálið, sem við blas- ir, þegar við horfum fram til nýrrar atvinnuuppbyggingar. En það liggur í augum uppi að við verðum að byggja upp tækniþekkingu og tækniiðnað fyrir framtíðina. Því miður hef- ur skólakerfið ekki verið undir- Víglundur Þorsteinsson erlendis. Þá þarf að samhæfa rannsóknarstarfsemi og vöru- þróunarstarfsemi í fyrirtækj- um, tæknistofnunum, Háskólan- um og Tækniskólanum. Það þarf með öðrum orðum gífurlegt samræmt átak, alla leiðina upp í gegn og síðan yfir í erlenda markaðsstarfsemi, en þetta er hægt,“ sagði Víglundur Þor- steinsson. Erlendur Einarsson búið til að mennta menn með hliðsjón af þessari framtíðarsýn og þar erum við langt á eftir öðrum. Það verður því að leggja áherslu á að mennta fólk í þess- ari nýju tækni, sem nú gengur yfir,“ sagði Erlendur Einarsson. Aldrei að vita hvað leynist hér — segir Jónas Kristjánsson, sem leitar ís- lenskra handrita í söfnum Páfagarðs JÓNAS Kristjánsson forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar dvelur nú í Rómaborg sem gistiprófessor í boði háskólans þar. Jafnframt hefur Jónas fengid heimild Páfagarðs fyrir að leita íslenskra handrita i söfnum Vati- kansins. Mun Jónas dvelja í Rómaborg næstu tvo mánuð- ina við fyrrgreind fræðistörf. „Það er aldrei að vita hvað kann að leynast í þessum miklu söfnum Vatikansins og mér fannst því rétt að nota tækifærið þar sem ég er hingað kominn," sagði Jónas, er Morgunblaðið hafði sambandi við hann í Róm. „Sem gistiprófessor flyt ég fyrir- lestra um íslensku handritin og sýni myndir og segi frá forn- bókmenntunum og sögu íslands. Ég mun einnig fara hér eitthvað um til fleiri háskóla og einnig mun ég sækja fund um samband norrænna og suðrænna bók- mennta, sem verður haldinn í borginni Macerata í byrjun maí. Það er áhugi hér eins og víðar á okkar fornsögum," sagði Jónas ennfremur. Jónas kvaðst einnig myndu nota tímann til rannsókna í Vatikansöfnunum og hafði reyndar verið í sðfnunum þá um morguninn. Aðspurður um það, hvort hann hefði orðið einhvers vísari sagði Jónas: „Nei, þetta tekur nú sinn tíma og maður má ekki gera ráð fyrir of miklum árangri. En það er vitað að hingað hafa borist bréf frá þeim tíma er Islendingar voru kaþ- ólskir. Þetta voru aðallega bréf sem rituð voru til erkibiskupsins í Niðarósi, og það hafa fundist allmörg slík bréf hér, sem varða ísland. Hér voru Norðurlandabúar á siðustu öld og langt fram á þessa öld, sem fóru í gegnum þessi söfn og það sem þeir fundu hefur ver- ið gefið út. Það er hins vegar mikið verk að fara í gegnum þessi gríðarlegu skjala- og bréfa- Jónas Kristjánsson forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. söfn þótt nú séu komnar full- komnari skrár en áður voru. En þó að ég verði svolítið við þetta núna verður það aldrei nema byrjunin. Það er vonandi að ég, eða einhverjir aðrir íslendingar gætu verið hér til lengri tíma.“ Jónas var spurður hvort ein- hver von eða grunur leyndist um tilvist einhvers verðmæts hand- rits í Vatikansöfnunum. „Ég lét yfirbókavörðinn hafa eins konar óskalista í morgun, um íslensk handrit sem kynnu að leynast hér. Það hefur ekki fundist hér nema eitt handrit, sem vitað er um og það er ekki merkilegt. En varðandi einhver einstök handrit, sem ég geri mér vonir með að finna, þá nefndi ég það hvort væri hugsanlegt að hér væri handrit af einhverjum fornum sögum, sem vitað var að voru skrifaðar á latínu um nor- ræna dýrlinga, en hafa glatast að mestu leyti. Það er vitað til dæmis, að það voru skrifaðar sögur um Þorlák helga og Jón helga. Það er einnig vitað að skrifaðar voru tvær sögur á lat- ínu um ólaf Tryggvason, sem munkar á Þingeyrum skrifuðu. Einnig spurði ég hvort væri hugsanlegt að hér væru ein- hverjar prentaðar bækur frá tímum Jóna Arasonar, síðasta kaþólska biskupsins. Jón flutti fyrstu prensmiðju til íslands, en það er engin prentuð bók til frá hans tíma. Það er óhætt að segja að lík- urnar á að finna þetta eru ekki miklar, en það er alltaf vissara að leita, enda aldrei að vita hvað kann að leynast hér. Það er ekk- ert ólíklegt að hér séu einhver bréf, sem farið hafa á milli páfa og erkibiskupsins í Niðarósi, og jafnvel biskupa á íslandi og ábóta. Það væri því mjög æski- legt að hafa hér mann til lang- frama til að leita að þessu, en söfnin eru gríðarlega stór og það er meira en stundarverk að fara í gegnum þau,“ sagði Jónas Kristjánsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.