Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 16
16 Wf W5fíf¥’3TTSf- T fnflAfJIWfllJW fTMTA IRMTTTWOfc MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 Fæst í öllum helstu raftækjaverslunum og kaupfélögum landsins. Heildsölubirgðir. JÓHANN ÓLAFSSON & CO.HF. 43 Sundaborg 13-104 Reykjavík - Sími 688 588 DULUX EL frá OSRAM - 80% orkusparnaður - 6 föld ending - E 27 Fatning 7 W = 40 W 11 W = 60 W 15 W = 75 W 20 W = 100 W ábyrgð - réttlæti AU DFR/EDI ARNLJOT 0LAFSS0X. HINU ÍSLENZKA BOKMENTAFELAGI. KADPMANNAHörH. Frelsi - ________Bækur_____________ Stefán Friðbjarnarson Auöfneði eftir síra ArnUót Ólafs- son. Útgefandi Fjölsýn—Forlag. Ein öld og átta ár eru liðin síðan Hið íslenzka Bókmenntafélag gaf út bókina „Auðfræði" eftir síra Amljót Ólafsson. Bókin var unnin og prentuð í Prentsmiðju S.L. Möll- er í Kaupmannahöfn árið 1880. Onnur prentun þessa merka rits er nú loksins komin á markað. Útgef- andi: Fjölsýn—Forlag með aðild Félags viðskipta- og hagfræðinga og Félags viðskiptafræðinema. Formála ritar dr. Gylfi Þ. Gíslason, hagfræðiprófessor. Forsaga fyrstu útgáfu var m.a. sú að síra Arnljóti vóru veittar fjög- ur hundruð krónur af landsfé til að semja rit um þau efni, sem á okkar dögum heita hagfræði. Sjálf- sagt hafa þessar krónur haft meira vægi að kaupgildi, þá veittar vóru, en á líðandi stund hinna mörgu efnahagsráðunauta, en það er önn- ur saga. Síra Amljótur Ólafsson var fæddur norður í Húnaþingi árið 1823. Hann settist í Lærða skólann í Reykjavík árið 1846 en hóf nám við Kaupmannahafnarháskóla árið 1851. Þar las hann fyrst málfræði en síðan og lengst af hagfræði en lauk ekki prófum. Árið 1861 hóf hann síðan nám í Prestaskólanum í Reykjavík. Hann gegnir síðan prestsstörfum að Bægisá og Sauða- nesi langa ævi. Jafnframt var hann þingmaður frá 1858-1885, þó ekki samfellt. Sem fyrr segir nam síra Amljót- ur máifræði, hagfræði og guðfræði á háskólaárum sínum. Þetta nám speglast síðan í ritstörfúm hans, sem vóm margvísleg, meðal annars um heimspeki, sagnfræði, hag- fræði, guðfræði og bókmenntir. Hann var um tíma ritstjóri Skímis, sem Bókmenntafélagið gefur út. Þar birtist m.a. ritgerð hans um rökfræði, fyrsta sinnar tegundar á íslenzka tungu, og ritgerð hans „Um lögaura og silfurgang". - „Rit- gerð þessi er tvímælalaust eitt hið merkasta, sem skrifað hefur verið um hagsögu íslands til foma,“ seg- ir dr. Gylfí Þ. Gíslason, prófessor, í formála að 2. prentun bókarinnar Á MORGUN, miðvikudaginn 28. september, mun Erik Poulsen, kennari við Kennaraháskólann i Kaupmannahöfn, halda fyrirlest- ur um notkun myndbanda í kennslu erlendra mála á grunn- skólastigi. Erik Poulsen hefur mikla reynslu á þessu sviði, hann hefur um ára- „Auðfræði", sem nýkomin er út sem fyrr segir. Dr. Gylfí Þ. Gíslason segir í for- mála 2. prentunar bókarinnar: „Amljótur Ólafsson verður ekki talinn höfundur íslenzkrar hagfræði í þeim skilningi, að hann hafi hugs- að og skrifað fyrstur íslendinga um þau efni, sem við nú nefnum