Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 t Eiginmaður minn, BJARNI ÞÓRARINSSON eirsmiður, Nesvegi 56, Reykjavík, andaðist í Landakotsspítala þann 25. september. Þórunn G. Kristinsdóttir. Systir mín, HALLBERA BERGSDÓTTIR, Vífilsgötu 5, Reykjavlk, andaðist í Landspítalanum 24. þ.m. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Guðbjörg Bergsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HILMAR MAGNÚSSON, Logafold 50, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 29. sept- ember kl. 10.30. Jarðsett verður í Selfosskirkjugarði. Guðbjörg Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Systir okkar, INGIBJÖRG DAGSDÓTTIR, Austurvegi 34, Selfossi, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands 26. september. Dagur Dagsson, Bjarni Dagsson, Erlingur Dagsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR E. EINARSSON fyrrverandi bifreiðastjóri, Meðalholti 3, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28. sept- ember kl. 10.30. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagiö. Svana Einarsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Einar Guðmundsson, Ágúst Guðmundsson, Gerður Guðmundsdóttir, Jóhann Guðmundsson, tengdabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, SVEINN HALLGRÍMSSON, Hörgshlíð 8, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 28. septem- ber kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Margrét H. Sigurðardóttir, Björg Sveinsdóttir, Hallgrímur S. Sveinsson, Elfna Hallgrímsdóttir, Sverrir Hallgrfmsson. t Eiginkona mín, amma og tengdamóðir, SÓLRÚN GUÐBJARTSDÓTTIR frá Drangsnesi, Esjuvöllum 14, Akranesi, andaðist í gjörgæsludeild Landspítalans 25. september. Guðmundur R. Árnason, Sólrún Guðjónsdóttir, Svava Hrund Guðjónsdóttir, Mjöll Guðjónsdóttir, Guðmundur Ingþór Guðjónsson, Dagný Björk Þorgeirsdóttir. t Sonur minn, faöir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, BJARNI HELGASON frá Holti, Garði, varð bráðkvaddur þriðjudaginn 20. sept. Útförin fer fram frá Útskálum, Garði, miðvikudaginn 28. sept. kl. 14.00. Karitas Jóhanna Bjarnadóttir, Halldór Bjarnason, Þóranna Andrésdóttir, Anna Bjarnadóttir, George E. Geiger, Eiríkur Bjarnason, systkini og barnabörn. Minning: Hlynur Ingi Búason Fæddur 16. júní 1973 Dáinn 16. september 1988 „Hann Hlynur okkar lenti í bflslysi í gærkvöldi og hann er dá- inn.“ Þvflík harmafregn! Mig setti hljóðan og vansæld og vanmáttar- kennd gripu mig. Af hvetju hann? Aðeins örfáum stundum áður voru flestir úr fjölskyldunni saman komnir eins og venjulega í Skeiða- réttum. Nú ætlaði Hlynur að fara með vinum sínum á sinn fyrsta réttadansleik, ferð sem aldrei var farin til enda. Ekki óraði okkur fyrir því að þessi dagur yrði okkar síðasta sam- verustund. Hljmur var okkur sér- staklega hjartfólginn og í honum sáum við fyrirmynd alls þess sem foreldrar óska sér í fari sonar. Hann var sérstaklega bamgóður og nutu dætur okkar þess í ríkum mæli. Allt frá því Hlynur komst á legg dvaldi hann í sveit á sumrin hjá ömmu og afa á Votumýri. Hann lagði sérstaka rækt við sveitina og var þar eins oft og hann gat í frístundum sínum. Þar hafði hann fjórhjólið sitt sem hann hafði mikla unun af. Sjaldan eða aldrei er vamaleysi mannsins jafn augljóst og á stund- um sem þessum þegar fólk er hrif- ið á brott fyrirvaralaust. Stærstur er missir foreldra og systkina. Elskulegri og betri son og bróðir er vart hægt eða hugsa sér enda mun vandfyllt það tómarúm sem han skilur eftir sig. Elsku Halla, Búi, Elín Hmnd og Eiríkur Steinn, megi algóður Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg en höfum hugfast að Hlynur gerði heiminn og tilvemna betri með til- vist sinni þótt hún yrði allt of stutt. Hafí elsku Hlynur þökk fyrir allt. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Br.) Guðni og Helga Það sló þögn á okkur, vinahóp Hlyns, þegar við heyrðum af hinu hroðalega slysi sem hann hafði lát- ist í ásamt þrem öðmm unglingum. Okkur hafði aldrei flogið það í hug í alvöru, að slfld skarð yrði hoggið í okkar vinahóp. Hlynur var hress og góður fé- lagi, alltaf síbrosandi og mikil drif- fjöður í okkar vinahópi. Hann var ávallt til staðar er á þurfti að halda, og hinn besti félagi er eitthvað bját- aði á hjá okkur hinum, enda hrein- skilinn og ófeiminn að segja það sem honum bjó í bijósti. Iþróttir áttu hug hans alian, og æfði hann handbolta af miklum áhuga hjá KR, og stundaði þær æfíngar af miklu kappi. Fjórhjól