Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 47
a* 47 sjálfur með starfsfólkinu til allra þeirra verka, sem til féllu á vinnu- stað. Skilaði hann þannig því fyrir- tæki, sem hann starfaði hjá, marg- földu dagsverki. Minnist ég þess frá þessum árum, að það kom mörgum manninum á óvart, sem átti erindi við yfírverkstjórann, að hitta hann ýmist fyrir með hjólbörur á fleygi- ferð um fiskverkunarsalina, við að tína físk upp á færiband eða við að hausa og slægja, eða uppi á dráttarvél við að moka salti á vagn milli þess, sem hann gaf starfs- fólkinu fyrirmæli og fylgdist með, að allt færi fram eftir settum regl- um. Matthíasi var mikil athaftiaþrá í blóð borin og hann þurfti sífellt að hafa eitthvað fyrir stafni. Starfs- löngun hans og athafnaþrá varð ekki svalað með því einu að fylgj- ast með störfum annarra og sjá um að allt gengi sinn eðlilega gang, heldur varð hann sjálfur að vera þátttakandi í því, sem hveiju sinni var að gerast. Matthias var stefnufastur maður og hafði yfírleitt mjög eindregnar og afdráttarlausar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann var að eðlisfari opinskár og fylginn sér og því lítt fyrir það að liggja á skoð- unum sínum, ef honum fannst máli skipta að koma þeim á framfæri. Sást hann þá kannski ekki alltaf fyrir og því hygg ég, að ýmsum þeim, sem ekki þekktu betur til, hafí á stundum fundist, að þar færi harður maður og ósveigjanleg- ur. Svo var þó ekki. Matthías var að vísu ekki allra, en hann átti eigi að síður til mikla hlýju og umburð- arljmdi og þeim, sem hann tók, bast hann traustum tryggðarbönd- um. Hjálpsemi og greiðvikni var honum í blóð borin, og hann var þannig skapi farinn, að hann mátti aldrei neitt aumt sjá eða heyra án þess að leggja þar lið. Hann tók undir sinn vemdarvæng margan manninn, sem minna mátti sín í lífsbaráttunni og veitti þannig ýms- um vinnu, sem hennar áttu ekki kost annars staðar. Með því var þó ekki hallað á útgerðina, því Matt- híasi var lagið að fá hvem og einn til að skila því dagsverki, sem hon- - um bar. Matthías var einkar frændræk- inn og bamgóður maður, og í hug- um okkar systkinabama hans var hann ákveðið sameiningartákn í stórri íjölskyldu. Til hans lágu leið- ir okkar allra. Er mér ekki grun- laust um, að hann hafí, þótt með öðmm hætti væri, borið svipaða ábyrgðartilfínningu gagnvart böm- um systkina sinna eins og hann bar gagnvart systkinum sínum á ámm áður, og ég vék að hér að framan. Þannig er mér minnisstætt, er ég eitt sinn snemma á námsámm mínum í háskólanum kom í heim- sókn til hans og Sigurveigar konu hans á heimili þeirra. Eitthvað hefí ég líklega borið mig illa yfír lélegri sumarhým og lágum námslánum, sem afgreidd væm seint og illa, því í miðri heimsókninni bað Matthías mig að hafa sig afsakaðan, hann þyrfti að bregða sér frá eitt andar- tak og sinna smáerindi, sem hann hefði gleymt. Hann kom síðan að vörmu spori og við tókum upp þráð- inn í samtalinu, þar sem frá var horfíð, án þess þó að minnst væri á, hvert það smáerindi var, sem hann hafði gleymt að sinna. Kvaddi ég þau hjón stuttu síðar og ók heim. Þegar heim var komið tók ég eftir kassa í aftursætinu á bflnum, sem ég kannaðist ekki við að hafa sett þangað sjálfur og varð að vonum nokkuð hissa. Ekki varð þó undmn mín minni, þegar ég fór að skoða innihaldið, því kassinn var fullur af matvælum. Þannig var Matthías, vildi gleðja og rétta fólki hjálpar- hönd án þess þó að gera mikið úr því sjálfur. Matthías var tvíkvæntur. Fýrri kona hans var Ragnheiður Guð- mundsdóttir úr Hafnarfirði, en þau slitu samvistir. Áttu þau tvö böm, Magnús Jóhann og Ragnheiði Bjamey. Síðari kona hans er Sigur- veig Einarsdóttir frá Seyðisfírði og þeirra dóttir er Kolbrún. Eiginkonu Matthíasar, bömum