Morgunblaðið - 24.03.1985, Side 67

Morgunblaðið - 24.03.1985, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 67 Þii TÍnna upp í 30 manns á sumrin á staðnnm. í húsunum má sjá gömul Ueki frá þeim tlma er sfldin rar npp á sitt besta. Húsin virðast sum hver vera í slæmu ásigkomulagi, en það er að stfgn ekkert í samanburði við það sem var fyrir fjórum árum. Nemendur Hótel- og veitingaskóians matreiða hér saltfisk eftir kúnstarinnar reglum. Hótel- og veitingaskólinn: Kynning á saltfískréttum NEMENDUR Hótel- og veit- ingaskólans gengust fyrir kynn- ingu á réttum úr saltfiski mið- vikudaginn 20. mars. Tilgangur kynningarinnar var sá að sýna þá möguleika, sem saltfískurinn hef- ur upp á að bjóða til matargerðar. Það fór ekki á milli mála að salt- fískur getur verið herramanns- matur, að mati viðstaddra á kynn- ingunni. Að sögn Torfa Þorsteinssonar frá Bæjarútgerð Reykjavíkur, en hún studdi þetta framtak nemend- anna, eru bestu hlutar saltfisks og nautalundir á svipuðu verði á Spáni og í Portúgal. Þriggja manna dómnefnd var á staðnum og valdi hún bestu réttina af þeim niu sem fram voru bornir og mun sigurrétturinn verða á boðstólum á sérstöku veislukvöldi Hótel- og veitingaskólans, sem haldið verð- ur nú um helgina. Uppskriftir réttanna fengu nemendur hjá meisturum sínum, sem starfa á hinum ýmsu veit- ingahúsum borgarinnar. Sigur- rétturinn var Sunnudagssaltfisk- ur frá Hótel Loftleiðum og fylgir uppskrift hans hér á eftir. Sunnudagssaltfiskur fyrir átta 800 gr beinlaus saltfiskur 80 gr matarolía 2 laukar 4—5 tómatar 200 gr hráar afhýddar kartöflur Vfe—1 tsk. hvítlauksduft 1 tsk. salt xk tsk. pipar 1 Vi dl barbeque-sósa (sæt tómat- sósa) 1 dl rjómi 320 gr rifinn ostur (Jtvatnaður saltfiskur er soðinn, kældur og hreinsaður. Á meðan fiskurinn sýður eru soðin 150 gr af hrísgrjónum í lk lítra af vatni, 1 tsk. salti og 30 gr af smjörlíki í 30 mínútur. Kartöflurnar, laukurinn og tómatarnir skorin í þunnar sneiðar og kraumað í heitri olí- unni á pönnu. Kryddað með hvít- lauksdufti, salti og pipar. Hrís- grjónin sett í eldfast mót, fiskur- inn þar ofan á og síðan kartöfl- urnar, laukur og tómatar. Barb- eque-sósu og rjóma blandað sam- an og hellt yfir. Rifnum osti stráð yfir. Bakað í ofni við 150—170°C í 15 mín. Ofangreind frétt er unnin af tveimur nemcndum í 4. bekk Menntaskól- ans á Akureyri, þeim Baldri Pálssyni og Páli Brynjarssyni, sem voru í starfskynningu á ritstjórn Morgun- blaðsins. Bakarar mótmæla virðisaukaskatti AÐALFUNDUR Landssambands bakarameistara var haldinn i Reykjavík laugardaginn 9. mars sl. Á fundinum var m.a. fjallað um frumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi varðandi virðisaukaskatt. Á fundinum kom fram mikil andstaða við efni frumvarpsins, og var sam- þykkt sérstök ályktun um málið. Á aðalfundinum var Jóhannes Björnsson endurkjörinn formaður Landssambands bakarameistara. Aðrir í stjóm eru Erlendur Magn- ússon, Guðni Andreasen, Harald- ur Friðriksson, Júlíus Snorrason, Ragnar Eðvaldsson og Vigfús Björnsson. Landssamband bakarameistara gætir hagsmuna fyrirtækja í brauð- og kökugerð hér á landi. Innan vébanda Landssambandsins eru milli 60 og 70 bakari. Álls veita fyrirtæki í brauð- og köku- gerð á sjöunda hundrað manns fulla atvinnu. Eftirfarandi ályktun um virðis- aukaskatt var samþykkfc Aðalfundur Landssambands bakarameistara, haldinn í Reykja- vík laugardaginn 9. mars 1985, lýsir eindreginni andstöðu við fram komið frumvarp til laga um virðisaukaskatt. Verði frumvarpið að lögum hefur það I för með sér margvíslegt óhagræði bæði fyrir fyrirtæki og hina almennu neyt- endur. Má nefna fjölmörg dæmi slíks, þótt ekki gefist rúm til að tíunda þau. Upptöku virðisauka- skatts skv. frumvarpinu virðist fyrst og fremst ætlað að auka tekjur ríkissjóðs, þótt yfirlýst markmið sé allt annað. Sá fjár- hagslegi ávinningur ríkissjóðs mun þó skjótt eyðast, þar sem framkvæmd virðisaukaskattsins verður ríkissjóði margfalt dýrari en núgildandi söluskattskerfi. Þeir, sem hvað harðast hafa barist fyrir virðisaukaskatti, hafa lagt áherslu á óæskileg uppsöfn- unaráhrif núverndi söluskatts, sem veiki samkeppnisstöðu ís- lenskra atvinnuvega. Slík áhrif eigi að hverfa verði virðisauka- skattur tekinn upp. Aö mati aðalfundar Landssam- bands bakarameistara er unnt að koma í veg fyrir þessi uppsöfnun- aráhrif söluskattsins með lagfær- ingum á núgildandi söluskatts- kerfi. Aðalfundur Landssambands bakarameistara skorar á Alþingi að snúa sér að því verki, og hverfa frá hugmyndum um það bákn, sem virðisaukaskatturinn er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.