Morgunblaðið - 24.03.1985, Page 53

Morgunblaðið - 24.03.1985, Page 53
MORGÚNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 53 Atvinnumiðlim kennara: Mest spurt eftir mönn- um með tölvuþekkingu un stúdenta og einnig í sambandi við húsnæðis- og byggingarmál. Þá væri full nauðsyn á upplýs- ingarherferð út á við til að kynna þau vandamál fyrir almenningi sem við skólanum blöstu. Að færa fljótið fremur en herinn Ég veit að heimspekingar hafa orð á sér fyrir að vera fremur menn orða en athafna og ýmislegt bendir til þess að sú skoðun hafi verið lengi uppi. Sú saga er sögð af Þales frá Míletos, sem venjulega er talinn marka upphaf heimspek- innar, að vinnukona hafi fundið hann, þar sem hann hafði dottið ofan í brunn við það að skoða stjörnurnar. Gerði hún grín að honum vegna þessa, að hann skoð- aði stjörnurnar en kynni ekki fót- um sinum forráð. Ég geri mér grein fyrir því að það er vonlaust að eyða þessum fordómum, sagði Páll, en vil þó benda á að Þales reyndist löndum sinum ráðhollur i ýmsu sem að stjórn laut. Hann að- stoðaði þá einnig i hernaði er koma þurfti her manns yfir óbrúað fljót og herforingjar stóðu ráðþrota frammi fyrir því hvernig bæri að gera það, og leituðu ráða hans, þá gerði hann það með þvi að færa fljótið fremur en herinn, sagði Páll. Útlitið svart í byggingar- málum háskólans Ragnar Ingimarsson sagðist hafa ákveðið að taka eitt atriði út úr í sambandi við málefni háskól- ans og væru það byggingarmál há- skólans. Kvað hann útlitið svart í þeim efnum nú og rakti sögu framkvæmda við skólann síðustu árin eða frá árinu 1977. Vitnaði hann i skýrslu frá því ári, sem unnin var til að gera grein fyrir hvaða leiðir væru til úrbóta til bráðabirgða og svarið hefði verið að þær væru engar. Sagði hann auðsætt að þörf væri á miklu byggingarfé og gera þyrfti mikið átak nú. Lagði hann til að 100 milljónum yrði veitt til bygg- ingarmála næstu þrjú ár og taldi að þrýsta ætti á ríkisvaldið um fjárveitingu til að af því gæti orð- ið, en ríkisvaldið hefði áður frá því fyrrgreind skýrsla var unnin kom- ið til aðstoðar með sérstakri fjár- veitingu þrjú ár í röð, þ.e. árið 1979 með 35 milljónum þrjú ár S röð. Væri mikil aukafjárveiting það eina sem gæti komið í veg fyrir neyöarástand, skólinn væri nú þegar dreifður um allan bæ. Opinn háskóli Sigmundur Guðbjarnason sagði aðstöðu og skilyrði í háskólanum ófullnægjandi til þess að háskól- inn gæti gegnt þeirri þjónustu sem honum væri ætlað og skylt að gera. Hann sagðist oft dást að þeim mönnum, fyrirrennurunum við skólann, sem byggt hefðu há- skólann upp af vanefnum, þegar allt húsnæði vantaði og kennslu- og rekstrarfé hefði verið af skorn- um skammti. Þeir hefðu unnið bug á öllum vandamálum með eld- móði, krafti og bjartsýni. Hann sagðist sjálfur minnast fyrstu ára sinna við háskólann, þegar í raun og veru hefði verið lagður grunnur að nýjum tækniháskóla hér á landi. Þetta hefðu verið erfiðir, en skemmmtilegir tímar. Fólk hefði oft verið þreytt en smám saman hefði það séð vonir sínar verða að veruleika og það hefði verið þess virði. Fólk hefði verið illa launað, en þetta hefði tekist fyrir þrot- lausa vinnu. Það væri eðlilegt að vandamál sköpuðust, þau hefðu alltaf verið fyrir hendi, við það væri ekkert að athuga og það þyrfti að takast á við þau. Sigmundur sagði að Háskóli ls- lands þjónaði allri þjóðinni og tímabært væri að huga að stofnun opins háskóla með samvinnu við útvarp og sjónvarp, þannig að þeir sem hefðu áhuga gætu öðlast þá menntun sem þá langaði, t.a.m. þeir sem byggju út á landsbyggð- inni. Einnig þyrfti að auka endur- menntun og símenntun. Hann sagði að háskólinn ætti að hafa meira frumkvæði um mennta- stefnu. Nú væru gróðrarskúrir og skyn milli skúra, það bæri að nota tækifærið, efla rannsóknir og hag- nýtingu þeirra í