Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 Bifreiðaskoðun íslands hf.: Framkvæmdastj ór- inn ráðinn í dag? í DAG verður væntanleg-a gengið frá ráðningu framkvæmdastjóra Bifreiðaskoðunar íslands hf., en umsækjendur um stöðuna eru sex talsins. Stjórn Bifreiðaskoðunar íslands hefur ekki viljað greina frá hverjir umsækjendurnir eru. Bifreiðaskoðun íslands hf. var stofnuð í júlí síðastliðnum og er henni ætlað að taka við verkefnum Bifreiðaeftirlits ríkisins. Að sögn Hauks Ingibergssonar,. sem sæti á í stjóm Bifreiðaskoðun- ar íslands hf., hefiir verið unnin mikil undirbúningsvinna undanfarið á vegum stjómar fyrirtækisins, en ekki hefði þó enn verið tekin endan- leg ákvörðun um hvort byggð verð- ur stór skoðunarstöð í Reykjavík, eins og rætt hefur verið um. Eitt af fyrstu verkefnum nýs framkvæmdastjóra verður að móta íjárhagslegan gmnn fyrirtækisins, en gert er ráð fyrir því að helstu tekjustofnar þess til að byija með verði skoðunargjöld og bflnúmera- sala, en Bifreiðaskoðun íslands mun bera hitann og þungann af númera- kerfisbreytingunni sem væntanleg er. „Því verður hraðað svo sem kost- ur er að þetta nýja fyrirtæki taki við verkefnum Bifreiðaeftirlitsins, en það verður þó væntanlega ekki fyrr en á áliðnu næsta ári. Það er þó nauðsynlegt að ákveða einhveij- ar dagsetningar varðandi þetta sem fyrst, því öll óvissa í þessu sam- bandi er mjög erfið fyrir alla við- komandi aðila," sagði Haukur Ingi- bergsson. JL-markaði lokað JL-MARKAÐINUM var lokað fyrirvaralaust klukkan rúmlega Qögur í gærdag. Ekki tókst að ná sambandi við forráðamenn fyrirtækisins en ljóst er að lok- unin er tilkomin vegna mikilla greiðsluörðugleika fyrirtækis- ins. Starfsfólkinu, 30 að tölu, var sagt að það þyrfti ekki að koma til vinnu í dag. Því hefur hinsvegar ekki verið sagt upp störfiim. Gunnar Bjartmarz deildarstjóri matvöru í JL segir að fundur hafi verið haldinn með starfsfólkinu í gærkvöldi. Þar hafí hinsvegar ekki verið gefín nein svör um ástæður þess að JL var lokað án fyrirvara, aðeins sagt að vonast væri til að markaðurinn yrði opnaður fljót- lega aftur. Samhliða því að JL-markaðin- um var lokað var öðrum verslunum í húsinu, bakaríinu og verslunum í porti hússins tilkynnt að JL- greiðslukortin væru ekki gild leng- ur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst Morgunblaðinu ekki að ná sambandi við forráðamenn JL- hússins. Morgunblaðið/Kr.Ben. Til vinstri er Vökustaurinn. Á hægri myndinni sýnir Sigmar Eðvarðsson, formaður slysavarnar- sveitarinnar Þorbjörn i Grindavík, Sævari Gunnarssyni, formanni Sjómanna-og vélstjórafélagsins í Grindavík, Vökustaurinn og útskýrir hvernig hann vinnur. Vökustaur — nýtt örygg- istæki í bru skipa og báta Crindavík. ^1 ^ Grindavík. VÖKUSTAUR heitir nýtt örygg- istæki í skip og báta sem fyrir- tækið Davíð Gfslason sf. á Akur- eyri hóf framleiðslu á fyrir skömmu i samvinnu við Slysa- vamarfélag íslands. Tækið, sem er rafeindatæki, er hannað til að koma í veg fyrir að stjóm- endur skipa og báta sofni við stjómvölinn eftir langan vinnu- kynningu á tækinu sem Slysa- vamarfélagið sendir slysavamar- sveitum allt í kringum landið þessa dagana, en þær munu annast söl- una og fá ágóðahlut, segir að tæk- ið sé tímastillt og þannig útbúið að það gefur fíá sér tón sé ekki ýtt á tónhnappinn á því. Skipstjóm- armaður verður af skiljanlegum ástæðum að vera vakandi til að ýta á hnappinn, en við tækið er hægt að tengja aukabjöllu sem er stað- sett annars staðar í skipinu sem þá vekur aðra áhafnarmeðlimi ef stjómandinn í brúnni hefur sofnað. Ef einn maður er skilinn eftir við stjómvölinn þá ræsir sá er yfír- gefur stýrishúsið Vökustaurinn og tekur með sér lykilinn. Vökustaur- inn vinnur í fímm þrepum og er hægt að ráða lengd tíma á fyrsta þrepi með innri stillingu. Að sögn Sævars Gunnarssonar formanns Sjómanna-og vélstjórafé- lags Grindavíkur er þetta nýja tæki mjög til bóta enda væm talandi dæmi um óhöpp sem þetta tæki hefði getað forðað víða í nágrenni Grindavíkur. „Ég er á móti þessu tæki ef það verður til að fækka um einn mann í brúnni þar