Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 Tveir bátar &ra til síldarleitar TVEIR bátar, Heiðrún EA og Arnþór EA, frá Árskógsströnd í Eyjafirði fára trúlega til sUdar- leitar í kvöld, að sögn Gylfa Bald- Hafiiarfiörður: Á hraðferð í hádegismat HafnarQarðarlögreglan stöðvaði mann á bifhjóli í hádeginu á mánudag. Hann hafði ekið um Reykjavíkur- veg með 104 kílómetra hraða. Maðurinn bar því við að hann væri að flýta sér heim í mat. Hann var færður á lögreglustöð og sviptur þar ökuleyfí til bráðabirgða. vinssonar skipstjóra á Heiðrúnu. „Við ætlum að skoða ÞistUQörð og Bakkafjörð á leiðinni austur á Bakkaflóadýpið. Við verðum trúlega komnir austur á Bakka- flóa á fimmtudagskvöldið. Við fengum 3,50 krónur fyrir kUó- grammið af síld til bræðslu á •Norðfirði í fyrra,“ sagði Gylfi í samtali við Morgunblaðið. Krossanessverksmiðjan í Eyja- fírði bræðir síldina sem Heiðrún EA og Amþór EA veiða. „Sfldin fer í fískeldismjöl sem er aðallega selt til Bretlands, Frakklands og Finn- lands," sagði Geir Zoega forstjóri Krossanessverksmiðjunnar. „Við erum ekki búnir að ákveða hvað við greiðum fyrir sfldina. Við ætlum að bfða og sjá til hvað hinar verk- smiðjumar gera. Við þurfum um 3 þúsund tonn af síld eða loðnu í þessum mánuði til að geta staðið við fyrirframsölur á fískimjöli en Krossanessverksmiðjan getur brætt 10 þúsund tonn á mánuði," sagði Geir Zoéga. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Skákhátíð íKringlunni Skáksamband íslands og Kringlan hafa tekið höndum saman um að halda skákhátíð í Kringl- unni og stendur hátíðin fram á næsta sunnudag. Hluti af hátíð þessari er hraðskákmót, svokallað Borgarskákmót, sem haldið var í gær og tóku 40 skákmenn þátt f þvl. Á myndinni sést Davíð Oddsson, borgarstjóri, heQa mótið með því að leika fyrsta leik fyrir Hannes Hlífar Stefánsson. Davíð Ólafsson, andstæðingur Hannesar Hlífar, fylgist með af athygli, sem og aðrir skákmenn. t I VEÐUFT Kvikniyndin Meffi: 1/EÐURHORFUR í DAG, 27. SEPTEMBER YFIRLIT í GÆR: Yfir Grænlandi er 1020 mb hæð, en 980 mb lægð austur við Noreg þokast norðaustur. Um 900 km suösuðvestur af Vestmannaeyjum er heldur vaxandi 990 mb lægö á leið austur. Kalt verður áfram. SPÁ: Norðanátt, víðast kaldi eða stinningskaldi. Él norðanlands og austan en bjart veröur að mestu á Suöur- og Vesturiandi. Næturfrost víða um land, en 2ja-5 stiga hiti sunnanlands á morgun. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MÁNUDAG: Hæð yfir Grænlandi en lægð austur viö Noreg. Hæðarhryggur nálgast líklega landið á fimmtudag. HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Norðanátt. Éljagangur norðaustanlands en bjart verður að mestu sunnanlands og vestan. Hiti um eða rétt yfir frostmarki að deginum en víða talsvert næturfrost. Svipað veður á fimmtudag, en lægir þó heldur og dregur úr éljum á Norð- ur- og Austurlandi. TÁKN: •G Heiðskírt y, Norðan, 4 vindstig: v Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r / / / / Rigning / / / * / * r * r * Slydda / * / * * * * # * * Snjókoma * * * ■j o Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur Skafrenningur [ <f Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma hhl veður Akureyri 1 alskýjað Reykjavík 3 léttskýjað Bergen 12 skýjað Helsinki 13 skýjað Kaupmannah. 