Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐÍÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 19 Opnunartími — Hve lengi er verið að opna? * eftirArna Böðvarsson Allir íslenskumælandi menn munu kunna skil mismunarins á „að opna“ og „hafa opið, vera opið“, rétt eins og „að loka“! og „hafa lokað, vera lokað“. Við tölum um að opna og loka íláti, húsi og ýmsu fleiru. Nafnorð um þessar athafnir eru opnun og lokun. Merking þeirra er — eða á að vera — hin sama og sagnorðanna. Þá er opn- unartimi sá tími þegar opnað er, verið er að opna, en lokunartími þegar verið er að loka. Á sama hátt er söfhunartími sá tími sem söfnun einhvers tekur, rotnunartími sá tími sem eitthvað er að rotna, en ekki er átt við tímann eftir að einhvetju hefur verið safnað eða eftir að það hefur rotnað. Þetta ætti að vera einfalt og auðskilið. Nú í seinni tíð hefur komist rugl- ingur á eitt þessara orða. Fleiri og fleiri glepjast til að kalla opnun- artíma allan tímann sem opið er, það er allan afgreiðslutímann þangað til lokað er. Orðalagið „Opn- unartími skrifstofunnar er kl. 9 til 17“ bendir hins vegar bókstaflega til þess að það sé átta tíma verk að opna hana, en vitanlega mælir heilbrigð skynsemi móti þvílíkum skilningi og bætir úr ruglinu í þeim sem þannig tekur til orða. Hins vegar er það svipað málfar og kalla fótaferðartima allan timann sem maður er á fótum, ekki aðeins þá stund þegar farið er á fætur, eða setningartíma allan tímann sem skóli starfar eftir að hann hefur verið settur. Lokunartími er á sama hátt sá tími þegar lokað er, og á þessari skrifstofu þá kl. fimm síðdegis, en ekki allan tímann til dagmála (kl. 9) næsta dag. Kl. tiu að morgni er komið fram yfir opnunartima og sex síðdegis fram yfir lokunartíma. Skýringin á þessum ruglingi er eflaust sú að menn hafa á taktein- um sögnina að opna og þá líka nafnorðið opnun, en ekki neitt ein- asta orð um að hafa opið. í óðagot- inu gleyma þeir svo ágætu orði, afgreiðslutími, og kalla allt „opn- unartíma". hygg að þessi ruglingur hafi breiðst verulega út i sambandi Arni Böðvarsson Nú er mál að linni og kominn tími til að fyrir- tæki taki upp orðið af- greiðslutími þar sem það hæfír og tali um opnunartíma eftir því sem við á. við deilur um vinnutíma verslunar- fólks nú í vor. Þar var meira deilt um afgreiðslutímann en opnunar- tímann, þótt menn hafí sjálfsagt einnig þráttað um það hvenær opna skyldi. Nú er mál að linni og kom- inn tími til að fyrritæki taki upp orðið afgreiðslutími þar sem það hæfir og tali um opnunartíma eft- ir því sem við á. Hölundur er málfhrsráðunautur Ríkisútvarpsins. Námsgagnastofiiun: Land og líf fyrir grunnskóla NÁMSGAGNASTOFNUN hefur gefið út bókina Land og líf eftir Torfa Hjartarson. Þetta er fyrri bók af tveimur um Island, land og þjóð, sem eru ætlaðar nem- endum 4.-6. bekkjar grunn- skóla. í þessu fyrra hefti er fjall- að um myndun og mótun lands- ins, náttúruöfl og náttúrufar, sambúð lands og lýðs og landnýt- ingu og landvernd. I síðara heft- inu, sem koma mun út á næsta ári, verður sjónum beint að landshlutunum, fjallað um stað- hætti, kennileiti, byggð og at- vinnulif. Þá munu sérstök verk- efni fylgja með síðara heftinu ásamt kennsluleiðbeiningum. Bókin Land og líf er 64 bls. lit- prentuð og prýdd ljósmyndum, sem flestar eru teknar ef Birni Rúriks- syni. Auk þess eru í bókinni teikn- ingar, kort og fjöldi verkefna. Þá hefur á undanfórnum tveimur árum verið unnið að gerð fræðslu- efnis á myndböndum undir sam- heitinu ísland og tengist það efni þessara bóka. Komin eru út þijú myndbönd: Bergvatnsár og jökulár, Jöklar og jökulrof og samgöngur í Öræfasveit. Á næsta ári er von á tveimur myndböndum í viðbót: Stöðuvötn og ströndin. M N.O.R.D. er kominn aftur Hinn drepfyndni gleöileikur sem var sýndur fyrir fullu húsi í vor og viö frábærar undirtektir er nú fluttur og tekur á móti áhorfendum í Gamla Bíói. Ransý: Sigrún Waage Rick: Þórhallur Sigurdsson Will: Randver Þorláksson Axel:Júlíus Waldgrave: Gísli Clara: Edda Thor: Björgvin Bijánsson Rúnar Jónsson Björgvinsdóttir Franz Gíslason Fnimsýning föstudaginn 30. september 2. sýning laugardaginn 1. október 3. sýning sunnudaginn 2. október Adagöngumidasala allan aólahringinn í aima 11123 - Hringið inn pantanir á sjálfvirkan simsvara og/eða Viaa-/Euronúmerið ykkar og tryggið ykkur miða strax. Miðasala í Gamla biól aimi 11465 frá kl. 16.30 aja a%V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.