Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 Hvað segja forsvarsmenn fiskvinnslunnar? Uppsagmr tíðar í fiskvinnslunni FORYSTUMENN fiskvinnslunnar hafa af því vaxandi áhyggjur að myndun nýrrar ríkissfiórnar dragist á langinn. Morgunblaðið ræddi við fimm formenn og framkvæmdastj óra hagsmunasamtaka og frystihúsa og innti þá álits á stöðunni. Þeir eru allir þeirrar skoðunar að fyrir löngu væri komið í óefiii hvað reksturinn varðaði og mikið ábyrgðarleysi hefði falizt í stöðugum drætti aðgerða fráfarandi ríkisstjórnar og erfiðleikum við myndunar nýrrar. Nokkur fyrstihús hafa þegar hætt rekstri og uppsagnir eru tíðar í fiskvinnslunni. Talið er að árlegt tap miðað við núverandi rekstrarstöðu geti numið um 2 milljörðum króna Ami Benedikts- son, framkvæmda- stjórí SAFF: 18hús gætu stöðvazt ánæstu dögum „STEFNAN hjá okkar mðnnum hefiu* veríð sú að þrauka eins og unnt er og láta utanaðkom- andi aðila um að stöðva rekstur- inn. Af 24 húsum okkar, sem ég hafði samband við í síðustu viku, gætu 18 stöðvast á næstu dög- um,“ sagði Ami Benediktsson, framkvæmdastjórí Félags Sam- bandsfrystihúsa. Ámi sagði, að kröfur frá ýmsum þjónustuaðilum, olíureikningar, raf- magnsreikningar og svo framvegis, væru miklar og einnig gæti reynzt erfitt að greiða laun og hráefni. Hugsanlega hefði afstaða manna breytzt eftir að Steingrími Her- mannssyni hefði mistekizt að mynda stjóm, en líkast til byndust menn þó ekki samtökum um að loka fiystihúsunum. Hins vegar væm ménn alvarlega hver fyrir sig að íhuga uppsagnir. „Áður vonuð- ust menn eftir aðgerðum í tíma, nú virðist sú von að engu orðin," sagði Ámi Benediktsson. Guðni Jónsson, Grundarfírði: Erum teymdir áframá asnaeyr- unum „Ég get ekki sagt að bjart sé framundan. Menn hafa beðið Guðni Jónsson aðgerða frá áramótum og veríð teymdir áfram á asnaeyrunum allan tímann. Ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar gerði ekkert og nú fór myndun nýrrar stjómar út um þúfúr um helgina. Það verður því ekki séð að einhverra raunhæfra aðgerða sé að vænta á næstunni," sagði Guðni Jóns- son, framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss GrundarQarðar. „Sá vandi, sem við glímum við nú, hófist að segja má á árinu 1987 og er því ekki vegna verðlækkana á erlendum mörkuðum. Stjóm- málamennimir og sérstaklega Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, hafa fullyrt að vandinn væri kominn vegna verðlækkan- anna, en þær vom notaðar sem hálmstrá til þess að geta loksins viðurkennt að einhver vandi væri íyrir hendi. Verð fyrir sjávarafurðir okkar erlendis en enn hærra að meðaltali en það var fyrir tveimur árum. Það er því ekki um neitt verðfall að ræða, heldur aðeins Þorsteinn Ásgeirsson lækkun frá óraunhæfu verði í skam- man tíma. Þegar stjómmálamennimir geta ekki viðurkennt gmnnvandann sem felst í óstjóm efnahagsmála hér- lendis, geta þeir ekkert gert af viti. Aðgerðar- og skilningsleysi þeirra hefur verið algert og meira að segja þurfti forsætisráðherra að fara til Vestfjarða til að koma auga á að allt væri ekki með felldu. Svo koma hagsmunaárrekstramir til, því hagsmunir em auðvitað misjafnir. Fulltrúar frjálshyggjunnar segja meðal annars að bezt sé að gera ekki neitt, láta allt fara á hausinn og af rústunum byggist upp betri fyrirtæki en áður vora til. Sé þetta jafnframt hin opinbera stefna, mið- að við aðgerðaleysið virðist svo vera, vil ég fá að vita það. Menn verða að koma fram af hreinlyndi svo hægt sé að treysta þeim og menn verða sömuleiðis að átta sig á þvf hver undirstaðan er. Pening- amir verða ekki til í Reykjavík fyr- ir tilstilli frjálshyggjunnar." Sameining almennings- vagnaþj ónustu hagkvæm Á RÁÐSTEFNU Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis um al- menningssamgöngur á höfúðborgarsvæðinu töldu flestir frurnmæ- lendur að sameining almenningsvagnaþjónustu á svæðinu gæti veríð þjóðhagslega hagkvæm. Morgunblaðií/Bjami Frá ráðstefnunni um almenningssamgöngur