Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 12
r12 MÖÉGUlíreLÁÐIÐ,' ÞRÍÐJÚDAGUR127.' SÉPTÉMBER 1988 Skuldaskil eftir Þorvald Gylfason I Þung skuldabyrði þrengir nú mjög að mörgum íslenzkum fyrir- tækjum, sérstaklega í sjávarútvegi. í þessari grein langar mig að vekja athygli á því, að fjárhags- vandi margra fyrirtækja er sömu ættar og skuldakreppa ýmissa þró- unarríkja, sem hafa rambað á gjald- þrotsbarmi vegna fyrirhyggjuleysis í fjármálum á liðnum árum. Það er þess vegna vert að skoða reynslu skuldugra þróunarlanda, bæði til að reyna að skerpa skilning okkar á skuldavandanum hér heima og til að hjálpa okkur að finna færar leiðir út úr ógöngum atvinnulífsins í landinu. II Upphaf skuldakreppunnar í þró- unarríkjunum má rekja til þess, að olíuverð snarhækkaði á heimsmark- aði 1973—74, eins og kunnugt er. Gjaldeyristekjur olíuútflutnings- landa jukust að sama skapi. Eyði- merkurþjóðir í Arabalöndum auðg- uðust mjög í einni svipan. Þessar þjóðir gátu ekki eytt öllu þessu skjótfengna fé strax, heldur lögðu afganginn inn í erlenda banka, einkum í Bandaríkjunum og í Vest- ur-Evrópu. Bankamir höfðu nú full- ar hendur ijár. Þeir þöndu útlán til muna og lögðu minni áherzlu á arðsemiskröfur og áhættudreifingu en áður, trúlega til þess að geta komið fénu út með auðveldari hætti en ella. Olíuinnflutningslöndin, mörg þeirra bláfátæk, tóku mikið af þessu fé að láni fegins hendi, ekki aðeins til að greiða ijallháa olíureikninga, heldur einnig til ann- arra þarfa. Árin liðu. Olíuverð hækkaði aftur skyndilega 1979—80. Það kom í ljós smám saman, að margar skuld- ugar þjóðir höfðu færzt of mikið í fang. Þær höfðu tekið lán til ýmiss konar fjárfestingar, sem skilaði ekki nægum arði til að standa straum af vaxtagreiðslum og af- borgunum af erlendum skuldum. Jafnvel olíuútflutningslandið Mex- íkó komst í hóp þeirra landa, sem bera þyngsta skuldabyrði. Ekki færri en 15 þjóðir heims hafa þurft að greiða þriðjung allra útflutnings- tekna eða meira í vexti og afborg- anir til útlanda síðustu ár. Til sam- anburðar greiddum við íslendingar sjöttung af útflutningstekjum okkar í vexti og afborganir til annarra landa í fyrra. III Sumar þessara erlendu þjóða hafa hugleitt gjaldþrot. Sumar þeirra hafa látið sér nægja að borga vexti, en hætt að greiða umsamdar afborganir. Aðrar hafa líka hætt að greiða vexti umfram tiltekið hlutfall eigin útflutningstekna. Enn aðrar hafa staðið í skilum við suma lánardrottna, en ekki við aðra. Með þessu háttalagi hafa ríkisstjómir þessara þjóða sannarlega teflt á tæpasta vað, því að reynsla frá fyrri tímum sýnir, að þjóðum, sem standa ekki skil á erlendum skuldum, hefur verið stuggað burt af erlendum lánamörkuðum um langt skeið, og eignir þeirra erlendis hafa verið gerðar upptækar. Til dæmis yrðu skip og flugvélar gjaldþrota ríkis- stjómar trúlega kyrrsett erlendis á okkar dögum. Gjaldþrota þjóð ætti það þess vegna'á hættu að einangr- ast frá umheiminum auk annars. Fram að þessu hefur engin þjóð árætt að lýsa algeru gjaldþroti, enda hefur verið komið til móts við vanskilaþjóðir undanfarin ár með