Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 18 haldið hlífiskildi yfir ölium skussum endalaust á kostnað aimennings. VII Efnahagsvandinn nú er öðruvísi en oft áður að því leyti meðal ann- ars, að stjómmálamenn hafa ekki þurft að eyða tíma í leit að söku- dólgum. Fýrirtæki, sem ramba á barmi gjaldþrots þrátt fyrir undan- gengið góðæri, hafa gefíð sig fram að fyrra bragði. Stjómendur margra þeirra hafa viðurkennt það fúslega að hafa tekið of mikið fé að láni. Það er kjami neyðarvand- ans nú, þótt annað hafí lagzt á sömu sveif og undirrótin sé of mik- il verðbólga og rammskakkur rekstrargmndvöllur fyrirtækjanna af hennar völdum. Það er ljóst af áformum fráfar- andi stjómarflokka, að almenningur á nú enn einu sinni von á háum reikningi frá ríkinu, að miklu leyti vegna þessa fyrirhyggjuleysis í fjár- málum fyrirtækja og banka. Ríkið hefur velt rekstrarvanda óarðbærra fyrirtækja yfír á almenning í stóram stfl með gengisfellingum og pen- ingaprentun á liðnum áram í stað þess að draga fyrirtækin til ábyrgð- ar á eigin fjárhag og knýja þau til nauðsynlegrar hagræðingar og end- umýjunar. Þetta háttaiag hefur að sínu leyti aukið verðbólguvandann. Sérfræðingar, sem hafa kannað áhrif kvótakerfísins, hafa til dæmis sýnt fram á það með þungum rök- um, að það væri hægt að veiða jafn- mikið af botnfíski og nú er gert með allt að 40% minni fiskiskipa- flota og minni tilkostnaði eftir því. Þetta er órækur vottur um offjár- festingu og sóun í sjávarútvegi. Það er trúlegt, að svipað eigi við um fjárfestingu í fiystihúsum og físk- vinnslutækjum. Fordómalaus rann- sókn óháðra aðila gæti skorið úr því. Öflugt hagræðingarátak, til dæmis fækkun og stækkun físk- vinnslustöðva, myndi allavega treysta fjárhag útvegsfyrirtækja með tímanum og draga úr þörf þeirra fyrir sífellt gengisfall og áframhaldandi verðbólgu eða ann- ars konar kjaraskerðingu almenn- ings. Sams konar hagræðingar er að sönnu þörf víða annars staðar í þjóðarbúskapnum, ekki sízt í land- búnaði, ríkisrekstri og bönkum, en það er að vísu önnur saga. VIII Stjómmálamenn hafa samt ekki sýnt aukinni hagræðingu í sjávarút- vegi sérstakan áhuga að undan- fömu, heldur hefur umræða þeirra snúizt að mestu um það, með hvaða hætti sé hægt að flytja fé frá al- menningi til útvegsfyrirtælq'a að óbreyttu ástandi. Margir þeirra virðast telja, að aukin hagræðing hlyti að raska heilbrigðu jafnvægi > byggð landsins. Það er ekki skyn- samleg skoðun að mínum dómi. Öðram þjóðum, til dæmis Norð- mönnum, hefur tekizt það prýðilega að halda jafnvægi í stijálli lands- byggð án þess að velta rekstrar- vanda fyrirtækja í sífellu út í verð- lagið í landinu og skerða lífskjör almennings með því móti, jafnvel þótt norsk fyrirtæki (og bankar) hafí orðið fyrir ýmsum skakkaföll- um að undanfömu. Tölumar segja sitt. Verðbólga hefur verið um 8% á ári að meðal- tali í Noregi síðan 1970, en 37% á íslandi. Það er tæpast tilviljun, að hagvöxtur hefur verið miklu örari í Noregi en hér þennan tíma; þjóðar- tekjur á hvem Norðmann hafa tvö- faidazt síðan 1970, meðan þjóðar- tekjur á mann hér heima hafa aukizt urn 70%. Þetta þýðir, að þjóð- artekjur íslendinga væra næstum 200.000 krónum hærri á hvert mannsbam í landinu en þær era nú, ef við hefðum búið við jafn- mikinn hagvöxt og Norðmenn síðan 1970. Við Islendingar gætum næst- um öragglega náð sama árangri og Norðmenn, ef við vildum. Hitt verðum við líka að hafa hugfast, að ríkisvaldið hefur miklu minni bein afskipti af rekstri fyrir- tækja og banka í Noregi en hér heima. Hagsmunatengsl milli fyrir- tækja, banka og stjórnmálamanna era miklu minni þar en hér. Til dæmis era þrír fjórðu hlutar norska bankakerfísins í einkaeign og fjórð- ungur í ríkiseign, þveröfugt við stærðarhlutföllin í okkar banka- kerfí. Skilyrði stjómmálamanna til að hygla óarðbæram rekstri um- bjóðenda sinna á kostnað annarra era því miklu lakari í Noregi en hér heima, jafnvel þótt rangfjárfesting hafí valdið vaxandi vandræðum í norskum þjóðarbúskap að undan- fömu. Það er allavega nauðsynlegt nú sem fyrr að draga veralega úr óæskilegum hagsmunatengslum með róttækri endurskipulagningu í íslenzkum sjávarútvegi og í banka- kerfínu. Það væri líklega vænlegast til árangurs að kveðja til landsins erlent ráðgjafarfyrirtæki, sem er hafíð yfír allan hugsanlegan hags- munaágreining hér heima, og fela því að gera tillögur um aðgerðir, sem dygðu til að auka hagkvæmni og sjálfsábyrgð í sjávarútvegi og bankarekstri til frambúðar. Og eitt er víst. Ef svo fer sem