á Hótel Sögu. Ráðstefnan fór fram á Hótel Sögu laugardaginn 24. september og hún hófst á erindi Finn Toijuss- en forstjóra „Hovedstadstomradets Traffikselskab" í Danmörku. Fyrir- tækið rekur alla almenningsvagna- þjónustu á Sjálandi og Toijussen skýrði frá nýlegri reynslu Sjálend- inga af sameiningu þessarar þjón- ustu. í framsöguerindi Sveins Bjöms- sonar, forstjóra SVR og formanns nefndar sem skilaði skýrslu um al- menningssamgöngur á höfuðborg- arsvæðinu árið 1986, kom fram að ekkert hefur gerst í þessum málum síðan skýrslunni var skilað. Sveinn benti á að skýrslan hefði upphaflega átt að vera áfangaskýrsla en sam- gönguráðuneytið hefði kosið að kalla hana lokaskýrslu. Því hefði nefhdin lokið störfum áður en ætl- unarverki hennar hefði f raun verið lokið. Sveinn taldi að skortur á sam- ræmingu almenningsvagnaþjón- ustu kæmi meðal annars fram í því að tímaáætlanir rekstraraðila væm lftt eða ekki samhæfðar. Sama væri að segja um leiðakerfí og upp- lýsingamiðlun, fargjöld og greiðslu- fyrirkomulag og rekstrarlega sam- vinnu. Með tiltölulega iitlum við- bótarkostnaði mætti ná vemlega bættum árangri með sameiningu almenningsvagnaþjónustu. Draga mætti úr notkun einkabíla, bæta nýtingu á almenningsvagnakerfi og gera fólki kleyft að komast leiðar sinnar á ódýrari hátt en með einkabílum. Ekki fínt að ferðast með strætó Páll Guðjónsson bæjarstjóri í Mosfellsbæ sagði að í Mosfellsbæ væm kjörskilyrði fyrir þróun öflug- ra almenningssamgangna. Byggðin væri dreifð, langt að fara í fram- haldsskóla og vinnu í Reykjavík auk þess sem margir Reykvíkingar sæktu vinnu í Mosfellsbæ. Engu að síður væri búið að þurrausa núverandi almenningsvagnakerfí í Mosfellsbæ, koinið væri að vendi- punkti og næsta skref til bættra samgangna myndi kosta mjög mik- ið. Páll taldi að sá „kúltúr" sem héti almenningssamgöngur hefði aldrei orðið til á íslandi. Litið væri á strætisvagna sem neyðarbrauð en ekki raunhæfan kost. Sigutjón Fjelsted stjómarform- aður SVR sagði að hugmyndin um sameiningu almenningsvagnaþjón- ustu á höfuðborgarsvæðinu kæmi alltaf upp öðm hvom. Hann sagði að þjóðhagsleg hagkvæmni slíkrar sameiningar gæti verið mikil ef vel tækist til en benti jafnframt á að óvíst væri að sameining myndi bæta slæma stöðu SVR. í máli Siguijóns kom fram að farþegum almenningsvagna hefði fækkað vemlega með fjölgun einka- bíla. í dag teldist ekki fínt að fara með strætó og væri sá ferðamáti helst ætlaður bömum, gamalmenn- um og þeim sem misst hefðu öku- leyfíð. Þessum neikvæða hugsunar- hætti þyrfti að breyta því hann hefði slæm áhrif á rekstur almenn- ingsvagna. Almenningsvagnar þyrftu að bjóða upp á eitthvað sem gerði að verkum að fólk veldi þá frekar en einkabflinn. Guðrún Ágústsdóttir stjómar- maður SVR taldi að sameiningin kæmi sér vel fyrir alla, einnig Reyk- víkinga. Guðrún benti á að einkabfl- um á hveija þúsund íbúa hefði fjölg- að langt umfram áætlun undanfarin ár og þeir væm nú 550. Hún sagði að á næstu áram væri áætlað að eyða 4 milljörðum í umferðarmann- virki og bílageymslur á höfuðborg- arsvæðinu og þessi upphæð myndi lækka ef átak yrði gert í almenn- ingssamgöngum. Að auki fylgdu fjölgun einkabfla þættir sem ekki væri unnt að verðleggja, svo sem aukin slysatíðni og mengun. í máli ólafs Steinars Valdimars- sonar ráðuneytisstjóra f samgöngu- ráðuneytinu kom fram að af hálfu samgönguráðuneytis hefði verið unnið af fullum heilindum að skýrslu nefndarinnar sem Sveinn Bjömsson veitti forstöðu. Það væri hins vegar við fjármálaráðuneyti að sakast að ekki hefði fengist fjár- veiting til frekari nefndarstarfa. Ólafur sagði það álit sitt sem embættismanns að ef sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu væm ein- huga um að samræma almennings- vagnaþjónustu á svæðinu hlyti ríkisvaldið að koma þar inn í. Slfk þátttaka ríkisvaldsins myndi þó fyrst og fremst koma til fyrir pólitískan þrýsting.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.