vaxtafríðindum og framlengingu lána. Nú em viðskiptabankar í út- löndum famir að hugleiða þann kost í vaxandi alvöm að gefa þróun- arlöndunum eftir einhvem hluta skuidanna, enda telja þeir féð glat- að hvort eð er. Bankarnir hafa aug- ljósan hag af því að hlífa skuldug- ustu þjóðunum, því að gjaldþrot hinna skuldugustu ylli bönkunum sjálfum miklum skaða. Líklega hafa ríkisstjómir flestra þessara landa safnað miklum skuld- um í góðri trú og ætlað sér að fara vel með féð og standa í skilum. Bankamir, sem útveguðu lánsféð, hefðu þó að sjálfsögðu átt að ganga úr skugga um það, að veð væm fullnægjandi og féð væri notað með hagfelldum hætti. Hvort tveggja var vanrækt. Bankamir súpa nú seyðið af þessum mistökum. Nokkr- ir bankar hafa neyðzt til að af- skrifa háar fjárhæðir vegna van- skila án þess þó að þurfa að leggja upp laupana. Gjaldþrot eða greiðslustöðvun margra landa í éinu gæti hins vegar orðið mörgum stór- um viðskiptabönkum í Bandaríkjun- um og Vestur-Evrópu að falli og valdið miklum óskunda. Þorvaldur Gylfason „Og eitt er víst. Ef svo fer sem horfir, að næsta ríkisstjórn lætur það dug-a nú sem fyrr að flytja fé til fallvaltra fyrirtækja og forða þeim þannig fi*á yfir- vofandi gjaldþroti með því að skerða kjör al- mennings, þá er efiia- hagsvandinn í raun og veru óleystur eftir sem áður. Þá mun fljótlega sækja aftur í sama horf.“ IV Það er samt engin skynsamleg ástæða til að óttast nýja heims- kreppu af þessum völdum. Ástæðan er einföld. Ef bankamir tapa fé vegpia vanskila þróunarlanda, þá hagnast vanskilalöndin að sama skapi. Fjárhagur heimsins alls verð- ur jafngóður eftir sem áður. Skuldakreppan endurspeglar hagsmunatogstreitu, þar sem tekizt er á um það, hvort bankaeigendur í iðnríkjunum em reiðubúnir til þess að gefa skuldir þróunarlandanna eftir að einhvetju leyti eða ekki. Ef bankamir em fúsir til þess, þá minnkar vandinn að því skapi. En jafnvel þótt bankamir reynist á endanum ófúsir til einhliða eftir- gjafar, hafa ríkisstjórnir iðnríkj- anna það samt í hendi sér að brúa bilið með auknum álögum á al- menning, annaðhvort með beinni skattheimtu eða þá með því að prenta peninga og skattleggja al- menning þannig óbeint með aukinni verðbólgu. Með því móti væri al- menningur í iðnríkjunum látinn {jreiða fyrir afglöp annarra. Sumum kann að finnast það ranglátt, öðmm ekki. Allavega er engin vemleg hætta á því, að heimsbúskapurinn í heild bíði tjón úr þessu umfram það, sem orðið er, því að gjaldþrot spillir yfir- leitt engum framleiðslugæðum, eins og til dæmis náttúruhamfarir geta gert. Gjaldþrota fyrirtæki og bank- ar em yfirleitt reist við og halda síðan áfram að starfa undir nýrri stjóm og nýjum eigendum, sem blása nýju lífi í reksturinn og bæta afkomuna. V Skuldavandinn hér heima er af svipuðum toga í raun og vem. Mörg fyrirtæki hér eiga það sam- merkt með ríkisstjómum ýmissa þróunarlanda, að þau hafa tekið lán til framkvæmda, sem skila ekki nægum arði til að standa straum af vöxtum og afborgunum af skuld- um. Áður en verðtrygging lánsfjár var tekin upp, gátu fyrirtæki tekið lán til óarðbærrar fjárfestingar í