Morgunblaðið - 24.03.1985, Side 49

Morgunblaðið - 24.03.1985, Side 49
.Tgnv/MravowHvre MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 49 Niðjatal Þórarins á Grund í undirbúningi UNDANFARIN ár hefur verið vax- andi áhugi á ættfræði hér á landi og hefur hann þó alltaf verið mik- ill. Dæmi um þetta eru ættarmót sem eiga vaxandi vinsældum að fagna og aukinn fjöldi niðjatala og ættfræðibóka á markaðnum. Morgunblaðið hefur fregnað að í undirbúningi sé niðjatal Þórarins sýslumanns Jónssonar á Grund f Eyjafirði í útgáfu Skuggsjár hf. Niðjatalið verður búið til útgáfu af Jóni Gíslasyni póstfulltrúa, Grími M. Helgasyni forstöðumanni og Guðjóni Lárussyni lækni. Morgunblaðið hafði tal af Guðjóni Lárussyni um undir- búning þennan. Hann sagði: „Niðjatal þetta er framhald af ættfræðiathugunum föður míns, Lárusar Jóhannessonar hæsta- réttardómara, en hann fékkst mikið við ættfræðirannsóknir síðasta áratug ævi sinnar. Af því sem hann lét eftir sig í handriti er þegar komin útá vegum Skuggsjár Blöndalsættin, 1981, og annaðist Jón póstfulltrúi þá útgáfu. Við Grímur M. Helgason aðstoðuðum hann nokkuð við það og því var sjálfsagt að það samstarf héldi áfram. Blöndalsættin er eins og kunn- ugt er niðjatal Björns Blöndals sýslumanns í Hvammi í Vatns- dal og Guðrúnar Þórðardóttur. Þetta er mikið rit, yfir 500 bls. með 726 myndum. Það líður nú að 200 ára afæmli Björns og ástæða er til að byrja að ýta við niðjum hans að nota það tæki- færi til að efna til ættarmóts." — Er niðjatal Þórarins á Grund eitthvað sambærilegt? „Það er miklu stærra verk. Þórarinn var uppi tveimur kynslóðum á undan Birni, frá 23. desember 1717 og dó 22. maí 1767. Hann átti fimm syni með konu sinni, Sigríði yngri Stef- ánsdóttur. Stefán Þórarinsson var þeirra elztur og einn mesti valdsmaður landsins um langt árabil. Hann fæddist 24. ágúst 1754 og dó 12. marz 1823. Hann bjó að Möðruvöllum í Hörgárdal og var amtmaður í suður- og vestur-amtinu, þekktur fram- farasinni og barðist mjög fyrir menntun almennings. Kona hans var Ragnheiður Vigúsdótt- ir Scheving, fædd 15. júlí 1763, dáin 9. ágúst 1843. Þau áttu 18 börn og af þeim komust 13 á legg en ekki eru niðjar frá þeim öll- um.“ — Verða þetta mörg bindi? „Trúlegt er að niðjatal Stefáns amtmanns verði tvö til þrjú bindi af sömu stærð og Blöndals- ættin og er það bara byrjunin á niðjatali Þórarins á Grund. Þá eru hinir fjórir synirnir eftir. Synir Þórarins á Grund, allir merkir menn, kenndu sig að ís- lenzkum hætti við föður sinn. Það eru svo afkomendur þeirra sem taka upp danskan sið í sam- bandi við nafngiftir og kalla sig Thorarensen. Inn í Thorarensen-ættina gift- ast svo margar aðrar merkar ættir, innlendar og erlendar. Hér koma við sögu Schevingar, Hafsteinar, Melstedar o.fl. Kona Vigfúsar Þórarinssonar sýslu- manns var t.a.m. dóttir Bjarna Pálssonar landlæknis. Jón Esp- ólín sýslumaður og annálaritari var hálfbróðir þeirra Þórarins- sona, sammæðra." — Verða myndir í bókinni? „Já, það er ómögulegt annað. Allir sem fletta svona bókum, hvort heldur niðjatölum eða Stefán Þórarinsson bókum eins og læknatali eða lögfræðingatali, eru sammála um að það séu miklu ánægju- legri bækur sem innihalda myndir. Auk þess sem þær verða með tímanum miklu merkari heimildir. Hitt er svo annað að söfnun mynda og niðurröðun er tímafrek og reynir á samstarf og skilning þeirra sem getið er í niðjatalinu. Eg get ekki annað en notað tækifærið til að biðja niðja Stef- áns Þórarinssonar að bregðast vel við og snarlega er leitað verð- ur til þeirra um myndir. Við munum líka auglýsa, en þetta er slíkur fjöldi að ógerlegt verður að hafa persónulegt samband við þá alla. Lárus Jóhannesson Mig langar að nota tækifærið til að þakka samstarfið við Oliv- er Stein, forstjóra Skuggsjár. Það er mikill stórhugur hjá hon- um að ráðast í útgáfu svona mik- illa verka eins og niðjatöi Lárus- ar Jóhannessonar verða. Það er sagt að niðjatöl og ættfræðibæk- ur seljist alltaf, og það kann að vera. En ég held þó að slík sala sé alltaf hæg og hljóti að dreif- ast á mörg ár. Það er einnig mikil vinna að koma slíku út, en við byggjum á 10 ára undirstöðuvinnu höfund- ar verksins. Að vísu hafa margir Thorarensenar bætzt við frá því Lárus Jóhannesson lézt og okkar starf er misjafnlega langt kom- ið.“ I I BEMT FLUGISMSKINW 3. APRÍL: Örfá sæti laus í páskaferðina, en hún er í tvær vikur. Alveg einstakleea þægileg ferð í spánska vorið. 17. APRIL: Þnggja vikna ferð með sérstökum 15% afslætti. 8. MAI: Ferð elan borgara. I ferðinni verður sérstakur leiðsögumaður og hjúkrunarfræðingur þeim ætlaður. Ferðin er farin í samvinnu við Fe lagsn\álastofnun Keylcj avíkurborgar. 15. MAÍ: BENIDORM/MADRID - tveggja vikna ferð með viðkomu í einstakri stórborg og á góðri sólarströna. vika á hvorum stað, á góðu verði. BENIDORM er á Suður-Spáni og einn vinsælasti, sólríkasti og snyrtilegasti staðurínn á sólarströnd Spánar. Það er staðfest. Gististaðir eru bæði íbúðir eða hótel með eða án fæðis. Pantið tímanlega og tryggið ykkur sæti í sólskinið á ströndinni hvítu. Ferðaáætlun til BENIDÓRM: 3. og 17. apríl / 8. og 29. maí / 19. júní / 10. og 31. júlí / 21. ágúst / 11. sept. / 2. okt. FERÐAÁÆTLUN 1985 . þú lest ferða- bæklinginn okkar af sannri ánægiu. I honum eru ferðamöguleikar sem Feröamiðstöðin hefur ekki boðið áður og eru mjög gimilegir og freistandi. Við bjóðum t.d. ferðir til Grikklands, Frakklands, USA, Marokkó, Ítalíu, Spánar, sumarhús í Þýskaíandi, Danmörku, Frakkl- andi og Englandi. AuÓvitað færðu líka hjá Ferðamiðstoðinni farmiða og hótel viljir þú heimsækja Norðurlöndin eða stórborgir Evrópu, Ameríku eða jafnvel Asíu! - Þetta er bara brot af því sem FERÐAÁ- ÆTLUN 1985 segir frá . . ! Hringdu í síma 28133 og við senaum þér hana í póstinum. Strax! FERÐAMIÐSTÖDIIM AÐALSTRÆTI9 SÍMI28133 ___JL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.