Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 15 dag. Margvíslegar ástæður geta legið að baki og í mörgum tilvikum er ekki hægt að kenna um lélegri stjómun á málefnum viðkomandi sveitarfélags. Það er hinsvegar mikilvægt, að allar framkvæmdaáætlanir sveitar- félaga séu byggðar á raunhæfum áætlunum um tekjur og gjöld sveit- arfélagsins. Auðvitað geta forsend- ur slíkra áætlana breyst og ófyrir- séðir erfíðleikar komið upp. Stjómendur Reykjavíkurborgar hafa unnið eftir þeirri meginreglu við gerð fjárhagsáætlunar, að gera sér fyrst grein fyrir tekjum og rekstrargjöldum og ákveða síðan með framkvæmdir á hinum ýmsu sviðum, en ekki öfugt. Oft hefur þurft að draga úr eða fresta fram- kvæmdum vegna breyttra forsenda. Borgarsjóður hefúr undanfarin ár ekki tekið erlend lán til að fjár- magna framkvæmdir. Borgin hefur á hinn bóginn kappkostað að greiða upp erlend lán þannig að í dag hvíla erlend lán á borgarsjóði sjálf- um. Reykjavíkurborg hefur ekki farið út í neinar óarðbærar glannalegar fjárfestingar til eflingar atvinnulífí í Reykjavík og skiptir þá engu máli hvort vel eða illa hefur árað í Reykjavík. Borgin hefur hinsvegar lagt áherslu á að skapa fyrirtækjum í Reylqavík eðlilega rekstrarstöðu og vaxtarskilyrði. Borgaiyfirvöld hafa beitt sér fyr- ir hagræðingu í rekstri fískvinnslu og útgerðar í borginni með samein- ingu BÚR og ísbjamarins í Granda hf. Árið 1984 voru greiddar úr borgarsjóði 60 millj. kr. (núvirði 150 millj. kr.) til styrktar rekstri BÚR. Þessum styrktargreiðslum lauk 1985. Ýmsum spamaðar- og aðhalds- aðgerðum hefur verið beitt á síðustu árum og vafalaust má betur gera í þeim efnum. Ennfremur hafa borgaryfírvöld í æ ríkara mæli not- að útboð og aðkeypta þjónustu við lausn margvíslegra verkefna. Er óhætt að fullyrða að með þessum hætti hafí borgarsjóði verið sparað- ir miklir fjármunir. Reykjavík og dreifbýlið Ýmsir stjómmálaforingjar, ekki síst Steingrímur Hermannsson, vinna leynt og ljóst að því, að skapa sundmngu og tortryggni milli Reykjavíkur og dreifbýlisins. Steingrímur telur eflaust í lagi að stunda þessa iðju, enda lýsti hann því yfír í viðtalsþætti í útvarpi fyrir síðustu þingkosningar, að það skyldi aldrei gerast, fengi hann ráð- ið, að misvægi atkvæðisréttarins milli dreifbýlis og þéttbýlis yrði leið- rétt. Reynt er á allan hátt af ýmsum forystumönnum vinstri flokkanna að eitra andrúmsloftið milli Reykjavíkur og annarra sveitarfé- laga í þeim tilgangi að skapa öfund og reiði í garð höfuðborgarinnar. Þeir dæma sig sjálfír, sem slíka iðju stunda, því fyrr því betra. Stjómendur Reykjavíkurborgar, sama hveijir það hafa verið, hafa ætíð lagt mikla áherslu á gott sam- starf við önnur sveitarfélög og unn- ið í þeim anda á sameiginlegum vettvangi sveitarstjóma. Gott samstarf sveitarfélaga er nauðsynlegt og það er jafn mikil- vægt fyrir Reykjavík sem önnur sveitarfélög. Það getur vel verið, að það henti einhvetjum ráðherrum að sundurþykkja verði milli Reykjavíkur og dreifbýlisins. Á þann hátt má veikja samstöðu og áhrif sveitarstjóma gagnvart ríkis- valdinu, sem sífellt gengur á svig við flesta samninga sem það gerir við sveitarfélög og skilar ekki hluta af lögbundnum tekjum sveitarfé- laga til þeirra þrátt fyrir skýr laga- fyrirmæli. Svéitarstjómarmenn hafa fram til þessa borið gæfu til að vinna farsællega saman að málefnum sínum og vonandi verður svo áfram. Það skiptir mestu máli fyrir hags- muni sveitarfélaganna í landinu og þau málefni sem þar eru efst á baugi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálf- stæðisdokks ogásæti ístjóm Sambands ísl. sveitarstjóma. Miklaholtshreppur: Tvær bflveltur um helgina Borg, Miklaholtshreppi. Umferðaróhöpp hafa orðið í Miklaholtshreppi þessa helgi. Bíll valt í Hnappadal. Tvennt var í bílnum. Ekki urðu slys á fólki en bíllinn er ónýtur. Að sögn lög- reglu mun liafa sprungið á fram- dekki og við það missti ökumaður sljórn á bílnum með þeim afleið- ingum sem áður greinir. Þá valt bíll í beygju á þjóðvegi sunnan Rauðkollsstaða í Eyja- hreppi. Fimm voru í bílnum og sluppu þau að mestu ómeidd en bíllinn er mikið skemmdur._ BíUinn var á suðurleið. Í þessari beygju eru búnar að vera ansi marg- ar bílveltur undanfarin ár en slys hafa ekki orðið þama alvarleg. Nú stendur til að byggja þennan veg- arkafla upp til undirbúnings fyrir slitlag sem mun verða lagt þar á að næsta ári. Vegarkafli þessi hefur verið undanfarið afar holóttur og illkeyranlegur. Ert því vonandi að úr verði bætt hið bráðasta. Nú hefur kólnað í veðri. Vetur minnir okkur á að hann sé ekki langt undan. En þrátt fyrir gráa jörð og 1-2 stiga frost þá hefur stundum verið sagt að gott sé að fá haustkálf- inn snemma þá batni vel á eftir. -Páll verð var 96.200). Við þökkum móttökurnar, þvi vélarnar seldust uþþ og við gátum ekki annað eftirspurn. Ný sending er að koma og hefur verið ákveðið að framlengja tilboðið út september. Gríptu tækifærið meðan það gefst! NASHUA 6115 tekur 15 Ijósrit á minútu og allt upp I A3 stærð. OPTíMA ÁRMÚLA 8 - SÍMAR 84900, 688271 DÖMUR OG HERRAR Nú drífið þið ykkur í leikfimi! Tímar við allra hæfi Ný 5 vikna námskeið eru að hefjast. Leikfimi fyrir konuráöllum aldri. Hressandi, mýkjandi, styrkjandi ásamt megrandi æfingum. Karlmenn Hinir vinsælu herratímareru í hádeg- inu. Þarftu að missa 15 kíló? Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kgeöa meira. Frábær aðstaða Ljósalampar, nýinnréttuð gufuböð og sturtur. Kaffi og sjónvarp í heimilis- legri setustofu. Innritun og frekari upplýsingar alla virka daga frá kl. 13-22 í síma 83295. JúdódeildÁrmanns Ármúla 32. Metsölublad á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.