Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 HUSQVARNA PRISMA Núer aman Skemmtilega klædd. Þá líður þér vel. Með hjálp HUSQVARNA PRISMA getur þú saumað falleg fot fyrir lítið. PRISMA hefur alla nútíma sauma, og að sjálf- sögðu fylgir með henni námskeið. Láttu ekki erfíða tíma koma í veg fyrir að þú og fjölskyldan geti verið vel klædd. HUSQVARNA PRISMA Gerir saumaskapinn skemmtilegan. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 12? 91-691600 Husqvarna SJÓMVARPSBINGÓ Á STÖD 2 föstudagskvöldið 23. sept. 1988. Vinningar í fyrri umferð þegar spilað var um eina lárétta línu. SPILAÐ VAR UM 10 AUKAVINNINGA: 10 Olympus AZ-300 Super Zoom frá Nesco í Kringl- unni hver að verðmæti 24.900 kr. EFTIRFARANDI TÖLUR KOMU UPP: 85, 8, 33, 11, 46, 52, 20, 31, 60, 79, 14, 49, 9, 54, 12, 40, 22, 56. Þegar talan 56 kom upp var HÆTT að spila um aukavinningana. Þegar spilað var um BÍLINN komu eftirfarandi tölur upp. Spilað var um þrjár láréttar línur, (eitt spjald): 90, 75, 7, 53, 65, 87, 35, 27, 51, 6, 76, 83, 19, 32, 78, 18, 63, 70, 55, 29, 13, 74, 2, 36, 28, 48, 17, 73, 38, 10, 71. STYRKTARFÉLAG SÍMAR 673560 0G 673561 Útvarpshljómsveitin í Helsinki: Finnsk hljóm- sveit umfram allt Rætt við Kalevi Kuosa, framkvæmdastj óra Kalevi Kuosa, framkvæmdastjóri Útvarpshljómsveitarinnar í Hels- inki. Listalíf og þá ekki síst tónlist- arlíf stendur með miklum blóma í Finniandi. Finnar eiga enda marga góða tónlistarmenn og tón- skáld, sem semja fjölda tónverka á ári hvetju, sinfóníur, óperur og smærri verk. Úr þessum verkum eru valin nokkur verk á ári, sem flutt eru af Útvarpshljómsveitinni í Helsinki, Fflharmóníusveitinni í Helsinki og mörgum smærri hljómsveitum. Útvarpshljómsveitin á að baki rúmlega sex áratuga langa sögu og er ein elsta útvarpshljómsveit í heimi. Starfsvettvangur hennar eins og hann er í dag minnir um margt á starfsvettvang Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Fram- kvæmdastjóri hljómsveitarinnar er Kalevi Kuosa og hann var ný- lega sóttur heim í stutt viðtal í höfuðstöðvar hljómsveitarinnar, sem eru i aðalstöðvum fínnska Kommúnistaflokksins. Þar er rúmgóður salur, sem hljómsveitin hefur til æfínga. Hljóðritanir og smærri tónleikar fara gjaman þar fram, enda hljómburður góður. Reglulegir tónleikar eru hins veg- ar haldnir í Finnlandíu, tónlistar- og ráðstefnuhöllinni í Helsinki, annan hvem miðvikudag og þar fara fram ein eða tvær æfíngar fyrir hveija tónleika. Eingöngn skipuð Finnum „Útvarpshljómsveitin í Helsinki var stofnuð 1927,“ sagði Kalevi Kuosa, „og frá upphafi var helsta markmið hennar að flytja nýja, finnska tónlist. Þetta er enn eitt aðalmarkmiða hennar og á hveiju ári frumflytur hún a.m.k. 10 ný, finnsk hljómsveitarverk. Hún sinnir vitaskuld einnig allri ann- arri sinfónískri tónlist. Þannig hefur hljómsveitin kynnt nýja tón- list frá öðrum löndum og einnig flutt eldri verk. Þó má almennt segja, að hljómsveitin sé sérhæfð í tónlist 20. aldar. Á þeim rúmlega 60 ámm, sem liðin em frá stofnun hennar, hefur hljómsveitin stækk- að og þróast og er nú fullskipuð sinfóníuhljómsveit með 95 hljóð- færaleikurum." Hljómsveitin er eingöngu skip- uð finnskum ríkisborgurum og aðalhljómsveitarstjórar hennar