hans og bama- bömum, sem öll stóðu við hlið hans í erfíðum veikindum þar til yfír iauk, votta ég samúð mína. Þorgeir Örlygsson ooor ro flKTA.TíTVTTTOROV MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 Minning: Jóhanna Guðfínna Guðmundsdóttir Fædd 24. júní 1900 Dáin 16. september 1988 í dag kveðjum við Jóhönnu Guð- mundsdóttur, sem lengi var hús- freyja á Hringbraut 98 í Reykjavík. Hún var aldamótabam, fædd í Reykjavík 24. júní árið 1900. Foreldrar hennar vom Guðmund- ur Beigþórsson, ættaður úr Garðin- um og Stefanía Gísladóttir, ættuð úr Amessýslu. Jóhanna var þriðja bam fjögurra alsystkina en móðir hennar dó þegar hún var aðeins fjögurra ára gömul. Faðir hennar kvæntist aftur Sigríði Gísladóttur. Eignuðust þau. saman 7 böm og komust 5 þeirra til fullorðinsára. Ur föðurhúsum fór Jóhanna strax eftir fermingu og réðist þá til Arent Claessen, stórkaupmanns, og Helgu konu hans. Hjá þeim var hún samfellt í 12 ár. Heimili Claes- sen-hjónanna var annálað myndar- heimili og dvöl Jóhönnu þar var henni sem húsmæðraskóli. Árið 1927 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Kjartani Péturssyni, vélstjóra. Byijuðu þau búskap að Frakkastíg 12 en byggðu síðan húsið við Hringbrautina. Þar bjuggu þau í 47 ár þar til þau fluttu í nágrenni dóttur sinnar í Hraunbæ 84. Þau eignuðust 2 dætur, Stef- aníu sem Iengst af hefur búið með foreldmm sínum og Eddu. Hún er gift Birgi Ágústssyni og eiga þau 4 böm. Kynni fjölskyldu okkar við Jó- hönnu hófust þegar hún dvaldi með dætumar hjá Steinunni ömmu okk- ar á Spóastöðum sumrin 1933 og ’34. Upp frá því var heimili þeirra Kjartans okkar heimili í Reykjavík, hvort sem var til lengri eða skemmri tíma. „Jóhanna á Hringbrautinni." Það var mikilfengleg persóna í hugum okkar sveitabamanna sem nutum umhyggju hennar og leiðsagnar þegar til höfuðborgarinnar var komið, út í hinn stóra heim. Hún var einstaklega fundvís á hvers við þurftum með og hvað yrði okkur eftirminnilegt frá heimsókninni. Margs er að minnast. Mikið þótti okkur þetta flott heimili, með ísskáp, stífbónuðum gólfum og skápum fullum af silfri og kristal. Matborðið ævinlega dúkað og serv- íetta með silfurhring við hvem disk. Ef halda átti veislu þótti sjálfsagt að hafa Jóhönnu með í ráðum. Og þegar við opnum uppskriftabæk- umar okkar þá em það Jóhönnu- kökur og ýmis konar réttir sem enn í dag eru notaðir þegar mikið stend- ur til. Eflaust hefur það oft komið sér vel hvað hún var stjómsöm og úr- ræðagóð, því að lengi var Kjartan til sjós, bæði á físki- og farskipum, sigldi hann m.a. öll stríðsárin. Kom þá í hlut Jóhönnu að sjá um heimil- ishaldið. „Hringbrautarheimilið“ var mið- stöð ættmenna þeirra beggja. Þar áttu allir athvarf. Við munum Pét- ur, föður Kjartans og Gísla, bróður Jóhönnu sem báðir voru heimilis- fastir hjá þeim um tíma, og það vora ýmsir fleiri. Jóhanna var kát og skemmtileg, enda sóttist fólk eftir návist hennar og vina og kunningjahópurinn var stór. Það voru hátíðarstundir hjá okkur krökkunum þegar þau hjónin komu austur, hann með veiðistöng- ina, hún með beijadósir og brúsa. Ekki dró það úr gleði okkar að oft fengu systradætumar að fylgja með í sveitina. Jóhanna átti við erfíðan sjúkdóm að stríða sem leiddi til þess að hún varð að dvelja á Öldranardeild Landspítalans nú síðustu árin og þar lést hún 16. september síðastlið- inn. Nú þegar hún er horfin héðan er okkur systkinunum og Ingi- björgu móður okkar efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt þess kost að kynnast þessari góðu konu. Við sendum manni hennar, dætr- um og fjölskyldunni allri samúðar- kveðjur. Systkinin frá Spóastöðum. í dag er til moldar borin Jóhanna Guðfínna Guðmundsdóttir, móður- systir mín, og langar mig til að minnast