Morgunblaðið - 24.03.1985, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 24.03.1985, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 Mínnst 50 ára klaustur- afmælís systur Hildegard St. Jósefssystrum þakkað starfið á Landakotsspítala Síðastliðinn sunnudag, 17. mars, var efnt til afmaelisveislu í Landakoti. Systir llildegard, fyrrum príórinna systranna í St. Jósefsspítala í Landakoti, átti 50 íra klausturafmæli og tók á móti vinum sínum og ýmsu fyrrverandi samstarfsmönnum í safnaðarheimili kaþólskra. Reyndar var það 19. mars, á messudegi heilags Jósefs, sem systir Hildegard vann klausturheit sín, en allra hluta vegna hafði hún talið hentugra að halda upp á afmælið á sunnu- degi. Torfi Olafsson formaður Félags kaþólskra leikmanna, ávarpaði systur llildegard fyrir hönd safnaðarins og þakkaði henni ómetanlegt framlag til starfsemi kaþólskra leikmanna, Ólafur Örn Arnarson yfirlæknir á St. Jós- efsspítala, dr. Bjarni Jónsson, fyrrum yfirlæknir, Logi Guðbrandsson, fram- kvæmdastjóri spítalans, og Baltasar Samper listmálari fluttu síðan ræður og þökkuðu systur Hildegard fyrir einstakan dugnað og trúmennsku í starfi, bæði við stjórn spítalans og yfirumsjón með stækkun hans. Kinnig færðu þeir henni gjafir. Var auðskilið af ræðum þeira að systir Hildegard er engin meðalmanneskja, heldur ein þeirra atorku- og hæfileikakvenna sem verða mönnum ávallt minnisstæðar. Storf hinna kaþólsku nunna hér á landi, hafa þær kosið að vinna í kyrrþey. Samtöl við þessar göfugu konur er ekki mörg að finna á síð- um dagblaðanna. En úr því systir Hildegard hefur dregið sig í hlé frá spítalastarfi og öllu umstang- inu þar, féllst hún á að bregða upp minnispunktum í stórum dráttum úr eigin ltfi. Systir Hildegard er fædd í vestur-þýsku borginni Essen í árslok 1910. Á einlæglega kristnu heimili, eins og hún orðaði það. Hún hafði verið barn að aldri er hún hafði sett sér það markmið að helga lff sitt Guði og ganga í kiaustur. Þjóna honum með því að helga starfskrafta sína þjónust- unni við meðbræðurna. Kom þá til greina að snúa sér að hjúkrun- arstörfum, aðstoð við aldrað fólk eða þá að sinna einstæðingum og yfirgefnu fólki. Að gifta sig kom ekki til greina. Það var ein af æskuákvörðunum hennar. í regluna Systir Hildegard var 21 árs er hún lét verða af ákvörðun sinni. Gekk hún þá í reglu St. Jósefs- systra. Reglan starfar um heim allan. Hún valdi sér að starfa á Norðurlöndum. Varð það sem hún kallaði danska umdæmið fyrir valinu. Klausturheitið, sem hún minnt- ist nú vann hún eftir að hafa lifað klausturlífi frá því haustið 1932, eða í um hálft þriðja ár. Á fyrsta ári klausturlífsins ástundaði hún bænalíf og tamdi sér lifnaðar- hætti St. Jósefssystra-reglunnar. Það var í mars 1934, ári áður en hún vann hið 50 ára gamla klaust- urheit, að hún hóf hjúkrunarnám við St. Jósefssjúkrahúsið í Kaup- mannahöfn. Náminu lauk á miðju sumri árið 1937. — Nú skyldi áframhaldið vera að sameina bænina og starfið, sagði systir Hildegard. — En þetta var ekki alltaf auðvelt þegar allt kom til alls. Því þó ég segi sjálf frá gat þreytan af hjúkrunarstörfunum orðið það mikil að hún náði yfir- höndinni og hafði áhrif á bænalíf mitt. — En þó