Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjörnuspekingur. Ég er í Hrútsmerkinu með Tungl, Júpíter og Neptúnus í Bogmanni, Merkúr og Sa- túmus í Nauti, Venus í Fisk- um, Mars í Geitinni, Úranus í Vog, Plútó og Rísandi í Meyju, og Miðhiminn í Tvíbura. Eg er fædd 14.4. 1971 kl. 17 í Rvík. Viltu vera svo vænn að segja mér eitthvað um mig í hnotskum. Með þakkar- og aðdáenda- kveðjum. Meme.“ Svar: Þú ert greinilega hress og reffileg, en samt sem áður jarðbundin og skynsöm. Það er Hrúturinn og Bogmaður- inn sem gefur léttleika, líf og eilítið kæmleysi, ásamt krafti og drífandi lífsgleði. Hið ágæta Naut, Meyja og Steingeit halda þér hins veg- ar á jörðinni. Möguleikarnir Þessi staða getur kallað á togstreitu og mótsagnir en getur einnig leitt til hæfileika á tveim ólíkum sviðum og þess að báðir'þættimir bæta - hvom annan. Mótsögnin Ef við byijum á hinni mögu- legu mótsögn, má segja að annars vegar finnir þú fyrir óþolinmæði, eirðarleysi og frelsisþörf og hins vegar fyr- ir metnaði og sterkri ábyrgð- arkennd. Jarðarmerkin vilja ná áþreifanlegum og hagnýt- um árangri en eldsmerkin eru óþolinmóð og vilja nýj- ungar og spennu. Það er því hætt við að líf þitt sveiflist á miili vinnutímabila og síðan ferðalaga og afslappaðri iðk- ana. JafnvœgiÖ Ef þér tekst á hinn bóginn að finna jafnvægi ættir þú að vera drífandi fram- kvæmdamanneskja, hug- myndarík, kraftmikil en skynsöm. Hrúturinn þorir að taka frumkvæði, byija og drífa ný verk áfram, en jörð- in ætti að tryggja raunsæi og hagsýni. Hœfileikar Ég tel að styrkur þinn sé fólginn í jákvæðum viðhorf- um, m.a. léttum tilfinningum (Bogmaður) og hæfileika til að umgangast ólfkt fólk (Venus í Fiskum). Þú býrð einnig yfir góðum skipulags- hæfileikum (Mars í Steingeit í afstöðu við Satúmus). Deilugjörn í korti þínu er ein afstaða sem þú þarft að gæta þín á, eða Sól-Mars spennuaf- staða. Hún táknar að þú ert skapstór og karftmikil en þér gæti hætt til að vera full deilugjöm og sjá samkeppni í hveiju homi. Þú þarft því að gæta þess að slaka á, en einnig getur verið gott að fá útrás fyrir þessa orku í íþróttum eða í vinnu sem kallar á samkeppnisanda. Þessi orka getur einnig birst í togstreitu, að óþolinmæði rekst á við fullkomnunar- þörf. Atvinna Kortið í hnotskum segir að þú sért framkvæmdamaður, en eldur og jörð saman eru frumþættir athafha. Vinna ;þín verður því að vera lifandi og gefa kost á athafnasemi. Daglega lífsmynstrið þarf að vera sveigjanlegt og laust við vanabindingu og endurtekn- ingar. Þú ættir að geta unn- ið við sjálfstæðan atvinnu- rekstur eða tekið þátt í Upp- byggingu fyrirtækja með öðrum. BRENDA STARR DÝRAGLENS FERDINAND SMAFOLK ALL RI6HT, I LL GIVE VOU MV APPRE56 50 VOU CAhl SEND'ME A CHRI5TMA5 CARP.. !T- ALL IM 60NNA P0 I55ENPY0U A CHRI5TMA5 CARPÍ PRINCIPAL'5 OFFICE 1987 United Feature Syndicate, Inc. Þá það, ég skal láta þig En það þýðir ekki að þú EG ÆTLA BARA AÐ Gleði í heimsbyggðinni hafa heimilisfangið og þú megir heimsækja mig! SENDA JÓLAKORT! SKRIFSTOFA SKÓLA- getur sent mér jólakort... STJÓRA. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þorlákur Jónsson og Guðm. Páll Amarson unnu boðsmót Bridssambands íslands, sem spilað var á Hótel Loftleiðum um helgina. Mótið var haldið til styrktar BSÍ og spiluðu pörin 20 í nafni fyrirtækja, sem lagt hafa sambandinu lið. Þorlákur og Guðm. Páll spiluðu fyrir Eim- skip. í öðm sæti urðu Jakob Kristinsson og Magnús Ólafsson (Iðnaðarbankinn), en þriðju urðu Hrólfur Hjaltason og Ásgeir Ásbjömsson (Málning). Alls vom spiluð 114 spil, eða 6 á milli para. Sigurvegaramir náðu góðri forystu á fyrri keppnis- degi, en þegar líða tók á mótið saxaðist á forskotið og fyrir síðustu umferð munaði aðeins 2 vinningsstigum á efstu pömm. Þetta spil úr lokaumferðinni réð úrslitum: Austur gefur, enginn á hættu. Vestur ♦ Á63 ♦ ÁDG95 ♦ KG764 ♦ - Norður ♦ DG5 ♦ K108742 ♦ 82 ♦ 72 Austur ♦ 742 ♦ 3 ♦ 53 ♦ ÁKG10854 Suður ♦ K1098 ♦ 6 ♦ ÁD109 ♦ D963 Það er alltaf gaman að taka upp 5—5 skiptingu og góð spil, en heldur skyggði það á gleði vesturs þegar austur vakti á þremur laufum á flestum borð- um. Meðal annars Þorlákur á móti Bimi Theódórssyni og Jóni St. Gunnlaugssyni: Vestur Norður Austur Suður G.P.A. J.S.G. ÞJ. B.T. 3 lauf Pass Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Dobl Pass Pass 3 grönd Dobl Allir pass Jón freistaðist til að end- uropna og eftir það var upp- skera AV tryggð. Þijú grönd fóm 4 niður, eða 800. Jakob og Magnús sáu í NS og gáfu einnig út 800 í spilinu, fyrir 4 spaða doblaða. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Viðureign Anatoly Karpovs fyrmm heimsmeistara við landa sinn Leonid Judasin á atskákmót- inu á Spáni vakti mikið umtal. Fyrst tefldu þeir skák þar sem Karpov lék sig í mát með gjömnn- ið tafl. Tíu mínútum eftir að skák- inni var lokið mótmælti Karpov úrslitum og sagði Judasin hafa lýst yfír mátinu áður en hann sjálfur hafði sleppt hendinni af drottningu sinni og lokið síðasta leik sínum. Ákveðið var síðan, með samþykki Judasins, að tefla nýja skák og kom þessi staða upp. Karpov lék síðast Hclxc4? Judasin lék 1. — d4? og tapaði skákinni um síðir. Hann átti hins vegar laglegan vinning í stöð- unni: 1. — Dxg2+!, 2. Kxg2 — dxc4+, 3. f3 — Hxdl og svartur hefur léttunna stöðu. Þessi skák var tefld í næstsíðustu umferð og Karpov náði sfðan að sigra á mótinu ásamt landa sinum Tukm- akov. (Heimiid sænska skákblaðið „Schacknytt".)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.