Morgunblaðið - 24.03.1985, Side 79

Morgunblaðið - 24.03.1985, Side 79
79 ____________________MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985_ „Sá sem kann sitt fag á lof skilið hvort sem sá er kven- eða karlmaður“ — segir Margaret Hillis hljóm- sveitarstjóri í Bandaríkjunum Sjaldga ft er að kvenfólk fáist viö hljómsveitarstjórn. En vestur í Bandaríkj- unum er einn af virtari stjórnendunum kona, segir í fréttatilkynningu ís- lensku hljómsveitarinnar.Hún er Margarel Hillis. Hún var stödd hér á landi í vikunni og stjórnaði þá Íslensku hljómsveitinni á tónleikum í Bústaðakirkju sl. miðvikudagskvöld. í áðurnefndri fréttatilkynningu segir ennfremur að með staðfestu sinni í starfi hefur hún nitt braut þar sem áður voru fordómar og þröngsýni. „Mér líst vel á tónlistarlífið á íslandi." I»essi mynd af Margaret Hillis var tekin á æfingu með íslensku hljómsveitinni í Bústaðakirkju. Hillis er aðallega þekkt fyrir stjórn viðamikilla kór- og hljóm- sveitarverka. Hillis vakti alþjóð- lega athygli haustið 1977 þegar hún stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Chicago í Lincoln Center í New York við flutning 8. sinfóníu Mahl- ers. Þetta gerði hún fyrirvaralaust í forföllum Georgs Solti, en hún hafði æft kórinn fyrir tónleikana Hillis hefur fengist við kór- og hljómsveitarstjórn í þrjá áratugi og hefur stjórnaö mörgum helstu hljómsveitum Bandaríkjanna í sin- fónískum verkum, kórverkum og óperum. Hún hefur tekið upp fjölda hljómplatna og hlotið fimm Grammy-verðlaun. Hillis er nú fastur stjórnandi Chicago Symph ony Chorus, sinfóníuhljómsveitar Elgin, og tónlistarstjóri banda- risku kórsamtakanna. Morgun- blaðið átti viðtal við Hillis er hún var hér á landi í vikunni og spurði fyrst af hverju hún hafi ákveðið að verða hljómsveitarstjóri. „Þegar ég var u.þ.b. átta eða niu ára vissi ég að ég ætlaði að verða hljómsveitarstjóri. Ég hef unnið að þessum draum mínum frá því ég var barn og byrjaði ég að læra pá. Ég fór á fjölda tónleika með for- eldrum mínum sem barn og ég naut þeirra alltaf út í ystu æsar Ég spilaði alltaf í skólahljómsveit- um gegnum skólaárin, allt frá barnaskóla. Ég fór í tónlistarnám mitt í skóla er heitir Juilliard og er í New York-borg. Ég fór fyrst á tónsmíðabraut, en það var ekki alveg það sem ég ætl- aði mér og sagði kennaranum mín- um frá mínum innsta draumi — að ég vildi verða hljómsveitarstjóri. Hann leit á mig steinhissa og sagði ekki orð í smá tíma, en reyndi svo auðvitað að draga úr vitleysunni í mér. Hann sagði að þetta starf væri eiginlega ekki fynr konur. Hann gaf mér holl karlmannsráð um að svona draumórar væru bara nmasóun og ég myndi ekkert hafa út úr þessu nema vonbrigði. Kenn- arinn minn sagði mér að ég ætti að fara inn í kórstjórn þvi þar ætti ég heima auk þess sem það væri a.m.k. samþykkt sem kvenmanns- starf. En, hvað heldurðu að ég hafi gert. Ég fór að ráðum hans og fór i korstjórn og lærði auðvitað heil- mikið í því — auðvitað er það tón- list líka. Ég kom mér upp litlum kór og lítilli hljómsveit í New York. Við unnum að nokkrum hljómleikum og fluttum þá svo að ég var þar með komin með nokkuð góð meömæli. Hljómsveitarstjóri einn, Fritz Reiner, hafði heyrt eitthvaö um mig, en hann vildi fá góðan kór til að syngja með sin- fóníuhljómsveit Chicago-borgar. Ég varð fyrir valinu og fór með kórinn minn til Chicago tvisvar sinnum. Síðan, fyrir slysni, tók ég að mér hljómsveitarstjórn í Chicago að- eins á mánudagskvöldum, svo að ég varð að taka fiug frá New York til Chicago á sunnudagskvöldum og til baka á þriðjudagsmorgnum — svona gekk þetta í nokkur ár. En ég varð alltaf meira og meira upptekin í Chicago svo það endaði með því að ég fiuttist þangað, og þá varð ég eiginlega í fyrsta skipti stjórnandi minnar eigin hljóm- sveitar — hljómsveitarinnar í Elg- in. Aðalvandamálið mitt við að komast að sem nemandi í hljóm- sveitarsíjórn var að finna mér góð- an kennara. Ég var brautryðjandi skilst mér og þeir vildu fáir taka kvenmenn í læri í hljómsveitar- stjórn. Ég er viss um að kvenmenn nú til dags sem vildu læra þetta, hefðu ekki svo mikil vandamál eins og ég hafði en það var 1947 — tím- arnir breytast vonandi. Nú eru nokkrar konur sem eru farnar út á þessa braut. Kvenmenn ættu alls ekki að vera hræddar við þetta. Stjórnandastarfið er mjög erfitt lífsstarf fyrir hvern sem er — jafnt karlipenn sem kvenmenn, en ef kvenmenn leggja sig virkilega fram við vinnu sína og áhuginn fyrir starfinu er gjörsamlega ótakmarkaður, þá ætti allt að ganga upp. Margaret sagði að flestir kven- menn, sem hefðu náð því marki sem þær hefðu sett sér í byrjun, væru komnir langt á fimmtugsald- urinn. Það tekur langan tíma aö komast á toppinn. „Nei, ég er ekki gift og á engin börn — ég á engan tíma eftir til að gefa öðrum þegar ég er búin að sinna starfi mínu. Ef ég ætti börn eða mann, ætti ég það örugglega ekki skilið, því ég myndi sjálfsagt bæði vera ómöguleg móð- ir og eiginkona. Nei, ég hafði aldrei tfma fyrir annað en tónlistina, enda hefði óréttmætið gripið inn í hefði ég farið að stofna heimili með öðrum t sambandi við kvennabaráttu skiptir mig litlu máli hvort það er maður eða kona sem slær í gegn. Ef á annað horð sá sem er í sviðs- ljósinu er virkilega góður á sínu sviði, þá á hann lof skilið.“ Margaret sagði að sér litist vel á tónlistarmenningu tslendinga, það litla sem hún hefði séð. „tslenska hljómsveitin er hreint frábær og það sem er mjög sérstakt við hana er að allir í henni eru mjög ungir og leggja sig mjög fram við að ná góðum árangri,“ sagði Margaret að lokum. adidas mitre baghecra (=► Durílop -golfvörur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.