stómm stíl án þess að komast í kröggur. Raunvextir vom neikvæð- ir. Sparifláreigendur borguðu brús- ann. Þegar lán em verðtryggð, geta fyrirtækin ekki haldið uppteknum hætti til lengdar. Ef íjárfesting ber ekki nægan arð, komast fyrirtækin í þrot fyrr eða síðar. Ifyrirtæki, sem em að sligast undan þungri vaxta- byrði nú, hefðu átt að sjá sér hag í því að draga úr skuldasöfnun að eigin frumkvæði í tæka tíð, eftir að verðtryggingu lánsfjár var kom- ið á. Flest þessara fyrirtækja hljóta að hafa gert sér grein fyrir þeim vaxtakostnaði, sem fjárskuldbind- ingar þeirra fólu í sér fram í tímann. Svipað á reyndar við um launa- kostnað, sem þrengir að mörgum fyrirtækjum nú eins og oft áður, jafnvel þótt vinnuveitendur þurfi að sjálfsögðu ekki að greiða hærri laun en kjarasamningar þeirra sjálfra við verkalýðsfélögin kveða á um. Hér gegnir að vísu öðm máli en um lán og vexti að því leyti, að vinnuveitendur semja yfírleitt sam- eiginlega við launþega um kaup og kjör án tillits til þess, hvort fyrir- tæki em vel eða illa rekin. Sú staða getur því komið upp, að fulltrúar vinnuveitenda semji um kaup- greiðslur, sem em veikburða fyrir- tækjum ofviða. Þetta er höfuðgalli á núgildandi vinnulöggjöf, eins og oft hefur verið bent á. Hvað sem því líður, virðast sum fyrirtæki ein- hvem veginn hafa gert ráð fyrir því á undanfömum ámm, að ríkis- stjómin kæmi þeim til bjargar, eins og vant er, og varpaði vandanum á almenning með því að fella gengi krónunnar og prenta peninga. Viðskiptabankar og opinberir sjóðir hefðu líka átt að sjá sér hag í því að draga úr áhættusömum útlánum við þessar kringumstæður. Þeir héldu samt áfram að þenja útlán langt út yfir skynsamleg mörk og halda því áfram enn. Hér er vandinn að vemlegu leyti sá að mínum dómi, að ríkisbankar og fjár- festingarsjóðir lúta stjómmála- hagsmunum og láta fé rakna til þóknanlegra verkefna í stómm stíl án fulls tillits til hagkvæmni við- komandi fjárfestingar. Áfall Út- vegsbankans í fyrra er skýrt dæmi um þetta. Vaxandi erfiðleikar Landsbankans að undanförnu em angi á sama meiði. Það hlýtur að vera alvarlegt áhyggjuefni fýrir við- skiptabanka og opinbera sjóði, að mörg fyrirtæki, stór og smá, skuli nú hugleiða gjaldþrot. VI Það er samt mjög ólíklegt, að gjaldþrot skuldugra fyrirtækja yrði nokkmm viðskiptabanka að falli. Bankamir geta að vísu tapað fé, en þeir hljóta samt að komast af einfaldlega vegna þess, að ríkis- valdinu er það í lófa lagið að bæta tjónið með beinu framlagi af al- mannafé og varpa vanda bankanna þannig yfír á almenning, ef _í harð- bakka slær. Þannig var Útvegs- bankinn endurreistur í fyrra. Sú aðgerð var að vísu dýr. Hún kost- aði fjárhæð, sem jafngilti næstum 13.000 krónum á hveija flögurra manna fjölskyldu í landinu þá, en reikningurinn verður líklega enn hærri, þegar öll kurl koma til graf- ar. Ríkisstjómin kaus að afla fjárins með peningaprentun og verðbólgu í stað skattheimtu, en brást að öðru leyti skynsamlega við vanda Út- vegsbankans, úr, því sem komið var, með því að skipta um stjóm bankans, breyta honum í hlutafé- lagsbanka og undirbúa sölu hans