Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 57 Fulltrúar Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags vinna að stjórnarmyndun. það að markmiði að auka sjálf- ræði og jafna aðstöðu sveitafé- laga til álagningar fasteigna- skatts og aðstöðugjalds. Stærri hluta af tekjum Jöfnunarsjóðs sveitafélaga verður varið til tekjujöfnunar milli sveitafélaga. Samtímis verður verkaskiptingu ríkis og sveitafélaga breytt með hliðsjón af tillögum Verkskipta- nefndar og komi til fram- kvæmda á næstu tveimur til þremur árum. • Gerðar verða ráðstafanir til jöfnunar á flutningskostnaði og kostnaði við síma, húshitun og skólagöngu. • Unnið verður skipulega að upp- byggingu í samgöngumálum samkvæmt langtímaáætlun. • Gerðar verða ráðstafanir til aukinnar valddreifíngar meðal annars með þvl að auðvelda flutning stofnana og svæðis- bundinna verkefna frá mið- stjóm ríkisvaldsins út í héruð. ® Byggðasjóður verður efldur. • Unnið verður að samræmingu skipulags- og byggðarlaga. • Unnið verður að því að bæta aðstöðu verslunarfyrirtækja í dreifbýli. • Sérstakt átak verði gert til að auka fjölbreytni f atvinnu kvenna á landsbyggðinni. Umhverfísmál Það er ætlun ríkisstjómarinnar að fela einu ráðuneyti að samræma starfsemi hins opinbera að um- hverfismálum og komi það til fram- kvæmda innan árs. Meðal brýnna verkefna á þessu sviði sem unnið verður að má nefna: • Gerð verður landnýtingaráætl- un sem tekur til hvers konar notkunar lands. Jafnframt verð- ur gert átak í gróðurvemd með svæðaskipulagi er miðar að end- urheimt landgæða, m.a. með endurskoðun laga varðandi stjómun beitar, þannig að hún sé í samræmi við landgæði. • Unnið verður gegn umhverfís- spjöllum af átroðningi og um- ferð ferðamanna um viðkvæm svæði. ® Samvinna hins opinbera, ein- staklinga og fijálsra samtaka um skógrækt og landgræðslu verður aukin. • Eftirlit með losun hættulegra úrgangsefna í náttúmna verður bætt. • Gert verður átak til hreinsunar úrgangs af strandsvæðum í samvinnu opinberra aðila og umráðamanna lands. • Stuðlað verður að endurvinnslu °g nýtingu úrgangsefna. • Fræðslu- og rannsóknarstarf á sviði umhverfismála verður auk- ið. Fræðslu- og uppeldismál Góð menntun er undirstaða framtíðarlífskjara þjóðarinnar. Ríkisstjómin hefur ákveðið að á því sviði hafi þessi verkefni forgang á kjörtímabilinu: • Sett verður rammalöggjöf um forskólastig bama. • Unnið verður að því að koma á samfelldum skóladegi sem fyrst. • Sett verður löggjöf um listnám á öllum stigum skólastarfs. • Gert verður nýtt átak í jöfnun menntunaraðstöðu í landinu. • Fræðsla um umferðarmál verð- ur aukin í grunnskólum og framhaldsskólum. • Aðstaða fatlaðra hvað varðar sérkennslu og námsaðstöðu verður bætt. • Stuðningur við vísindarann- sóknir verður aukinn. • Fulorðinsfræðsla, símenntun og endurmenntun verður efld. • Löggjöf um háskóla verður end- urskoðuð og stofnun opins há- skóla verður flýtt. Menníng — listir Ríkisstjómin vill stuðla að íjöl- breyttu menningarlífi í landinu og eflingu íslenskrar tungu meðal ann- ars með eftirfarandi aðgerðum: • Framlög hins opinbera til menn- ingarmála verða aukin. • Fjárhagsstaða ríkisútvarps verður treýst og þjónusta þess við landsmenn bætt. Hlutur bama- og unglingaefnis með íslensku tali í sjónvarpi verður aukinn. • Þjóðarbókhlaðan verður full- gerð innan fjögurra ára. • Lögð verður aukin áhersla á stuðning við listsköpun bama og unglinga og listræna starf- semi í þágu þeirra.. • Stuðningur við vemdun hvers konar menningarverðmæta verður aukinn. • Stutt verður myndarlega við íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í landinu. Húsnæðismál