Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 AKUREYRI Byggðastofiaun opnar á Akureyri: Hátt í 200 boðsbréf aft- urkölluð vegna „óvissu í eftiahagsmálunumu Byggðastofiiun opnar formlega útibú sitt á Akureyri næstkomandi laugardag, 1. október, að Geislagötu 5. Af því tiiefhi höfðu hátt í 200 boðsbréf verið send út, en níu dögum síðar fengu væntanlegir gestir önnur bréf inn um bréfalúgurnar sínar þar sem boðin voru afturkölluð vegna „óvissu í efiiahagsmálum", eins og það er orðað. „Það er vissulega ekkert gaman að efna til veislu þegar ástandið í þjóðfélaginu er eins og það er. Von- andi birtir upp um síðir og bindum við vonir við að hægt verði að halda ráðstefnu á Akureyri í vetur í líkingu við þá ráðstefnu, sem stofnunin hélt með Sambandi íslenskra sveitarfé- laga á Selfossi fyrir ári,“ sagði Guð- mundur Malmquist forstjóri Byggða- stofnunar í samtali við Morgunblaðið. Boðsbréfin voru send út þann 7. september sl., þar sem Byggðastofn- un bauð gestum til opnunar útibús síns á Akureyri. Athöfnin átti að hefjast í Sjallanum klukkan 14.00 með ræðu Matthíasar Bjamasonar stjómarformanns Byggðastofnunar. Síðan átti Þorsteinn Pálsson forsæt- isráðherra að flytja ræðu sína, þá Guðmundur Malmquist og að lokum Gunnar Ragnars forseti bæjarstjóm- ar Akureyrar. Að loknum ræðuhöld- um átti að sýna gestum húsakynni Byggðastofnunar, Geislagötu 5, og eftir skoðunarferðina var gert ráð fyrir síðdegisdrykkju í Sjallanum frá kl. 16.30 til 18.00. Þá ætlaði Byggða- stofnun að bjóða gestum til kvöld- verðar. Undir boðsbréfin rituðu nöfn sín þeir Guðmundur Malmquist og Benedikt Bogason fulltrúi hans. Neð- anmáls var því beint til væntanlegra gesta að láta Byggðastofnun vita hvort boðið yrði þegið eða ekki og jafnframt var væntanlegum gestum bent á að stofnunin aðstoðaði við útvegun hótelherbergja ef þess“væri óskað. Næst barst boðsgestum bréf dag- sett þann 16. september sl. þar sem textinn var á þessa leið: „Vegna þess mikla óvissuástands, sem ríkir í efnahags- og stjómmálum, hefur orðið að hætta við fyrirhugaða fundi stjómar Byggðastofnunar á Norður- landi eystra að sinni. Jafnframt verð- ur að fella niður athöfn á opnun miðstöðvar Byggðastofnunar á Ak- ureyri sem áður var búið að bjóða til. Þetta eru okkur vonbrigði og við biðjumst velvirðingar." Guðmundur sagði að ýmislegt hefði orðið þess valdandi að hætt var við athöfnina á Akureyri. „Miklir erfiðleikar og óróleiki eru í þjóðfélag- inu og enginn veit með vissu hver staðan í raun er. Það em erfiðleikar í atvinnulífí á landsbyggðinni, bæði í frystingunni og eins hefur gengið illa að koma slátmn af stað, og því var það samdóma álit okkar að ekki væri við hæfí að fara að bjóða til veislu við þessar aðstæður," sagði Guðmundur. Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson Tveir bændur úr Svarfaðardal, Helgi Símonarson kennari og fyrrver- andi skólastjóri á Dalvík og Þórarinn Jónsson bóndi á Bakka, stinga saman nefjum um vanda sauðfjárbænda. Niðurskurður vegna riðuveiki; Bændur vilja ekki viðurkenna breyttar bótagreiðslureglur Dalvík. Ágreiningur er kominn upp á milli Sauðfjárveikivarna og bænda í Svarfaðardal, Dalvík og á Olafsfirði varðandi niðurskurð sauðfjár vegna riðuveiki. Undirritaðir voru samningar um niðurskurð nú í haust í þeirri trú að bótagreiðslum yrði eins háttað og á síðasta ári. Eftir að undirskrift þeirra lá fyrir breytti landbúnaðarráðuneytið þessum reglum. Vilja bændur ekki fallast á nýjar reglur ráðuneytisins um bótagreiðslur og átelja vinnubrögð þess. Þá átelja þeir Sauðfjár- veikivarnir einnig fyrir það á hvern hátt staðið var að slátrun fjárins á síðasta ári. Síðastliðið haust var um 900 fjár fargað og það urðað. Bændur em sammála