horfir, að næsta ríkisstjóm lætur það duga nú sem fyrr að flytja fé til fallvaltra fyrirtækja og forða þeirri þannig frá yfírvofandi gjald- þroti með því að skerða kjör al- mennings, þá er efnahagsvandinn í raun og vera óleystur eftir sem áður. Þá mun fljótlega sækja aftur í sama horf. Það hlýtur því að vera höfuðverkefni næstu ríkisstjómar, eins og allra annarra stjóma mörg undangengin ár, að skapa fyrir- tækjum viðunandi starfsskilyrði með því að draga úr verðbólgu, sem er höfuðmeinsemdin í efnahagslíf- inu. Ágreiningur fráfarandi stjóm- arflokka um uppfærslu, millifærslu og niðurfærslu snýst þó ekki um það nú, að því er séð verður, heldur um hitt, hvaða kjaraskerðingarað- ferð almenningur er líklegastur til að sætta sig við átakalaust. Um hitt er ekki skeytt sem skyldi, hvort launþegar era yfirhöfuð til viðtals um kjaraskerðingu nú, að svo miklu leyti sem vandi fyrirtækjanna er fólginn í fyrirhyggjuleysi þeirra í íjármálum í undangengnu góðæri. Reynslan sker úr því. IX Næsta ríkisstjóm þarf að gera almenningi skýra grein fyrir um- fangi þess rekstrarvanda, sem sjáv- arútvegsfyrirtækin eiga við að etja, og hvemig hann skiptist milli ólíkra fyrirtækja. Sú greinargerð þarf að vera hafín yfír allan hugsanlegan hagsmunaágreining milli ólíkra stjómmálaflokka. Að því verki loknu verður hægt að taka skyn- samlega afstöðu til þess, hvort og þá með hvaða hætti ríkisvaldið á að reyna að hjálpa til við að leysa vanda fyrirtælq'anna til frambúðar. Hver sem niðurstaðan verður, þá virðist það einsýnt, úr því sem kom- ið er, að ýmis fyrirtæki munu óhjá- kvæmilega þarfnast aðstoðar ríkis- ins í einhverri mynd um tíma, ekki aðeins til að geta haldið áfram rekstri, heldur líka til að geta stað- ið í skilum við bankana. Slík aðstoð gæti tekið á sig ýmsar myndir. Til dæmis gæti það reynzt skynsamlegt að gefa þessum fyrirtælq'um eftir einhvem hluta bankaskulda þeirra, svo sem erlendir bankar hyggjast nú eftir vandlega umhugsun fyrir- gefa sínum skuldunautum í fá- tækrarílq'um þriðja heimsins. Slíkri eftirgjöf á kostnað almennings þyrftu nauðsynlega að fylgja ströng skilyrði um endurbætur í rekstri eða jafnvel eigendaskipti að viðkomandi fyrirtækjum til að draga úr líkum þess, að sagan endurtaki sig innan tíðar. Ef illa reknum fyrirtækjum er á hinn bóginn bjargað skilyrða- laust, þá er hætt við áframhaldandi öngþveiti enn um sinn. X Það er hins vegar tómt mál að tala um bjargráð handa fyrirtækj- um, sem skjögra til falls á skakkri undirstöðu vegna langvarandi óreiðu í efnahagsmálum þjóðarinn- ar, ef ríkisvaldið heldur áfram að heykjast á því höfuðverkefni að draga úr verðbólgu og skapa þann- ig fullnægjandi afkomuskilyrði handa atvinnulífinu í landinu. Þess vegna hvflir mikil ábyrgð á herðum næstu ríkisstjómar. Höfundur er hagfrseðiprófessor við Háskóla íslaads. SPBC3AI? Ódýrt en best Skötuselssúpa Monkfish soup kr. 225.- Humarsúpa Lobstersoup kr. 395.- Pasta með krækling í hvítlaukssósu Pasta with mussels in garlic sauce kr. 325.- Rækjur með hrísgrjónum barbecue Shrimps with rice barbecue kr. 325.- Ofnbakaður saltfískur lasagne Ovenbaked saltfish lasagne kr. 795.- Hámerisbauti í rauðvíni Steak of porbeagle in redwinesauce kr. 695.- Grísarifjar í súr sætri sósu Pork rib in sweet and sour sauce kr. 810.- Reykt súla með sveppasósu Smoked gannet with mushroomsauce kr. 895.- Pönnusteikt smálúða að eigin vali Panfried flounder at your choose kr. 795.- Að sjálfsögðu er einnig boðið uppá okkar rómaða la carte“. Jjjy ARNARHÓLL RESTAURANI___ opinn á kvöldin frá kl. 18:00, þriðjud. til laugard. pantanasími 18833 Hverfisgötu 8—10 Kominn er út nýr flokkur verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs. Hægt er að velja um: 3ja ára bréf með ársávöxtun 8,0%, 5 ára bréf með árs- ávöxtun 7,5% og 8 ára bréf með ársávöxtun 7,0%. Spariskírteini eru í 5.000, 10.000, 50.000, 100.000 og 1.000.000 króna einingum. Þau eru ríkistryggð og fyrir einstaklinga utan atvinnurekstrar eru þau tekju- og eignarskattsfrjáls og því bæði örugg og arðbær fjárfesting. Spariskírteini ríkissjóðs fást á afgreiðslustöðum Landsbanka íslands og þar er jafnframt séð um innlausn eldri spariskírteina. Nánari upplýsingar fást hjá Verðbréfaviðskiptum, Laugavegi 7 og hjá verðbréfadeildum í útibúum bankans um land allt. 4 - -y • jg jÆsmlb. > ÍÁ Landsbanki íslands Banki allra landsmanna § Wí 11' I fl 1 , í í ’ ■...............................................* JH. W: VK-' >í- aflP’jJH'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.