15 súld Narssarssuaq 6 heiðskirt Nuuk 1 léttskýjað Ósló 14 skýjað Stokkhólmur 10 rigning Þórshöfn 7 skúr á s. klst. Algarve 26 heiðskírt Amsterdam 17 skýjað Barcelona 25 heiðskfrt Chicago 12 skýjað Feneyjar 22 þokumóða Frankfurt 20 hólfskýjað Glasgow 13 skúr á 8. klst. Hamborg 15 rígning Las Palmas vantar London 17 rigning Los Angeles 16 iéttskýjað Lúxemborg 14 skýjað Madrfd 26 heiðskfrt Malaga 25 mistur Mallorca 25 léttskýjað Montreal 10 léttskýjað New York 14 heiðskfrt París 19 hálfskýjað Róm 24 heiðskirt San Diego 18 alskýjað Winnipeg 9 alskýjað Nýtt handrit á lítið skylt við upphaflegt - segir Þorvarður Helgason í úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs „STYRKURINN var veittur út á ákveðið handrit, Meffi, en svo kemur til nýtt handrit eftir erlendan höfund. Það á lítið skylt við hið upphaf- lega, næstum ekki neitt. Þar með eru forsendur brostnar," sagði Þorvarður Helgason, sem sæti á f úthlutunarnefiid Kvikmyndasjóðs, um ástæður þess að Bfó hf. var svipt 10 milfjón króna skyrki til að gera kvikmyndina Meffi. Aðspurður sagði Þorvarður að í þessari ákvörðun fælist ekkert álit á þvf hvort síðara handritið væri lakara en hið fyrra. „En það er ekki Meffí. Þetta er nýtt handrit eftir útlending og heitir Black Eyes. Það er bara folsun að tala um Meffí. Meffí er ekki til. Ekki nema sem eitthvað sem hefur verið horfíð frá. Þessi sjóður er íslenskum kvik- myndasjóður til að styrkja íslenskar myndir en ekki til að styrkja erlenda afþreyingarframleiðslu eins og þetta seinna handrit er,“ sagði Þorvarður. Hann sagði að úthlutunamefndin og sjóðsstjómin hefðu verið algjörlega einhuga um þessa afgreiðslu máls- ins. Þorvarður var spurður hvort ekki væri alsiða að handrit tækju miklum breytingum frá upphaflegri gerð þar til kvikmýnd væri tilbúin. „Það er allt annað mál," sagði hann. „Hand- rit geta breyst en þetta er allt annað efni, verið að fást við allt aðra hluti. Það vita það allir sem vilja og þekkja til að Meffí er ekki lengur á dag- skrá." Aðspurður hvort samkvæmt þessu kæmi til greina að veita hinni nýju mynd styrk, sagði Þorvarður að sjóð- urinn veitti ekki styrk til erlendra kvikmynda, sem skrifaðar eru af erlendum mönnum heldur væri hlut- verk hans að styðja við bakið á inn- lendri framleiðslu, helst góðri íslenskri framleiðslu ef því er til að dreifa. Um hvort þessi ákvörðun boðaði strangara aðhald úthlutunar- nefndar með gerð mynda, sem styrktar hefðu verið, vildi Þorvarður ekkert segja. Hann sagði að 2,5 milljónir hefðu verið greiddar vegna Meffí. Um hvort það fé væri endur- kræft sagði Þorvarður: „Það má kannski deila um það en ég vildi helst að þetta yrði endurgreitt. Þess- ir peningar hafa farið í súginn að okkar mati.“ Þorvarður Helgason sagði að 2 milljónir hefðu verið veittar til upp- haflegrar handritsgerðar. „Þeir pen- ingar eru ekki lengur til umræðu. í rauninni erum við enn mjög jákvæð- ir gagnvart Meffí. Sú mynd er bara ekki á borðinu." Morgunblaöið/Bjami Hægt er að skila tómum gosdósum í Foldaskóla, Breiðholtsskóla, Ölduselsskóla, Laugarnesskóla, Fríkirkjuveg 11 og allar félagsmið- stöðvar í Reykjavík frá klukkan 14 til 17 næstkomandi laugardag- Fyrir hverja dós eru greiddar 2 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.