Ríkisstjómin mun láta fara fram endurskoðun á Qármögnun og skipulagi húsnæðislánakerfis og treysta fjárhagsgrundvöll þess. • Átak verður gert í uppbyggingu félagslegra íbúða og sérhann- aðra íbúða fyrir aldraða. • Áhersla verður lögð á íbúða- byggingar á landsbyggðinni meðal annars með kaupleiguí- búðum og búseturéttaríbúðum. • Athugað verður að heimila bönkum og sparisjóðum að nota kaup á lánsloforðum Húsnæðis- stofiiunar ríkisins að hluta til að uppfylla lausafjárskyldu. Heilbrigðismál — lífeyrismál og almannatryggingar Skipulag heilbrigðisþjónustu og lífeyristrygginga verður endurskoð- að í því skyni að nýta sem best fjár- muni sem til þeirra er varið þannig að komi að gagni þeim sem mest þurfa á að halda. • Komið verður á samræmdu lífeyriskerfi fyrir alla lands- menn. • Sérstök athugun fari fram á fyrirkomulagi lyfi'asölu og læknisþjónustu sérfræðinga til að draga úr kostnaði heimila og heildarútgjöldum ríkisins. • Fyrirkomulag tannæknaþjón- ustu verður endurskoðað í því skyni að lækka tilkostnað heim- ila og ríkis án þess að dregið verði úr þjónustu. • Forvamir í heilbrigðismálum verða auknar og ákveðin stefna f neyslu- og manneldismálum. • Baráttan gegn notkun vímueftia verður hert, meðal annars með forvamar- og fræðslustarfi. • Endurskoðun laga um almanna- tryggingar og skipulag Trygg- ingastofnunar ríkisins verður lokið um mitt ár 1989. • Reglum um örorkumat verður breytt þannig að réttur til áfrýj- unar úrskurða verði tryggður. Jafíiréttis- og Qölskyldumál Ríkisstjómin mun beita sér fyrir átaki til að tryggja betur jafnrétti kynjanna, sérstaklega í launamál- um. í því skyni verður jafnréttislög- gjöfin endurskoðuð og gerð fiög- urra ára framkvæmdaáætlun um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna. Af öðmm verkefnum sem unnið verður að má nefnæ • Sérstakt átak verði gert í dag- vistunarmálum í náinni sam- vinnu sveitafélaga og ríkis og Kjartan Jóhannsson um stjórnarsáttmála Steingríms: Hefði engu breytt um fram- kvæmdir varnarliðsins Starfsemi Aðalverktaka hefði verið endurskoðuð I KAFLANUM um utanríkismál í stjórnarsáttmála ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar — sem ekki tókst að mynda á sunnudag — segir meðal ann- ars: „Ekki verða gerðir nýir samningar um meiriháttar hernaðarframkvæmdir og sam- skipti íslendinga og varnarliðs- ins verða endurmetin." Kjartan Jóhannsson, fulltrúi Alþýðu- flokksins i utanríkismálanefhd, sagði að I raun hefði þetta ákvæði engu breytt um fram- kvæmdir vamarliðsins í þau þijú ár sem eftir em af þessu kjörtímabili. Hins vegar hefði verktakastarfsemi á Keflavík- urflugvelli verið tekin tíl end- urskoðunar. Hjörleifúr Gutt- ormsson, fúlltrúi Alþýðubanda- lagsins í utanríksmálanefiid, sagði að ákvæðið hefði til dæm- is komið i veg fyrir iagningu varaflugvallar með þátttöku varnarliðsins. í kaflanum um utanríkismál er lögð áhersla á alþjóðlega sam- vinnu, en ekki er minnst á veru Islands I Atlantshafsbandalaginu. Markmið utanríkisstefnunnar er sagt vera „að treysta sjálfstæði landsins og gæta hagsmuna þjóð- arinnar í alþjóðlegum samskipt- um,“ og leiðum að þeim markmið- um er lýst í sjö liðum, og hvergi er minnst á vamarliðið á Keflavík- urflugvelli nema í fyrrgreindu ákvæði. Kjartan Jóhannsson sagði að búið væri að gera samninga um öll meiriháttar verkefni á þessu kjörtímabili, svo sem um ratsjár- stöðvar, IADS-loftvamakerfið, og svokallaða stjómstöð á Keflavík- urflugvelli. Framkvæmdir við sum þessarra verkefna væm þegar hafnar, en ekki við aðrar, en geng- ið hefði verið frá samningum í öllum tilvikum. Hjörleifur Guttormsson sagði að það yrði auðvitað að