Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 5 Hæstiréttur: Vai'ðstjórar mega svipta HÆSTIRÉTTUR hefur úr- skurðað að lögreglustjóra sé heimilt að fela tilteknum ólög- lærðum starfsmönnum sínum, svo sem aðalvarðstjórum, fram- kvæmd ökuleyfissviptingar til bráðabrigða. Sakadómur Kópavogs hafði úr- skurðað að einungis lögreglustjóra og löglærðum fulltrúum hans væri slíkt heimilt. Ríkissaksóknari kærði úrskurð sakadómara til Hæstaréttar sem hnekkti forsendum úrskurðarins. Úrskurðurinn var þó ekki felldur úr gildi enda er mál mannsins nú til efnislegrar meðferðar hjá saka- dómi. Þrír ölvaðir íárekstrum ÞRÍR ökumenn, grunaðir um ölvun, lentu í árekstrum í Reykjavík frá hálfníu á föstu- dagsmorgni til klukkan hálfQ- ögur á laugardagsmorgni. Fyrsti áreksturinn varð milli tveggja bíla við sundlaugamar í Laugardal um klukkan hálfníu. Enginn slasaðist en bílamir skemmdust nokkuð. Annar öku- maðurinn er talinn hafa verið öl- vaður. Laust fyrir klukkan fimm varð annar árekstur á Miklubraut rétt austan við Lönguhlíð. Ökumaður annars bílsins er grunaður um ölv- un. Enginn slasaðist. Klukkan tæplega hálffjögur um nóttina varð svo árekstur á mótum Reykjanesbrautar og Breiðholts- brautar. Annar ökumaðurinn slas- aðist nokkuð og fór á slysadeild en hinn var grunaður um ölvun. Bílamir skemmdust talsvert. ísagörður: Þrjú tilboð í Olsen Skiptaráðandanum á ísafirði hafa borist þijú tilboð í þrotabú rækjuverksmiðju O.N. Olsen. Hæsta boð á ísfirðingur hf., 152 milljónir króna. Guðmundur Sigurðsson á Hnífsdal bauð 121 milljón króna og Óttar Yngvason 112 milljónir. Að sögn Bjöms Jóhannssonar fulltrúa bæjarfógetans á ísafirði verður tekin afstaða til tilboðanna um miðja vikuna. „Krakkar gegn sóðaskap“: Búið að saftia 150 þúsund tómum dósum „BÚIÐ er að safha um 150 þúsund tómum gosdósum í herferðinni „Krakkar gegn sóðaskap" sem er hluti af hreinsunarátaki Reykjavíkurborgar undir lgörorð- inu Láttu ekki þitt eftir liggja," sagði Gunnar Orn Jónsson, tóm- stundafúlltrúi þjá íþrótta- og tóm- stundaráði Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið. „Gosdrykkjaframleiðendur og Reykjavíkurborg greiða bömunum sitt hvora krónuna fyrir hveija dós sem þau safna í herferðinni sem lýk- ur um næstu helgi. Einnig verður hreinsunarátak innan skólanna og kjörorðasamkeppni vegna hreinsun- arátaksins," sagði Gunnar Öm Jónsson. Alltaf söm við sig, gamla Köben! Ef þig langar að gera þér eftirminnilegan dagamun stendur gamla, góða Köben alltaf fyrir sínu. í Kaupmannahöfn er vonlaust að láta sér leiðast. Dýrleg máltíð á góðum veitingastað, innlit í Montmartre djassklúbbinn, heimsókn í Louisiana safnið - þú finnur alltaf eitthvað skemmtilegt og nýtt. Með Flugleiðum áttu kost á mjög hagstæðum helgar- og vikufargjöldum í vetur: Helgarverð frá kr. 19.980,-* Vikuverð frá kr. 29.640,-** * Verð í gildi frá 1/10 - 31/3 ’89. 3 dagar, föstud. - mánud. ** Verð í gildi frá 1/10 - 31/3 ’89. 7 dagar. Staðgreiðsluverð. Gistimöguleikar t.d.: Cosmopol, Park, Imperial, Admiral, Selandia/Absalon. s i P.S. Athugið að þið fáið söluskatt (15%) endurgreiddan við brottför. Og á sunnudögum eru verslanir í Malmö opnar kl. 11-16 en þangað er aðeins 25 mín. sigling. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Fáðu nánari upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða, ferðaskrifstofum og umboðsmönnum um land allt. FLUGLEIÐIR Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og í Kringlunni. Upplýsingasími 25 100. Áskriftarsíminn er 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.