Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 . 44 Minning: MatthíasÞ. Guðmunds- son verksljóri Fæddur 10. september 1921 Dáinn 16. september 1988 Vinur okkar Matthías Þ. Guð- mundsson frá Viðey er látinn. Þrátt fyrir veikindi Matthíasar undanfarin misseri kom kallið nokk- uð óvænt. Matti, eins og hann var ævinlega kallaður heima í Viðey, er okkur systkinunum afar minnis- stæð persóna. Strax á unga aldri var hann einstaklega duglegur, áræðinn, athafnasamur og hjálp- samur. Matti var sonur Jóhönnu Bjamadóttur sem bjó í Viðey á æskuárum hans. Hann var elstur fimm systkina sem upp komust. Öll urðu þau mikið manndómsfólk. Þau eru: Hulda S. Guðmunds- dóttir, hjúkrunarkona, Guðmundur Guðmundsson, verslunarstjóri, Sveinn B. Hálfdánarson, vélfræð- ingur, og Örlygur Hálfdánarson, bókaútgefandi. Matti var ungur að árum þegar hann missti föður sinn. Hann drukknaði við hafskipabryggjuna í Viðey. Fljótlega komu í ljós hinir góðu eiginleikar Matta. Sá er þetta ritar minnist hans sem mikils flöl- skylduvinar og hjálparhellu föður okkar, þó hann væri ungur að árum. 'T'aðir okkar átti tvo báta á þessum árum, lítinn bát til fólksflutninga og stærri dekkaðan sem notaður var til vöruflutninga og einnig fisk- veiða. Oft var það að Matti hjálpaði föður mínum við þessi störf þegar hann gat komið því við vegna ann- arrar vinnu og skyldu við Qölskyldu sína. Matti og fjölskylda hans öll og foreldrar okkar urðu miklir vinir og hélst sú vinátta ævilangt. Ekki þarf mörg orð um það að slíkur drengur og atorkumaður var móður sinni og systkinum ómetan- leg hjálparhella. Aðeins 15 ára að aldri komst Matti á togara að eigin frumkvæði. Slík pláss lágu ekki á lausu á þeim tímum. Hann fékk skipsrúm á togaranum Skallagrími, gerður út af Kveldúlfí. í fyllingu tímans fór hann í Stýri- mannaskólann og á sjóinn aftur að loknu námi, allt til hann fer í land og gerist verkstjóri í fískvinnslu. Arið 1946 gekk hann að eiga fyrrverandi konu sína, Ragnheiði Guðmundsdóttur frá Hafnarfírði. Þau eignuðust tvö böm: Ragnheiði og Magnús. Síðari kona hans er Sigurveig Einarsdóttir frá Seyðis- firði. Þeirra bam er Kolbrún, sem var sólargeislinn í lífí þeirra hjóna. Móðir Matta var mikill kvenskör- ungur og væri ævistarf hennar og lífsbarátta efni í mikið ritverk. Jó- hanna lést fyrir rúmu ári í hárri elli og var hún jarðsett í Viðey hjá ástvinum sínúm tveim, bömum og eiginmanni, sem hún missti ung að árum. Við söknum Matta vinar okkar, en getum í góðri trú glaðst yfír því að nú muni vinur okkar sameinast ástvinum sínum handan móðunnar miklu í dýrðarfaðmi friðarboðans. Okkar innilegustu samúðar- kveðju sendum við Sigurveigu, bömum og ástvinum. Fyrir hönd bama Hallfnðar og Skúla frá Viðey. Asgeir Skúlason Með nokkmm orðum langar okk- ur að minnast mágs okkar, Matt- híasar Þ. Guðmundssonar, sem lést 16. september 1988, 67 ára að aldri. Matthías fæddist í Viðey 10. september 1921, sonur hjónanna Guðmundar Júlíussonar og Jóhönnu Bjamadóttur. Faðir hans Guðmundur Júlíusson dmkknaði í höfninni í Viðey 26 ára gamall og mun því hafa verið þröngt í búi hjá fjölskyldunni, en systkini Matthíasar em Hulda Guð- mundsdóttir, Guðmundur Guð- mundsson, Sveinn Hálfdánarson og Örlygur Hálfdánarson. Matthías fór að vinna bam að aldri og Iá leiðin til sjós, nánar til- tekið á togara, og stundaði hann þau störf til ársins 1953. Hann var á mörgum skipum á þessum tíma t.d. Skallagrími, Marsinum, Hall- veigu Fróðadóttur og Karlsefni. Matthías var víkingur til allrar vinnu og manna ósérhlífnastur, eins og margir þeirra manna sem vom við störf á íslenska togaraflotanum á þessum tíma, en alkunna er hvemig aðbúnaður