Morgunblaðið - 24.03.1985, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 24.03.1985, Qupperneq 52
« 52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 Fundur með rektorsefnum í Háskóla íslands: Nýjar reglur um rektorskjör Jónatan Þórmundsson talaði fyrstur og eftir að hafa þakkað Félagi háskólakennara fyrir þetta tækifæri til að gera grein fyrir skoðunum sínum og stefnumálum, gerði hann reglur um kjör rektors að umtalsefni. Sagði hann löngv tímabært að tekin væru upp form • leg framboð til rektorskjörs og nenfdi í því sambandi tiliögu sem hann hefði flutt i haskólaráði árið 1973 þar að lútandi. Sagði hann formleg framboð bæði lýðræðis- legri og nútímalegri og að ekki væri nema rétt að rektorsefnum gæfist möguleiki á að gera grein fyrir skoðunum sínum og stefnu- málum, rektorsembættið væri fyrst og fremst stjórnunarstart. Háskóli á krossgötum Jónatan kvað háskóiann i kreppu. hraðfara þjóðfélagsþróun gerði það að verkum að hann væri á krossgötum. Það væri hins vegar ekki einstakt fyrir hann, það sama væri upp á teningnum í flestum háskólum heims. Orsakirnar væru meðai annars mikil stúdentafjöig- un og vekti þetta upp spurningar um menntastefnu og hlutverk há- skóla í samfélaginu Þeirri spurn- ingu kvaðst hann svara þannig að háskólanum bæri að vera í sem nánustum tengslum við umhverfið og stuðla að vitrænum tjáskiptum í víðasta skilningi. Sagði hann já- kvætt hugarfar nauðsynlegt og að herða þyrfti róðurinn í baráttu fyrir háskólanum. Hann sagði að einkum þrjú verkefnasvið biöstu við, þ.e. hvað snertir stjórnun há- skóians, mótun heildstæðrar menntastéfnu og tengsl við sam- félagið. Ræddi hann síðan hvert þessara atriða fyrir sig nokkrum orðum. Endurskipuleggja ber rektorsembætti Sagði hann að við háskólanum blasti stjórnsýsluvandi, gera bæri skýran greinarmun á málum sem snertu skólann sem heild og sér- málum deilda og taldi í því sam- bandi að gera bæri stöðu deildar- forseta veigameiri. Þá bæri að endurskipuleggja rektorsembætt- ið og til álita kæmi að ráða full- trúa rektors, svo rektor hefði betri tíma til að einbeita sér að hinum stærri málum. Þá sagði Jónatan, að þó það Séð yfir hátíðarsal Háskóla íslands þar sem fundurinn var haldinn. Morgunblaðið/Bjarni Sammála um að af- drifaríkir tímar fyrir háskólann fari í hönd REKTORSKJÖR fer fram í Háskóla íslands 2. aprfl næstkomandi, þar sem rektor til næstu þriggja ára verður kjörinn af starfsmönnum, kennurum og nemendum skólans. Allir prófessorar háskólans eru kjör- gengir, en áður en til kosningar kemur er vilji fólks kannaður í prófkjöri, sem fram fór fyrripart marsmánaðar. Félag háskólakenn- ara gekkst fyrir fundi í hátíðarsal Háskóla íslands á fimmtudag, þar sem þeim fimm prófessorum sem hæstir urðu í prófkjörinu var boðið að koma og tjá sig um skoðanir sín- ar á málefnum háskólans. Þessir fimm prófessorar eru Jónatan Þór- mundsson, Júlíus Sólnes, Páll Skúlason , Ragnar Ingimarsson og Sigmundur Guðbjarnason. Jónatan Þórmundsson væri að vísu orðum aukiö að um enga menntastefnu væri að ræða væri þo í því sannleikskjarni, mórg vandasöm álitsefni biðu úr- lausnar. Háskólanum bæri að hafa meiri áhrif á undirbúnings- menntur. undir háskólanámið og hugmyndir um endurmenntunar- namsketö nýútskrifaðra stúdenta innan háskólans, væru sóun á tima. Ijeggja bæri áherslu á fjöl- breyttara og blandaðra nám með sveigjanlegum deildarmúrum og nýjum prófgráðum. Jónatart sagði að háskólinn mætti ekki vera fílabeinsturn og einangrast frá þjóðfélaginu. Há- skóli íslands væri þjóðskóli og stórefla bæri tengslin við almenn- ing. Taka bæri til athugunar stofnun háskóladeildar á Akureyri og teggja áherslu á samstarf fræðimanna og fyrirtækja, hvað snertir hagnýtar rannsóknir. Háskólinn hornsteinn ís- lenskrar menningar Júlíus Sólnes, sem næstur tal- Sigmundur Guðbjarnason aði, sagði gildi menntunar nú til endurskoðunar í þjóðfélaginu og þessi fundur færi fram i skugga þess ástands sem nú ríkti í skóla- málum og háskólinn færi ekki varhluta af. Hann kvað fjárveit- ingu til menntamála vera horn- reka og hefði hún rýrnað til há- skólans á