Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 Kappræðan í Bandaríkjunum: Hvorugur talinn hafa unnið af- gerandi sigur WashinKton. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Stjórnmálafréttaritarar bandariskra Qölmiðla virðast sam- mála um, að hvorugur forsetaframbjóðandinn, George Bush eða Michael Dukakis, hafi borið afgerandi sigur af hólmi í fyrri umferð kappræðnanna, sem fóru fram í Wake Forest- háskólanum í Winston-Salem í kvöldið. Dómur óhlutdrægra manna mun vera sá, að báðir hafi hald- ið velli og að hvorugur hafí hras- að alvarlega eða mismælt sig svo máli skipti. Hins vegar hefír bo- rið meira á því en áður við sams konar tækifæri, að stuðnings- menn hvors frambjóðandans hafí reynt að sannfæra blaðamenn um, að þeirra maður hafí unnið og reynt að fá þá til að endur- spegla þann áróður. Þessir áróð- ursmenn, sem eru flestir vel þekktir stjómmálamenn, rithöf- undar eða aðrir virtir borgarar, eru í blaðamannahópi kallaðir „skopparakringlur“, sem hringsnúist í kringum frétta- menn blaða og sjónvarps til að koma sínum skoðunum á fram- færi. Þetta er talið þýðingarmik- ið atriði vegna þess, að þar sem hvorugur ræðumanna hafí sýnt greinilega yfírburði muni al- menningur fara eftir dómi fjöl- miðla um það hvor hafí borið sigur af hólmi í kappræðunum. Sem dæmi um þetta atriði er bent á missögn, sem talinn var ein aðalástæðan fyrir falli Ger- alds Fords í forsetakosningunum 1976, er hann sagði í kappræð- um, „að Pólland væri ekki undir handaijaðri Sovét-Rússlands". Almenningur hefði ekki tekið eftir þessari missögn fyrr en blöðin fóru að hæðast að Ford fyrir villuna, sem sýndi fávisku hans í alþjóðamálum. Líkari blaðamannafundi en kappræðum Þessi svokallaða kappræða milli Bush og Dukakis var í raun- inni líkari blaðamannafundi en hefðbundnum kappræðum þar sem mótheijar skiptast á að Norður-Karólínu á sunnudags- skamma hvor annan. Þrír frétta- menn, tveir karlmenn og ein kona, lögðu til skiptis fyrirspum- ir fyrir forsetaframbjóðenduma en sá §órði stjómaði kappræðun- um. Hvor frambjóðandi fékk tvær mínútur til að svara fyrir- spuminni og mótheiji hans venjulega eina mínútu til and- svara. Kappræðumar stóðu í eina og hálfa klukkustund. Stuðningsmenn beggja fram- bjóðenda höfðu að sjálfsögðu fyllt fundarsalinn og mátti ekki á milli sjá hvor hópurinn klapp- aði hærra og það var ekki nema eitt svar George Bush, sem vakti skellihlátur í salnum, en það var er Bush sagði um eitt af svömm Dukakis, að það hefði verið „álíka hreint og Bostonhöfn". Bush enn fremri í skoðanakönnunum Daginn fyrir kappræðuna stóðu skoðanakannanir um vin- sældir forseteftianna þannig, að George Bush var talinn hafa 46 prósent þeirra, er sögðust hafa ákveðið sig, og Dukakis 40 pró- sent. Fyrir tveimur vikum var staðan 47 fyrir Bush og 39 pró- sent fyrir Dukakis. Síðustu skoð- anakannanir sýna, að 18 prósent af konum höfðu ekki ákveðið sig fyrir kappræðumar og 7 prósent meðal karlmanna. Bush er talinn hafa unnið á hjá konum upp á síðkastið. Þess er nú að sjálfsögðu beðið með nokkurri óþreyju hvað nýjar skoðanakannanir kunna að segja, eftir að kjósendur hafa melt áhrifín af kappræðunum svonefndu. Talið er, að 100 millj- ónir manna hafí horft á kapp- ræðumar. Keuter George Bush (t.v), forsetaframbjóðandi repúblikana, og Michael Dukakis, frambjóðandi demókrata í umræðunum á sunnudagskvöld. Fremst á myndinni sjást spyrlarnir þrír og fundarstjóri. Skoðanamunur fram- bjóðenda ljósari en fyrr Washington, Winston-Salem. Reuter. KAPPRÆÐA þeirra George Bush og Michael Dukakis leiddi bet- ur í ljós skoðanaágreining frambjóðendanna en kosningabaráttan fram til þessa. Ekkert einstakt mál yfirgnæfði kappræðuna en mennirnir tveir urðu að orða skoðanir sínar á grundvallarmálum á skeleggari hátt en fyrr. Stuðningsmenn Bush töldu að honum hefði tekist að sýna fram á að viðhorf Dukakis væru í miklu ósamræmi við skoðanir flestra Bandaríkjamanna þegar talið barst að viðkvæmum málum eins og glæpum, fóstureyðingum og vamarmálum. Demókratar segja á hinn bóginn að Dukakis hafí sannað að hann hafí betri skilning á þeim erfiðu viðfangsefnum sem Bandaríkjamenn verði framvegis að kljást við; Bush hafi ekki gert annað en skattyrðast við andstæð- ing sinn og gera honum upp skoð- anir. Dukakis sakaði Bush um að bera ábyrgð á vopnasöluhneyksl- inu og fyrri tengslum Bandaríkja- stjómar við Noriega hershöfð- ingja, valdamesta mann Panama en hann er sakaður um ýmsa glæpi, þ.