Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 Sö' 1 Norðurlandamótframhaldsskólasveita: Norðmenn efstir, Danir næstir og MA- ingar í þriðja sæti Norðurlandamóti framhalds- skólasveita í skák lauk á Akur- eyri á sunnudag með sigri Norð- manna. Norska sveitin fékk 15 vinninga. Danska sveitin lenti í öðru sætinu með 13 vinninga. Sveit Menntaskólans á Akureyri varð í þriðja sæti með 12,5 vinn- inga. Verslunarskóli íslands varð i fjórða sæti með 8 vinninga. Sveit Svíþjóðar fékk 7,5 vinninga og fimmta sætið og sveit Finn- lands með Qóra vinninga og vermdi hún botnsætið. Tefldar voru fimm umferðir á mótinu. í fyrstu umferðinni, sem tefld var á fimmtudag, vann Noreg- ur Svíþjóð 3-1, MA vann VÍ 3-1 og Danmörk vann Finnland 3-1. í annarri umferðinni, sem fram fór sl. föstudag, vann Noregur lið MA-inga 3-1, en þar voru MA-ingar óheppnir þar sem þeir voru með borðliggjandi 2,5 vinninga. Lið Danmerkur vann lið Sviþjóðar með 2,5 vinningum gegn 1,5 vinningi og VÍ vann Finnland 3-1. Þriðja og fjórða umferð voru tefldar á laugardag. í þeirri þriðju vann MA lið Svíþjóðar með 3,5 vinningum gegn 0,5. Það gerðu Danir einnig gegn VÍ og Noregur gegn Finnum. I Qórðu umferð vann MA lið Finna með 3,5 vinningum gegn 0,5. VÍ vann Svíþjóð 2,5 gegn 1,5 vinningi og Noregur vann Danmörku með sömu vinningstölum. Þegar hér var komið sögu, fóru menn að reikna saman stigin og spá í úrslit. í lokaumferðinni átti sveit VÍ að tefla við Norðmenn og MA við Dani. Lokaskákirnar þurftu að fara þannig að VÍ ynni Norð- menn og MA ynni Dani og fengi að minnsta kosti hálfum öðrum vinningi umfram Norðmenn til að MA gæti orðið Norðurlandameist- ari. Fimmtu umferðinni lyktaði hinsvegar þannig að Norðmenn unnu VÍ 3-1 og Danir unnu MA- inga með 2,5 vinningum gegn 1,5 og þar með voru Danir komnir ofar menntskælingum. Þá vann lið Svía sinn fyrsta leik á mótinu er þeir unnu Finna í fimmtu umferðinni 3-1. Fjórir skákmenn voru í hverri sveit. Norðurlandamót framhalds- skólasveita er eitt af þremur nor- rænum skólaskákmótum, sem hald- in eru árlega til skiptis á Norður- löndunum, hin eru Norðurlandamót grunnskólasveita og einstaklings- keppni í norrænni skólaskák. Fyrsta Norðurlandamót framhalsskóla- sveita í skák var fyrst haldið árið 1973 f Svíþjóð og þá sigraði sveit Menntaskólans í Hamrahlíð, en sveitir þaðan hafa orðið Norður- landameistarar alls níu sinnum, síðast í fyrra. Undankeppnir eru haldnar í hveiju Norðurlandanna fyrir sig og var undankeppnin hér haldin í mars sl. Þá sigraði sveit MA. Sveit VÍ varð í öðru sæti, Ár- múlaskóli í þriðja sæti og sveit MH í því þriðja. Sú venja er viðhöfð að það land, sem heldur keppnina hverju sinni, má senda tvær sveitir til keppni svo liðin verði alls sex talsins. Að ári liðnu verður Norður- landamót framhaldsskólasveita í skák haldið í Noregi. Sveit Menntaskólans á Akureyri skipuðu Amar Þorsteinsson, Tómas Hermannsson, Magnús Pálmi Öm- ólfsson og Bogi Pálsson fyrirliði. Varamaður var Skafti Ingimarsson. I m Að Grensásvecri 16 1 nviu húsnæði Tölvutækni Hans Petersen hf. Tölvudeild Hans Petersen hf. hefur veriö starf- rækt á þriöja ár við góöan oröstír. í dag stígum viö nýtt skref til móts viö viðskiptavini deildarinnar og opnum nýja tölvuverslun að Grens- ásvegi 16 í Reykjavík. Verslunin hefur hlotið nafnið TÖLVUTÆKNI og mun sem fyrr leitast viö að bjóða góðar vörur á góðu verði. Verið ávallt velkomin! F.h. Tölvutækni Hans Pétur Jónsson Framkvæmdastjóri Sveit Verslunarskóla íslands skip- uðu þeir Davíð Ólafsson fyrirliði, Andri Áss Grétarsson, Veturliði Þór Stefánsson og Jósep Vilhjálmsson. Varamaður var Óttar Már Berg- mann. Morgunblaðið/Rúnar Þór Skákmönnunum var boðið i skoðunarferð og hér eru þeir við dælustöð Hitaveitu Akureyrar á Eyrar- landsholti. Metsölubfad ó hverjtvn degi! TOLVUTÆKNI Hans Petersen hf. Grensásvegi 16 TQLULI- HEIMLIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.