finnst mér það vera, skulum við segja, nokkur huggun aö oft kom Guð til fundar við mig i hinu daglega starfi mínu og samskiptum við það fólk sem ég sinnti á spítalanum eða hafði ein- hver samskipti við, sagði systir Hildegard. Systir Hildegard var vakandi fyrir framförum á sviði hjúkrun- arfræðinnar. Sótti því námskeið ekki aðeins fyrstu árin í starfi sínu, heldur og allt fram til ársins 1950—51. Þá fór hún á námskeið fyrir hjúkrunarkonur við háskól- ann í Árósum. Til íslands Systir Hildegard kom til íslands fyrir 31 ári. Þá hafði hún víðtæka reynslu af skurðlækningahjúkrun, því hún hafði verið príórinna á stórri skurðlækningadeild á spít- ala i Kaupmannahöfn um árabil, eða frá árinu 1945. Þegar hún kom hingað (1954), fór hún beint til starfa á St. Jósefsspítalann i Hafnarfirði. Þar beið hennar þá að vera príórinna spítalans. Þar var í mörg horn að líta, því ekki aðeins voru það hin daglegu störf vegna sjúklinganna og almenn yf- irumsjón. Einmitt á því sama ári varð byrjað að undirbúa stækkun spít- alans með nýbyggingunni og kom systir Hildegard við sögu undir- búningsins. Eftir að hafa verið príórinna í Hafnarfirði um fjögurra ára skeið urðu þáttaskil. Systir Hildegard var gerð að príórinnu Landa- kotsspítala. t samfleytt 18 ár var hún príórinna á spítalanum. Systir Hildegard taldi ekki ástæðu til þess að fara um starf sitt mörgum orðum í svona blaða- samtali, jafnvel þó það spannaði nær heil 20 ár. — Það var oft erf- itt, skulum við segja, en kærleikur Þetta er stóra höggmyndin eftir listamanninn Baltazar, sem læknar Landa- kotsspítala gáfu SL Jósefssystrum í þakklætis- og viðurkenningarskyni. Myndinni hefur verið komið fyrir í kapellunni í Garðabæ. Þegar ég tók þetta verkefni að mér, sagði Baltazar, vildi ég að myndin túlkaði mina hugmynd um Reglu St. Jósefssystra, setn hljóðar svona á latínu: Ora et labora: Bænargjörð og vinna. Myndi það ekki betur táknað en að þau stæðu hlið við hlið María Guðsmóðir og smiðurinn Jósef með hamarinn í hægri hendi og sporjárnið í vinstri. Stytturnar eru steyptar í bronz og standa þær á grá- steinshellu. Alls vegur verkið um eitt tonn, þar af grásteinshellan um 700 kg. Baltazar sagði að kona sín, Kristjana, og Sigurður Helgason í Steinsmiðjunni hefðu veitt sér ómetanlega aðstoð. og traust systranna og þá ekki síð- ur starfsliðs á spítalanum og fleiri innan stofnunarinnar sem utan léttu undir með mér. Þetta voru yndisleg ár. Tel ég mig standa í þakkarskuld við ísl. þjóðina fyrir kynnin af henni, fyrir skilning hennar og hjálp, sagði systir Hildegard. Við eitt vandamál höfum við strítt sameiginlega, St. Jósefssyst- ur. Okkur fjölgaði því miður ekki eftir því sem árin liðu, þvert á móti. Það eru nú nær 10 ár liðin frá því við urðum að horfast í augu við þá staðreynd, að ekki væri lengur hægt að halda spítal- anum okkar í þeim gæðaflokki, ef við viljum orða það svo, sem hann hafði ávallt verið í. Þá urðu þau umskipti sem öllum er kunnugt um, þeir aðilar sem annast rekst- ur spítalans í dag komu til sög- unnar. Flestar systurnar, sem starfað höfðu við hjúkrun á Land- akoti létu af störfum 1976, enda komnar á þann aldur. Þá beið þeirra hvíldarheimilið suður í