Morgunblaðið - 24.03.1985, Síða 69

Morgunblaðið - 24.03.1985, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 69 ing, sem vel færi í umsjá sveitar- félaga eða samtaka þeirra í ein- stökum landshlutum. Fjárveit- ingavaldið skammtaði þá sem fyrr fjármagn til snjóruðnings á ákveðnum vegaköflum en þeir sem við eiga að búa réðu, hvenær væri rutt og hvern veg að verki væri staðið. Enginn vafi er þó á því að Vegagerð ríkisins er í hópi þeirra ríkisstofnana, sem bezt eru rekn- ar. Hér á eftir verður lítillega vikið að helztu útgjaldaþáttum vega- mála. • VIÐHALD ÞJÓÐVEGA, áætluð útgjöld 1985: 1) Viðhald malar- vega 169 m.kr. 2) Viðhald vega með bundið slitlag 96 m.kr. 3) Viðhald brúa 29 m.kr. 4) Varnar- garðar 3 m.kr. 5) Heflun 88 m.kr. 6) Rykbinding. 7) Vinnsla efnis 82 m.kr. 8) Vegamerkingar 4 m.kr. 9) Annað 19 m.kr. Vetrarviðhald að auki 139 m.kr. Samtals 661 m.kr. Vegagerðin telur að fjárveitingar 1979—1984 hafi verið frá 60% —80% af áætlaðri fjármagns- þörf sumarviðhalds. Mikið af malarvegum hefur þunga umferð, 66 km hluti þeirra meir en 750 bifreiðar á dag, 448 km meir en 200 bila í sumarumferð. • NÝIR ÞJÓÐVEGIR, áætluð út- gjöld 1985: 1) Stofnbrautir 547 m.kr. (þar af bundið slitlag 145 m.kr.). 2) Þjóðbrautir 105 m.kr. 3) Bundið slitlag í þéttbýli 16 m.kr. og 4) Girðingar og uppgræðsla 10 m.kr. Samtals er áætlað að verja til bundins slitlags á þjóðvegi 1985—88 815 m.kr., til sérstakra verkefna 951 m.kr. og til Ó-vega (Ólafsvíkurenni/Óshlíð/Ólafs- fjarðarmúli) 282 m.kr. • BRÚARGERÐ, áætluð útgjöld 1985 57 m.kr., en auk þess eru brúaframlög undir liðnum sérstök verkefni. • FJALLVEGIR 1985 19 m.kr. Að- alfjallvegir eru taldir 800 km. • SÝSLUVEGIR 1985 45 m.kr. • TIL VEGA í ÞÉTTBÝLI 96 m.kr. • VÉLAKAUP OG ÁHALDA- HÚS 8 m.kr. • TILRAUNIR 5 m.kr. Þessi fjár- veiting er 0,5% af mörkuðum tekjustofnum vegasjóðs, sam- kvæmt lögum. Vegakerfid Vegaáætlun sú, sem nú hefur verið lögð fram á þingi, tekur til tveggja síðari ára fyrsta tímabils og tveggja fyrstu ára síðara tíma- bils langtímaáætlunar í vegagerð. Samkvæmt langtímaáætluninni áttu framlög til vegamála að nema 2,4% af þjóðarframleiðslu næstu árin. Þetta markmið næst ekki 1985. Hlutfall vegaútgjalda í ár verður 1,9% af áætlaðri þjóðar- framleiðslu, segir í athugasemd- um með þingsályktunartillögunni. Hinsvegar er reiknað með 2,4% hlutfalli vegafjár þrjú þar næstu árin. Á föstu verðlagi felur tillag- an í sér 11% minnkun fjármagns 1985 en 13% aukningu 1986 miðað við gildandi vegaáætlun fyrir þau ár. Verðgrundvöllur vegaáætlunar 1985—1988 byggir á 27% hækkun verðlags milli næstliðins árs og líðandi og 15% hækkun milli þessa árs og hins næsta. Síðari tvö árin eru einnig á því verðlagi. Hvort þessi verðgrundvöllur stenzt skal ósagt látið og getur hver og einn spáð í það dæmi eftir eigin mati. Ef miðað er við vegi og sam- gönguleiðir hér fyrir hálfri öld höfum við, fámenn þjóð í stóru og strjálbýlu landi, vissulega unnið þrekvirki. Ef vegakerfi okkar er hinsvegar borið saman við hlið- stæður í ríkjum V-Evrópu og N-Ameríku lendum við heldur aft- arlega á merinni. Varanleg vegagerð er hinsvegar arðsöm framkvæmd, sem skilar sér undrafljótt aftur; og vegakerf- ið gegnir í raun hlutverki æða- kerfis í þjóðarlíkamanum, ef svo má að orði komast. Sú fjárfesting sem sett er í slitlag á vegi þar sem umferð er þung er hyggilegri en flest önnur, jafnvel á tímum að- halds og aðgátar. Hvíldar- og hressingarheimiliö aö Varmalandi Borgarfiröi veröur starfrækt 1985 frá 22. júní-17. ágúst. Upplýsingar i síma 96-24274. Tekiö verður á móti pöntunum 24.-31. mars. Jón Sigurgeirsson, Klapparstíg 1, Akureyri. Fulbright-stofnunin óskar eftir íbúð til leigu meö eða án húsgagna frá 1. maí nk. Viljum leigja í 3 mánuöi eöa til langs tíma fyrir háskólakennara. S. 20830 eöa 621481 á kvöldin og um helgar. Trésmíðavélar SAMCO C 26 Alsambyggö m/2 motorum Kr. 83.000.00 ROBLAND K 260 Alsambyggð m/3 motorum Kr. 79.260.00 SAMCO 165 Afréttari/þykktarhefill/sög/bor — 1 fasa Kr. 43.600.00 STENBERG IÐNVÉLAR & TÆKI Afréttari/þykktarhefill/fræsari Smiöiuvegi 28 Kr. 65.000.00 g 76444 MULTIPLAI1 Yfír 300 manns hafa þegar sótt Multiplan-námskeið okhar. • Einn þátttakandi á hverrí tölvu. • llý námsgögn • Fyrsta flokks aðstaða • llámskeiðið haldið mánaðarlega • Leiðbeinandi er Valgeir Hallvarðsson, deildarstjóri hjá Eimskip. Upplysingar og skráning T síma 82930 ATH! Starfsmannafélag Reykjavíkur, Starfsmenntunarsjóð- ur starfsmannafélags ríkisstofnana og Verslunarmannafélag Reykjavíkur styrkja félagsmenn sína til þátttöku á þessum námskeiðum. STJÓRNUNARFÉLAG ISLANDS 1!»23 TÍMABÆR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.