Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 60
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Morgunblaöið/Sverrir Svavar Gestsson, Ólafnr Ragnar GrSmsson, Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson eftir fundinn f sjávarútvegsráðuneytinu í gærkvöldi. Rætt um myndim vmstrí ríkisstjórnar öðru sinni Alþýðubandalagið óskaði efitir viðræðum í gær FLOKKARNIR þrír, sem unnið hafa að stjómarmyndun undanfarna daga, hófii aftur viðræður í gærkvöldi eftir að slitnaði upp úr stjómar- myndunarviðræðunum á sunnudag. Steingrímur Hermannsson formað- ur Framsóknarflokks sagði í gærkvöldi að Alþýðubandalagið hefði fallið frá þeim skilyrðum sem urðu til þess að upp úr viðræðunum . slitnaði og einnig Uti út fyrir að allir þingmenn flokksins stæðu að ' baki þeirri ákvörðun að óska eftir viðræðum að nýju. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins sagði í samtaU við Morgun- blaðið í nótt að verið væri að ræða myndun mcirihlutastjórnar sömu flokka og áður með aðild Stefans Valgeirssonar. Þingflokksfundur Alþýðubandalagsins stóð þá enn yfir og vildi Ólafur ekki ræða hvort breytingar yrðu á þeim málefiiasamningi sem fyrir lá um helgina. Steingrímur Hermannsson skilaði stjórnarmyndunarumboði sínu á sunnudag, eftir að þingflokkur Al- þýðubandalagsins hafði samþykkt áíyktun þar sem lýst var undrun á því að Steingrímur hefði átt formleg- ar viðræður við Borgaraflokkinn, þvert gegn yfirlýstum vilja Alþýðu- Húsavík: ~ Starfefólki sagt upp Húsavfk. Fiskiðjusamlag Húsavíkur boð- aði starfsfólk sitt til fiindar í gær þar sem því var gerð grein fyrir stöðu fyrirtækisins og framtíðar- horfiim. Fyrirsjáanlegt er að eftir um mánaðartíma og fram í miðjan nóvember muni hráefiiaskortur verða þjá fyrirtækinu og hlé á rekstrinum. Hefur því fyrirtækið sagt upp fastlaunasamningi þeim, sem í gildi er. Fastlaunasamningnum þarf að segja upp með mánaðarfyrirvara. Frá miðjum nóvember og til áramóta standa vonir til að hráefni berist til vinnslu svo að hægt verði að halda uppi lágmarksrekstri. Þá verður fastráðna fólkið væntanlega ráðið aftur. Fréttaritari bandalagsins. Einnig taldi þing- flokkurinn óhjákvæmilegt að fá úr því skorið hvort væntanlegir sam- starfsaðilar vildu sýna vilja sinn til samstarfs í verki með því að koma á móts við þær tillögur um samn- ingsrétt og kjör sem Alþýðubanda- lagið hefði sett fram. Aður hafði orðið samkomulag um að samnings- rétturyrði gefínn fijáls 15. febrúar. Forseti Isiands óskaði eftir þvi í gærmorgun við Þorstein Pálsson forsætisráðherra og formann Sjálf- stæðisflokksins að hann kannaði möguleika á myndun meirihluta- stjómar. Eftir viðræður við Steingrím Hermannsson, Jón Bald- vin Hannibalsson formann Alþýðu- flokksins og Albert Guðmundsson formann Borgaraflokksins tilkynnti Þorsteinn forseta að hann sæi ekki möguleika á myndun stjómar, þar sem í Ijós hefði komið að Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur hygðu enn á samstarf, annað hvort með hlutleysi Alþýðubandalags í minnihlutastjóm eða fulltingi flokks- ins í meirihlutastjóm. Forsetinn ák- vað eftir þetta að veita engum stjómarmyndunammboð í bili. Eftir þingflokksfund Alþýðu- bandalagsins í gærdag gengu Olafur Ragnar Grímsson og Svavar Gests- son á fund Steingríms Hermanns- sonar, Halldórs Asgrímssonar, Jóns Baldvins Hannibalssonar og Jóns Sigurðssonar í sjávarútvegsráðu- neytinu skömmu fyrir klukkan 19 og óskuðu eftir að viðræður milii flokkanna yrðu teknar upp að nýju.' Steingrímur Hermannsson sagði í gærkvöldi að þeir Ólafur og Svavar hefðu gert grein fyrir sínum við- horfum á fundinum og sagði þá hafa verið reiðubúna til að standa við það samkomulag sem áður var orðið um lqaramálin. Fundinum lauk laust fyrir klukkan 21 og hófust þá þingflokksfundir flokkanna þriggja. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var veruleg óánægja innan Alþýðubandalagsins með að flokkur- inn skyldi hafa sett fram þau skil- yrði sem urðu til þess að upp úr stjómarmyndunarviðræðunum slitn- aði á sunnudag og því hafí þing- flokkurinn meðal annars endurskoð- að afstöðu sína. