Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágús.t ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Sundrung vínstri manna Raunir Steingríms Her- mannssonar og Jóns Bald- vins Hannibalssonar í viðleitni þeirra til þess að koma á fót nýrri vinstri stjórn eru vísbend- ing um hvemig því stjómarsam- starfí verður háttað, ef það verð- ur að veruleika. Fyrir nokkmm dögum var vakin athygli á því í forystugrein Morgunblaðsins, að svo mikill grundvallarágrein- ingur ríkir á milli þeirra flokka, sem að jafnaði standa að vinstri stjómum að samstarf þeirra endar alltaf með ósköpum. Langt er síðan tilraun til stjóm- armyndunar hefur endað í slíku öngþveiti og upplausn og gerðist nú um helgina. Það er til allrar hamingju sjaldgæft, að formenn stjóm- málaflokka telji sig ekki geta treyst upplýsingum hvers ann- ars í viðræðum um stjómar- myndun. Nú virðist nokkum veginn ljóst, að því hefur verið haldið leyndu fyrir Steingrími Hermannssyni hver afstaða eins þingmanns Alþýðubandalagsins var til stjómarmyndunartilraun- ar hans. Formaður Framsóknar- flokksins tók því lykilákvarðanir á röngum forsendum. Þetta er að sjálfsögðu ekkert gamanmál, þar sem um samskipti við for- seta íslands er að ræða. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins, hefur ekki gefíð fullnægjandi skýringar á þessum þætti málsins. Það er hins vegar skylda hans að gefa þær. Sú mynd, sem blasir við af Alþýðubandalaginu eftir þátt- töku forystumanna þess í við- ræðunum í síðustu viku og um helgina, er af flokki, sem er í upplausn. Það fer ekki á milli mála, að í forystusveit Alþýðu- bandalagsins ríkir sundmng. Deilumar, sem náðu hámarki á landsfundi flokksins fyrir tæpu ári, hafa bersýnilega ekki verið settar niður. Hinn nýi formaður Alþýðubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, á í vök að verjast gagnvart þeim hópum, sem urðu undir á landsfundin- um. Verði ný vinstri stjóm að veruleika mun þetta sundurlyndi innan flokksins marka mjög starf þeirrar ríkisstjómar. Viðræðumar, sem fram fóm á milli þessara flokka fyrir og um helgina, sýndu líka enn einu sinni, hversu óraunhæfar hug- myndir þeirra Alþýðubandalags- manna em. Það er náttúrlega fáránlegt, að Hjörleifur Gutt- ormsson, sem hefur kostað þessa þjóð mikla fjármuni vegna afturhaldsstefnu í stóriðjumál- um, skuli enn einu sinni vera kominn á kreik og tala um það sem sjálfsagðan hlut að horfið verði frá byggingu nýs álvers í Straumsvík nú þegar undirbún- ingur er kominn vel á veg. Það er líka furðuleg tímaskekkja, þegar þessi flokkur reynir einu sinni enn að hafa áhrif á stefnu þjóðarinnar í utanríkis- og ör- yggismálum. Hvað sem framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn kunna að segja nú eiga Alþýðubandalags- menn eftir að hafa neikvæð áhrif á þessa málaflokka báða, komist þeir í ríkisstjóm. Þá er á það að líta, að djúpstæður ágreiningur ríkir milli formanns Alþýðubandalagsins og Ás- mundar Stefánssonar, forseta ASÍ, sem getur leitt til þess, að verkalýðshreyfíngin verði jafn- vel enn erfíðari í samskiptum við nýja vinstri stjóm heldur en fráfarandi ríkisstjóm. Þegar á allt þetta er litið verð- ur erfítt að skilja rök þeirra Steingríms Hermannssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrir því að leggja slíka áherzlu á að leiða Alþýðubandalagið til vegs í íslenzkum stjómmálum. Þau atkvæði, sem þeir vinna með því í þinginu geta orðið þeim báðum