og vinnuharka var á skipaflotanum í upphafí tog- araaldar. Var Matthías eins og sjá má oft á mestu aflaskipum þessa tíma. Árið 1953 fór Matthías í iand og hóf störf hjá Bæjarútgerð Reykja- víkur, lengst af sem verkstjóri við saltfisk og skreiðarverkun fyrirtæk- isins og vann þar það sem eftir var hans starfsævi til ársins 1984. Matthías átti við veikindi að ‘stríða síðustu ár ævinnar og bar þau eins og honum einum var lagið, af þolin- mæði og þrautseigju. Matthías var tvíkvæntur og átti 3 böm. Ragn- heiði og Magnús með fyrri konunni og fósturdótturina Kolbrúnu, sem hann og seinni kona hans Sigurveig Einarsdóttir, tóku að sér og ólu upp. Kolbrún var búin að færa honum nýjan Matthías, stóran og pattara- legan strák, sem afinn mun hafa verið að snúast við þegar kallið kom. Kolbrún var einnig núbúin að eignast dóttur þegar Matthías féll frá. Matthías var farsæll verkstjóri og maður sem mátti aldrei neitt aumt sjá, verstu stundir hans teljum við hafa verið þegar hann varð að neita fólki um vinnu, sem ekki var oft, hjá honum fengu vinnu öryrkj- ar og aldraðir, var hann þó verk- stjóri sem lét verkin tala og mun óvíða hafa verið unnið af meiri krafti en hjá honum og verk geng- ið eins létt. Matthías reyndist okkur systkin- um besti mágur, alltaf reiðubúinn að liðsinna og hjálpa ef eitthvað bjátaði á. Sum okkar hófu störf undir hans handleiðslu. Sum litu á heimili hans og Sigurveigar sem sitt annað heimili, slík var gestrisni hans og reisn. Þegar við fréttum lát hans, setti okkur hljóð og við dvöldum um stund við kærar minn- ingar um mætan mann, en það er huggun harmi gegn að hann þjáðist ekki lengur og eins og segir í Háva- málum: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orfctír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Ólafur Briem) Megi góður guð styrkja og blessa Sigurveigu, Kolbrúnu, Matthías litla og litlu afadótturina í sorg þeirra. Innilegar samúðarkveðjur send- um við Ragnheiði og Magnúsi og fjölskyldum þeirra, systkinum Matthíasar og þeirra fjölskyldum. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. ^ Brj Hallsteinn Friðþjófsson og systkini A meðal fjölmargra Reykvíkinga var hann þekktur undir naftiinu Matti í Bæjarútgerðinni. Við frænd- systkinin kölluðum hann einfald- lega Matta frænda. Sjálfum fannst mér hann vera eini maðurinn i heim- inum sem ég gæti með réttu kallað ftænda. Hann var frá fyrstu tíð snar þáttur í lífí mínu, — uppeldi og þroska á bemsku- og unglings- árum. Það var líkast til engin spurning hvar sveinninn ungi ætti að hafa næturstað eða að fá að gista um helgar ef foreldrar hans þurftu að bregða sér bæjarleið. Hús Matta og Ullu stóð honum ávallt opið upp á gátt. Sá stutti gat heldur ekki hugsað sér neitt eins skemmtilegt og að heimsækja þau og helst að fá að gista hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Þau bjuggu þá í Fífuhvamminum í Kópavogi, í litlu timburhúsi sem stendur þar enn og heitir Helgafell. Á þeim tíma voru trönur Bæjarútgerðarinnar, eða hjallar, eins og við kölluðum fyrir- bærið, í næsta nágrenni. Þar ilmaði loftið af físki. Þama héngu sem sé fiskar á þurru ladi, — uppi á Kópa- vogshæðinni þar sem þeir vind- þurrkuðust og urðu að hinni dýr- mætu útflutningsvöru sem skreiðin var í eina tíð. Á hjöllunum lét piltur- inn ungi sig dreyma um glæsta framtíð, sem við honum myndi blasa, ef hann gerði það að ævi- starfí sínu að hengja upp blautfisk og taka niður skreið. Reyndar freistaði starf vörubílstjóranna hans ennþá meira. Þama var líf og fjör á meðal hins lífsglaða dugnaðarfólks sem gekk syngjandi að vinnu sinni. Þama réð líka Matti frændi ríkjum. Hann var