vera sam- komulagsatriði innan ríkisstjómar hvemig bæri að túlka þetta ákvæði. Hann var spurður hvort hægt væri að fínna nokkur stefnu- mál Alþýðubandalagsins í kaflan- um um utanríkismál. Hjörleifur nefndi virka þátttöku í umræðu um kjamorkuvopnalaus svæði og að aukin áhersla verði lögð á að auka þekkingu íslendinga á vígbúnaðarmálum til að leggja óháð mat á öryggismálefni lands- ins. Þá væri stefna Alþingis um að hér skuli ekki vera kjamorku- vopn tekin inn í stjómarsáttmála. Hjörleifur sagði að með „endur- mati á samskiptum íslendinga og vamarliðsins" væri fyrst og fremst átt við hin efnahagslegu samskipti, en einnig mætti nefna að kvartanir vegna vamarliðs- manna hefðu farið í vöxt og það þyrfti að einangra vamarliðið eins og hægt væri á meðan það dveldi hér á landi. auknum fiármunum varið í því skyni. • Jafnréttisáætlanir verða gerðar á vegum ráðuneyta og stofnafST^ á vegum ríkisins. • Sett verður löggjöf um félags- lega þjónustu sveitafélaga og um fiölskylduráðgjöf. • Lífeyrisréttindi heimavinnandi fólks verða endurskoðuð. • Heimilisþjónusta við fatlaða og aldraða verður bætt í náinni samvinnu ríkis og sveitarfélaga og gerð áætlun um uppbygg- ingu og skipulag á þjónustu við þá. í því skyni verði fjárhags- grundvöllur Framkvæmdasjóðs fatlaðra og Framkvæmdasjóöur aldrafira treystur. í starfi sínu mun ríkisstjómin hafa að leiðarljósi langtimasjónar- mið um þróun íslensks þjóðfélags og stöðu íslendinga meðal þjóða. Unnið verður að könnun á langtímaþróun íslensks samfélags og niðurstöður hagnýttar við áætl- anagerð til að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Kjartan Jóhaimsson: Myndi aldrei samþykkja neitunarvald gegn álveri Textínn í ákvæðinu um álverið gjörsam- lega óskiljanlegiir, segir Friðrik Sop- n husson „ALÞÝÐUFLOKKURINN var algjöriega andvígur því sem stóð í atvinnumálakaflanum um nýtt álver. Ég hefði aldrei samþykkt að einstakir flokkar fengju neitunarvald gegn byggingu álvers og sú afstaða mln lá ljós fyrir í stjómar- myndunarviðræðunum," segir Kjartan Jóhannsson, þing- maður Alþýðuflokksins. í stjómarsáttmála ríkisstjóraar Steingríms Hermannssonar, sem ekki varð, segir: „Bygg- ing nýs álvers verður háð sam- þykki allra stjóraarflokkanna að teknu tilliti til stöðu efiia- hagsmála." Hjörleifur Guttormsson sagði að það væru efnahagsleg afglöp að stefna að byggingu álvers af þeirri stærð sem um væri talað nú. Sá ásetningur í atvinnumál- um sem væri í stjómarsáttmá- lanum útilokaði að ráðist væri í mannvirki þessu tengd á næstu árum. Hjörleifur var spurður hvort Alþýðubandalagið væri einhuga gegn nýju álveri. Hann sagðist ekki hafa orðið var við ágreining innan flokksins um þetta mál. Kanna þyrfti málið frá þjóðhagslegu tilliti, en engin slík könnun stæði nú fyrir dyr- um, ekki einu sinni hjá þeim sem nú berðust fyrir smíði nýs álvers. Friðrik Sophusson, iðnaðar- ráðherra, sagði að textinn í ákvæðinu um álverið væri gjör- samlega óskiljanlegur. Hann virtist vera saminn til að sumir stjómarliðar gætu talið sig hafa neitunarvald gegn álveri, en aðr- ir gætu skilið það svo að það yrði að taka afstöðu til álvers út frá efnahagslegum forsend- um. Friðrik sagðist vita til þess að sumir Alþýðuflokksmenn myndu aldrei geta samþykkt neitunarvald Alþýðubandalags í álversmálum. „Samkvæmt skýrslu starfs- hóps um byggingu álvers bendir allt til þess að það ráði úrslitum að undirbúningur og samningar geti gengið hratt fyrir sig á næstu mánuðum. Þetta em við- kvæm mál og það er auðvelt að eyðileggja þetta tækifæri ef menn hafa til þess vilja,“ sagði Friðrik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.