Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 45 Já, þau hafa svo sannarlega misst góðan afa svo bamgóður sem hann var. Þá viku sem hann var heima eftir sjúkrahúslegu sína lét hann ekki af þeim vana að koma og hringja daglega og spyrja um bömin, þó sérstaklega litla nafnann sinn. Þessi fátæklegu orð mín em minningar um yndislegan föður, því betri föður gat ég ekki eignast. En pabbi stóð aldrei einn, og vil ég fyrir okkar hönd votta mömmu samúð okkar og þakklæti. Missir hennar er mikill, hún studdi hann og annaðist uns yfir lauk og var hann sér meðvitaður og þakklátur fyrir það. Elsku mamma og aðrir aðstand- endur, við vottum ykkur öllum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur. Kolbrún Matthíasdóttir Ólafur Jónasson Matthias Þorbjörn „afastrákur" Sigurveig fris Og fóður sínum fól hann drauminn stóra um frið og líkn og bað í hinsta sinn og hneigði andlit hljótt og sagði: Faðir í þínar hendur fel ég anda minn. (Matthías Jóhannessen) Nú þegar síðustu sumarblómin em að falla, er kær frændi minn hrifinn brott frá okkur, fullur lífslöngunar og vonar um bætta heilsu, eftir nýafstaðna skurðað- gerð. Eftir stöndum við vonsvikin, með tómarúm, sem við reynum að fylla upp í með minningum um góðan mann. Saga hans er saga manns, sem bam að aldri, stóð við hlið móður sinnar, þá ungrar ekkju með bama- hóp, og eignaði krafta sína því að hjálpa henni að bera björg í bú. Hópurinn hennar ömmu óx úr grasi og öll urðu systkinin hið mannvænlegasta fólk. Ekki lét hann staðar numið við að styðja við bak móður sinnar og systkina, heldur breiddi sig áfram yfir hópinn. Fyrri eiginkona Matthíasar var Ragnheiður Guðmundsdóttir. Sam- an eignuðust þau tvö böm, Magnús og Ragnheiði. Þau skildu ung. Seinni kona hans er Sigurveig Einarsdóttir. Saman bjuggu þau sér yndislegt heimili, þar sem allt ber vitni um myndarskap þeirra beggja. Kolbrún dóttir þeirra var sólargeisli heimilisins og nutu þau gleði af vexti hennar og þroska. Hann var stoltur af börnunum sínum og bambömunum, enda mik- ið gefið. Flest okkar systkinabarna hans, leiddi hann fyrstu sporin út á vinnu- markaðinn og fengum við notið arta hans í ríkum mæli. Starf hans sem verkstjóri hentaði honum einkar vel. Driftin og ósér- hlífnin einkenndu æfístarf hans allt. Dauði hans minnir okkur á að ekkert er sjálfsagt og að sporin okkar liggja öll í sömu áttina. Af honum getum við lært að ekkert veganesti jafnast á við það sem hann nú tekur með sér, að hafa verið trúr, bæði sjálfum sér og öðrum. Elskulegan Matta frænda minn, kveð ég nú við vegamótin. Þakk- læti mitt fyrir allt, sem hann gerði fyrir mig og mína fylgir honum á nýjum vegi. Guð blessi hann. Elsku Sigurveig, bömin og bamabömin, missir ykkar er mikill og sorgin sár. Guð gefi ykkur styrk. Manda frænka Föstudagurinn 16. september bytjaði sem ósköp venjulegur dagur en laust eftir hádegi hringdi síminn, þar sem mér var tilkynnt lát föður míns. Mér brá ónotalega við. Það var eins og dimmdi yfír öllu. Mér fannst þar sem ég settist niður þetta vera hrópleg ósanngimi, hann sem var búinn að ganga undir mikla aðgerð og algjört kraftaverk hvað hann virtist ætla að ná sér fljótt. Allir vom svo glaðir að sjá hvað honum virtist heilsast vel. En