Morgunblaðið - 24.03.1985, Síða 33

Morgunblaðið - 24.03.1985, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 33 Selfoss: Hitaveitan undirbýr borun nýrrar holu Selfossi, 1S. nurs. UNDIRBÚNINGUR að borun nýrrar holu fyrir Hitaveitu Selfoss er hafinn af fuilum krafti. Unniö er að því að styrkja veg að borunarsvæðinu og gera plan undir borinn Dofra sem væntanlegur Rftir bilanahrinuna um sl. ára- mót varð ljóst að ekki var nægj- anlegt vatn fyrir hendi svo anna mætti miklum álagstíma að vetri til. Að tillögu Orkustofnunar var ákveðið að bora nýja holu við hlið- ina á holu nr. 8 á virkjanasvæði Hitaveitunnar. Sú hola hefur reynst vel á liðnum árum en hún hefur verið að kólna upp að und- anförnu og nánast hætt að nýtast veitunni. Gert er ráð fyrir að bora í 2000 metra og búist er við að þá fáist heitara vatn en holan gaf áð- ur. um næstu mánaðamót Frá þvi um sl. mánaðamót hefur höggbor verið í gangi og mun hann bora niður á 50 m svokallaða stýriholu fyrir borinn Dofra sem væntanlegur er undir næstu mán- aðamót. Búist er við að uppsetn- ingu hans ljúki fyrir páska og byrjað verði að bora strax að loknu páskaleyfi. Stjórn veitustofnana á Selfossi stóð frammi fyrir því að láta bora holuna strax eða ekki fyrr en í ágúst. Fyrri kosturinn var valinn til þess að unnt væri að koma þessari nýju holu i gagnið fyrir næsta vetur, en það tekur 6—7 mánuði að bora og virkja eina holu. Kostnaður við þessa fram- kvæmd er áætlaður 23 milljónir króna sem teknar eru af fram- kvæmdafé veitunnar en það fé er að mestu leyti frá Rafveitunni. Þessi borun leiðir af sér 10% hækkun á gjaldskrá Hitaveitunn- ar sem þegar hefur verið ákveðin. Frá því aðalholur Hitaveitunn- ar komust i lag i byrjun janúar hefur verið nóg vatn að sögn Jóns Arnar Arnarsonar, enda verið ein- muna tíð og vatnsþörf því litil. Sig. Jóns. Hitaveituframkvæmdir á Selfossi. Morgunblaíift/Sigurtur J6n»on Rjómatertur Valhnetutertur Bananatertur Brauðtertur Snittur Marsipantertur Marsipantertur „Bolero" Kiwitertur Kransakörfur Pantið tímanlega í síma 77060

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.