Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 49
Það er undarlegt og jafnframt mikil gleði að fá að fylgjast með æskunni og forréttindi að fá að fylgjast að til fullorðinsáranna. Mér dettur í hug ljóð sem nefnist gæða- sál. Afsakaðu, sagði haustið, er ég kannski að trufla? Kem ég of snemma? Eg vildi síst verða til vandræða því ég er gott haust. (Eiríkur Brynjólfsson) Hlyni fannst þetta gott haust og hann bar sigurvonina með sér. En það er oft stutt á milli gleði og sorgar í lífinu og við mennimir fáum oft sáralitlu ráðið um örlög okkar eða annarra. Hlynur Ingi var elstur þriggja bayna Búa Steins Jóhannssonar og Hallberu Eiríksdóttur, Vesturbergi 9, Reykjavík. Systkini hans eru Elín Hrund, 12 ára, og Eiríkur Steinn, 7 ára. Hlynur varð snemma fjörmikill strákur og þurfti alltaf að hafa eitt- hvað fyrir stafni hvort sem var í starfí eða leik. Hann sótti mjög mikið í sveitina til afa og ömmu á Votumýri og dvaldi þar öll sumur í lengri eða skemmri tíma. Síðustu sumrin var hann helsta stoð og stytta afa og ömmu við búreksturinn. Á þessum áram myndaðist ævarandi vinátta . og tengsl þeirra á milli sem aldrei bar skugga á. Notaði Hlynur hvert tækifæri til að skreppa austur um helgar og heimsækja þau eftir að þau hættu búskap fyrir ári. Er miss- ir afa og ömmu mikill við þetta skyndilega fráfall dóttursonar þeirra. Hlynur hafði fjölmörg áhugamál sem hann stundaði af miklu kappi og samviskusemi. Mestan tíma tóku þó íþróttimar sem vora hans hjart- ans mál. Hann stundaði bæði hand- bolta og fótbolta af kappi og stefndi að því að ná árangri í þessum grein- um. Höfðum við stundum á orði að hann kæmist í landsliðið í hand- bolta þegar heimsmeistarakeppnin yrði haldin hér á landi árið 1995. En þrátt fyrir að mikill tími færi í æfíngar stundaði Hlynur alltaf skólann af kappi og sóttist námið vel. Lágu ekki síst raungreinar vel fyrir honum. í skólanum eignaðist Hlynur marga góða vini og félaga sem hann mat mjög mikils. Hafa þessir skólafélagar hans og vinir reynst foreldram hans mikill styrkur á þessum erfíðu stundum. Hlynur var oft skjóthuga og tíminn leið hratt. En að honum væri ekki ætlað lengra líf er erfítt að sætta sig við. En hann var lífsglaður og góður drengur sem bjó við öryggi og ástúð í foreldra- húsum. Að leiðarlokum er margs að minnast og margs að sakna. En eftir lifir minningin umgóðan dreng sem aldrei verður frá okkur tekin. Elsku Halla og Búi, Eiríkur Steinn og Elín Hrand. Missir okkar er mikill. Megi algóður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar og víst er að það mun birta upp um síðir og minningin um Hlyn Inga fylla okk- ur gleði og ró. Við sem áttum svo margt ógert en vannst ekki tími tii að koma í framkvæmd. Guð geymi Hlyn og varðveiti hann alla tíð. Tryggvi, Ágústa, Berg- lind, Ragnhildur Yr og Ástþór Hugi. Laugardaginn 17. september sl. er við vorum að undirbúa móttöku nýrra og gamalla Fellahellisgesta barst okkur sú harmafregn að Hlyn- ur yrði ekki með okkur, því hann hefði farist í umferðarslysi kvöldið Leiðrétting í kveðjuorðum hér í blaðinu á föstudaginn til Kjartans Guð- mundssonar tannlæknis urðu þau leiðu mistök, sem beðist er velvirð- ingar á að nafn konu hans, frú Svövu Jónsdóttur, misritaðist og stóð þar Jóhannsdóttir. ggei