skyndilega er allt búið. Matt- hías Þorbjörn Guðmundsson fædd- ist 10. september 1921, sonur hjón- anna Guðmundar Júlíussonar sem lést af slysförum langt um aldur fram og Jóhönnu G. Bjamadóttur, sem lést fyrir rúmu ári. Matthías starfaði lengstan hluta hjá BÚR á Meistaravöllum. Nafni hans og Guðmundur, synir mínir, þakka afa sínum fyrir fyrstu sumrin sín á vinnumarkaðnum und- ir hans handleiðslu. Þar var gott að vera. Mig undraði oft er ég leit við hjá honum, kraftinn í honum. Hann gekk svo sannarlega ekki til starfa sinna, hann hljóp til starfa. Þvílíkur var krafturinn í honum meðan heils- an leyfði. Laugardagskvöldið 10. septem- ber á 67 ára afmælisdaginn hans litum við hjónin inn hjá honum. Það var alveg ótrúlegt hvað hann leit vel út og var ánægður. Nú hlyti hann að fá góða heilsu upp úr þessu og það vonuðum við svo sannarlega og fórum mun glaðari af hans fundi. Hann talaði um hvað hann væri sáttur við allt og alla og var þakklátur starfsfólki Borgarspítal- ans og St. Jósefsspítala fyrir góða umönnun í veikindum hans. Hafi það þökk fyrir. Margir eiga um sárt að binda við hið snögga fráfall hans. Hulda systir hans, sem var honum svo kær, og bar alveg einstaka umhyggju fyrir honum og hann fyrir henni. Það var alveg sérstakt samband sem ég dáðist að úr fjarlægð. Einnig var mjög kært með bræðr- um hans sem nú sjá á eftir góðum bróður. Við huggum okkur við að hann sjálfur kaus að fara snögglega þegar að því kæmi. Eg og fjölskylda mín vottum eft- irlifandi eiginkonu, Sigurveigu Ein- arsdóttur, Kolbrúnu og bömunum, Huldu frænku og bræðmnum og fjölskyldum þeirra, samúð okkar. Föður minn kveð ég og óska honum góðrar heimkomu að hand- an. Ég veit að þar tekur móðir hans á móti honum með útbreiddan faðminn. Þeirra samband var það kært alla tíð. Bamabömin þakka Matta afa fyrir samfylgdina. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Briem) Ragnheiður Matthíasdóttir Matthías fæddist í Reykjavík, en fluttist ungur til Viðeyjar með for- eldrum sínum og átti þar sín upp- vaxtarár með móður sinni og systk- inum, því faðir hans dmkknaði eft- ir þriggja ára búsetu í Viðey, sem ég kem nánar að síðar. Við andlát Matthíasar koma í hug mér minningar æskuáranna. Húsin, sem við ólumst upp í, stóðu með fárra faðma millibili svo samgangur var tíður á milli heimilanna og vin- átta sem aldrei rofnaði. Ég tók fljótt eftir því hvað Matt- hías var umhyggjusamur um móður sína og systkini. Oft þegar jafnaldr- ar hans vom í leik var hann að bijóta spýtur í eldinn eða sækja vatn, því allt vatn þurfti að sækja í bmnn sem var í nokkurri fjarlægð frá heimili hans. Ekki var Matthías hár í loftinu þegar hann bjó til kál- garð og sáði í hann fyrir rófur og setti niður kartöflur undir tilsögn móður sinnar og hvert ár síðan á uppeldisámnum. 