Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 58
v'58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 STJORNARMYNDUNARVIÐRÆÐURNAR: ^Einsdæmi að koma með viðbótarflokk svo seint - segir Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins ÓLAFUR Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins sagði á blaðamannafundi á sunnudagskvöld að Stcingrimur Hermannsson hefði ýmist verið að mynda vinstri stjórn, eða stjóm með Borgara- flokknum, eða einhsvers konar stjórn með stuðningi einhverskonar þingmanna og ekki hefði verið hægt að vita frá klukkutíma tU klukkutíma hvers konar stjórn var verið að ræða við hann um. Meðal annars vegna þessa teldi þingflokkur Alþýðubandalagsins að orðið hefði trúnaðarbrestur í stjórnarmyndunarviðræðunum, og hann treysti því ekki að eðliegur samstarfsgrundvöllur gæti verið innan ríkisstjórnar með Framsóknarflokki og Alþýðuflokki. , Morgunblaðið/Bjami Olafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins á frétta- mannafundi á sunnudagskvöld. Ólafur Ragnar Grímsson formað- ur Alþýðubandalagsins boðaði til blaðamannafundar um klukkan 18 á sunnudag og sagði ástæðuna vera þá að hann teldi óhjákvæmilegt að birta fjölmiðlum ályktun þingflokks Alþýðubandalagsins eftir að Steingrímur Hermannsson formað- ur Framsóknarfiokksins hefði fyrr um daginn fjallað um stöðu Al- þýðubandalagsins í útvarpsvið- tölum. í ályktuninni, sem birt er í heild í Morgunblaðinu í dag, lýsir -j^Alþýðubandalagið yfir undrun sinni yfír því að aðfaranótt sunnudag hefðu hafist formlegar stjómar- myndunarviðræður milli Steingríms Hermannssonar og Borgaraflokks- ins og er því lýst yfir að þetta sýndi brest á trúnaði. Ólafur sagði síðan, í tilefni af útreikningum Steingríms Her- mannssonar um þingstyrkleika mögulegrar ríkisstjómar, að það hefði alltaf legið fyrir af hálfu Geirs Gunnarssonar þingmanns Alþýðu- j^bandalags að þótt hann væri andvígur stjórarmynduninni innan flokksins þá myndi hann lúta meiri- hlutavilja flokksins. Því hefði flokk- urinn haft fullt fylgi 7 þingmanna og þetta hefði alltaf legið ljóst fyr- ir. Ólafur sagðist hafa gert Steingrími grein fyrir stöðunni inn- an Alþýðubandalagsins, þar á með- al afstöðu Skúla Alexanderssonar sem hefði hins vegar verið með þeim hætti að þótt hann væri ekki reiðubúinn að areiða atkvæði gegn vantrausti á vaþntanlega ríkisstjóm Steingríms Mermannssonar, þá myndi hann greiða atkvæði með Qárlögum og stjómarfrumvörpum í þinginu. Olafur sagðist telja það mjög ‘'óheppilegt að Steingrímur Her- mannsson hefði á síðustu sólar- hringum þessara viðræðna verið samtímis í viðræðum um tvær teg- undir af ríkisstjómum. Annars veg- ar þá vinstri sinnuðu félagshyggju- stjóm sem alþýðubandalagsmenn hefðu talið sig vera að mynda. Hins vegar einhvers konar bræðing með Borgaraflokknum. Ólafur sagði að Steingrímur færi með rangt mál þegar hann segðist hafa tilkynnt sér að hann yrði að ræða formlega við Borgaraflokkinn. A laugardag hefði komið bréf frá Borgaraflokknum sem alþýðu- bandalagsmenn hefðu hlegið góð- Iátlega að, vegna þess að þar var það sett sem skilyrði að Albert Guðmundsson yrði utanríkisráð- herra. „Ég varð hins vegar fljótlega var við að Steingrímur tók bréfið alvarlegar en ég, og benti honum þá á það að þessi flokkar, sem væru að mynda vinstri stjóm, kæmu sér fyrst saman um sameig- inlega stefnu og Alþýðubandalagið væri ekki reiðubúið í stjóm með Borgaraflokknum þótt það væri reiðubúið til þess að eiga samstarf við einstaka þingmenn Borgara- flokksins sem hefðu stutt þessa ríkisstjóm," sagði Ólafur Ragnar. Hann sagðist hafa bent Steingrími á að Alþýðuflokkurinn hefði allan tímann mótmælt því að Borgaraflokkurinn yrði einhvers- konar aðili að vinstri- og félags- hyggjustjórn enda hefði Albert Guðmundsson lýst því yfir í Morg- unblaðinu að ef Borgaraflokkurinn yrði í stjóm þá yrði hún ekki vinstri stjóm. „Þannig að þessi ummæli Steingríms Hermannssonar eru Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins samþykkti einróma eftir- farandi ályktun frá formanni Alþýðubandalagsins um hádegis- bil á sunnudag: Þingflokkur Alþýðubandaiagsins lýsir yfir undrun sinni á þeim vinnu- brögðum sem viðhöfð hafa verið og ekki rétt en kannski hefur hann verið í þessum viðræðum við Borg- araflokkinn til að skapa sér sterk- ari stöðu til þess að fiska hina frægu huldumenn sem áttu að birtast þeg- ar þessi stjóm kæmi á laggimar," sagði Ólafur Ragnar. Hann bætti við að skýringin á þessari atburða- rás væri hugsanlega sú að Borgara- flokkurinn hefði verið að flosna upp og Steingrímur hefði