Morgunblaðið - 24.03.1985, Síða 47

Morgunblaðið - 24.03.1985, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 Úrslitin ráðast síðasta kvöldið Rc5, 16. Rg3 — a5, 17. g6 — fxg6, 18. hxg6 - h6, 19. Rh5! .TVÆR umferðir af sjö eru nú eftir af Skákkeppni stofnana og fyrir- tækja 1985. Þrátt fyrir að Búnaðar- bankinn sé á góðri leið með að verja titil sinn eru úrslitin þó alls ekki ráðin, bankinn hefur eins og hálfs vinnings forskot á Iðnskólaútgáf- una, sem er í öðru sæti, en á mánu- dagskvöldið verða tefldar tvær um- ferðir og átta skákir, þannig að ým- islegt getur gerst áður en yfir lýkur. Mótið fer að venju fram í Skákheimilinu við Grensásveg og eru tefldar klukkutíma skákir, tvær umferðir á kvöldi. Staðan í A-riðli er nú þessi: 1. Búnaðar- bankinn 15 v. af 20 mögulegum, 2. Iðnskólaútgáfan 13Vfe v., 3.-4. Há- skólinn og Útvegsbankinn 12 Vfe v., 5. Flugleiðir 12 v. I B-riðli er teflt á miðvikudagskvöldum. Þar er staða efstu sveita þessi: 1. Ungl- ingasveit TR 15 Vfe v., 2. Endur- skoðunarskrifstofa Björns Steff- ensen og Ara Thorlacius 14 v., 3. Mjólkursamsalan 13 Vi v., 4. Hall- armúli hf 12 Vfe v. Að venju eru margir af kunn- ustu skákmönnum landsins á með- al þátttakenda, þó nokkrir þeirra hafi orðið frá að hverfa í miðjum klíðum vegna alþjóðlega mótsins á Húsavík. Þannig leiðir Friðrik Ölafsson sveit Háskólans, Björn Þorsteinsson og Gunnar Gunn- arsson Útvegsbankasveitina, kjölfestan í Flugleiðasveitinni eru tveir ungir skákmenn, þeir Karl Þorsteins og Elvar Guðmundsson, og Iðnskólaútgáfan stendur einnig Úrslit urðu þessi: 1. Huldar Breiðfjörð 8V4 v., 2.-3. ísleifur Karlsson og Eyjólfur Gunnarsson 7 v., 4. Tómas Einarsson 6V4 v., 5.-7. Kristján Burgess, Ýmir Vésteinsson og Sigurður Erlings- son 4 Vi v. Skólastjórar voru Jörundur Þórðarson og Sigurður Kristjáns- son. Hraðskákmót Kópavogs verður haldið sunnudaginn 24. marz kl. 14 í Kópavogsskóla. Við sama tæki- færi fer fram verðlaunaafhending fyrir Skákþing Kópavogs. Hér fer á eftir sigurskák nýbak- aðs Kópavogsmeistara gegn stiga- hæsta keppanda mótsins: Efstu menn í unglingaflokki meó verðlaun sín. Frá vinstri: Huldar Breið- fjörð, ísleifur Karlsson, Eyjólfur Gunnarsson og Tómas Einarsson. Hvítt: Haraldur Baldursson. Svart: Helgi Þorleifsson. Sikilevjarvörn. 1. e4 - c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6,5. Rc3 — a6, 6. Bg5 — e6, 7. f4 — Be7, 8. Df3 — Dc7, 9. 0-0-0 — Rbd7,10. g4 — OO? Þannig má ekki tefla Najdorf- afbrigðið. Svartur hrókar ofan í hvítu peðaframrásina á kóngs- væng, í stað þess að hefja mótspil á drottningarvæng með 10. — b5. 11. Bxf6 - Rxf6, 12. g5 - Rd7, 13. h4 - b5, 14. h5 - b4, 15. Rce2 — Nú hótar hvítur 20. Rxg7 — Kxg7, 21. Dh5. Svörtum tekst að verjast þeirri hótun, en það kostar hann mikilvægt peð. - Bf6, 20. Rb5 — De7, 21. Rxd6 — Bb7, 22. De3 - Ra4, 23. Rxf6+ — Dxf6,24. e5 - De7,25. Hh2 — Bc6, 26. Hc4 - Hab8, 27. f5 - Bd7, 28. Rf7 — Rb6, 29. f6! og svartur gafst upp. Haraldur Baldursson vel að vigi með tvo gamalreynda baráttumenn í fararbroddi, þá Ingvar Ásmundsson og Magnús