á m. fíkniefnasölu. Sagði Dukakis ríkisstjómina hafa sýnt slæmt fordæmi með því að standa í samningum við fíkniefnasala. „Ég hygg að þama sé um að ræða mjög mikilvægar spumingar varðandi dómgreind og [Banda- ríkjamenn] eigi rétt á að meta þær til að komast að niðurstöðu," sagði Dukakis. Bush viðurkenndi að mistök hefðu verið gerð í báð- um þessum málum en sagði: „Ég skal taka á mig alla ábyrgð af þessum tveim málum ef þú vilt þakka mér að hálfu leyti þá sigra sem unnir hafa verið í baráttunni fyrir heimsfriðnum síðan Ronald Reagan settist í valdastól." Dukakis sakaði Bush um að draga ættjarðarást sína í efa og sagði um slíkar ásakanir:„Mér finnst þær andstyggilegar." Bush svaraði því til að hann drægi ekki ættjarðarást andstæðings síns í efa heldur dómgreind hans. Bush rakti feril Dukakis í sæti ríkisstjóra Massachusetts-ríkis og reyndi að sýna fram á ríkisstjórinn væri langt til vinstri, t.d. vildi hann hækka skatta, væri andvíg- ur dauðarefsingu og vildi leyfa fóstureyðingar. „..Viljum við svo eindregna vinstristefnu í Banda- ríkjunum?" spurði Bush. Dukakis sagðist telja að fóstur- eyðing væri samviskumál þeirrar konu er í hlut ætti og sagði tillög- ur varaforsetans um lagaboð gegn þeim leiða til þess að konur sem létu eyða fóstri yrðu „gerðar að glæpamönnum." Ríkisstjórinn sagði Bandaríkja- menn eiga við alvarlegan fjár- hagsvanda að stríða. „Við höfum safnað skuldum sem nema um þúsund milljörðum dala og næsti forseti verður að leita lausna á þeim málum," sagði Dukakis. Sovétríkin: Gorbatsjov varar við of mikilli bjartsýni Moskvu. Thc Daily Telegraph. MÍKHAÍL Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, varaði Sovétmenn við því í síðustu viku að búast við kraftaverkum og hvatti §öl- miðlamenn til þess að skipa sér ekki í stríðandi fylkingar. í ræðu sem Gorbatsjov flutti á fundi sovéskra hugmyndafræðinga, menntamanna og Qölmiðlamanna á föstudag sagðist hann hafa orðið fyrir vonbrigðum með óþolinmæði nokkurra sovéskra fjölmiðla sem kvörtuðu undan því að umbætumar gengju hægt fyrir sig. Hann viður- kenndi hins vegar óbeint að vanda- mál hefðu komið upp. „Til þessa hefur okkur miðað hægt, við erum að falla á tíma, eigum í vök að veijast í baráttunni. Segja má að gjá sé á milli þeirra markmiða sem við höfum sett okkur, vígorða okk- ar, annars vegar og framkvæmd- anna hins vegar." Gorbatsjov viðurkenndi að um- bætumar hefðu vakið upp „marg- slungin geðbrigði, uppnám, tálsýn- ir, óþolinmæði, reiði." Hann virtist einnig óvenju viðkvæmur fyrir ásökunum um að umbótastefna hans í efnahagsmálum, perestrojka, hefði ekki enn borið neinn árangur: „Við emm rétt byijuð. Hvers vegna að skella skuldinni á perestrojku fyrir vandamál sem tengjast fyrri tímum? Þeir sem beijast fyrir per- estrojku em menn, ekki vélmenni sem em stillt eftir ákveðnu forriti.“ Hann varaði íjölmiðlana við of mikilli gagnrýni á skrifræðið í heild og einkum tæknisérfræðinga og virka flokksmenn, sem hann sagði gegna afar mikilvægu hlutverki. „Ekki láta fólkið búast við krafta- verki,“ hélt hann áfram. „Við verð- um að losa fólk við þá skaðvænlegu áráttu að trúa á „góða keisarann", á almáttuga miðstjóm, við þá trú að einhver að ofan geti komið reglu á þjóðfélagið." Hann ræddi einnig um deilur umbótasinna og afturhaldssinna og sagðist geta séð fyrir hvaða bréf birtust í tilteknu blaði. Ákveðnir höfundar og jafnvel viss samtök hefðu „skipt sér niður á sérstök dagblöð og tímarit." Everest-qall: Sigrað á sólarhring Katmandú, Nepal. Reuter. FRANSKUR Qallgöngumaður var nú um helgina aðeins 22 klukkustundir og 30 mínútur að klífa Everest, heimsins hæsta fjall, og er það nýtt met. Ferða- málaráðuneytið í Nepal skýrði frá þessu í gær. Marc Batard, 36 ára gamall leið- sögumaður frá Chamonix í Frakk- landi, lagði upp frá búðunum, sem voru í 5.300 metra hæð, á sunnu- dagskvöld og var kominn upp á fjallstindinn í 8.848 metra hæð síðdegis á mánudag. Var hann einn á ferð og súrefnislaus og fór upp suðausturhrygginn, þá leið, sem oftast er farin. Erhard Loretan og Jean Troillet frá Sviss áttu fyrra hraðametið í Everestgöngu en þau komust á tindinn á 38 stundum í ágúst 1986. Lögðu þau upp frá búðum, sem voru í 5.850 metra hæð. Batard náði takmarkinu í annarri tilraun en við þá fyrri, 15. september sl., varð hann að gefast upp þegar að- eins 100 metrar voru eftir. Var þá komið versta veður og hann sjálftir örmagna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.