J13JIM3T432 ,VS HUOAGUI.GlHd ,ÖK3AJ8HUOHpM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988. T5V 49 áður. Við áttum erfítt með að trúa því að drengur sem allir töldu að ætti bjarta framtíð væri horfínn frá okkur og kæmi ekki aftur. Hlynur var einn af þeim ungling- um sem hvað mest sóttu staðinn og áttu mestan þátt í að skapa þann góða anda sem hefur einkennt starfíð í Fellahelli. Hann var ætíð tilbúinn til hjálpar þegar á þurfti að halda og vakti þá yfirleitt um leið áhuga félaga sinna. í vor þegar tekin var upp sú nýbreytni í starf- inu að hafa sérstök spila- og leikja- kvöld, þá var Hlynur einn þeirra sem var hægt að reiða sig á og kom hann ávallt með góðar hugmyndir og starfaði með af krafti. Því lifír minningin um góðan dreng sem skilið hefur eftir skörð sem erfítt verður að fylla. Við vottum flölskyldu og ættingj- um, bekkjarsystkinum og vinum Hlyns okkar dýpstu samúð. Starfefólk félagsmið- stöðvarinnar Fellahellis í dag fer fram frá Fossvogskap- ellu útför Hlyns Inga Búasonar. Hlynur stundaði nám við Fellaskóla allt frá 6 ára aldri. Hann var ekki hár í loftinu þá, en í haust mætti hár, rólegur og grannvaxinn hálf- fullorðinn maður og hóf nám í 9. bekk skólans. Framtíðin virtist blasa við þessum unga manni sem hafði alla burði til að takast á við hin margvíslegustu verkefni lífsins. En enginn veit sín örlög. í dag kveðjum við í skólanum góðan vin og jákvæðan nemanda og þökkum honum fyrir þann stutta tíma sem við áttum samleið. Megi Guð styrkja foreldra hans og systkini á erfiðri stund. Starfefólk Fellaskóla Laugardagskvöldið 17. septem- ber bárast okkur nemendum í 9. Á.P. hörmulegar fréttir. Vinur okk- ar og bekkjarbróðir lést í hræðilegu bflslysi aðafaranótt laugardags. Við gátum ekkert sagt. Hugsuðum ekki annað en Hlynur er dáinn. En þó fannst okkur flestum að hann væri hjá okkur og hann er það. Minning- in um hann mun alltaf lifa. Dagamir sem á eftir fóra vora hræðilegir. Tilfinningar okkar komu okkur á óvart og flestir misstu ímynd sína og urðu að sýna tilfinningar sínar, við sáum sárs- aukann hver í annars augum en kunnum ekki að bregðast við hon- um. Sérstaklega áttu margir strák- amir, vinir Hlyns, erfítt. Enginn vissi hvemig hann átti að haga sér. Gerðir okkar og hlátur bára merki um öryggisleysi. Hugsanir okkar leituðu inn á við og okkur skildist að það er ekki sjálfsagt að lifa og eiga vini. En lífið heldur áfram og við verðum að horfast í augu við staðreyndimar og sársaukann um leið og við hlúum að góðum minn- ingum. Hlynur var vænn og fallegur drengur, stór og svipsterkur en hlé- drægur. Hann naut sín best í litlum hópi góðra vina. Þar sem hann kom var ætíð hópur í kringum hann. Hann var vinur vina sinna og þeir hans. Öllum líkaði vel við hann enda skar hann sig úr strákahópn- um vegna vingjamleika og hlýju. Hann hafði unun af öllum íþróttum, æfði handbolta af kappi og elskaði að synda, enda var hann tíður gest- ur í laugunum og allir þekktu hann þar. Þegar við hugsum til hans fínn- um við tóm, en einnig minnumst við hlýju hans og hressleika og fyll- umst hlýju sjálf, fyllum uppí tómið sem hann skildi eftir sig með hlýj- unni sem hann átti svo mikið af. Áður var svo sjálfsagt að sjá hann daglega, án þess við tækjum eftir