Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 27 Viðskiptasamningur undirritaður við EB Brussel. Reuter. UNGVERJAR undirrituðu í gær verslunarsamning við Evrópubanda- lagið og segja ungverskir ráðamenn að samningurinn endurspegli bætt samskipti Austur- og Vestur-Evrópu. Samningurinn hefiir í for með sér að allir innflutningskvótar á ungverskar vörur í EB falla niður. í staðinn heita Ungveijar því að fyrirtælqum í EB verði gert auðveldara að komast inn á ungverskan markað. Talsmenn EB lögðu áherslu á það veijalands, Jozsef Marjai, lagði að samningurinn og stjómmálasam- band EB við Ungveijaland, sem nýlega var tekið upp, staðfesti þá jákvæðu þróun er orðið hefði í sam- skiptum EB við Austur-Evrópuríkin. Á þessu ári var í fyrsta skipti komið á formlegum tengslum milli EB og efnahagsbandalags kommúnistarílq- anna, COMECON. Aðstoðarforsætisráðherra Ung- mikla áherslu á pólitíska merkingu samningsins við undirritun hans. „Takist að afnema algerlega pólitíska og hemaðarlega misklíð jafnt sem efnahagslegan, vísindaleg- an og tæknilegan aðskilnað sem orð- ið hefur milli hinna tveggja hluta Evrópu þá gæti álfan okkar aftur leikið sitt sögulega hlutverk í þróun siðmenningarinnar," sagði Maijai. Heath gagnrýnir sjónarmið Thatch- er varðandi EB St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðan Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsms. EDWARD Heath, þingmaður íhaldsflokksins og fyrrum forsætisráð- herra Bretlands, gagnrýndi harkalega ummæli, sem Thatcher við- hafði í síðustu viku um framtíð Evrópubandalagsins. Hann sagði, að ræða hennar í Briigge í Belgíu hefði skaðað hagsmuni Breta í Evrópu verulega. I viðtali við BBC-útvarpið á laug- ardag sagði Heath, að menn á meg- inlandinu vissu ekki, hver stefna Breta væri, vegna þess að þeir teldu, að ummæli Thatcher í síðustu viku væm í beinni mótsögn við afstöðu hennar, þegar hún undirritaði lögin um innri markað bandalagsins. Heath sagði einnig, að gagnrýni á embættismannavald innan EB væri á misskilningi byggð. Embætt- ismenn EB í Brússel væru færri en starfsmenn borgarstjómarinnar í Edinborg. Síðan bætti hann við: „Okkur er sagt, að stjómmálaeining Evrópubandalagsins hafi aukna mið- stýringu í för með sér. Sú stjóm, sem nú situr í Bretlandi, er mesta miðstýringarstjóm í allri sögu lands- ins. Hún hefur þurrkað út töluvert af sveitarstjómum, svipt sveitar- stjómimar miklu af valdi sínu og safnað svo miklu valdi saman í stjómarráðinu í London, að hveijum íhaldsmanni hlýtur að þykja það ótrúlegt.“ Young lávarður viðskiptaráðherra svaraði gagnrýni Heaths og sagði, að Bretar vildu, að Evrópa væri sam- keppnishæfari með minni ríkisaf- skiptum og gæti átt góð viðskipti við umheiminn. Hann sagði, að ræða Thatcher hefði einnig verið mun hliðhollari Evrópu en menn vildu vera láta. Hann sagði það rangt, að ræðan hefði reitt leiðtoga annarra Evr- ópuríkja til reiði. Hann fyndi lítinn stuðning við aukin afskipti EB af efnahagslífinu og við hugmyndina, að á næstu tíu ámm yrðu til banda- ríki Vestur-Evrópu. Edward Heath er einhver hvass- asti gagnrýnandi Thatcher-stjómar- innar og mun beinskeyttari og harkalegri en hin formlega stjómar- andstaða. Þakklátur innflytjandi í Noregi. Á þessu ári hafa verið sett ný lög sem gera yfirvöldum kleift að meina útlendingum landvist sæki þeir um hana af pólitískum ástæðum en fyrir voru ströng lög sem hömluðu gegn