dýrkeypt. Grímu- klæddir ræningjar að vakti óhug á sunnudag, þegar fréttir bámst af því að þrír grímuklæddir menn hefðu mðst inn á heimili aldr- aðra hjóna á Seltjamamesi. Þar létu þeir greipar sópa eftir að hafa misþyrmt húsráðendum. Þegar þetta er ritað síðdegis á mánudag ganga misindismenn- imir enn lausir. Allt bendir til að ódæði þetta hafí verið unnið að vel yfírlögðu ráði. Erlendis tengja menn slíka glæpi einatt við kaup á eiturlyfj- um. Vissulega hafa verið ýmsar vísbendingar um það á undan- fömum ámm að ofbeldi sé að aukast í samskiptum fólks hér á landi. Ránið á Seltjamamesi verður ekki minna óhugnanlegt við það. Er ástæða til að hvetja lögregluyfírvöld til að ganga rösklega fram við að upplýsa þetta mál. Jafnframt þurfa opin- ber yfírvöld með tiltækum ráð- um að leitast við að stemma stigu við því að menn gerist jafn bíræfnir og í þessu tilviki. Það verður best gert með virku eftir- liti. STJORNARMYNDUNARVIÐRÆÐURNAR: Osamlyndið í Alþýðu bandalaginu stöðv- aði framgang mála - segir Albert Guðmundsson formaður Borgaraflokksins „ERU ekki alþýðubandalags- menn og sérstaklega Ólafur Ragnar Grimsson búnir að segja það að þeir hefðu ekki viljað semja við Borgaraflokkinn og allra síst við mig vegna þess að ég hefði hafnað þáttöku í rót- tækri vinstri stjóra?", sagði Al- bert Guðmundsson formaður Borgaraflokksins þegar leitað var álits hans á slitum stjórnar- myndunarviðræðna undir for- ystu Steingríms Hermannssonar um helgina. Albert sagði einnig: „Mér sýnist að ósamlyndið innan Alþýðubanda- lagsins og mjög langir fundir þeirra bæði nætur og morgna hafi stöðvað Albert Guðmundsson. framgang mála. Þeir stóðu ekki allir að baki flokknum. Þegar þetta lá fyrir var Ijóst að ekki væri mögu- legt að mynda stjómina án Borg- araflokksins en ekki vilji hjá Al- þýðubandalaginu að semja við Borgaraflokkinn." Aðspurður um viðræður fulltrúa Borgaraflokkinn við Steingrím Her- mannsson sem hófust á laugardags- kvöldið sagði Albert: „Ég fór fram á það að við okkur yrði ekki endan- lega talað fyrr en flokkamir þrír hefðu náð saman og málefnasamn- ingur lægi fyrir. Það kom hins veg- ar ekki til þessa og þegar okkur var farið að leiðast þóflð á laugar- dag sendum við Steingrími bréf með skilyrðum okkar fyrir þáttöku í stjóm. Þessu svöruðu þeir með formlegum viðræðun og var það skilningur okkar að komið væri samkomulag við Alþýðubandalagið að rætt væri við okkur — sem síðar kom í ljós að ekki var. í viðræðum okkar kom í ljós að það var fátt sem stóð í vegi fyrir því að við næðum saman um mál- efnasamning. Skilyrði okkar voru að vissu leyti hörð, og þeir gátu ekki tekið undir þau öll en höfnuðu þeim ekki heldur. Flokkurinn setti eftirfarandi skil- yrði fyrir stjómarþátttöku: Lækkun eða niðurfelling matarskattsins. Afnám lánskjaravísitölunnar. Skattar verði ekki lagðir á sparifé, sem ávaxtað er í bönkum eða spari- sjóðum á venjulegum sparisjóðs- bókum. Önnur stefnumál flokksins á lista sem afhentur hafði verið verði rædd og afgreidd við gerð málefnasamnings. Flokkurinn fái minnst tvö ráðherraembætti í stjóminni, þ.