samvinnuverkefn- um háskólans við atvinnulífið. Hvetja þá sem yngri eru Við stöndum á herðum forvera okkar. Okkur er skylt að hlúa að öllum gróðri, örva og hvetja yngri menn sem síðar meir munu standa á herðum okkar. Við vinnum öll að sama markmiði, sem er að vita veg háskólans sem mestan. Vegur há- skóla samanstendur af tvennu, þeim kandídötum sem hann út- skrifar og þeim rannsóknum sem eru stundaðar við hann og að því þarf að vinna að skapa mönnum skilyrði til að geta látið að sér kveða. Að loknum framsöguræðum voru fyrirspurnir. Arnór Hanni- balsson spurði um mörkun heild- arstefnu. Einar Sigurðsson há- skólabókavörður vakti athygli á vanda háskólabókasafns og spurði hvað menn hygðust fyrir í þeim efnum. Nefndi hann þjóðarbók- hlöðu í því sambandi, sem hann taldi engar líkur á að yrði til fyrir aldamót, en háskólabókasafn fær stóran hlut af því húsnæði þegar það verður til. Jónas Elíasson spurði um for- spjallsvísindi og reynslu af rann- sóknum framhaldsnema innan há- skólans. Ágúst Kvaran spurði um rannsóknir. Jón Torfi Jónasson vildi fá að heyra mat framsögu- manna á því hvað góð menntun væri og Björn Þ. Guðmundsson spurði hvernig bregðast ætti við síauknum fjölda stúdenta sem sæktust eftir námi í háskólanum. ATVINNUMIÐLUN kennara hefur gengið bærilega, en að vísu er starf- semin rétt byrjuð," sagði Kristján E. Guðmundsson, sem sér um miðlun atvinnu til þeirra kennara, er gengið hafa úr störfum sínum. Kristján sagði atvinnurekendur hafa leitað þó nokkuð til miðlun- arinnar. „Margir eru efins um það hvort okkur er alvara 'eða hvort þessi miðlun er áróðursbragð," sagði Kristján. „Það hlýtur þó að fara að renna upp fyrir mönnum að kennurum er fúlasta alvara og ég á von á að kennarar leiti enn frekar hingað ef svo fer sem horfir að þeir eigi ekki afturkvæmt í fyrri störf sín.“ Kristján sagði mesta eftirspurn vera eftir fólki, sem menntað væri í raunvísindum. „Ég veit til þess að kennarar, sem menntaðir eru í tölvufræðum hafi fengið allt að 100% hækkun launa við að flytja sig til einkafyrirtækja og það er ljóst að það horfir til auðnar með- al þeirra í skólunum." Umsóknir 25 kennara liggja nú hjá atvinnumiðluninni, en Krist- ján sagði að fleiri umsóknir væru að öllum líkindum i athvarfi kenn- ara í Borgartúni. fiö PIOIMŒER Nýja línan ’85 ~ Snganna X-A99 Kr. 63.900.- TX-950. Útvarp með FM stereo, AM-LW móttöku, ásamt föstu forvali CT-850. Tveggja mótora kassettutæki meö Dolby B og C suöminnkun. CB-989. Hátalarar 120 w hvor. PL-750. Beint drifinn, hálfsjálfvirkur og „quartz" læstur plötuspilari með MC hljóðdós. DC-100. Sambyggður magnari (2x32 w) og kassettutæki meö Dolby B suðminnkunog metal stillingu. (35-15 kHz).Tx-100. Útvarp meö FM stereo, AM-LW móttöku. CS-100. 40 watta hátalarar, X-1500 Kr. 28.400.- PL-200. Beltadrifinn, hálfsjálvirkur plötuspilari. SA-750 2x62 watta magnari. TX-950. Utvarp með FM stereo, AM-LW móttöku ásamt föstu for vali fyrir allt að 16 stöövar. „Quartz" læst meö „digital tuning" stafrænni stillingu. CS-787. 80 watta hátalarar. Tveggja mótora kassettutæki með Dolby B suðminnkun og metal stillingu Beint drifinn quartz læstur plötu spilari SA-550. 2x40 Watta magnari. Utvarp með FM stereo, AM-LW móttöku. CT-350. Kassettutæki með Dolby B suöminnkun og metal. Hálfsjálfvirkur og beltadrifinn plötuspiiari. CS-585. Hátalarar 60 W hvor. X-A77 Kr. 50.200.- X-A55 Kr. 38.300.- X-3500 Kr. 33.380.- DC-200. Sambyggöur magnari (2x50 w) og kassettutæki meö Dolby B suðminnkun og Metal stillingu. „Digital" útvarp með FM stereo, AM-LW móttöku og föstu forvali á 12 stöövum. PL-200. Beltadrifinn, hálfsjálfvirkur plötuspilarl. HLJOMBÆR HUOM*HIIMIUS»SKRIFSTOFUT4EKl HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999-17244

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.