Sólmundarson. Búnaðarbanka- sveitina skipa þeir Jóhann Hjartarson. Margeir Pétursson, Hilmar Karlsson, Guðmundur Halldórsson og Stefán Þormar Flugleiðasveitin tók snemma forystu með því að sigra Útvegs- bankann 4—0, en lækkaði flugið eftir 1—3-tap gegn Búnaðarbank- anum Siðan hefur Búnaðarbank- inn haldið forystunni með 2Vfe—1 'á sigri gegn Iðnskólaútgáf- unni og 3—1 gegn Útvegsbankan- um. í 8. umferð mætir bankinn sveit Háskólans. Skákfélag Kópavogs er að vakna af dvala Skáklíf í Kópavogi hefur verið með daufara móti síðustu ár, en í vetur hefur færst fjörkippur í starfsemina og heldur félagið uppi reglubundnum æfingum 1 Kópa- vogsskóla á þriðjudagskvöldum kl. 20. Á laugardögum kl. 14 er skák- kennsla fyrir unglinga, 14 ára og yngri. Formaður félagsins er Sig- urður Bjarnason. Nýlega var Skákþing Kópavogs háð. Sigurvegari varð Haraldur Baldursson og hlýtur hann sæmd- arheitið Skákmeistari Kópavogs 1985. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monrad-kerfi og varð röð efstu manna þessi: 1. Haraldur Bald- ursson 6 v., 2.-3. Helgi Þorleifs- son og Þröstur Einarsson 5 v., 4. Pétur Viðarsson v., 5. Kor- mákur Bragason 4 v. f unglingaflokki voru tefldar níu umferðir eftir Monrad-kerfi. tviu eiga aó fermast íár Þeirra bíður frekara nám og starf. Þetta er oft á tfðum löng leið og torsótt. Það skiptir því máli að þau séu vel búln til fararinnar. Eitt af því sem þeim er nauðsynlegt að hafa í farteskinu er vönduö enak-íatensk orðabók því enska er alþjóðlegt tungumál sem gegnir mikilvægara hlutverki í aamaktptum manna. menntun og atörfum en nokkur önnur tunga samtímans. Af þessu tilefni viljum við draga athygli foreldra og forráðamanna unglinga að hinni nýju enak-íalenaku orðabók fyrirtækisins sem kom út fyrir síðustu jól. Við þorum að mæla með henni sem nytsamlegri og skemmtilegri gjöf. Hún hefur hlotið meðmæli málsmetandi manna. Þannig kemst t.d. Heimir Pálsson að orði í Helgarpósti: „Sumar bækur eru þann veg vaxnar að maður táraat af gteðt við að handfjalta þær. Eln slíkra böka er Ensk-ialenaka orðabökin þetrra Sörens, Jóhanns og Örlygs. Astæður táranna eru þijár: I fyrsta lagt er bóktn stórfenglega vönduð. í öðru lagi bætlr hún úr mjög alvartegri þörf. Og í þrtðja lagt er útgáfan svo séríslenskt fyrtrbæri að mann skorttr öil orð ttl að lýsa þvL" Qunnlaugur Astgeirsson segir í sama blaði þar sem hann fjallar „Um bókmenntir á því herrans ári 1984": : * „Mest og merkust er htn mtkla enska orðabók Amar og örlygs sem er ettt mesta stórvlrki í bókaútgáfú síðan Quðbrandur sálugi leið." Svavar Sigmundsson orðabókarritstjóri skrifar um bókina í tímaritið Storð og kemst m.a. svo að orði: „Hún er auk þess að vera langstærsta orðabók um enska tungu sem vlð höfum eignast, líka sú langbesta, og Jafnframt höfum vtð etgnast mtkla fróðletksnámu um alfræðileg efni." Qóð orðabök er gott veganesti sem borgar stg þegar tU lengri tíma er Ittið. Ensk-íslenska orðabókin fæst í öllum bókabúðum og á forlagi BORAUTGAFAN ÖRN fit ÖRLYGUR Sídumúla 11, sími 84866

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.