sem venjulega em tveir menn á vakt, en þar sem er einn maður á vakt eins og er í all- flestum bátum allt í kringum landið er það til bóta og fagna ég því,“ sagði Sævar. Sævar ætlar að beita sér fyrir því að þetta tæki verði kynnt mjög rækilega á Sjómannasambands- þingi sem hefst seinna í vikunni . _____ Kr.Ben Morgunblaðið/Silli Á Húsavík gekk á með norðanátt og siyóéijum um helgina, og var hvitt að sjá til fjalla og grátt orðið i rót frá Qalli til fjöru. Eftir i meðallagi gott sumar, sem oft var þó rysjótt með köflum, þykir Húsvikingum nokkuð snemmt ef vetrarveðráttan er i garð gengin, en eidri ibúar eru þó margir hveijir á þeirri skoðun að veðurlagið um helgina boði gott haust. Snjókoma á norðausturlandi um helgina VÍÐA á norðanverðu landinu, einkum norðaustanlands, snjó- aði í norðanáttinni um helgina, og varð á nokkrum stöðum þungfært af þeim sökum. Að sögn Vegaeftirlitsins var hafist handa við hreinsun vega í gær- morgun og var þá unnið að því að opna allar meginleiðir. Á Öxnadalsheiði voru nokkur snjóþyngsli um helgina, en þar var hreinsað og saltborið í gær- morgun. Þá var þungfært í gær- morgun um Víkurskarð, og veg- imir um Hólssand og Axaifyarðar- heiði vom lokaðir allri umferð vegna ófærðar, en fært var með ströndinni. Möðrudalsöræfi voru einungis fær stóram bílum og jeppum. Fjarðarheiði, Fagridalur og vegurinn yfír í Mjóaflörð urðu þungfærir og erfíðir yfírferðar, en unnið var að því að hreinsa þá í gær. Arnar Sigurmundsson formaður fískvinnslustöðvanna: Fiskvmnslan tapar 2 milljörðum á ári ÁRLEGT tap fískvinnslunnar miðað við núverandi rekstrarstöðu er talið nema um tveimur milljörðum króna. Auk þess hefúr vinnsl- an fengið á þessu ári um einn miHjarð, erlend og innlend lán, að mestu tíl skuldbreytingar. Arnar Sigurmundsson, formaður stjórn- ar Samtaka fiskvinnslustöðvanna, segir í samtali við Morgun- blaðið, að til þessa verði að taka tillit, þegar leysa eigi rekstrar- vandann. Ekki verði nóg að koma rekstrarstöðunni rétt yfír núll- ið, þvi peningar verði að fást fyrir því tapi, sem stjómvöld hafi skyldað menn tíl með aðgerðarleysi sínu. Áhyggjur fískverkenda fara vaxandi vegna langvarandi tap- rekstrar. Þorsteinn Ásgeirsson, framkvæmdasijóri Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hefur sagt upp starfs- fólki sínu frá og með 14. október næstkomandi. Hann segir að stjómmálamenn hafí ekki viljað horfast í augu við vandann og því sé útlitið nú verra en það hafi verið í marga áratugi. Hann segir að til að leysa vandann þurfí 20 til 25% gengisfellingu, verðstöðv- un og aftengingu lánskjaravísi- tölunnar. Ámi Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Félags Sambands- frystihúsa segir það stefnuna hjá félagsmönnum að þrauka sem lengst og láta utanaðkomahdi að: ila um að stöðva reksturinn. í síðustu viku hafí staðan verið metin svo, að af 24 húsum, sem hann hafí rætt við, hafí 18 verið að stöðvun komin. Aðrir, sem Morgunblaðið ræddi við, sögðu á þá leið að dráttur fráfarandi stjómar á aðgerðum í þágu fískvinnslunnar væri ábyrgð- arleysi og menn hefðu verið „teymdir áfram á asnaeyrunum," eins og Guðni Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Grundatfyarðar orðaði það. Sjá nánar viðtöl við fimm fúOtrúa fiskvinnslunnar á bls. 24 og 25. Noregur: íslendingur ferst í slysi íslendingur fórst í bUslysi um miðjan dag á föstudag við bæinn Voss í Noregi. íslendingurinn, Magnús Gunnlaugsson, var að koma úr vinnu er slysið varð. Mikið vatnsveður var og vegir þvi hálir af bleytu. Ökumaður bifreiðar sem ók á móti bifreið Magnúsar mun hafa misst stjórn á bifreið sinni með þeim afleið- ingum að hún fór yfir á vegar- helming Magnúsar og utan í bif- reið hans. Magnús mun hafii lát- ist samstundis. Magnús Gunnlaugsson var lærð- ur bifvélavirki og vann hann hjá Ford-umboðinu í Voss. Hann var 35 ára gamall og lætur eftir sig eiginkonu, Önnu Sæunni Magna- dóttur Gunnlaugsson, og þijú ung böm. Magnús var fæddur á Akra- nesi, sonur hjónanna Selmu og Gunnlaugs Magnússonar. Magnús Gunnlaugsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.