hafa frá upphafi verið Finnar. í dag er Jukka-Pekka Saraste aðal- hljómsveitarstjóri, en hann hefur meðal annars stjómað Sinfóníu- hljómsveit íslands. Aðalgesta- hljómsveitarstjóri er Leif Segerst- am, en hann var áður aðalhljóm- sveitarstjóri dönsku útvarps- hljómsveitarinnar. Hann mun stjóma á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands veturinn 1989-1900. Töluverðar breytingar síðasta áratug Hljómsveitin fer í sumarfn' um miðjan júní ár hvert en í byijun ágúst hefja hljóðfæraleikaramir æfingar að nýju og um miðjan ágúst hefst starfsárið formlega með reglulegum tónleikum. Átján reglulegir tónleikar em haldnir á hveijum vetri, auk um 20 auka- tónleika. Þá em nokkrir tónleikar haldnir af ýmsum ástæðum, þann- ig að yfirleitt eru haldnir um 50 tónleikar að vetri, auk hljóðritana. Kalevi Kuosa var spurður, hvort starf hljómsveitarinnar hefði breyst undanfarin ár: „Hljómsveitin er rekin með líkum hætti og aðrar útvarps- hljómsveitir. Þó hefur orðið á sú breyting stðasta áratug, að við höldum fleiri tónleika en áður en vinnum minna við hljóðritanir. Fyrir áratug vom 60% af vinnu hljómsveitarinnar stúdíóvinna en í dag er tæplega þriðjungur stúdíóvinna, afgangurinn tón- leikahald fyrir áheyrendur. Þessi breyting hefur fyrst og fremst orðið vegna þrýstings frá lista- mönnunum sjálfum, sem vilja heldur flytja verk fyrir lifandi áheyrendur heldur en dauða stúdíóveggi. Við vinnum þó enn í stúdíói og nýlega var lokið við hljóðritun allra sinfónískra verka eftir Sibelíus og ljóðatónlistar hans fyrir bandaríska hljómplötu- fyrirtækið RCA, sem gefur þessi verk út á átta geisladiskum. Þessi verk höfum við áður hljóðritað, en nú í fyrsta sinn á stafrænan hátt, sem eykur gæði hljóðritan- anna veralega." Japan, Taiwan, Hong Kong Einnig hefur sú breyting orðið á síðasta áratug, að við höldum nú reglulega tónleika í öðram bæjum í Finnlandi en Helsinki. Þetta er gert að framkvæði hljóm- sveitarinnar sjálfrar og er afskap- lega þakklátt starf. Við föram í tvær langar ferðir á ári innan- lands og höldum þá 8—12 tónleika og einnig föram við utan einu sinni til tvisvar á ári. Næsta vor föram við í lengstu ferðina okkar til þessa, til Japans, Taiwan og Hong Kong. Við höld- um tíu tónleika í þessari ferð. Ifyrir nokkrum áram hefði verið óhugsandi að fara ferð sem þessa vegna kostnaðar, en nýlega var okkur heimilað að njóta stuðnings frá fyrirtækjum og stofnunum, sem hafa gerst stuðningsaðilar hljómsveitarinnar. Einnig skiptist kostnaður vegna ferðarinnar milli Finnlands og landanna sem við heimsækjum. Ferðir sem þessar efla samskipti milli þjóðanna, bæði í menningarlegum og efna- hagslegum efnum. Auk þess auka þær samheldnina innan hljóm- sveitarinnar og era nauðsynlegar fyrir listamennina og vonandi ánægjulegar fyrir gestgjafana," sagði Kalevi ^ Kuosa, fram- kvæmdastjóri Útvarpshljómsveit- arinnar í Helsinki, að lokum. Mynd og texti: Rafii Jónsson __HAUST^ HAPPDRÆITI SJALFSTÆÐISFLOKKSINS IIKIN(íIf) í SÍMA «29(1« Skrifslofan lláaleilishraiit 1 er opin virka ilaga frá kl. 9-17 Sjálfstæðismenn, stöndum vörð um Sjálfstæðisflokkinn, eflum flokksstarfið. Gerum skil á heimsendum happdrættismiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.