Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988 Fundur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins: Japanir veita fé til skuldugra ríkja Vestur-Beriín. Reuter. Fjármálaráðherrar á ársfundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Al- þjóðabankans sögðu í gær að Japanir myndu veita hluta af varagjald- eyrissjóði sínum til rikja sem hefðu meðalháar þjóðartekjur, svo sem Brasilíu og Argentínu, til að rétta við efnahag þeirra. Onno Ruding, flármálaráðherra mótar steftiu sjóðsins, segir að efna- Hollands, sagði að þessi áætlun Japana væri mikilvægt skref og gæti stuðlað að lausn vanda skuld- ugra ríkja í þriðja heiminum. Á fundinum höfðu einnig verið kjmnt- ar áætlanir um að draga úr skulda- byrði fátækustu ríkja Aftíku. í yfirlýsingu bráðabirgðaneftidar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem Bandaríkin: Nýfíkni- eftialög Wa-shington. Reuter. BANDARÍKJAÞING hefur samþykkt fíkniefnalög þar sem gert er ráð fyrir dauðar- efsingu fyrir morð er tengjast Rkniefhnmálnni. Lögin gera ráð fyrir að þyngri sektir við fíkniefnabrotum muni skila af sér um tveim miHjörðum Bandaríkjadala (90 mil(jörðum isl. kr.) og verði þeim varið til aukinnar löggæslu, fræðslu og reksturs meðferðarstofnana. Fíkniefnanotkun hefur aukist gríðarlega um öll Bandaríkin, sem og glæpir er henni fylgja. Bandaríkjaþing er því undir mikl- um þrýstingi um aðgerðir og nú hillir undir forseta- og þing- kosningar. Demókratar halda því fram að herferð Reagans forseta gegn fíkniefnanotkun hafi verið ár- angurslaus enda þótt fleiri hand- tökur hafi átt sér stað og meira af fíkniefnum hafi verið gert upptækt en áður. Lögin gera ráð fyrir 5 ára fangelsisdómi fyrir að hafa fimm grömm af „krakki" (afar sterkri kókaínblöndu) undir höndum. hagsástandið í heiminum sé yfirleitt gott. Hagvöxturinn í auðugri ríkjum heims hafi verið meiri en búist var við, heimsviðskipti hafí verið mikil og verðbólga sé með minna móti. í yfirlýsingunni segir einnig að stjómvöld þurfi að vera vel á verði til að stöðugleiki haldist á fjármála- markaðinum. Bandaríkjastjóm þurfi að draga úr fjárlagahallanum og hvetja til spamaðar í Banda- ríkjunum. Nefndin mælti einnig með verulegum efnahagsvexti í Vestur-Þýskalandi og efnahagsum- bótum I Japan sem miði að því að gera ríkið síður háð útflutningi. Reuter Frá fundinum í Novi Sad þar sem Serbar mótmæltu því, sem þeir kalla yfirgang Albana í Kosovo. Myndimar era af Milosevic, formanni serbneska kommúnistaflokksins, og öðrum frammámönnum hans. Júgóslavía: Tugir þúsunda krefjast yfirráða Serba í Kosovo Novi Sad. Reuter. TUGIR þúsunda Serba eftidu á sunnudag til mótmæla gegn yfir- gangi albanska meirihlutans í sjálfstjóraarhéraðinu Kosovo og kröfðust þess, að héraðið yrði fært undir serbneska stjórn. Hafði fólkið að engu áskoranir yfirvalda um að sitja heima. Franc Set- inc, Slóveni, sem setið hefiir {stjórnmálaráði júgóslavneska komm- únistaflokksins, sagði í gær af sér embætti og vildi með því mót- mæla þjóðeraishyggju Serba og meintum undirróðri þeirra í Kosovo. Talið er, að 70-100.000 manns hafi sótt mótmælafundinn á sunnudag í borginni Novi Sad og á laugardag söfnuðust um 150.000 Serbar saman í borginni Nis. Bar fólkið borða og spjöld með yfirlýs- ingum um stuðning við Slobodan Milosevic, formann serbneska kommúnistaflokksins, og gekk að skrifstofum dagblaðsins Devniks, sem hefur gagnrýnt mótmælin, og hrópaði: „Þið hafið selt samvisku ykkar og sál.“ Milosevic, formaður serbneska kommúnistaflokksins, vill koma á stjómarskrárbreytingu og færa sjálfstjómarhéruðin Kosovo og Vojvodina undir serbneska stjóm. Serbar segja, að Albanir í Kosovo, 1,7 milljónir talsins, hafi „gagn- byltingu" í huga og ofsæki fólk af slafnesku þjóðemi og hreki á brott. Um ókyrrðina í Kosovo og Serbíu verður fjallað á miðstjómar- fundi kommúnistafiokksins í næsta mánuði. Franc Setinc, Slóveninn, sem sagði sig úr stjómmálaráðinu, seg- ir í „óafturkallanlegu afsagnar- bréfi" sínu, að serbnesk þjóðemis- hyggja og skeytingarleysi séu að steypa landsmönnum öllum í mikla ógæfu. Búist er við, að einhveijir aðrir félagar í stjómmálaráðinu segi af sér af þessum sömu ástæð- um. Tyrkland: Sljórnin situr áfram þrátt fyrir kosningaúrslitin Ankara. Reuter. FORSÆTISRÁÐHERRA Tyrklands, Turgut Ozal, sagði í gær að flokkur hans, Föðurlandsflokkurinn, myndi sitja áfram í ríkisstjóra landsins þrátt fyrir að hún hafi beðið afliroð í þjóðaratkvæða- greiðslu um