Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 A TIMAMOTUM Leiðrétt- ing á vísu Til Velvakanda. í ágætu útvarpsviðtali sem var endurtekið 22. september, heyrði ég að farið var með eina vel kunna vísu eftir Þorstein Erlingsson. Vísan er á þessa leið: Meinleg örlög margan hijá mann og ræna dögum. Sá er löngum endir á Islendinga sögum. í útvarpsviðtalinu var farið rangt með annað erindi vísunnar en þar var sagt „mann og svipta dögum" og vildi ég því koma þessari leiðrétt- ingu á framfæri. Auðunn Bragi Sveinsson Velvakandi góður. Nú er enn komið að tímamótum, slæm tíðindi hafa gerst þar sem stjómarslitin eru annars vegar. Nú hafa arðránsflokkamir (vinstri flokkamir) að öllum líkindum náð völdum á ný. Það er varla að búast við því, sem vonlegt er, að Sjálf- stæðismenn verði í nýrri ríkisstjóm án kosninga. Ég tala um arðráns- flokka vegna þess að greinilega er komið fram að skattur ofan á skatt er eina leiðin sem þessir flokkar sjá. Það hefur verið stefna þeirra þegar þeir hafa starfað saman og því er mjög líklegt að ný verðbólgu- stjóm sé í aðsigi. Ég tel Steingrím Hermannsson bera alla ábyrgð á þeim umskiptum sem nú em orðin. Stefna Sjálfstæð- isflokksins hefur skaðast við núver- andi stjómarsamstarf. Þorsteinn Pálsson hefur teygt sig svo langt sem frekast er unnt til þess að halda saman stjóminni og ná sam- komulagi um raunhæfar aðgerðir í þágu lands og þjóðar. Steingrímur hefur auðsjáanlega ofmetnast af skoðanakönnunum og þolir ekkert minna en hæstu stöðu. Starfsemi SÍS er það sem nú á að bjarga og gengur fyrir öllu. Starfsemi útgerðarinnar og kaup- félaganna gengur illa og það á með lögum að fara í vasa þeirra sem líkur em á að eigi eitthvað aflögu. Skattleggja á sparifé sem áður er búið að greiða skatt af. Einkaeign og atvinnurekstur einkaaðila á að skattleggja með nýjum og hærri sköttum. Með skattlagningu spari- §ár og iækkun vaxta umfram lækk- andi verðbólgustig, er stuðlað að því að hætt verður að leggja fjár- muni inn í banka og þá skapast ný vandamál. Þorleifur Kr. Guðlaugsson, Skaftahlíð 7, Reykjavík. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Slæm meðferð á kindum Þessir hringdu .. Jakki tapaðist Hálfdán hríngdi: „Yijóttur jakki úr bómullar- efni var tekinn í misgripum á Hótel Borg, laugardaginn 10. september. Hann er svartur, grár og hvítur að lit. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 612255.“ Skór teknir í misgripum Erlingur hringdi: „í lok ágústmánaðar kom kona að nafni Dísa Hjálmars- dóttir í Skóvinnustofii Gísla Ferdinandssonar í Lækjargöt- unni. Hún var að sækja skóna sína en svo óheppilega vildi til að henni voru fengnir rangir skór. Konan sem á þessa skó er farin að sakna þeirra og við vonumst til að Dísa hafi sam- band sem fyrst til að þessi mis- tök verði leiðrétt." Kettlingur í óskilum Hlynur hringdi: „Svartur og hvítur kettlingur hvarf frá heimili sínu að Grens- ásvegi 60 þann 22. september. Hann er fimm mánaða gamall og gegnir nafninu Indí. Indí er ómerkt. Ef einhver hefur komið auga á hana er hann vinsam- legast beðinn að hringja í síma 681272. Kæri Velvakandi. Ég var að hlusta á fréttapistil frá Svarfaðardal í útvarpinu. Það var m.a. tekið viðtal við bónda þar. Það var vægast sagt ljót frásögn af aflífun fjár í fyrrahaust sem var drepið og grafið vegna riðuveikinn- ar. Kind var skotin á skurðbakka og svo var skrokknum hent ofan í skurðinn. En hvemig var með féð sem átti að aflífa næst? Voru kind- umar látnar horfa á meðan hitt féð var skotið þama fyrir augunum á þeim? Gamlar ær era næmar og það er grimmdarlegt að láta þær horfa á svona aðfarir. Því miður tilgreindi bóndinn ekki hverjir höfðu staðið þama að verki. Eg vil biðja Svarfdælinga og aðra bændur, sem verða að drepa síðasta fjárhópinn sinn í haust, að nota ekki svona gnmmdarlega aðferð og taka fyllsta tillit til blessaðra skepn- anna sinna. Ég vil skora á Dýravemdunarfé- lagið til að láta í sér heyra svo að svona atburðir endurtaki sig ekki. Ég vonast einnig til að heyra eitt- hvað frá bændum, að þeir skrifi um þetta, þvi ég treysti fólkinu í sveit- inni til að taka málstað kindanna okkar. Gömul sveitakona 55 Royal INSTANT PUWMHG Pll TllÞNC Ungir og aldnir njóta þess að borða köldu Royal búðingana. Bragðtegundir: — Súkkulaði, karamellu, vanillu og jarðarberja. I vetrarskoðun MAZDA eru eftir farandi atriði framkvæmd: 1 I Skipt um kerti og platínur. 1 Kveikja tímastillt. | Blöndungur stilltur. ) Ventlar stilltir | Vél stillt með nákvæmum stiUitækjum. ) Vél gufuþvegin. | Skipt um bensínsíu. k Rafgeymir, geymissambönd og hleðsla ' athuguð. ) Kannaður bensín, vatns- eða olíuleki. 1 Loftsía athuguð og hreinsuð, endumýjuð ' ef með barf. ) Viftureim athuguð og stillt. ) Slag í kúphngu og bremsupetala athugað. ) Frostþol mælt. ) Rúðusprautur stilltar og frostvari settur á. ) Þurrkublöð athuguð. i Silikon sett á þéttikanta hurða og far- / angursgeymslu. | Ljós stillt. ) Hurðalamir stilltar. ) Þrýstingur í hjólbörðum athugaður. Verð með söluskatti: Kr. 5.680.- (fyrir utan efniskostnað) JFEl BÍLABORG H.F. • J FOSSHÁLS11,SÍMI 68 12 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.