í hendur einkaaðila. Hvað sem því líður, hafa eigend- ur sparifjár í bönkum áreiðanlega ekkert að óttast nú umfram aðra þegna landsins, því að ríkisvaldið myndi næstum örugglega hlaupa undir bagga með banka, sem slqograði til falls. Þess vegna er ekki heldur nokkur skynsamleg ástæða til að óttast bankahrun. Ríkisvaldið getur komið bönkum og fyrirtækjum til bjargar eftir vild. Einhvers staðar verður þó auðvitað að draga mörkin. Ríkið getur ekki Sinfóníuhljómsveit Islands; Tónleikaferðalag um Vesturland í DAG, þriðjudag, heldur Sinfóníuhljómsveit íslands í þriggja daga tónleikaferðalag umVesturland. Fyrstu tónleikamir verða í kvöld ldukkan 20.30 í Ólafsvík en þar hefur Sinfóníuhljóm- sveitin ekki haldið tónleika áður. Annað kvöld verða tónleikar í Stykkishólmi og á fimmtudagskvöld verða svo tónleikar í Hótel Borgamesi. Hljómsveitarstjóri I ferðinni verður aðaí- hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, Petri Sakari, og einleikarar þau Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Ásgeir Steingrímsson trompetleikari. Á efnisskránni verða þrjú verk á hveijum stað: ítalska stúlkan í Alsír eftir Rossini og Carmen- svíta í útsetningu Schedrins eftir Bizet á öllum stöðunum, tromp- etkonsert eftir Hummel í 01- afsvík, þar sem Ásgeir leikur einleik og Píanókonsert í c-moll eftir Mozart í Stykkishólmi og Borgamesi, þar sem Anna Guðný leikur einleik. Ásgeir Steingrímsson tromp- etleikari hóf nám í trompetleik aðeins 11 ára að aldri og stund- aði nám á Húsavík, Reykjavík og í New York, þar sem hann lauk framhaldsnámi í trompet- leik. Hann hefur nokkrum sinn- um leikið einleik með Sinfóníu- hljómsveitinni og verið fastráð- inn hljóðfæraleikari þar undan- farin ár. Anna Guðný Guðmundsdóttir stundaði píanónám í Reykjavík og Lundúnum, þaðan sem hún lauk framhaldsnámi. Hún er Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. löngu landskunn fyrir píanóleik, bæði sem einleikari með Sin- fóníuhljómsveitinni og sem und- irleikari. Hún lék síðast einleik með hljómsveitinni í mars í fyrra. Petri Sakari aðalhljómsveitar- stjóri er nú alkominn til íslands Ásgeir H. Steingrímsson trompetleikari. til starfa með hljómsveitinni. Hann er aðeins þrítugur að aldri en hefur þegar getið sér mjög gott orð sem hljómsveitarstjóri í heimalandi sínu, Finnlandi og á öðrum Norðurlöndum. Skagaströnd: Enginn íþrótta- kennari fæst Skagaströnd. ALLT útlit er fyrir að engin leik- fimi verði kennd í grunnskólan- um á Skagaströnd í vetur þar sem ekki hefúr tekist að ráða íþróttakennara til starfa. Skólinn hófst 15. september síðastliðinn og var þá nýráðið í all- ar lausar kennararstöður nema stöðu íþróttakennara. Vekur það nokkra undrun að ekki skuli takast að ráða íþróttakennara að skólanum þar sem Höfðahreppur greiðir öllum kennurum skólans 20% launaupp- bót, þá mánuði sem skólinn starfar, og aðkomukennurum er séð fyrir ódýru húsnæði. Að sögn þeirra sem til þekkja er aðstaða til leikfimi- kennslu þokkaleg en kennt hefur verið í félagsheimilinu. —ÓB. ^^^uglýsinga- síminn er 2 24 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.