verkstjóri þessa fólks. Þó hann ákvarðaði ekki laun þess, réð hann miklu um aðstæður og andrúmsloft á vinnustað. Þar sem hann var verkstjóri var gott að vinna svo fremi sem fólk gat hugs- að sér að taka til hendinni. Annars gat Matti lítið fylgst með því sem gerðist yfír daginn á hjöll- unum, því hans athafnasvæði var fyrst og fremst í fískverkunar- skemmunum vestur á Grandavegi. Lilla gat á hinn bóginn tekið þátt í starfínu suður frá og litið eftir með fólkinu á meðan þau bjuggu í Helgafelli. Á Grandaveginum var verkuð skreið og saltfískur. Þar vom tugir manna og kvenna í vinnu allt árið. Á sumrin bættust skóla- krakkar í hópinn og fóm að „skera af“ eins og það hét, þegar spyrðu- böndin vom skorin af sporðunum. Sumir vom settir í að „stafla", sem var mikið nákvæmnisverk. Verkstjórastarfínu í Bæjarút- gerðinni sinnti Matti í nær fjóra áratugi. Það var því ekki lítill fjöldi fólks sem vann undir hans stjóm og leiðsögn á þessum tíma. Hann sá sjálfur um ráðningar og var því um leið atvinnumiðlari og félags- ráðgjafi þegar því var að skipta. Margs konar manngerðir unnu und- ir hans verkstjóm, svo sem fátækar mæður, uppgjafa sjómenn og bænd- ur, afbrotamenn og diykkjumenn, óharðnaðir unglingar. Allra vanda reyndi Matti að leysa um leið og hann kappkostaði að laða fram allt það besta í fari hvers einstaklings. Fólk kunni að meta þessa eiginleika hans. Hann hækkaði stundum róm- inn þegar honum mislíkaði eitthvað — fólk sá þá að hann hafði á réttu að standa. Matti var nefnilega sann- gjam. Þess vegna unnu allir vel undir hans stjóm, — af gleði og samviskusemi. Kerlingamar elsk- uðu hann, karlamir dáðu hann og krakkamir bám virðingu fyrir hon- um. Þeir sem latir vom og héldu að þeir kæmust upp með slóðaskap, ráku sig fljótiega á það að slíkt var ekki liðið á Grandaveginum. Ég átti því láni að fagna að byija ungur að vinna hjá Matta frænda. Um leið lærði ég að bera virðingu fyrir því sem mér var sett fyrir, eins og reyndar svo margir aðrir unglingar sem stigu sín fyrstu spor á vinnumarkaðinum undir hans stjóm. Líklega var ég ekki eldri en 10 eða 11 ára þegar ég fór fyrst að vinna fyrir kaupi í Bæjarútgerð- inni. í þann tíma var saltfiskur breiddur á steina á sumrin þegar sólin skein, — eins og hún gerir gjaman í endurminningunni um löngu liðinn tíma. Ég vann hjá Matta á sumrin flest mín unglings- ár ásamt mörgum jafnöldmm mínum úr Vesturbænum. Fjölmarg- ir sóttu um vinnu hjá honum vor hvert. Aðeins hluti þeirra var ráð- inn, því verkefnin vom ekki óþijót- andi. Þeir sem höfðu starfað hjá honum áður, og honum líkaði við, gengu fyrir. Hann lét mig strax fínna, að ég væri ekki undanskilinn þessu. Ef ég ekki stæði mig, þá fengi ég ekki vinnu hjá honum framvegis. Hann gerði jafnvel meiri kröfur til okkar frændanna en hinna krakkanna. Á þessu Iærðum við og að þessu búum við enn. Við bræðra- synimir, Þorgeir Örlygsson og ég, en Matti var sammæðra feðmm okkar, vomm því heldur stoltir og upp með okkur, þegar æðsti draum- ur okkar rættist sumarið sem við urðum 15 ára. Þá var virðing okkar orðin slík, að við vomm settir í t Maðurinn minn, ÁGÚST EINARSSON, andaðist 12. september sfðastliðinn á sjúkraheimili í Skælskör. Edel Einarsson. t Systir okkar, INGIBJÖRG BETÚELSDÓTTIR, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 25. september. Systkini hinnar látnu. t Móðir mín, BALDVINA BRYNJÓLFSDÓTTIR, varð bráðkvödd á heimili sínu laugardaginn 24. september. Útförin verður auglýst síðar. Linda Hreggviðsdóttir. t Bróðir okkar, MAGNÚS HALLSSON frá Grishóli, Háaleitisbraut 44, andaðist í Borgarspítalanum 24. þ.m. Systkinin. djöflagengið sem vann á hjöllunum mestan