Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 17 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÍVAR GUÐMUNDSSON Bandaríkin hefja geimferðir á ný NASA, geimrannsóknastofiiun Bandaríkjanna, hefir tilkynnt, að geimskutlunni Discovery verði skotið í 4-5 fimm daga ferð um geiminn fimmtudaginn 29. september nk. kl. 9 f.h. að banda- riskum meðaltíma (kl. 1 e.h. að íslenskum tíma) frá John F. Kennedy-geimflugstöðinni á Canaveral-höfða í Flórída, „ef veður leyfir“, eins og Arnold D. Aldrich, forstjóri flutningadeildar NASA, sagði blaðamönnum hér í Washington í dag. Það er nú liðið rúmlega hálft annað ár frá þvi að geimskutlan Challenger sprakk i janúarmánuði 1986 57 sekúndum eftir flugtak, þar sem áhöfri skutlunnar, 7 manns, fórst, þar á meðal fyrsta konan, sem tekið hafði þátt í geimflugi Bandaríkjamanna. Rammlega treyst skutla Geimskutlan Discovery sem notuð verður til þessarar ferðar er ekki ný. Skutlan var valin til geimflugs, sem átti að verða næst á eftir geimferð Challenger og fyrsta geimskutlan, sem skotið yrði á loft frá Vandenberg-flug- stöðinni í Kalifomíu. En ekkert varð af þeirri geimferð sökum Challenger-slyssins. Síðasta geimflug Discovery var í ágúst- mánuði 1985, sem var sjötta geimferð skutiunnar, frá því að hún kom í geimskutluflotann árið 1983. Síðan í febrúarmánuði 1987 hefir Discovery verið undir ströngu eftirliti og endurbætt. Svo að segja hver ró og skrúfa hefir verið skoðuð og reynd í skrokkn- um að innan og utan, alls um 200 breytingar, en flutningsrýmið endurbyggt til að flytja hinn um- fangsmikla svokallaða TDRS- Qarskiptagervihnött, sem verður aðalflutningur skutlunnar og hinn þýðingarmesti. Fjarskiptagervi- hnötturinn er talinn einkar mikil- vægur fyrir geimferðir framtíðar- innar og samband við jarðstöðvar. Gervihnötturinn verður losaður og settur í geimstillingu sína 6 klukkustundum og 6 mínútum eftir að fimmtu umferð um jörðina er lokið. En til viðbótar þessu mikilvæga atriði verða gerðar rannsóknir á samtals tíu öðrum vísindalegum verkefnum á rúm- lega fjórum dögum, sem er minnsti tími, sem skutlan verður í geimferðinni, ef allt gengur að óskum. Meðal vísindalegra verk- efna eru áhrif á framleiðslu ýmissa lyfja í þyngdarleysi, áhrif á ljós og ljósaskipti, gróður jarðar og ótalmargt fleira. Discovery lendir á Edwards- flugvellinum í Kaliforníu. Þá verð- ur skutlan reyrð á bak Boeing 747-þotu og flogið aftur til Flórída. Stöðugt sjónvarp firá Discovery Sjónvarpað verður frá skutl- unni meðan á fluginu stendur og geta sjónvarpsstöðvar og útvarps- stöðvar beðið um að fá samband við áhöfnina og rabbað við þá af áhöfninni, sem hafa til þess tíma. Ef íslenskar útvarps- eða sjón- varpsstöðvar hafa áhuga á sam- tölum við áhöfn Discovery þá má hringja í síma 202 269 6572 til að panta samtal. Upplýsingadeild Discovery á skotpallinum i ágústmánuði síðastliðnum. Þá var hætt við að gangsetja hreyfla geimskutlunnar vegna ofhitunar i einum af þremur hreyflum hennar. NASA mun skýra frá gangi flugs- ins frá degi til dags og verða átta klukkustunda vaktir allan sólar- hringinn í upplýsingamiðstöðinni. Ráðstafanir til nauðlendingar Kæmi til þess, að nauðlending yrði nauðsjmleg til að bjarga áhöfn og skutlunni sjálfri eru gerðar eftirfarandi ráðstafanir: Yrði bilun í einni vélinni væri hægt að halda fluginu áfram og jafnvel Ijúka því og lenda á Ed- wards-flugvellinum i Kalifomíu. Ef bilaða vélin stöðvaðist væri samt hægt að lenda á Edwards- flugvellinum, White Sands Space Harbor í Nýju Mexíkó, eða við Kennedy-geinistöðina í Flórída. Ef bilun yrði í tveimur vélum á miðri hringferð yrði lent á Ben Guerir-vellinum í Marokkó, Moron á Spáni, eða Banjul í Gambíu. Ef til þess kæmi, að bilun yrði í einni eða tveimur vélum í byijun flugs og ekki væri nægjanlegt flugþol til að lenda á Ben Guerir er gert ráð fyrir að snúa aftur til Kennedy-flugvallarins í Flórída. Varúðarráðstafanir eftir lendingu Þegar Discovery hefír lent