verið að fiska í gmggugu vatni eða þá að hann hefði verið í þessu stjómarmyndun- artafli að reyna að skapa sér tvo möguleika samtímis. Ólafur Ragnar sagði að fyrri samþykkt þingflokks Alþýðubanda- lagsins, þar sem fallist var á samn- ingsrétt 15. febrúar, hefði verið dregin til baka vegna þess að ekki hefði verið ljóst hvers konar ríkis- stjóm Steingrímur Hermannsson var að mynda. Því hefði verið erfítt fyrir Alþýðubandalagið að sam- þykkja tillögu um að ganga í vinstri stjóm ef maðurinn með stjómar- myndunarumboðið kæmi síðan og segði: Nú á þessi litli Sjálfstæðis- flokkur að vera með. Spurður um hvort málefna- ágreiningur væri milli Borgara- flokksins og þeirrar stjómar sem verið var að mynda, sagði Ólafur að Alþýðubandalagið hefði ekki rætt nema einu sinni við Borgara- flokkinn, og það hefði gerst áður en Steingrímur Hermannsson fékk stjómarmyndunarumboðið. Það hefði komið fram að nokkur ágrein- ingsefni væru á milli fiokkanna og auk þess hefði Albert Guðmundsson komið hafa óvænt í ljós á lokastigi stjómarmyndunartilraunar Steingríms Hermannssonar. Eftir mikla vinnu sem lögð hefur verið í gerð stjómarsáttmála milli væntan- legra samstarfsaðila, Framsóknar- flokks, Alþýðubandalags Alþýðu- flokks og Samtaka um jafnrétti og félagshyggju, kom fram í fjölmiðl- farið um Alþýðubandalagið og sig sem formann þess ýmsum orðið sem gæfu ekki til kynna góðan sam- starfsgrundvöll. Hann sagði síðan að það hefði aldrei gerst áður í íslenskum stjómmálum að þrír flokkar hefðu unnið dögum og nótt- um saman að gerð málefnasamn- ings félagshyggju og vinstri stjóm- ar, og sama daginn og ríkisstjómin átti að komast á laggimar hefði stjómarmyndunarumboðshafinn komið með viðbótarflokk og sagt um í morgun að síðustu nótt hefur formaður Framsóknarfloiksins átt formlegar viðræður um inngöngu Borgaraflokksins í þessa ríkisstjóm án vitundar og þvert gegn yfírlýst- um vilja þingflokks Alþýðubanda- lagsins. Sú tillaga um málefnagrundvöll nýrrar ríkisstjómar sem formenn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags gengu frá í gær ásamt Stefáni Valgeirssyni var um málefnagrundvöll vinstri stjóm- ar. Innganga Borgaraflokksins hefði því breytt eðli þessa sam- starfs. Auk þessa virðist nú heldur ekki Ijóst hvort allir viðræðuflokkamir að einnig ætti að ræða við hann. Aðspurður um ágreining í mið- stjóm Alþýðubandalagsins varðandi afstöðu til stjómarþátttöku sagði Ólafur það rétt að mismunandi skoðanir hefðu verið innan flokks- ins. „Hjá okkur sem vomm í þessum viðræðum toguðust á allan tímann annars vegar tilraunir okkar til að koma á fullum samningsrétti og hins vegar hvað við ættum að fóma miklu af því til að koma á vinstri sinnaðri stjóm í landinu sem hér em reiðubúnir að samþykkja það ákvæði í málefnasamningnum sem hindra byggingu nýs álvers. Þetta tvennt vekur miklar efa- semdir um að nauðsynlegt trúnað- artraust sé fyrir hendi milli flokk- anna til að ný ríkisstjóm geti náð árangri. Þar við bætist að fyrir tveimur dögum síðan töldu forystumenn Alþýðubandalagsins að þeir hefðu gert samkomulag við forystumenn Framsóknarflokks og Alþýðuflokks um ákvæði stjómarsáttmálans er snertu samningsrétt og kjarasamn- inga. Það samkomulag hélt hins vegar ekki og mjög erfíð staða var í allan gærdag í viðræðum flokk- anna vegna þessarar atburðarásar. Eigi ríkisstjóm Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags að vera byggð á traust- um grunni og ná árangri í verkum sínum er nauðsynlegt að trúnaður ríki milli samstarfsaðila. Þingflokkur Alþýðubandalagsins telur því óhjákvæmilegt að fá úr því skorið í ljósi allra þessara at- burða hvort væntanlegir samstarfs- aðilar í nýrri ríkisstjóm vilji sýna vilja sinn til samstarfs í verki með því að koma nú til móts við þær tillögur um samningsrétt og kjör sem Alþýðubandalagið hefur sett fram í viðræðunum. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 Sími: 6210 66 A EGAÐ TAKA ÞATTIVORUSYNINGU HÉRÁ LANDI/ERLENDIS? HVERNIG NÆST MESTUR ÁRANGUR? Námskeið ætlað þeim starfsmönn- um sem hafa umsjón með kynningu á framleiðsluvörum og markaðs- setningu þeirra. EFNISATRIÐI: • Helstu þættir vörukynningar • Undirbúningur þátttöku á vörusýningu • Undirbúningur kynningarherferða • Störfá sýningarsvæði •- Úrvinnsla gagna að sýningu lokinni. LEIÐBEINANDI: SigurðurÁgústJensson frá Útflutningsráði íslands. TÍMIOG STAÐUR: 6. okt. kl. 8.30-17.30 íÁnanaustum 15. Ályktun Alþýðubandalagsins um stj órnarmyndunarviðræðurnar: Efasemdir um að nauðsynlegt trúnaðartraust sé fyrir hendi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.