Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 R ubberma STAMPURINN oWr STENDUR FYRIR SINU ÞOLIR BÆÐISÚRT OG SALT HEITTOGKALT EÐA NÆSTUM ALLT HENTUGUR í SLÁTURTÍÐINNI. HEILDSALA: 35 JÚHANN ÓLAFSSON & CO. HF. 43 Sundaborg 13 -104 Reykjavík - Sími 688 588 ÚTSÖLUSTAÐIR: BYKO - Byggt og Búið - Bjarnabúð, Tálkna- firði - Byggingarþjónustan, Ólafsvík - Einar Guðfinnsson, Bolung- arvík - Fjarðarkaup- Kaupfélag Árnesinga - Kaupfélag Borgfirð- inga - Kaupfélag Dýrfirðinga - Kaupfélag Eyfirðinga - Kaupfélag Húnvetninga- Kaupfélag ísfirðinga - Kaupfélag Skagfirðinga - Kaupfélag Suðurnesja - Lissabon - Mikligarður- Skagaver, Akra- nesi - Stapafell, Keflavík - Valberg, Ólafsfirði - JL-húsið gjafavörur móður sinnar og lagði þau í hennar hendur. Eftir nokkrar vertíðir hóf hann nám í Stýrimannaskóla og lauk þaðan prófi með góðum árangri. Sjómennsku stundaði Matthías þar til hann réðst verkstjóri til Bæjarút- gerðar Reykjavíkur. Trúnaðar- traust hafa ráðamenn þessa útgerð- arfélags borið til Matthíasar, því þama var fjöldi fólks á öllum aldri í vinnu og því varð verkstjórinn að fylgjast með hvetju handtaki ef svo mætti segja. Þetta starf varð hon- um ekki ofviða því trúmennska hans brást aldrei. Matthías var tvíkvæntur og var fyrri kona hans Ragnheiður Guð- mundsdóttir. Þau eignuðust tvö böm, Magnús og Ragnheiði. Þau slitu samvistum. Seinni kona hans var Sigurveig Einarsdóttir. Þau eignuðust eina dóttur, Kolbrúnu. Bamabömin eru níu. Systkini Matt- híasar vora: Bjamey, f. 8. mars 1917, dáin 8. október 1924; Hulda Sigríður, hjúkranarkona, gift Ás- geiri Jónssyni, fv. skrifstofustjóra; Magnús f. 17. mars 1924, d. 16. mars 1925; Guðmundur, verslunar,- maður, kvæntur Grétu Ingólfsdótt- ur; Sveinn Bjamar, vélstjóri, kvænt- ur Gerðu Jónsdóttur; Örlygur, bóka- útgefandi (Öm og og Örlygur), kvæntur Þóra Þorgeirsdóttur. Starfsgieði var meðfæddur eigin- leiki Matthíasar og hann unni öllu lífríki náttúrannar. Frá því hann var ungur drengur notaði hann tóm- stundir sínar í alls konar ræktun á matjurtum og fögrum gróðri, sem umhverfi heimilis hans bar vott um. Undanfarin tvö ár var hann mjög farinn að heilsu en gekk nýverið undir mikla læknisaðgerð, sem tókst vel og lofaði góðu. Síðasta verk Matthíasar var að leiða ungan dótturson sinn á dagskóla. Kallið var komið og þar hné hann niður. Merki hans var drenglund og hrein- skilni. Ekki get ég skilið svo við þessa grein að ég minnist ekki á foreldra Matthíasar. Árið 1923 fluttu til Viðeyjar hjónin Guðmundur Júlíus- son og Jóhanna Guðlaug Bjama- dóttir með fjögur böm. Þá vora mikil umsvif í Viðey hjá Kárafélag- inu með togaraútgerð og næg vinna fyrir alla sem gátu unnið. Það þótti því eftirsóknarvert að geta fengið húsnæði í Viðey og setjast þar að fyrir ung hjón með mörg böm. En skjótt bar ský fyrir sólu hjá fjölskyldunni. Árið eftir komu þeirra til Viðeyjar barst bamaveikin þangað. Bjamey, dóttir Jóhönnu, sem Guðmundur gekk í föðurstað, smitaðist af þessari voðaveiki sem heltók mörg böm á þeim áram og dó hún 8. október 