að geimferðinni lokinni á Edwards- flugvellinum í Kalifomíu verða gerðar ráðstafanir til að tryggja, að skutlan hafi ekki flutt neitt hættulegt úr geimnum, sem gæti skaðað menn eða gripi. Strax eft- ir lendingu kemur hópur sérfræð- inga, sem klæddir em hvítum sótthreinsuðum fötum, til að ganga úr skugga um, að skutlan hafí ekki borið með sér neitt óheil- næmt. Þegar Discovery er komin aftur til Flórída, flutt á baki Bo- eing 747-þotu, verður hún sett inn í skýli sitt þar sem hún hefír ver- ið undanfarið. Þar fer fram ná- kvæm rannsókn á skutlunni til undirbúnings næstu geimferð. Ef allt gengur að óskum gera forustumenn NASA ráð fyrir, að á næstu ámm verði famar 14 geimferðir á ári hveiju. Fimm manna áhöfn reyndra geimfara Áhöfn Discovery er skipuð fimm manna áhöfn, sem allir em þaulvanir og reyndir geimfaran Frederick H. Hauck er fyrir- liðinn. Hann er 57 ára, skipherra í Bandaríkjaflotanum. Hann var valinn til geimferða í janúar 1978, Hauck hefír verið flugmaður í nokkmm geimferðum, m.a. var hann í Challenger í sjöundu geim- ferðinni 1983. Hann hefir dvalið rúmlega 333 klukkustundir í geimnum. Richard O. Covey er flugmað- ur, 42 ára. Hann er ofursti í flug- liði Bandarílqanna. Hann var flugmaður í geimfluginu 51-1 á Discovery í ágúst-september 1985. í þeirri ferð vora settir þrír gervihnettir í geimstöðu og gert var við gervihnöttinn IV-F3, sem hafði bilað. Covey hefír dvalið 170 klst. í geimnum. John M. Lounge er 38 ára. Hann var í síðustu geimferð Dis- covery 1985 og hefir verið 170 klst. í geimnum. David C. Hilmers er 38 ára, ofursti í landgönguliði flotans (US Marines). Hann var valinn til geimferða 1980 og flaug í geim- ferð Atlantis 1985. Hann hefir dvalið 98 klukkustundir i geimn- um. George D. Nelson er 38 ára. Hann flaug með flórðu ferð Chall- engers í april 1984 og hefir verið í fleiri geimferðum. Hann hefir verið alls 314 klukkustundir í geimnum. Heiður Bandaríkj anna sem geimrannsóknaveldis íhúfi Bandaríkjamönnum hefir verið legið á hálsi fyrir slælega fram- göngu í geimrannsóknum síðustu árin og era jafnvel af sinum eigin mönnum taldir standa illa að vigi gagnvart Sovétmönnum, sem hafa unnið hvert afrekið á eftir öðm í geimnum. Núna um helgina var langur sjónvarpsþáttur hér í Bandaríkjunum, þar sem deilt var hart á forystumenn Bandrílqanna fyrir áhugaleysi á geimferðum og geimrannsóknum. M.a. var full- yrt, að þrír og jafnvel sá fiórði af síðustu forsetum Banda- ríkjanna hefðu haft lítinn sem engan áhuga á geimrannsókna- málum eða skutluferðum. Það var í fyrstu stjómartíð Nixons að Bandaríkjamenn sendu menn til tunglsins og vora þá óumdeildir forystumenn í geimmálum og geimferðum. Sovétmenn höfðu að vísu skotið fyrsta gervihnettinum — Sputnik — út í himingeiminn, en Bandaríkjamenn, með John F. Kennedy í broddi fylkingar, hrifs- uðu fljótt til sín forystuna í geim- ferðum. Nixon virtist lítinn sem engan áhuga hafa á geimferðum og Ford var svo stutt í forseta- stólnum, að það kom ekki fram hvort hann hafði áhuga á þeim málum. Jimmy Carter sýndi eng- an áhuga á geimnum. Reagan hefir heldur ekki s'núið sér að geimnum af neinum krafti, en hefir þó talað um, að það væri nauðsynlegt, að Bandaríkjamenn kæmu sér upp geimstöð innan 10 ára, og við það situr er hann fer úr forsetastóli eftir nokkra mán- uði. Forsetaframbjóðendumir tveir, sem nú heyja baráttu um hylli bandarískra kjósenda, hafa ekki látið neitt í ljós um þessi mál. Höfiindur er fréttaritari Morgunblaðsins í Washing- ton. MáHð er svo einfalt að þegar við kaupum leðursófa- sett veljum við alltaf gegnumlit- að leður og alltaf anilínsútuð (krómsútuð) leður og leðurhúðir af dýrum frá norðlægum slóð- um eða fjallalöndum — og yfírleitt óslípaðar húðir (sem eru endingabestar). Ef þú ert í einhverjum vafa um hvort þú ert að kaupa góða vöru eða ekki skaltu bara biðja okkur um 5 ára ábyrgð. í{ húsgagna-höllinB reykjavIk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.