því. En skyndilega var hann, sem var svo ungur og lifandi hrifs- aður burt. Örlögin gripu í taumana og fyrir röð tilviljana er hann allur. Missir okkar er mikill, en fjölskyld- unnar þó meiri. Hlutverk okkar er að muna hann og hugsa vel til hans. Þannig hjálp- um við okkur mikið og honum líka þar sem hann er nú. Sál hans lifir áfram, við sjáum hann ekki en við fínnum hann hjá okkur. Þegar við skrifum þessa grein fínnum við hvernig við fyllumst friði og hlýju og við höldum áfram að skrifa það sem við hugsum. Við fínnum að Hlynur er hjá okkur og við þökkum honum fyrir það, það hjálpar okkur mikið. Þegar elsku Hlynur fór þá skildi hann eftir sig skarð, en hann skildi einnig eftir sig sæg minninga og hugsana sem geta hjálpað okkur að fylla í þetta skarð. Við kveðjum hann og þökkum fyrir samverana. Guð blessi hann. Við vottum öllum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Nemendur 9. Á.P. Fellaskóla. + Þökkum innilega veitta samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR KRISTJÁNSSOIMAR, Hringbraut 128d, Keflavfk. Birna Þórhallsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð óg vinarhug við andlát föður okkar og afa, MATTHÍASAR KARLSSONAR, Berghólum, Keflavík. Sigurður Hafsteinn Matthíasson, Óskar Júlíus Bjarnason, Guðmunda Júlfusdóttir, Hulda Sigrún Matthíasdóttir, Guðrun Sveinsdóttir, Benedikt Sveinsson, Laufey Hallgrímsdóttir, Katarfnus G. Ingvason Dagbjört Hállgrfmsdóttir, Svanfríður Hallgrímsdóttir. og börn, t Innilegar, hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BERGS BJARNASONAR bifreiðastjóra, Holtsgötu 11, Hafnarfirði. ingibjörg Jónsdóttir, Jón Bergsson, Þórdis Sveinsdóttir, Örn Bergsson, Svala Jónsdóttir, Ólafur Bergsson, Ragna Þórsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, GUÐBERGS ÞORSTEINSSONAR, Álfaskeiði 29. Margrét Þ. Sigurðardóttir, Sigrfður Guðbergsdóttir, Birkir Skúlason, Steinþóra Guðbergsdóttir, Hjörtur L. Gunnarsson, Margrét S. Guðbergsdóttir, Baldur Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. i l + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför sonar okkar, bróður, mágs og frænda, RAGNARS HJÁLMTÝSSONAR, i Vallholti 32, Selfossi. Hjálmtýr Ragnar Júlfusson, Elfnborg Ásmundsdóttir, Smári Rúnar Hjálmtýsson, Brynja Hjálmtýsdóttir, Ingimundur Sigurmundsson, Elvar Ingmundarson. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ELÍASAR BJARNA ÍSFJÖRÐ, Hávegi 10, Siglufirði. Fyrir hönd vandamanna, Aðalheiður Þorsteinsdóttir. + Þökkum innilega öllum.sem auðsýndu samúð og hlýhug við and- lát og útför, eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður, tengdaföð- ur og afa ÞRÁINS M. INGIMARSSONAR pfpulagningameistara, Nönnugötu 5. María Ingvarsdóttir, María Jórunn Þráinsdóttir, Hulda Helga Þráinsdóttir, Ragnar M. Halldórsson, tengdabörn og barnabörn. Lokað Græna höndin auglýsir lokun miðvikudag 28. septem- ber og fimmtudag 29. september vegna jarðarfarar HILMARS MAGNUSSONAR framkvæmdastjóra. Lokað Vegna jarðarfarar MATTHÍASAR Þ. GUÐMUNDSSONAR verður heildverslunin Lissý lokuð frá kl. 12.00 í dag. Einnig verður verslunin Gallery Sara lokuð frá kl. 13.00- 15.00 í dag. Heiidverslunin Lissý; Trönuhrauni 2, Hafnarfirði. - Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.