1924, þá sjö ára gömul, falleg og efnileg stúlka. Ári seinna dó ungur sonur þeirra hjóna úr lungnabólgu. Hann hét Magnús og vantaði einn dag til þess að hann næði eins árs aldri. Þriðja árið í röð reis holskefla enn og hvolfdi sér yfir Jóhönnu og börn hennar. Nú var það eiginmaðurinn sem var hinn besti drengur, dugn- aðarmaður og hvers manns hug- ljúfí. Hann var að afla íjölskyldu sinni eldsneytis með því að háfa kol, sem fallið höfðu í sjóinn þegar verið var að ferma togarana. Vildi þá svo slysalega til að lykkja á kaðli, sem hann notaði við háfínn, flæktist um fætur Guðmundar svo hann féll í sjóinn og drakknaði að- eins 26 ára gamall. Þá var fímmta bam þeirra fætt. Það var drengur og var hann skírður við kistu föður síns og bar nafn hans. Það hefur þurft mikið þrek og sterkan vilja fyrir konu með ung börn að kikna ekki undir slíkum þunga. Jóhanna, móðir Matthíasar, var Skaftfellingur að ætt með stór- brotna skapgerð, sterkan vilja og einlæga trú átti hún á frelsarann. Hún var fríð kona og sérstaklega hárprúð, sem fór vel við íslenska þjóðbúninginn, sem hún bar ávallt með reisn. Jafnframt var hún um- hyggjusöm og góð móðir, sem vakti yfír velferð bama sinna. Gott var að leita tii Jóhönnu því alltaf var höndin útrétt til hjálpar og aldrei átti hún svo lítið að hún gæti ekki miðlað öðram. Mikill dýravinur var hún og fór líknarhöndum um þau ef á þurfti að halda. Tvo syni eign- aðist Jóhanna, þá Svein Bjamar og Örlyg, með sambýlismanni sfnum, Hálfdáni Halldórssyni, verslunar- stjóra hjá Kárafélaginu í Viðey. Jóhanna dó á Vífílsstöðum fyrir rúmu ári og var jarðsett í Viðeyjar- kirkjugarði hjá eiginmanni sínum og bömum. Sú sem skrifar þessar línur átti einlæga vináttu Jóhönnu frá unga aldri til æviloka hennar. Mér er því efst í huga góðar minningar og þakklæti. Ég kveð með hennar kveðjuorðum. Verið þið guði falin. Sigrún Einarsdóttir í dag verður til moldar borinn föðurbróðir minn Matthías Þ. Guð- mundsson, fyrram yfírverkstjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Þrátt fyrir erfíð veikindi Matthíasar til margra ára, kom andlát hans mér á óvart. í byijun þessa mánaðar Rýmingarsala * vegna**nýrra sendinga ■ Allt að 30% AFSLATTUR q nlortfnrnV tækifæriðs 3 giUlVUlU: - á meðan byrgðir endast. N Iá Póstsendum El tim landallt. Qr U//L •O X -3 s ' «J i I / » t 71 tvÞ W' V 4>/ 'iy/ ^íjortur^ h/\ KWSTALL OG POSTULÍNSVÖRUR TEMPLARASUNDI 3 - SÍMI 19935 Sérverslun með áratuga þekkingu. gekkst hann undir mikla skurðað- gerð á Borgarspítalanum og framan af var tvísýnt, hvort hafa myndi betur, Matthias eða maðurinn með ljáinn. En þegar frá leið virtist sem aðgerðin hefði tekist vel og Matt- hías ætti von til þess að komast til betri heilsu. En enginn má sköpum renna, og þann 16. september sl. kom kallið mikla, snöggt og ákveð- ið. Matthías fæddist í Viðey á Kolla- fírði þann 10. september 1921 son- ur hjónanna Jóhönnu Guðlaugar Bjamadóttur og Guðmundar Júlíus- sonar, sjómanns, sem þar bjuggu. Faðir Matthíasar drakknaði við Við- eyjarbryggju, þegar Matthías