því að rétt sé að skera niður allt fé á svæðinu til að vinna bug á riðuveikinni án tillits til þess hvort um sé að ræða sýkt fé eða ekki. í samningum þá lagði land- búnaðarráðuneytið áherslu á að losna við að vigta fé og spara þann- ig mannafla og útgjöld við vigtun- ina. Sættust bændur á þá málsmeð- ferð og fengu greidd 25 kg af kjöti fyrir hverja kind sem fargað var. Á gmndvelli þessa og því hvernig stað- ið var að bótagreiðslum á síðasta ári skrifuðu þeir undir samning um niðurskurð alls sauðfjár á svæðinu. Viku eftir að samningar vora sendir suður barst þeim bréf frá Sauðfjár- veikivörnum þar sem þeim er til- kynnt um nýjar reglur varðandi bótagreiðslur fyrir það fé sem fargað er. Skal nú tekin upp sú regla að allt fé skal vigtað og skal það hafa verið hýst í sólarhring og svelt áður en vigtun fer fram. Eiga bændur síðan að fá ákveðna upphæð á hvert kíló. Á þessar breytingar vilja þeir ekki fallast og fínnst landbúnaðar- ráðuneytið koma aftan að þeim og neita því að láta vega og meta féð og flokka það eftir aldri. Þann 22. september komu saman til fundar sauðfjárbændur í Svarfað- ardal, á Ólafsfirði og á Dalvík til að ræða sín mál. Samþykktu þeir einróma harðorða ályktun vegna þessa máls og hefur hreppsnefnd Svarfaðardalshrepps tekið undir ályktun þeirra. Stór orð hafa farið á milli en talsverður hiti er í bændum vegna þessa máls. Heyrst hefur frá landbúnaðarráðuneytinu að það muni ekki hvika frá þessari ákvörð- un sinni, frekar verði hætt við niður- skurðinn. Bændur benda hins vegar á að þeir hafi ekki óskað eftir niður- skurðinum. Eins og er er því alls óljóst hvort af fyrirhuguðum niðurskurði verður nú í haust. Afstöðu ráðuneytisins kenna menn við sauðþráa og fædd- ist eftirfarandi staka varðandi þetta mál. Engum ber að blöskra það þótt bændur hár sitt reiti fyrst sauðþráinn er sestur að suður í ráðuneyti. Fréttaritari „Spjótkast", verðlaunamynd Axels Ámasonar Verðlaunamynd Axels AXEL Ámason, átta ára Akureyringur, vann sem kunnugt er fyrstu verðlaun í teiknisamkeppni í tengslum við Ólympíuleikana í Seoul. Mynd Axels heitir „Spjótkast". Þáttakendur vom 17.000 böm frá 73 löndum. Tólf ára drengur frá Kóreu, Kim Hoy-shik, hlaut einnig fyrstu verð- laun. Verðlaunin vom afhent við hátíðlega athöfn í Seoul s.l. laugar- dag. Axel var ekki viðstaddur, en hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að líklega hefði einhver íslenzku íþróttamannanna á leikunum tekið á móti verðlaununum. Stjórnunarfélag íslands Ananaustum 15 Simi 6210 66 fræiil - haldið á Akureyri Sími 621066 Umræöa og þekking á markaðsmálum hefur stórlega aukist hér á landi á síðustu misser- um, ekki síst vegna skilnings manna á mikil- vægi fræðigreinarinnar. Stjórnunarfélag ís- lands býður nú upp á kynningu á helstu hugtökum og viðfangsefnum markaðsfræð- innar. Námskeið þetta á Akureyri er hið fyrsta sinnar tegundar, en stefnt er að því að fara með þetta námskeið víðar um landið. Efni: - Hlutverk markaösfræðinnar. - Söluráðar. - Stefnumörkun og áætlanagerð. - Markaðsupplýsingar. - Æviskeið vöru. - Hlutverk markaðsstjóra. - Sölustjórnun. - Útflutningur/innflutningur. - Viðskiptahættir og menning í alþjóðaviðskiptum. - Nám í markaðsfræðum. Þátttakendur: Kynning þessi er ætluð öllu áhugafólki um markaðsmál, út- og innflutning og fleiri þætti við- skipta. Leiðbeinendur: Sigurður Ágúst Jensson, viðskiptafræð- ingur, og Friðþjófur Johnson, framkvæmdastjóri Biikk- smiðjunnar hf., og fleiri. Skráning: Tölvutæki-Bókval sf., sími 96-26100. Tími og staður: 30. september 1988 kl. 9:00 til 17:00 á Hótel KEA VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í ÞESSUM NÁMSKEIÐUM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.