Garðabæ. Að vísu voru þá starf- andi 4 systur sem ekki voru komn- ar á efri ár. Þær störfuðu enn um skeið á spítalanum. Af sjálfri mér er það svo að segja að ég hef starf- að hér í prestahúsinu í Landakoti undanfarið. Ég nýt lífsgleði og hef nægan tíma til bæna og til þess að sýna kærleika til náungans í verki, sagði systir Hildegard. Yfirlæknirinn þakkar Sem fyrr segir hélt Ólafur Örn Arnarson yfirlæknir ræðu. Komst hann þannig að orði: Þáttur St. Jósefssystra í heil- brigðisþjónustu fslendinga er stór og öllum þeim, sem hér eru vel kunnur. Systir Hildegard, sem við samfögnum hér í dag, var í for- ystu þeirra systra um nær 20 ára skeið. Á þeim tima átti sér stað mikil uppbygging og ór þróun St. Jósefsspítala. Hvernig þeim systr- ' um tókst að byggja B-álmuna og skrifstofubygginguna á stuttum tíma, allavega á mælikvarða ís- lenskra spítalabygginga er næsta ótrúlegt. Þá sögu kunna aðrir bet- ur en ég. En það þurfti einnig að reka þetta stóra fyrirtæki og það var ekki alltaf auðvelt. Ég minnist þess að aðeins 2 mánuðum eftir að ég hóf störf við spítalann rétti ég upp hendi til stuðnings þeirri ákvörðun systrana að loka spítal- anum vegna rekstrarerfiðleika. Þá hlýtur að hafa verið fokið í öll skjól þegar jafnvel þolinmæði þeirra var á þrotum. Ekki veit ég hvort það er systrunum nokkur huggun í að vita aö raunar hefur ekkert breyst í þessum efnum. Fyrir nokkrum dögum tilkynnti Rafmagnsveita Reykjavikur að lokað yrði fyrir rafmagn til spítal- ans næsta dag yrðu ógoldnir reikningar ekki greiddir. Eins og oft áður var hlutunum bjargað í bili á síðustu stundu, eins og hátt- ur okkar fslendinga gjarnan er. Þegar að því rak að St. Jósefs- systur treystu sér ekki til að reka spítalann lengur komu fram ýms- ar hugmyndir um hvað við tæki. Möguleikinn á sjálfseignarstofnun var fljótlega ræddur. Ég man vel eftir sunnudagsmorgni einum Leikfélag Hafnarfjarðar: „Rokkhjartaö slær“ LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar frumsýnir um helgina, í Bæjar- bíói í Hafnarfirði, leikritið „Rokkhjartað slær“. Verkið er samið í leiksmiðju og hafa allir er að sýningunni standa lagt sitt af mörkum við gerð verksins. í samtali við Morgunblaðið sagði Ragnhildur Jónsdóttir, formaður leikfélagsins, að með verkinu væri leitast við að ná fram á einu kvöldi þróuninni er átti sér stað er rokktímabilið ruddi sér til rúms. Fyrir hlé fjallar verkið um æfingu skóla- krakka fyrir árshátíð skóla síns og eflir hlé er svo útkoman sýnd, þ.e. sjálf árshátíðin. 30 manns standa að sýning- unni, þar af 17 leikarar. Þórunn Sigurðardóttir leikstýrir verkinu, Jóhann Morawék út- setti og stjórnar tónlistinni, Hörður Sophaníasson samdi textana við lögin og Egill Ingi- bergsson sér um lýsinguna. Leikfélag Hafnarfjarðar er 49 ára en var endurreist fyrir u.m.b. 2 árum. Þetta er þriðja árið sem „endurreisnarhópur- inn“ starfar. Hópurinn hefur tekið 5 verk til sýningar á því 2Vfe ári sem hann hefur starfað. í sumar fékk leikfélagið Bæjarbíó til umráða fyrir sýningar sínar en áður hafði það sýnt út um hvippinn og hvappinn. Hraustar sálir í hraustum líkömum. Sungið undir merki Presley.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.