15 ára gamall fór Matthías að stunda sjómennsku og þá aðallega á togurum og þegar launin vora sótt fór hann heim til Sjá næstu síðu Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tek- in til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Norræna lögreglusambandið: Ríkissjóður efiii samn- ing við Landssam- band lögreglumanna STJÓRN norræna lögreglusam- bandsins gekk á fund dómsmála- ráðherra og aðstoðarmanns Qár- málaráðherra í síðustu viku til að þrýsta á um að ríkissjóður standi við ákvæði í kjarasamn- ingi við Landssamband Iögreglu- manna frá júlímánuði 1986. Með samningnum afsöluðu lög- reglumenn sér verkfallsrétti gegn því að laun þeirra yrðu tvisvar á ári endurskoðuð með tilliti til oreyt- inga sem orðið hefðu á kjömm nokkurra Qölmennustu stéttarsam- taka landsins. Gerðardóm þurfti til að komast að niðurstöðu um fyrstu leiðréttingu samkvæmt samningn- um og að sögn Þorgríms Guð- mundssonar formanns Landssam- bands lögreglumanna bendir enn ekkert til að endurskoðun, sem liggja átti fyrir 1. júlí sl, verði lokið á næstunni. Telja lögreglumenn því að forsendur samningsins séu brostnar. Norræna Lögreglusambandið skrifaði ríkisstjóm íslands bréf vegna þessa í marsmánuði og skor- aði á hana að efna samninginn. Tommy Agerskov-Thomsen fráfar- andi formaður sagði að þar sem ekkert svar hefði borist við bréfinu hefði stjómin ákveðið að ganga á fund ráðherrans og kanna viðbrögð ríkisstjómarinnar. Hann sagðist ekki hafa fengið skýr svör en við- ræðumar hefðu verið vinsamlegar og kvaðst hann vonast til að málið kæmist í höfn á næstunni. Agerskov-Thomsen sagði þetta vera í fyrsta skipti sem sambandið hefði þurft að grípa til aðgerða af þessu tagi gegn stjórnvöldum. Hann sagði að ef ríkissjóður fengist ekki til að efna samninginn fyrir sitt leyti yrði málið tekið upp í stofnun- um Norðurlandaráðs. Um 40 þúsund lögreglumenn á Norðurlöndum em aðilar að Norr- æna lögreglusambandinu. í lok fundar var Þorgrímur Guðmunds- son kjörinn formaður stjómarinnar. Hraðlestrarskólinn Vilt þú lesa meira, en hefurekki nægan tíma? Vilt þú læra meira, en hefur ekki nægan tíma? Lausn á þessum vandamálum færðu með því að margfalda lestrarhraða þinri, en það getur þú lært á næsta hraðlestrar- námskeiði sém hefst 11. nóvember nk. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091. Hraðlestrarskólinn F 1 m m Metsölublctð á hverjum degi! NÝ ÞRÆÐING =lnstant Start= SESSSSESmSmLoading SyStemtmmmm—mmamm ÞAÐ NÝJASTA FRÁ SA\YO ER VHR 4100, SEM ER ALGJÖR NÝUNG í VHS MYNDBÖNDUM Nýja þræðingin frá SANYO gerir það að verkum að tækið vinnur mun hraðar en önnur tæki. T.d. tekur aðeins 1 sek- úndu að fá myndina á skjáinn, eftir að ýtt hefur verið á “spitun", sem áður tók 6 sekúndur. Og tækið þitt slitnar minna við notkun, athugaðu það. Tækið býður einnig upp á: * Fullkomna fjarstýringu * Stafrænan teljara sem telur klst./min./sek. * Skyndiupptöku (QSR), óháða upptökuminni. * Nákvæma skoðun atriða með skrefspólun. * 39 rásir. * Sjálfvirkan stöðvaleitara. * Eins árs upptökuminni með átta skráningum. * Hraðspólun í báðar áttir, með mynd. * Endurtekningu á sama hlutinn (repeat), allt að fimm sinnum. * Sjálfvirka bakspólun. * Sjálfvirka gangsetningu við innsetningu spólu. * Hágæða mynd (High Quality). * Stafrænt stjórnborð lýsir öllum aðgerðum tækisins. * Scarttengi. FÁGAÐ ÚTLIT Stílhreinna og fyrirferðarminna tæki finnur þú varla. Tækið er 42 cm á breidd (passar í flesta hljómtækja- skápa), 7,9 cm á hæð og 31,7 cm á dýpt. SKREFI FRAMAR Gunnar Asgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 108Reykjavík Sími: 91-691600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.