Morgunblaðið - 24.03.1985, Síða 78

Morgunblaðið - 24.03.1985, Síða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 Litla svið Þjóðleikhússins: „Valborg og bekkurinn“ frumsýnt í næstu viku Miðvikudaginn 27. mars nk. kl. 20.30 frumsýnir Þjóðleikhúsið á Litla sviðinu danska leikritið „Val- borg og bekkurinn“, eftir Finn Methling, í þýðingu Þrándar Thor- oddsen. Leikstjóri er Borgar Garð- arsson og er það hans fyrsta leik- stjórnarverkefni fyrir Þjóðleikhúsið, ieikmynd er eftir Stíg Steinþórsson, en í hlutverkunum eru Guðrún Þ. Stephensen, sem leikur Vaiborgu og Karl Ágúst Úlfsson, sem leikur bekkinn. Reynir Jóhann og Sigurður Alfonsson skiptast á að leika undir á harmoniku. í frétt frá Þjóðleikhúsinu segir, að Finn Methling (f. 1917) sé einn fremsti og afkastamesti leikrita- höfundur Dana, en eftir hann hafa verið leikin hátt í 60 leikrit, ýmist á sviði, í útvarpi, eða í sjónvarpi. Að auki hafi Methling samið fjölda kvikmyndahandrita, gefið út ljóðabækur, frásöguþætti og ritgerðir. Methling sé auk þess margverðlaunaður höfundur, bæði í heimalandi sínu og erlendis. Þekktustu leikrit hans eru „Ferðin til skugganna grænu“ (leikið á litla sviði Þjóðleikhússins 1966), „Valborg og bekkurinn", „Den vid- underlige hermafrodit", „Sangen til Hanne“ og „Himlen er blá“. Leikritið um Valborgu og bekk- inn var frumsýnt í Danmörku árið REGNBOGINN FRUMSÝNIR MYNDINA SEM HLOTIÐ HEFUR 11 ÓSKARSTILNEFNINGAR í ÁR OSCAR NOMINATK3NS INCUTtXNG BEST PICTURE BEST DIRECTORDavid lean BEST ACTRESS ' )udy Davis BEST SUPPORTING 4CTRE5S Beggy Aahcroft ... . ... .. . ■ . FE>Rf)IM TIId IMDILAMD A PASSPlGE to INDIA „A Passage to lndia“ hefur hlotiö eftirtalin verölaun: Besta kvikmynd ársins New York Critics Circie og National Board of Review Besta erlenda mynd ársins Hollywood Foreign Press Association ásamt 10 öðrum verölaunum og tilnefningum. Fyrri myndir melstarans David Lean hafa samtals hlotiö 26 Óskarsverölaun en meðal þeirra eru myndir á borö viö „Brúin yfir Kwai-fljót“, „Arabiu- Lawrence" og „Doctor Ziwago“. Leikstjóri: David Lean. Aöalhlutvork: Alec Guinness, Peggy Ashcroft, Judy Davis og James Fox. Sýnd kl. 3,6.05 og 9.15. Myndin er í Dolby Stereo. Guðrún Þ. Stephensen (Valborg) og Ksrl Ágúst Úlfsson (bekkurinn) í hlnt- verkum sínum. Leikendurnir ( „Valborg og bekknrinn", Karl Ágnst Úlfsson og Gnðrún Stephensen, ásamt leikstjóranum, Borgari Garðarssyni. 1973 og hefur síðan verið leikið i fjölmörgum löndum, en einkum hefur það notið vinsælda á Norð- urlöndunum, þvi það heur varla liðið svo leikár undanfarið að verkið væri ekki einhversstaðar á dagskrá. Leikritið fjallar um ekkju eina, Valborgu, sem spjallar við garðbekk um líf sitt, ástir og hjónaband og er öll frásögnin krydduð vel þekktum alþýðu- söngvum úr ýmsum áttum, en garðbekkurinn hjálpar henni að rifja upp smáatriðin og saman leika þau síðan atvik úr lífi Val- borgar og bregða sér í hlutverk margvíslegra persóna sem þar koma við sögu. Þetta er stemmn- ingsríkt leikrit og fleytifullt af þeirri mannelsku, sem einkennir verk Methlings, segir í frétt leik- hússins. „Vonir kvikna, vakna þrár. Voriðkemur ...“ segir á einum stað í leikritinu og þetta gerist, þó Valborg sé orðin gömul, því hver segir að aldrað fólk geti ekki orðið ástfangið og notið lífsins? Meginþema leiksins er ef til vill fólgið í þessum orðum: „Breiddu á þitt borð Þá blíðu og gleði sem yija, hug ei hylja ...” Frumsýningin verður, sem fyrr segir, miðvikudaginn 27. mars og verða síðan nokkrar sýningar á Litla sviðinu áður en farið verður með verkið I leikför. Tæki sem brýtur nýrnasteina NÝLEGA gaf Lionsklúbburinn Njörður SL Jósefsspítaia „Ultra- sonix generator" ásamt fylgihlut- um. Tækin eru ætluð til meðferðar á sjúklingum með nýrnasteina en sá sjúkdómur er algengur. Talið er að á annað þúsund Is- lendinga fái nýrnasteina á ári hverju og þar af þurfa nokkur hundruð á aðgerð að halda til að losna við þá. Tækin brjóta nýrnasteina með hátíðni hljóð- bylgjum. Má með þeim ná stein- unum án opinnar skurðaðgerðar, sem gerir það að verkum að sjúklingarnir eru mun fljótari að ná sér á eftir. Myndin er tekin er Steinar Petersen, formaður Njarðar. af- henti yfirlækni spítalans, Olafi Erni Arnarsyni, tækið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.