Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 „Allt l Iclq'i • þú geiur haett ab gefa mericf um v/ins-tribeygju núna." * Ast er... ... að reyna að muna hvernig súkkulaði hún vill. TM Reg. U.S. Pal Off. — all nghts reserved ° 1988 Los Angeles Times Syndicaie Með morgunkaffmu Ekki átt þú japanskt yen? HÖGNI HREKKVlSI Hættum að veiða hvali! Til Velvakanda. Nýjustu fréttir herma að skóla- yfirvöld í Boston í Bandaríkjunum hafi tekið ákvörðun um að hætta að kaupa íslenskan fisk til að hafa í skólamötuneytum þar í borg. Astæður þessarar ákvörðunar eru að sjálfsögðu hinar alræmdu hval- veiðar íslendinga. Hvað ætla íslendingar að halda þessari vitleysu lengi til streitu? Þessi þijóska væri skiljanleg ef hvalveiðar væru okkar helsta lifi- brauð. Það sér hver heilvita maður að við verðum að draga okkur í hlé áður en Greenpeace og önnur glæpasamtök verða búin að eyði- leggja öll viðskiptasambönd fyrir okkur. Fiskveiðar og fisksala er það sem heldur lífínu í þjóðinni þótt margir hafi eflaust gleymt því. Ekki þarf að leita langt til að sjá hvemig áróðurinn getur eyði- lagt fyrir einni þjóð. Gott dæmi eru eskimóamir í Grænlandi. Gre- enpeacemenn og fleiri hafa reynd- ar viðurkennt að þar voru gerð reginmistök. Það viðurkenndu þeir þó ekki fyrr en þeir höfðu gert selskinn að óseljanlegri vöru og nú verða eskimóamir að gjöra svo vel að finna sér eitthvað annað að gera en að veiða seli. Þeirra veiðar höfðu þó aldrei ógnað selastofnin- um. Aðgerðir gegn okkur em órétt- látar eins og aðgerðir gegn eskimó- unum vom óréttlátar á sínum tíma. Munurinn er aðeins sá að við höf- um tækifæri til að snúa við. Ætla Islendingar virkilega að vera svo heimskulega stoltir að láta þetta eyðileggja fyrir sér eða ætla þeir að sýna kænsku og hætta að veiða hvali? Við verðum að viðurkenna þá staðreynd að áróður gegn okkur fellur í góðan farveg erlendis. Margir útlendingar trúa því að við gemm út tugi frystitogara sem gera ekki annað en að veiða hvali. Við emm ekki þess megnug að leiðrétta þennan misskilning og þ.a.l. verðum við að hætta að veiða hvali áður en búið er að knésetja okkur fyrir þessa iðju. Hrefha SAMEIGINLEG ÁBYRGÐ Ágæti Velvakandi. Þegar mikill samdráttur á sér stað í þjóðfélaginu á öllum sviðum, er nauðsynlegt að hinn almenni borgari fylgist vel með aðgerðum ráðamanna þjóðarinnar. Flokka- kerfið gerir það að verkum að stjómmálamennimir verða eins og brúður í leikhúsi og í mörgum tilfell- um efast maður um heilindi þeirra. Allt er gert fyrir vinsældimar, ekki má styggja kjósenduma. Eins og alþjóð veit, ríkir nú mik- il ringulreið í efnahagslífínu og allt er komið á heljarþröm. Nú ríður á að ráðamenn taki þær ákvarðanir sem era skynsamlegastar fyrir þjóð- ina í heild. Hætta er á að nú taki brúðumar að dansa í takt við há- værar óánægjuraddir kjósenda, sem era náttúrulega ekki reiðubúnir að taka á sig frekari byrðar á neinu sviði. Ráðamenn verða nú að taka á vandanum með festu og loka eyr- unum fyrir röddum óánægðra kjós- enda. Ríkinu verður að stjóma eins og fyrirtæki. Ef vel á að takast til þýðir enga linkind og sýndar- mennsku. í tíð fráfarandi ríkisstjómar hef- ur Jón Baldvin Hannibalsson setið við stjómvölinn í fjármálaráðuneyt- inu og sýnt mikla festu og ákveðni. Aðgerðir hans hafa hlotið miklar óvinsældir sem vonlegt er en líklega hefur ekki verið auðvelt að vera í hans