undanförnum árum. Há- skólinn hefði ekki sótt nóg á, og með sama áframhaldi gæti hann ekki gegnt hlutverki sínu sem hornsteinn íslenskrar menningar. Kvað hann tímabært að leggja niður samstarfsnefnd háskólans og ráðuneytis um fjárbeiðnir deilda, þar væn tvíverknaður á ferðinni, því beiðmrnar væru einnig skornar niður í Fjárlaga- og hagsýslustofnun. Sagði Júlíus eitt meginverkefni nýs rektors vera að standa vörð um sjálfs- stjórn háskólans sem hefði átt undir högg að sækja. í öðru lagi yrði nýr rektor að hyggja að kjörum og aðbúnaði starfsfólks háskólans, það myndi flosna upp ef ekki yrði gerð ein- Ragnar Ingimarsson hver breyting á. Taka bæri til dæmis upp greiðslur fyrir fasta ómælda yfirvinnu eins og tíðkað- ist í velflestum ríkisstofnunum. Þá bæri að fara þess á leit, við ríkið að 20% einkaleyfisgjald af Happdrætti háskólans yrði af- numið. Gera embætti deildarfor- seta eftirsóknarveröari Júlíus sagðist geta tekið undir margt af því sem Jónatan hefði sagt um það að bæta þyrfti stjórn háskólans. Auka bæri sjálfræði deilda og ættu þær að fara með fjárveitingar sínar sjálfar og gera bæri embætti deildarforseta eftir- sóknarverðara, eins og nú væri málum háttað forðuðust menn að taka að sér það embætti. Júlíus sagði það sína skoðun að talað væri um of um sérstaka Júlíus Sólnes hópa innan háskólans, kennara og nemendur til dæmis. Líta bæri á háskólann sem vinnustað 5 þús- und manna með ýmis sameiginleg hagsmunamál. Til dæmis væri ekki óeðlilegt að þjónustumiðstöð, banki og pósthús væru á háskóla- svæðinu. Hann sagði það einnig athugunarvert að gefa út eitt sam- eiginlegt fréttabréf fyrir alla þá sem ynnu i háskólanum, til dæmis hálfsmánaðarlega, en þar sem hann þekkti til erlendis væri það vaninn. Þá sagðist Júlíus gera það að tillögu sinni að 1. des. yrði gerður að hátíðisdegi háskólans og háskólaráði falið að standa fyrir hátíðarhöldum. Ennfremur gerði Júlíus að um- talsefni ólíkt skipulag deilda og taldi tímabært að athuga hvort ekki bæri að taka upp hið engil- saxneska kerfi í öllum deildum skólans, þ.e. bjóða upp á mögu- leika á BA-prófi í þeim deildum sem hingað til hafa einungis boðið upp á embættispróf, þ.e. lögfræði, lækna- og guðfræðideild. Þá sagði Júlíus að ekki bæri að taka upp nýjar námsbrautir við Háskóla Is- lands öðru vísi en boðið væri upp á möguleika til framhaldsmenntun- ar. Það væri rannsóknum við há- skólann til skaða hversu lítið væri um framhaldsnám, því stúdentar væru besti og ódýrasti kosturinn í þeim efnum. Sagði Júlíus það vera til vansa að ekki værí kerfisbund- in kennsia til doktorsnáms við Há- skóla íslands í íslenskum fræðum. Háskólinn er mér hugsjón Háskólinn er mér hugsjón, hug sjón sem við eigum sameiginlega og það gefur okkur grunn til að ræða saman á, sagði Páll Skúlason í upphafi máls síns. Hann sagði að á næstu dögum yrði sent út rit, sem hann hefði samið og nefnt Háskólastefnu, þar sem fjallað væri um helstu þætti þess sem hann teldi að leggja bæri áherslu á í náinni framtíð. Hann kvað það mikilvægt að lýðræðislegir stjórn- arhættir væru í heiðri hafðir í há- skólanum og að þar ríkti raun- veruleg valddreifing. Skipting verka og ábyrgðar ætti að vera skýr og afdráttarlaus. Hann sagði háskólann þjálfa nemendur prýði- lega til að leysa sérhæfð verkefni af hendi, en ef skólinn veitti ekki einnig skilning og innsýn í vísindi og menntun, væri brostin forsend- an fyrir tilveru hans. Ynrvinnukerfið dragbítur Páll sagði að tryggja bæri rann- sóknafrelsi innan skólans, því það væri forsenda þess að háskóli stæði undir nafni. Sagði hann þetta atriði í raun vera svo aug- Ijóst að ekki þyrfti að ræða það. Hann sagði það eitt brýnasta hagsmunamál háskólans að koma háskólabókasafni í gott horf, því öll starfsemi skólans liði fyrir það að málefni þess væru ekki í nógu góðu horfi. Sagði hann brýnt að kjaramál innan skólans yrðu endurskoðuð og það yfirvinnukerfi sem við lýði væri í skólanum væri dragbítur á starfsemi hans. Hann kvað nauð- syn miklu nánari samvinnu innan skólans til dæmis við Félagsstofn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.