á.m. utanríkisráðu- neytið, svo og embætti forseta Sam- einaðs Alþingis." Aðspurður um vænlegustu stjómarmyndunarkostina nú sagði Albert: „Eg sagði það strax þegar þessi stjóm féll að líklegasta niður- staðan yrði viðreisnarstjóm. Ég hef ekki breytt um skoðun. Það finnst mér vera sú stjóm sem auðveldast ætti að vera að koma á með góðum vilja. Það helgast meðal annars af því að minni ágreiningur virðist vera á milli Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks en Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Ágreiningur- inn á milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er djúpstæður og á sér langan aðdraganda." □okks hlutleysi. í samþykkt þingflokks Alþýðu- bandalagsins var samstarfi við Borgaraflokkinn hafnað og einnig vom ítrekaðar ítmstu kröfur flokksins um kjara- og samninga- mál. Steingrímur sagðist vilja minna á að einn þingmanna Al- þýðubandalagsins, Skúli Alexand- ersson, hefði lýst því yfír að hann styddi ekki ríkisstjóm Alþýðu- flokks, Alþýðubandalagsins, Framsóknarflokks og Stefáns Val- geirssonar, og þá væm stuðnings- mennimir ekki nema 31 en ekki 32 af 63 eins og hann hafði skýrt forseta frá á föstudag þegar hann fékk stjómarmyndumarumboð sitt endumýjað. Steingrímur sagði að sér hefði síðan komið mjög á óvart yfírlýs- Steingrímur Hermannsson forma Vigdís Finnbogadóttir forseti íslai ur skilaði stjómarmyndunarumbo ing Geirs Gunnarssonar þing- manns Alþýðubandalagsins á Stöð 2 á laugardagskvöld um að hann myndi tala gegn þessari ríkisstjóm þótt hann myndi fara að vilja meirihluta flokksins yrði stjómin mynduð. Steingrímur sagðist eftir þetta hafa lýst því yfír í vitna við- urvist í tumherberginu í Borgart- úni 6 að hann ætti ekki annan kost en að leita eftir stuðningi hjá Borgaraflokknum og á þeim fundi hefði formaður Alþýðubandalags- ins óskað eftir því að það yrði ekki gert fyrr en formenn hinna flokkanna í stjómarmyndunarvið- ræðunum hefðu farið yfír stjómar- sáttmálann og hann hefði orðið við því. Formlegar viðræður hefðu hafíst við Borgaraflokk á laugar- Alþýðubandalaj frá fyrri samþykl - segir Jón Baldvin Hannibalsson formaði „ÓLAFUR Ragnar Grímsson kom með bréf af fundi mið- stjórnar Alþýðubandalags á sunnudag sem mátti skifja á þann veg að Alþýðubandalagið væri fallið frá fyrri samþykkt sinni, þegar það hafði sam- þykkt bæði stefhuyfirlýsingu og bráðabirgðaaðgerðir og vildi nú fá eitthvað annað og meira,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins um slit stjórnar- myndunarviðræðnanna á sunnudag. „Hann fékk svar á stundinni um að við værum ekki til viðræðu um neinar breytingar á fyrra sam- komulagi. Ef þeir treystu sér ekki til þess að standa að framkvæmd þess, hvort sem það væri vegna klofnings í þingflokki eða mið- stjóm þá stóð það sem við höfðum sagt fyrr að þessir tveir flokkar væru reiðubúnir að mynda minni- hlutastjóm til að hrinda þessum nauðsynlegu aðgerðum í fram- kvæmd. Minnihlutastjóm yrði hins vegar ekki mynduð nema að fyrir lægi staðfesting á stuðningi Samþykkt Alþýí kom í veg fyrir s - segir Steingrímur Hermannsson f< STEINGRÍMUR Hermannsson formaður Framsóknarflokksins gekk á fund forseta íslands í Stjórnarráðinu ldukkan 16.30 á sunnu- daginn og skilaði umboði sínu til myndunar meirihlutastjórnar. Ástæðuna sagði hann vera þá að samþykkt þingflokks Alþýðu- bandalagsins fyrr um daginn hefði komið í veg fyrir myndun meirihlutastjórnar. Steingrímur sagði forseta að Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur væru tilbúnir til að mynda minnihluta- stjórn til að framkvæmda efhahagsaðgerðir og á sunnudagskvöld- ið kannaði hann hug Alþýðubandalags, Kvennalista og Borgara- flokks til að veita minnihlutastjórn Alþýðuflokks og Framsóknar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.