sporum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa sloppið einstaklega vel og almenn- ingur hefur auðsjáanlega skellt allri skuldinni á Jón Baldvin og Al- þýðuflokkinn. Margir loka augun- um fyrir því að þessir þrír flokkar vora saman í stjórn og bera sameig- inlega ábyrgð á þessum aðgerðum. Guðjón Víkverji skrifar Nú orðið falla ríkisstjómir í sjónvarpssal og gerð er tilraun til þess að mynda ríkisstjómir fyrir framan sjónvarpsvélamar. Senni- lega hefur þessi þáttur sjónvarps aldrei verið meiri í pólitíkinni en þessa daga og vikur. Stjómmála- mönnum þykir þetta að vonum óþægilegt og meðan Steingrímur Hermannsson gerði tilraun til að mynda vinstri stjómina fyrir og um helgina var reynt að loka fundar- stað fyrir fréttamönnum. Það tókst þó ekki nema að litlu leyti. Víkveiji hefur orðið þess var, að ýmsir velta því fyrir sér hvað mundi gerast, ef stjómmálamennimir neit- uðu einfaldlega að ræða við blaða- menn, neituðu ljósmynduram og kvikmyndatökumönnum sjónvarps- stöðvanna um aðgang. Einn við- mælandi Víkveija hafði orð á því, að sá stjómmálamaður, sem gerði þetta mundi “slá sér upp“ á þvp. Stjómmálamönnunum fínnst þetta ekki svona einfalt. Einn þeirra sagði við Víkveija, að slík vinnubrögð yrðu til þess, að fréttamenn settu þá í bann, sem reyndu að takmarka umsvif þeirra. Þeir væra í banni jafnvel í nokkur misseri og hefðu takmarkaðan aðgang að fjölmiðl- um. Vel má vera að eitthvað sé til í þessu. En þá er á það að líta, að ráðherra t.d. getur svarað fyrir sig með því að setja fjölmiðilinn í frétta- bann og sjá til þess að keppinaut- amir sitji að fréttunum. Alla veg er Ijóst, að samskipti stjómmálamanna og Qölmiðla verða stöðugt meira umhugsunarefni fyr- ir báða aðila. XXX að er nánast með ólíkindum, hvað nýja hverfið við Grafar- vog hefur byggzt hratt upp. Það liggur við að vegfaranda fínnist, að þama sé komið nýtt hverfi á stærð við Breiðholt á örfáum árum. Ifyrir borgarstjómarkosningamar 1978 var frá því skýrt hér í Morgun- blaðinu, að þetta svæði yrði næsta byggingahverfí í Reykjavík. Vinstri meirihlutinn í Reykjavík, sem sat næstu fjögur árin breytti hins vegar þeim ákvörðunum og stefndi að því að byggja upp við Rauðavatn. Sjálf- stæðismenn undir forystu Davíðs Oddssonar börðust hart gegn þeirri stefnumörkun fyrir borgarstjómar- kosningar 1982 og unnu sigur. Síðan hefur þetta ævintýri orðið með ótrúlegum hraða og er auðvit- að fyrst og fremst til marks um dugnað þess fólks, sem þama hefur byggt- Fólk liggur 3rfír sjónvarpinu að næturlagi um þessar mundir og fylgist með Olympíuleikunum í Seúl. Frammistaða íslenzku íþrótta- mannanna þar er íhugunarefni. Raunar ætti fremur að segja, að þær væntingar, sem forystumenn íþróttahreyfingarinnar og fjölmiðl- ar byggja upp um hugsanlegan árangur þeirra séu til umhugsunar. Er þetta gert til þess að ná í meira fjármagn? Er þetta ástæðan fyrir því, að þessir ungu menn virðast ekki hafa úthald, þegar til kastanna kemur, þótt þeir hafi náð frábæram árangri á öðrum mótum? Það er mikið sálrænt álag að vita af heilli þjóð bíða í ofvæni eftir því að menn komist á verðlaunapall. XXX Lesandi hringdi og lagði til að eftirmælin um stjómarmynd- unartilraun Steingríms Hermanns- sonar yrðu þessi með hliðsjón af sjónvarpsviðtali við Geir Gunnars- son, þar sem hann var að taka upp kartöflur Kartöflustjómin andvana fædd!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.