landvistar- leyfi þeirra er vildu njóta góðra lífskjara i landinu. þeirra sem þar leita hælis árlega aukizt á síðustu þremur ámm úr 800 í 8.200 árið 1987. Megin ástæðan fyrir þessari aukningu er að í Danmörku og Svíþjóð hafa strangari reglur verið teknar upp varðandi pólitíska flótta- menn, sem svo hafa leitað til Nor- egs þegar önnur sund vom lokuð. Flestir hafa komið frá Sri Lanka, íran og Chile, og sjö af hveijum 10 hafa fengið landvistarleyfi. Flugfélög sektuð Samkvæmt nýju lögunum geta yfírvöld frá næstu áramótum sektað flugfélög fyrir að flytja útlendinga án vegabréfaáritana til Noregs. Annette Thommessen, fram- kvæmdastjóri flóttamannastofnun- arinnar norsku, óttast að með þess- um lögum verði svo til alveg komið í veg fyrir áframhaldandi komu flóttamanna til landsins. Christensen ráðuneytisstjóri bendir hinsvegar á að þeir flótta- menn sem koma til landsins í fram- tíðinni öðlist fyllri réttindi og fái betur notið örlætis Norðmanna gagnvart innflytjendum (ríkið greiðir rúmlega 3 milljarða NKr - rúmlega 20 milljarða ísl. kr. - í aðstoð við innflytjendur árlega). Þeirri fullyrðingu ráðuneytis- stjórans svarar Annette Thommess- en á þessa leið: „Við verðum með glæsilega móttökusali en þar verða engir flóttamenn." Norðmenn hafa áunnið sér verð- skuldað lof fyrir örlæti í garð þróun- arríkjanna þar sem þeir veija árlega 6,7 milljörðum NKr (rúmlega 45 milljörðum ísl. kr.), eða 1,1% af þjóðartekjum sínum, í aðstoð, en af þeirri upphæð renna 2,1 milljarð- ur NKr (um 14,2 milljarðar ísl. kr.) til ríkja í Afríku. Gro Harlem Brundtland forsætis- ráðherra hefur ef til vill náð að afla sér viðurkenningar á alþjóða- vettvangi, en hún verður nú að líta sér nær og gera sér grein fyrir til- finningum kjósenda sinna í garð innflytjenda. Eitt er að bjóða afrísk- um blökkumönnum til Oslóar til ráðstefnuhalds í eina viku, en allt annað að opna landið upp á gátt svo að fátækir íbúar þriðja heimsins fái þar framtíðaraðsetur. Heimild: Financial Tinies. OLYMPÍUTÆKIÐ FRÁ SANYO 2553 S“ak'!.«í,T““k■", 1 „v.Ja * Stækka myndina 16 sinnum? * Sknð^th" a útsendin9u- °9 skoða vafaatriði, þegar þau eru að gerast? * f! L tburðarssina.. myndramma eftir myndramma? 9 ‘? Fylgjast með Olympiuleikunum á báðum stoðvum samtímis (mynd í mynd). SANYO D500 hefur alla þessa möguleika oq marga fleiri. a Komdu og skoðaðu SANYO myndbands- tækin og láttu verðið koma þér á óvart. 1 ■« V, , . • _ 1 *- j - l <V. • " ntf'A 'iryiU''"If" i t :f,1 r-t F'ÁCk \t|V SAHYO - Skrefi framar Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 - Simi 69 16 00 Stjórnunarfélag íslands A TÖLVUSKÓU M, Ánanaustum 15, Reykjavík, sími 91-621066. Viltu gera þínar auglýsingar eða f réttabréf sjálfur? En handbækur og bæklinga? Page Maker er rétta hjálpartækið tilþess. Page Maker hjálparþér að stilla upp texta og myndum og velja leturgerð og leturstærðir á einfaldan og fljót- legan hátt. Page Maker er mjög öflugt bæði til uppstillingar á löngum ritum og stökum siðum. Á þessu námskeiði lærirþú að setja upp auglýs- ingar, fréttaþréfog handbækur með aðstoð Page Maker kerfisins. Farið verður í helstu reglur við umbrot og hvað ber að varast íþeim efnum. Leiðbeinendur: Sigurjón Jónsson leiðbeinandi og Ottó Ólafsson teiknari FÍT. Tími og staður: 3.-6. október kl. 13.30 til 17.30 í Ánanaustum 15,2. hæð. Áskriftarsíminn er 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.