Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 43 Kveðjuorð: Elín Geira Fædd 5. ágúst 1905 Dáin 17. sept. 1988 Það kom mér ekki á óvart þegar mér barst sú frétt að Elín Geira hefði lagt upp í sína hinztu för. Heilsufar hennar síðustu árin var með þeim hætti að við því mátti búast hvenær sem var. Hún dvald- ist oft langtímum saman á Vífíls- stöðum. Kynni okkar hófust fyrir allmörg- um árum, á vordögum árið 1976 ef ég man rétt. Eiginmaður Geiru, Sveinn Sæmundsson, yfirlögreglu- þjónn, var yfírmaður minn og við áttum eitt sameiginlegt áhugamál, sundið. Við hittumst í bítið morgun hvem í Sundlaugum Reykjavíkur og síðustu árin sem hann lifði æxl- aðist það svo til að við urðum sam- ferða þaðan niður í Ijamargötu lOb, en þar var heimili þeirra Geim. I leiðinni hafði Sveinn keypt nýbök- uð „rúnnstykki" og Geira var búin að hella upp á könnuna þegar við komum. Hófst þá kaffídrykkja og morgunrabb um dægurmálin. Við vomm sjaldan sammála um hlutina óg hélt hvert um sig fast við sína skoðun með hæfilegri virðingu fyrir skoðunum hinna, og ævinlega með meiri forsjá en kappi. Þessar morg- unheimsóknir urðu síðan að nær fastri venju og stóðu til þess dags, er Sveinn hvarf af vettvangi lífsins í apríl 1979. Geira færði sig um set eftir frá- fall Sveins, seldi íbúðina í Ijamar- götunni og tók á leigu íbúð í Búða- gerði og þar átti hún síðan heima næstu árin. Þaðan flutti hún svo til dóttur sinnar og tengdasonar, Valborgar og Eiðs Bergmanns Helgasonar, framkvæmdastjóra, í Hlíðagerði 3. Ég heimsótti Geim, bæði í Búðar- gerðið og í Hlíðargerðið, og við ræddum um lífíð og tilvemna án þess að komast að nokkurri niður- stöðu í þeim efnum, því oft vomm við ósammála. En ef til vill var það einmitt ágreiningurinn sem setti lit á umræðurnar. Hún bað mig um að gleyma sér ekki og ég lofaði oftast að ég skyldi koma bráðlega aftur, en eftir því sem árin liðu urðu heimsóknimar strjálli. Nú er liðið á annað ár síðan ég hitti hana síðast. Ég frestaði heimsóknum dag VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Óladóttir frá degi þar til allt var orðið um seinan. Einhvers staðar hef ég lesið það að lífi manna mætti líkja við gróður jarðar, sem lifnar á vori, vex og blómgast um sumar en fölnar og deyr þegar líður að hausti. Þessi viðburður endurtekur sig æ ofan í æ, einn heilsar lífí og annar kveður það. Og gæti þá ekki hugsast að líf mannanna væri háð sömu lög- málum, að koma aftur og aftur í leit að meiri fullkomnun? Mér finnst það hreint ekki fráleit hugmynd. Um leið og ég votta öllu venzla- fólki Elínar Geim samúð mína þakka ég henni samverustundimar á liðnum árum. Torfí Jónsson UHT6KU- 00 MSWUWMWÍL fttSHB. SANYO VM-DIP '■W . UIJaa v/oitt Timan«Wha.V|deo;8miS^d° gæði, utbunwf° gíst ótrúlegt verð. Þessa vina SAfÍYO (£\ Gunnar Ásgeirsson hf. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hefur um áratuga skeið verið umsvifamikill bakhjarl einstaklinga sem fyrirtækja á sviði fjár- mála.Ætíð hefur verið kostað kapps um að veita fjölþætta og jafn- framt persónulega þjónustu. Nýja útibúið í Breiðholti er sérstaklega ætlað íbúunt hverfisins og fyrirtækjum, stórum sent smáum, ungum sem öldnum. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis samgleðst ykkur yfir uppbyggingu eins stærsta og vistlegasta borgarkjarna Reykjavík- ur. Verið velkoniin í viðskipti við sparisjóðinn í ykkar eigin hverfi. SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS - í BREIDHOLTI ÁLFABAKKA 14 • SÍMI 670500 BREIDHOLTSBÚAR Miðskógar K" Sparisjóóur Reykjavíkur og nágrennis KEMUR TIL YKKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.