hag- fræði. En hann er fyrsti íslending- urinn, sem semur vísindarit um fræðilega hagfræði." Dr. Gylfí segir ennfremur í for- mála sínum: „Hitt er merkileg staðreynd, að árið 1880 skuli jafn fámenn út- lgálkaþjóð og íslendingar eignast jafnágætt kynningarrit á jafnung- um vísindum og fræðileg hagfræði þá hlaut að teljast. Það er umtals- vert afrek, að íslenzkur prestur og alþingismaður skuli kynna sér jafn- vel og raun ber vitni grundvallarat- riði fræðilegrar hagfræði eftir miðja 19. öld og gera efninu jafngóð skil og hann gerir í riti sínu.“ „Auðfræði" Amljóts Ólafssonar er vel skrifuð bók, hvem veg sem á er litið. Fræðilegur efniviður bók- arinnar, sem einkum er sóttur í kenningar brezka hagfræðingsins Adams Smith, eins og þær vóru fram settar í túlkun franska hag- fræðingsins Friðriks Bastiats, á ekki síður erindi við fólk á Iíðandi stund en þá bók þessi kom fyrst bil bæði kennt starfandi kennurum notkun myndbanda í kennslu og sjálfur notað myndbönd í kennslu sinni á grunnskólastigi. FVrirlesturinn verður haldinn í KHI í stofu B-2901 kl. 16:30- 18:30. Fyrirlesturinn er öllum op- inn. (Fréttatilkynning) út. Þótt flest hafí að vísu breytzt í efnahagsbúskap og samfélagi þjóða frá því um 1880 gilda í meginatrið- um sömu „lögmál" um mannlegt eðli, mannleg samskipti, auðlindir jarðar, afkomu fólks og andlega og efnalega velferð. Bók Amljóts Ólafssonar á því ríkulegt erindi til samtímans, ekki sízt ungs og uppvaxandi fólks. Efni hennar er búið í lipurt og læsilegt mál, sem forvitnilegt er að kynn- ast, bæði að rithætti og stíl - og raunar allri framsetningu. Hér held- ur sá á penna sem hefur gott vald á viðfangsefninu, móðurmálinu og því, hvem veg á að ná til fólks, ekkert síður leikra en lærðra. End- urútgáfa bókar Amljóts Ólafssonar er hið þarfasta framtak og mjög þakkarvert. Vonandi kemst bókin í hendur sem flestra. Hún á erindi við mig og þig - en fyrst og fremst þá sem eru að vaxa úr grasi. Að síðustu Iítið sýnishorn af skoðun og rithætti Arnljóts Ólafs- sonar: „Auðfræðingar kenna, að hverj- um manni sé rétt og frjálst, meðan hann meiðir eigi rétt né frelsi ná- ungans, að neyta eftir eiginni vild sinni og viti allra hæfileika sinna, andlegra sem líkamlegra, svo og að njóta ávaxta verka sinna, hvort er hann vill vinna einn sér eðr í félagi við aðra, hvemig er hann vill vinna, hvað og hvar. Þeir kenna, að landslögin hafí eigi annað og megi eigi annað gjöra í þessu efni, en vemda og varðveita, friða og friðhelga mannrétt þenna og mann- frelsi þetta hjá einum sem öllum í mannfélaginu. Þeir kenna og jafn- framt, að hverr maðr hafi ábyrgð af meðferð sinni á hæfileikum sínum, á hugsunum, orðum og gjörðum, á sérhveijum tilgangi sínum sem og á sérhverju verki sínu, bæði fyrir sjálfum sér, fyrir mannfélaginu og landslögum. í einu orði sagt, auðfræðingar kenila þessi þijú orð: frelsi, ábyrgð, réttlæti." Fyrirlestur um notkun mynd- banda í kennslu erlendra mála
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.