Morgunblaðið - 24.03.1985, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 24.03.1985, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 37 Lánskjaravísi- tala mælir 37,6 % verðbólgu á ári SEÐLABANKI íslands hefur reikn- að vísitölu lánskjara fyrir aprflmán- uð og reyndist hún vera 1106 stig, en var 1077 stig fyrir marzmánuð. Hækkunin milli mánaða er því 2,69%. Sé hækkun lánskjaravísitölunn- ar notuð sem mælir á verðbólgu og sami hraði notaður á 12 mánaða tímabili, kemur í ljós, að verðbólg- an er nú 37,6% á ári. Fundur Sagn- fræðifélagsins um saltfisk- markaði SAGNFRÆÐIFÉLAG íslands efnir til fundar í stofu 422 í Árnagarði, Háskóla fslands, þriðjudaginn 26. mars kl. 20.30. Valdimar Unnar Valdimarsson cand. mag. flytur er- indi er hann nefnir: Fiskmarkaður íslendinga á „saltflsköld“. í fréttabréfi frá Sagnfræðifé- lagi íslands segir, að á síðari hluta 19. aldar og fram að síðari heims- styrjöld hafi saltfiskur verið lang- mikilvægasta útflutningsvara Is- lendinga. í erindi sínu mun Valdimar m.a. velta fyrir sér áhrifum markaðs- þróunar á saltfiskframleiðsluna hér á landi á þeim tíma er lífið var saltfiskur. Minnst verður á það hvernig íslendingum vegnaði á mörkuðum, hvernig þeir stóðu að vígi í samkeppni við aðrar fram- leiðsluþjóðir og hver áhrif staða íslendinga á mörkuðum hafði á saltfiskframleiðsluna hér á landi. Allir velkomnir. Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA með þremur lykl- um fannst á bílastæði Landspítal- ans föstudaginn 22. marz. Upplýsingar gefur Friðgerður Benediktsdóttir í síma 71502. Samtökin „Lög- vernd“ stofnuð LAUGARDAGINN 16. marz síðast- liðinn voru stofnuð í Reykjavík sam- tökin „Lögvernd", segir I frétt frá samtökunum. Formaður samtakanna er Anna Kristjánsdóttir. Markmið samtak- anna er meðal annars að vinna al- mennt að endurbótum í íslenzku réttarfari og stuðla að þvi að ein- staklingar nái rétti sínum án til- lits til stöðu eða félagslegra að- stæðna. Samtökin munu einnig beita sér fyrir almennri umræðu um neð- anjarðarhagkerfið, svo sem okur- lánastarfsemi og eiturlyfjasölu. Viðtalstími samtakanna verður mánudaga og þriðjudaga milli klukkan 19 og 20 í sima 13839. Kennarafélag Breiðholtsskóla styður HÍK MBL. hefur borist eftirfarandi álykt- un Kennarafélags Breiðholtsskóla: „Fundur í Kennarafélagi Breiðholtsskóla haldinn 19.3. ’85 lýsir yfir fullum stuðningi við bar- áttu Hins islenzka kennarafélags. Jafnframt viljum við benda á að þessi barátta er einnig barátta annarra kennara i landinu, nem- enda, foreldra og allra þeirra er láta sig menntun einhverju varða. Við vörum við því ófremdar- ástandi sem skapast getur i skóla- málum ef samningar takast ekki sem fyrst.“ Jakki m/áföstu vesti, stœrð 1-2, 7 litir, kr. 1.489,- Pils kr. 1.189.- Síð skyrta, stœrðir 1-2, 4 litir, kr. 1.189,- Svartir skór, stœrðir 36-41, kr. 889,- Blúnduhanskar, kr. 259,- Blúnduklútur kr. 129.- Belti kr. 399,- Sími póstverslunar er 30980. Buxur, stœrðir xs-s-m-l, 4 litir, kr. 1.389.- Hvít skyrta, stœrðir 33-36, kr. 749. - Slaufa kr. 249. - Svartir skór, stœrðir 36-45, kr. 1.189.-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.