stjóraarskrárbreytingar á sunnudag. Tillaga flokksins fékk stuðning aðeins þriðjungs kjósenda. Breytingatillagan hefði haft í för með sér að sveitastjórnarkosningar, sem eiga að fara fram í mars, hefðu orðið i nóvember á þessu ári. Einnig var kosið um aðgerðir til að slá á verðbólgu í landinu sem í ágústmánuði var um 80%. Ozal sagði I tyrkneska ríkissjónvarpinu að flokkur hans yrði við stjóra næstu fjögur ár eða út kjörtímabilið, og túlkaði hann kosningaúrslitin þannig að þau hefðu verið flokknum í vil. Ozul sagði í síðustu viku að hann myndi hætta öllum stjóramálaafskiptum yrðu úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar sér í óhag. Turgut Ozal, forsætisráðherra, greiðir atkvæði í þjóðaratkvæða- greiðslunni í Tyrklandi, sem snerist að mestu leyti um efha- hagsaðgerðir. Flokkur Ozals hlaut 36,3% at- kvæða í þingkosningum í nóvember síðastliðnum og 292 þingsæti af 450 þingsætum en í þjóðaratkvæða- greiðslunni sýna bráðabirgðatölur að 35,1% lqósenda greiddu atkvæði með breytingatillögum Ozals. Sljómarandstæðingar segja að kosningamar hafi verið prófsteinn á vinsældir Ozals og hugmyndir hans um ftjálsan markaðsbúskap. „Ozal hlaut ekki nægilegan stuðning. Hann er ekki traustsins verður. Þjóðin sagði „nei“ en hann þráast samt við og ætlar að vera áfram við völd,“ sagði Erdal Inonu, leiðtogi jafnaðarmanna, stærsta stjómarandstöðuflokksins. Almennar skoðanakannanir sýndu fyrir tveimur vikum að fylgi við Ozal var um 26% en ítrekaðar yfirlýsingar hans um að hann myndi hætta stjómmálaafskiptum, fengi hann ekki stuðning kjósenda, urðu til að bæta stöðu hans verulega. flokksins í kjölfar kosninganna. Hugsanlegt er að um 100 þingmenn flokksins gangi til liðs við flokk Suleymans Demirels, fyrrum for- sætisráðherra Tyrklands, takist ekki að lægja ófriðaröldur. Talið er að erfitt verði fyrir Ozal að lægja öldur innan Föðurlands- Heimildir segja að Ozal sé undir miklum þrýstingi frá fjölskyldu sinni um að iáta af embætti því að hann gekkst undir hjartaskurðað- gerð á síðasta ári og í júní síðast- liðnum hlaut hann skotsár á hendi er honum var sýnt morðtilræði. Noregur: Setja strangar skorð- ur við útlendingnm NORÐMENN hafa sett stranga löggjöf um landvistarleyfi og inn- flutning fólks. Nú eru liðin 13 ár frá því Norðmenn settu lög sem komu að mestu í veg fyrir að útlendingar fengju þar landvistarleyfi af cfhahagsástæðum. I júní á þessu ári voru samþykkt ný lög er heimila yfirvöldum að neita pólitískum flóttamönnum um að setjast að í Noregi frá og með næstu áramótum. íbúar Noregs eru um 4,2 milljón- ir og aðeins 2,5% þeirra eru fæddir erlendis. Af þeim sem fæddir eru utan Noregs er aðeins um helming- ur frá þróunarlöndunum. Síðustu hagskýrslur sýna að 3.950 þessara innflytjenda komu frá Afríku, aðal- lega Marokkó og Eþíópíu. Rúmlega 5.000 flóttamenn eru frá Víetnam, og um 9.000 frá Pakistan. Árlega taka Norðmenn við 1.000 flótta- mönnum í samræmi við reglur Sam- einuðu þjóðanna um dreifingu flóttamanna milli aðildarríkja. Frá árinu 1975 hefur verið úti- lokað að flytjast til Noregs af efna- hagsástæðum nema viðkomandi hafi áður fengið þar atvinnuleyfi, svo innflytjendum hefur fækkað stórlega þrátt fyrir að í Noregi sé skortur á faglærðum starfsmönnum og atvinnuleysi sé þar undir 2%. Á árinu 1986 fluttust 24.196 manns til Noregs en 16.745 fluttu úr landi. Hafa margir hagfræðingar áhyggjur af því að skortur á vinnu- afli geti haft skaðleg áhrif á efna- hag landsins þegar líða tekur að næstu aldamótum. Flóttamenn illa séðir En á síðustu árum hefur fjand- skapur í garð flóttamanna frá þró- unarríkjunum fari vaxandi í Nor- egi. Norðmenn eru minna blandaðir öðrum kynþáttum en flestar aðrar þjóðir Evrópu, og eini þjóðlegi minnihlutahópurinn er Samamir í Norður-Noregi. Margir Norðmenn eru mjög andvígir þeirri - í þeirra augum illskiljanlegu - þróun þess- ara mála sem orðið hefiir í landinu á yfirstandandi áratug. Nokkuð af fylgi hægri sinnaða Framfaraflokksins stafar af and- stöðu flokksins gegn innflytjendum, og fyrir tveimur mánuðum voru stofnuð ný samtök í Noregi þar sem andúð á útlendingum er eina stefnu- málið. Þrátt fyrir velferðarríki og auð- legð var Noregur til skamms tíma tiltölulega einangrað, fráhrindandi land með veðurlag sem jafnvel ör- væntingarfullir flóttamenn sóttust lítt eftir. En að sögn Tore Jarl Christensens, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, hefur fjöldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.