vom líka stórt áhugamál hjá Hljmi, enda notaði hann hvert tækifæri sem hann gat til að fara í sveitina til afa síns og ömmu, að Votumýri á Skeiðum, en þar átti Hfynur fjórhjól og gat not- að sér frelsið í sveitinni til þess að veita þessu áhugamáli sínu útrás. Hlynur var mjög félagsljmdur þó áhugi hans fyrir dansleikjum væri takmarkaður, átti það þó fyrir hon- um að liggja, að látast í bflslysi þegar hann ásamt frænda sínum og vini var á leið á eitt af sínum fyrstu réttarböllum. Enginn ræður sínum næturstað segir máltækið, enda sýnir það best að allar áætlan- ir sem við félagamir ásamt Hlyni gerðum um komandi framtíð, fá hvergi staðist. Hið stóra skarð í okkar vinahóp verður ekki fyllt, ávallt mun verða tómarúm í hugum okkar félaganna þar sem Hljm vant- ar í hópinn. Trúin okkar á að við hittumst öll aftur hinum megin, er okkur þó nokkur styrkur. Foreldr- um og systkinum Hlyns svo og öll- um aðstandendum vottupi við okkar dýpstu samúð og megi Guð styrkja þau í þessarí miklu raun. Með bestu kveðju. PJ. Chiarolanzio, Guðmundur Kristjáns., Anna Margrét, Óli Elvar, Gísli Geir, Ami Árnason. t Maðurinn minn og faðir okkar, ÖSKAR SIGURÐSSON bóndi, Hábæ, Þykkvabæ, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 25. september. Ágústa Árnadóttir og dætur hins látna. t Eiginmaður minn, SVAVAR ERLENDSSON, Iðufelli 10, sem lést 18. september sl. verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 28. september kl. 15.00. Agnes Helga Hallmundsdóttir. t Ástkær sonur okkar og bróðir, INGÓLFUR HELGASON, Birkihlíð 20, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu 24. september. Árný Jónsdóttir, Helgi Gestsson og systkini hins látna. t Systir okkar, KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR, Hátúni 12, lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 11. september. Útför hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir færum við Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra og hjúkrunarfólki í Hátúni 12. Nanna Ólafsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir. Laugardaginn 17. september sl. fi-éttum við að elskulegur frændi okkar hann Hlynur Ingi hefði verið tekinn frá okkur í hörmulegu slysi. Hann var lífsglaður og hamingju- samur 15 ára strákur sem var í blóma iífsins og átti allt lífíð fram- undan. Hann var hjálpfús á allan hátt og oft var gaman að uppátælg- um hans. Við áttum margar góðar stundir saman í sveitinni hjá ömmu og afa og einnig hér heima. Við viljum með þessum orðum kveðja hann Hlyn okkar hinstu kveðju og um léið votta hans nánustu okkar dýpstu samúð, þó sérstaklega for- eldrum hans, Höllu og Búa, og systkinum, þeim Elínu Hrund og Eiríki Steini. Megi þessum yndis- lega frænda okkar líða vel þar sem hann er núna. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V.Briem). Ruth og Ásgerður Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund. En lofaðu engan dag fyrir sólarlags stund. Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund. Og lukkan hún er eilíf, þótt hverfi um stund. (B.S. Ingemann - Matth. Jochumsson) Fregnin um að hann Hfynur vin- ur okkar og frændi hafí látist af slysförum þann 16. september sl. kom eins og reiðarslag og eftir stöndum við hnípin og vanmáttug. Það er sárt að kveðja góðan vin og orð eru einskis megnug að manni fínnst. En það eru nú einmitt orðin og gerðir sem gera lífíð svo mikils- vert. Þannig var það með Hljm. Hann lét engan í friði, hafði óstöðv- andi lífslöngun sem hann deildi með öllum sem hann umgekkst. Oftar sem áður vorum við saman í sveitinni. Við höfðum ákveðið að fara deginum áður í réttimar með litlu krílin og Hljmur var friðlaus þar til hann hafði fengið far með okkur austur löngu áður. Hann varð að komast sem fyrst því hann hafði öðrum skyldum að gegna. Hann þurfti að fara á handboltaæf- ingu á laugardag og koma aftur austur síðdegis. Honum stóð á sama þó hann sæti þröngt á milli bama- stóla og hefði eitt í fanginu. Hann var einn af stóru strákunum sem alltaf var talinn upp ef á einn var minnst. Hún Berglind okkar sagði þegar við rejmdum að útskýra fyrir henni, 3ja ára, að Hlynur væri hjá Guði, svaraði hún: „Er Guð líka hjá strákunum?" Hann fór í sund með strákunum, Tryggvi og Ágústa, komið þið út á bakka, týnum maðk, fömm að veiða, koma á skauta, fara á skíði, siðast en ekki síst að fylgjast með ólympíuleikunum. Svona var hann Hlynur okkar, fullur atorku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.