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins setti Al- þýðubandalagið engin skilyrði fyrir frekari viðræðum utan að Borgara- flokkurinn yrði ekki formlega aðili að þeim. Á móti munu hinir flokk- amir m.a. hafa gert þá kröfu að ákvæði um byggingu nýs álvers í Straumsvík, í fyrirliggjandi málefna- sáttmála, yrði mildað þannig að hver flokkur hefði ekki óskorað neitunar- vald. Þingflokkar Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins voru enn á fundi þegar Morgunblaðið fór í prentun en á þingflokksfundi Framsóknar- flokksins var Steingrími Hermann- syni veitt endumýjað umboð til stjómarmyndunar. Sjá einnig fréttir á bls. 30, 31, 56, 57, 58 og 59. Fyrirframsölur á fiystri síld: - 5 þúsund tonn seld til Japans „VIÐ ERIJM búnir að se(ja Jap- önum 5 þúsund tonn af frystri sfid fyrir eitthvað hærra ein- ingaverð en í fyrra en þá seldum við þeim 2.300 tonn,“ sagði Hjalti Einarsson, framkæmda- stjóri hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, í samtali við Morgunblaðið. „Japanir kaupa einungis mjög ferska síld og þVi verður hún að vera fryst á Aust- fjarðahöftium,“ sagði Hjalti. Samkvæmt heimildurn Morgun- blaðsins eru Japanir tilbúnir að greiða 750 til 800 Bandaríkjad- ali (35.000 til 37.500 krónur) fyrir tonnið af sjófrystri síld sem ekkert sér á en greiddu rúmlega 700 dali í fyrra. Hjalti sagði að á þessari vertíð yrðu veidd um 90 þúsund tonn af síld. „Þar af fara 30 til 35 þúsund tonn til söltunar en afgangurinn fer til frystingar, bræðslu og beitu, þannig að við höfum mikla mögu- leika til frystingar. Óvissan er hins vegar í hráefnisverðinu og við höf- um lítið selt fyrirfram til Evrópu- landa," sagði Hjalti. „Við erum ekki búnir að selja neitt af ftystri síld en okkar menn eru úti í Japan og Evrópulöndum að kanna sölumöguleikana," sagði Sigurður Markússon fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar Sambandsins. „Eg á von á að við seljum meira af frystri sfld en í fyrra, enda verður trúlega veitt meira af sfld á þessari vertíð en á undanfomum vertíðum. í fyrra frystum við 4.030 tonn af síld, árið 1986 frystum við 3.460 tonn og árið 1985 ffystum við 2.780 tonn.“ sagði Sigurður. „Ég geri ráð fyrir að Verðlags- ráð komi ekki saman til að ákveða lágmarksverð á sfld, eða hvort verðið verður frjálst, fyrr en samið hefur verið um sölu á síld til Rúss- lands. Verð á síld til frystingar, söltunar og bræðslu var fijálst í fyrra,“ sagði Sveinn Finnsson framkvæmdastjóri Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Grímuklæddir menn mis- þyrmdu öldruðum hjónum Stálu peningnm og skartgripum ÞRÍR menn með lambhúshettur á höfði brutu upp bakdyr á einbýlishúsi við Sævargarða 1 á Seltjarnamesi, skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins. I húsinu búa hjón á áttræðis- aldri. Þau höfðu gengið til náða. Maðurinn vaknaði við um- gang, fór fram og sló þá einn innbrotsmaðurinn hann í höfúð- ið með göngustaf. Maðurinn missti meðvitund skamma stund. Þegar kona hans fór til að huga að hvað væri á seyði stjökuðu innbrotsmennirair við henni svo hún féll við. Síðan létu þeir greipar sópa um húsið og komust yfír eitthvað af áfengi, peningum og skart- gripum. Eftir að hafa haldið hjón- unum föngnum á heimili sínu í allt að einni klukkustund fóru mennimir burt með ránsfeng sinn í tveimur plastpokum en skáru á símasnúrur á leiðinni út. Þá var klukkan hálftvö aðfara- nótt sunnudagsins. Eftir að innbrotsþjófamir voru á brott komst maðurinn til ná- granna sinna og var lögreglu gert viðvart. Hjónin voru flutt á slysadeild og liggur konan enn á sjúkrahúsi, með spmngna mjaðmagrind. Maðurinn er fing- urbrotinn og með kúlu á höfði. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur nú að rannsókn málsins. Helgi Daníelsson yfirlögreglu- þjónn sagði að nokkrir menn hefðu verið yfirheyrðir og verið væri að kanna ýmsar vísbending- ar. Rannsóknarlögreglan biður sérhvem þann sem gefíð gæti upplýsingar um málið, eða hefur orðið grunsamlegra mannaferða var á þessum slóðum, að hafa samband við RLR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.