hluta sumarsins. Allar götur síðan á unglingsámn- um hef ég lagt kapp á að viðhalda hinu ágæta sambandi við þau Matta og Lillu. Bömum mínum þótti ekki síður en mér ávallt skemmtilegt að koma til þeirra í heimsókn öðm hveiju á laugardögum. Þá sat Matti jafnan fyrir framan sjónvarpið, horfði á ensku knattspymuna um leið og hann ræddi við okkur um þjóðmálin. Þar var alla tíð opið hús og margt var umræðuefnið yfír kaffíbollunum. Þau vom líka það fólk á meðal föðurfólks míns sem hélt uppi stöðugu sambandi við all- ar fjölskyldurnar. Matti var vinmargur enda var hann félagslyndur, greiðvikinn og skrafhreifur. í þjóðfélagsumræð- unni lét hann sér ekkert óviðkom- andi. Hann átti marga kunningja úr flestum starfsstéttum, m.a. stjómmálamenn. Hann var t.d. einn þeirra sem áttu sinn fasta sess í hinu fræga morgunkaffí á laugar- dögum hjá Þorsteini heitnum Ólafs- syni tannlækni í Skólabrú. Og aldrei lét Matti nokkum mann telja sér trú um eitthvað sem hann var ekki sjálfur sannfærður um. Hann var t.d. ekki sammála yfír- völdum og forráðamönnum Bæjar- útgerðarinnar þegar fyrirtækið fór að draga saman seglin og minnka umsvifin. Honum fannst vegið að fjölda verkafólks sem þar hafði unnið og benti á ýmsar aðrar leiðir til spamaðar. Matthfasi Þ. Guð- mundssyni þótti sér því lítill sómi sýndur þegar honum var sagt upp störfum á þeirri forsendu að skipu- lagsbreytingar stæðu fyrir dynim hjá almenningshlutafélaginu BÚR. Þá vom aðeins örfá misseri þar til hann kæmist á eftirlaun eftir ára- tuga langa og dygga þjónustu. Um leið og hann hætti að vakna til vinnu klukkan 6 á morgnana og sinna störfum sínum á Grandaveg- inum, sem vom hans ær og kýr, tóku alvarleg veikindi að hijá hann. Það var eins og líkaminn gæfi sig. Síðan era ekki liðin mörg ár. Stund- um fínnst manni máttarvöldin vera grimm. En Matti naut þess að vera til engu að síður. Hann sýndi mikið æðraleysi síðustu misserin þó heilsu hans hrakaði. Hann var meira fyrir að stappa stálinu í aðra en að sýna á sjálfiim sér bilbug. Ég vil að loknum þessu fátæk- legu orðum votta Lillu samúð mína, svo og börnum þeirra og bamaböm- um. Þau búa að því að hafa átt samleið með góðum dreng. Því mun minningin um hann lifa með þeim og styrkja þau í blíðu og stríðu. Hjalti Jón Sveinsson Hann pabbi er dáinn. Það er erf- itt að sætta sig við svo mikinn missi. Hann sem var mér og litla „afastráknum" sínum allt. Hinsta för pabba var að fylgja litla nafna sínum á leikskólann. Það er ekki auðvelt að útskýra fyrir 3ja ára bami að afí sé dáinn og komi ekki aftur, svo samrýndir sem þeir vora. Litli Matti var augasteinninn hans og í öllum sínum veikindum spurði hann um drenginn og var ekki í rónni fyrr en Matti hafði heimsótt hann á sjúkrahúsið. Pabbi starfaði sem verkstjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur í rúm 30 ár, en lét af störfum árið 1984. Aldrei held ég að hann hafi vantað í vinnu — hvemig sem honum leið. Sjálf vann ég hjá honum ótal sumur og gerði mér grein fyrir því þegar ég fór að eldast hve góður verk- stjóri hann var. Sérstaklega tók ég eftir hversu hjálpsamur hann var öllum þeim sem minna máttu sín — þá bæði í vinnu og utan, og var það í fullu samræmi við framkomu hans gagnvart fjölskyldu sinni og aldrei gerði hann mannamun. Minningamar um góðan föður geymi ég í hjarta mínu og ég er þakklát Guði fyrir að hafa gefið okkur og honum tíma til að sjá dóttur mína sem fæddist þann 21. ágúst sl. Ein hinsta ósk pabba var að hún fengi að bera nafn ömmu sinnar, nafn sem var honum svo kært og mikils virði og sameigin- Iega völdum við henni seinna nafn hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.