var fímm ára gamall. Föðurmissirinn tók að vonum mikið á Matthías, en þá strax strengdi hann þess heit við móður sína að hjálpa henni við að sjá heimilinu farborða. Við heit sitt stóð hann, og má í raun segja, að allt hans líf framan af áram hafí snúist um að efna það heit, meðan móðir hans og systkini þurftu þess með. Tók hann því á vissan hátt, vart kominn af bams- aldri, við föðurhlutverki í fjölskyldu sinni. Þykist ég þess fullviss, að bemska systkina hans hefði um margt orðið með öðram hætti, ef fómfysi hans og skyldurækni hefði ekki notið við, enda minnast þau hans nú á kveðjustund með sér- stakri hlýju og þakklæti. Móðir Matthíasar lést háöldrað á síðasta ári, og allt fram til hennar síðustu stundar var það hans fyrsta og síðasta hugsun að létta henni lífíð. Sem dæmi um ábyrgðartilfinningu Matthíasar strax á unga aldri má nefna, að fímmtón ára gamall gekk hann á fund Ólafs Thors og bað hann um að útvega sér skipsrúm á toguram Kveldúlfs, en á þeim áram var slegist um hvert pláss, sem losn- aði á skipunum. Þegar Ólafur vissi, að þessi ungi piltur, sem vart var kominn af fermingaraldri, var fyrir- vinna stórrar fjölskyldu, sá hann til þess, að Matthías fengi plássið. Var Matthias Ólafi ævinlega þakk- látur fyrir þennan greiða. Láfið um borð í toguranum á þessum áram var án efa enginn leikur. Matthías lét það þó ekki á sig fá og var tog- arasjómaður í mörg ár. Hann fór síðar í stýrimannaskólann og lauk þaðan prófí. Það átti hins vegar ekki fyrir honum að liggja að eyða ævinni allri á sjónum og upp úr 1950 hætti hann sjómennsku og hóf störf í landi. Lengst af sínum starfsaldri, eftir að hann kom í land, var Matthías yfírverkstjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur í saltfísk-, síldar- og skreiðarverkunarstöð þess fyrir- tækis við Grandaveg í Reykjavík, og þar var hann kominn til starfa, þegar ég fer að muna eftir honum. Þar vora á áram áður mikil umsvif og starfsmannahópurinn stór. Bar Matthías hag bæjarútgerðarinnar og ekki síður þess fólks, er þar starfaði undir hans stjórn, mjög fyrir bijósti. Á unglingsáram mínum starfaði ég nokkur sumur undir verkstjóm Matthíasar í Bæj- arútgerðinni og kynntist þá af eigin raun umhyggju hans fyrir starfí sínu og starfsfólki. Hann var rögg- samur og ákveðinn verkstjóri, sem hélt uppi góðum aga á vinnustað, enda oft ekki vanþörf á, þegar sam- an vora komnir til vinnu auk fastra stórfsmanna hátt í eitthundrað baldnir unglingar í sumarvinnu. En þótt hann væri ákveðinn og gerði ríkar kröfur til starfsmanna sinna, var hann eigi að síður sanngjarn húsbóndi, sem vildi hvers manns götu greiða, og það var ríkt í huga hans að gera ekki minni kröfur til sjálfs sín en annarra. Þannig lét hann sem verkstjóri á stórum vinnu- stað sér ekki nægja að sinna stjóm- unarstörfum, fylgjast með og skipa fyrir verkum, sem þó var ærinn starfí einn sér, heldur gekk hann Canon Ljósritunarvélar FC-3 kr. 43.600 stgr. FC-5kr. 46.300 stgr. Skrifuélin, sími 685277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.