hennar. Hér verður ekki rakin ætt hennar eða æviferill en þessi orð era skráð til að þakka trygglyndið og hjálpsemina sem Jóa og Kjartan, maður hennar, sýndu okkur í fjölskyldunni. Það er erfítt að koma orðum að tilfínningum sínum þegar svona góð frænka fellur frá. í huga mínum ríkir söknuður og minningarnar hrannast upp. Margar ógleyman- legar stundir áttum við með þeim á Hringbraut 98, en þar bjuggu þau lengst af. Samgangur var mikill á milli Jóu og systkina hennar og ekki síst milli þeirra mömmu. Því era mínar æskuminningar tengdar þessari góðu fjölskyldu. Á heimili þeirra vora allir velkomnir og oft gest- kvæmt. Það var eiginlega ófrávíkj- anlegur siður að líta aðeins við hjá Jóu ef maður skrapp í bæinn. Hún var ákaflega myndarleg húsmóðir og allt sem hún bakaði og eldaði var eiginlega betra en hjá öðrum. Þótt við yngri konumar fengjum svo góðu uppskriftimar hennar var eins og það yrði aldrei eins gott hjá okkur. Hún var ómiss- andi hjálparhella við allar veislur í fjölskyldunni. Þar sem eitthvað þurfti að hjálpa til var Jóa alltaf mætt og þá mátti bóka að allt fór vel. Á aðfangadagskvöld var alltaf fjölmenni á Hringbrautinni en þar héldu þær systumar, Jóa, Magga og Dæja, einnig faðir, bróðir og mágkona Kjartans og fjölskyldur þeirra jólin hátíðleg um árabil. Það Btommtofa Fridfmm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Legsteinar HARGAR GBRÐIR MmomlGranít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður var ógleymanlegt þegar Kjartan dansaði með okkur stelpurnar í kringum jólatréð meðan systumar þvoðu upp. Ef hann sá okkur svo mikið sem gjóa augunum í áttina að pakkahrúgunni undir trénu var hann vís til þess að láta okkur ganga enn fleiri hringi. Þetta vár sannkallað fjölskylduhús þar sem allir hittust á hátíðum og tyllidög- um. Yngri kynslóðin rambaði beint inn í stofu í áttina að skattholinu en þar stóð gyllta boxið hennar Jóu með einhveiju sem gladdi litla munna. Ef fullorðna fólkið þurfti að fara úr bænum eða utan var sjálfsagt að biðja Jóu og Kjartan fyrir börn- in og það var sannkölluð upplifun að fá að vera þar. Ég var ekki há í loftinu þegar ég réði mig i „vist“ til Jóu og gekkst ég mjög upp í starfanum. Sjálfsagt vora fyrstu verkin mín ekki merkileg en Jóu tókst að láta mig finna að ég væri til einhvers gagns, a.m.k. varð ég seinna svo frökk að fara fram á kauphækkun og var það auðvitað samþykkt. Hún átti líka til að segja mér að koma í sparikápunni næsta dag og það boðaði ávallt einhvetja skemmtiferð í bæinn, kannski heimsókn til ein- hverrar vinkonu hennar eða frænku eða innlit á kaffíhús. Er nokkur furða þótt Jóa sé í mínum huga besta frænka í heimi? Ég var víst orðin ansi heimarík á Hringbrautinni, þegar systir mín kom úr sveitinni á haustin. Ég „átti“ Jóu og Kjartan. Þegar ég seinna dvaldist erlendis um jól fékk ég stærðar pakka frá þeim, og þegar ég opnaði hann blasti m.a. við stórt kökubox fullt af gómsætu kökunum hennar Jóu. Á því stóð með fallegu rithöndinni hans Kjartans: „Gleðileg jól í dós.“ Svona vora þau alltaf með hugann við að gleðja aðra. Þegar erfíðleikar steðjuðu að hjá einhveijum í fjöl- skyldunni vora þau Jóa og Kjartan boðin og búin til að rétta hjálpar- hönd. Þegar pabbi féll frá og mamma stóð ein uppi með okkur systumar fundum við það sannar- lega hve gott er að eiga góða að, þá lögðust allir á eitt við að styðja okkur og þá ekki síst Jóa og Kjart- an. Fyrir það allt verður seint full- þakkað. Elsku Kjartan minn, Lillen og Edda. Ykkur era hér sendar inni- legustu samúðarkveðjur og hjart- ans þakklæti fyrir órofa tryggð í gegnum árin. Stebba frænka. UUPFÉL íl KOSTUR FYRIR ÞIG 40 X 200 KB- 2-590" 00X70 KB.870-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.