Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐURB/C STOFNAÐ 1913 263.tbl.81.6rg.____________________FIMMTUDAGUR18. NÓVEMBER1993______________Prentsmiðja Morgunblaðsins Leiðtogar deiluaðila í Suður-Afríku samþykkja drög að nýrri sljórnarskrá Þríggja alda alræði minnihluta hvítra manna liðið undir lok London, Jóhannesarborg, Pretoríu. Reuter, The Daily Telegraph. SAMKOMULAG náðist í gær í Suður-AJríku um drög að nýrri bráða- birgðastjómarskrá sem kveður á um jafnrétti allra kynþátta í land- inu eftir rúmlega 300 ára yfirráð hvítra. Litir íbúar landsins fá kosningarétt á við hvíta og em fyrstu frjálsu kosningarnar fyrirhug- aðar 27. apríl á næsta ári. Stjórn F.W. de Klerks forseta og Afríska þjóðarráðið, samtök Nelsons Mandelas, náðu málamiðlun um skipt- ingu valda í bráðabirgðastjórn sem fer með völdin fram að kosning- um á næsta ári. Samkomulag náðist einnig um tilhögun lögreglu- og varnarmála fram að kosningunum. Verða skæruliðar sem barist hafa gegn stjórn hvítra nú liðsmenn suður-afríska hersins. Málamiðlun náðist um starfs- hætti verðandi þings sem mun setja landinu endanlega stjórnarskrá og var ákveðið að tillögur yrðu að ná a.m.k. 60% fylgi á þinginu til að hljóta framgang. ANC hafði áður krafist þess að einfaldur meirihluti yrði látinn nægja en samtökin gera sér vonir um að hljóta rúman helm- ing atkvæða í kosningunum. Sérstakt framkvæmdaráð, TEC, með fulltrúum allra kynþátta mun annast eftirlit með undirbúningi kosninganna, innlimun svonefndra heimalanda svartra í sambandsríkið á ný, stofnun stjórnlagadómstóls og samningu mannréttindaskrár. Stjómarskrárdrögin verða borin undir suður-afríska þingið sem kemur saman til sérstaks fundar í Höfðaborg eftir helgina. Samningaviðræðurnar hafa stað- ið í rúm tvö ár og alls tóku 21 flokk- ur og samtök þátt í þeim. Þótt de Klerk og Mandela séu Spá tvöföld- un í ferðaút- veginum London. Reuter. ÁÆTLAÐ er, að ferðaútvegur- inn tvöfaldist að umfangi á næstu 10 árum en þó því aðeins, að haftastefna ýmissa rikja í flug- málum komi ekki í veg fyrir það. Þessi atvinnuvegur er nú sá stærsti í heiminum, stendur und- ir 10,2% landsframleiðslunnar yfirleitt og einu af hverjum 10 störfum. Kom þetta fram hjá Alþjóða ferðamálaráðinu i gær. Búist er við, að verðgildi ferðaút- vegsins, og er þá allt tínt til sem honum tengist, fari úr 3,4 billjónum dollara á næsta ári í 7,9 billjónir árið 2005. Hvetur Alþjóða ferða- málaráðið ríkisstjórnir til að standa vörð um fijálsræði í flugmálum og segir að hafta- og verndarstefna á þeim vettvangi geti að öðrum kosti haft alvarleg áhrif á þróun atvinnu- greinarinnar. 350 milljón störf 2005 Ferðaútvegurinn veitir nú meira en 200 milljónum manna atvinnu og búist er við, að talan verði kom- in í 350 milljónir 2005. Á næsta ári verður eitt af hverjum níu störf- um tengt honum beint eða óbeint. Sem dæmi má nefna, að einn af hveijum fímm Spánverjum hefur framfæri sitt af ferðaútveginum og einn af hveijum sjö Bretum. hylltir fyrir að binda í sameiningu enda á yfirráð hvítra er ljóst að enn eru mörg ljón á veginum. Inkatha- frelsisflokkur zúlúmanna undir stjóm Mangosuthus Buthelezis stendur utan við samkomulagið. Sama er að segja um samtök öfga- fullra hægrimanna úr röðum hvítra og hreyfingu öfgafullra vinstri- manna meðal blökkumanna, PAC. Buthelezi og fleiri héraðshöfðingjar krefjast þess að hin nýja Suður-Afr- íka verði sambandsríki þar sem hvert hérað hafi mikla sjálfstjórn en de Klerk og Mandela eru sam- mála um að hafna þeirri kröfu. PAC , telur Mandela hafa slegið of mikið af í viðræðum við hvíta. Terre Blanche herskár Eugene Terre Blanche, leiðtogi AWB, flokks hægriöfgamanna úr röðum hvítra manna af hollenskum uppruna eða Búa, vill að Suður-Afr- íku verði skipt milli kynþáttanna og sett verði á laggirnar sérstakt riki hvítra manna. Hann var her- skár í gær og sakaði helstu valda- menn svertingja og fulltrúa ríkis- stjórnarinnar um að skapa and- rúmsloft styijaldar; þeir hefðu ekk- ert gert til að leysa vandamál lands- ins. Danir féllu SÍÐUSTU leikir undankeppni heimsmeistara- mótsins í knatt- spyrnu fóru fram í gær. Evrópu- meistarar Dana töpuðu á Spáni, 1-0 og verða því ekki með. Á myndinni sést Daninn Michael Laudrup detta eftir brot spænska mark- varðarins, Zubiz- arreta. Sjá fréttir á Reuter íþróttasíðum. Jeltsín gagnrýnir Gmtsjov harkalega Sigurvissa íHvíta húsinu MIKIL bjartsýni ríkti í Hvíta húsinu í gærkvöldi og töldu fulltrúar stjórnar Bills Clintons Bandaríkjaforseta tryggt að NAFTA, fríversl- unarsamningur Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó, yrði samþykktur á þingi. Fulltrúadeild þingsins átti að greiða atkvæði um samninginn skömmu eftir miðnætti í nótt að íslenskum tíma en mikil óvissa hefur ríkt um úrslitin. Víða um heim biðu menn með öndina í hálsinum; talið var að væntanlegir GATT-samningar um aukin alþjóðaviðskipti myndu bíða skipbrot ef NAFTA félli. Clinton sleppti ekki morgunskokk- inu í gær og klæddist bol NAFTA-sinna. Moskvu. Reuter. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, heimsótti í gær úrvalssveit fallhlífarhermanna sem aðstoðaði við að kveða niður uppreisn kommúnista og þjóðernissinna í byrjun október. Nokkru áður birti rússneska sjónvarpið viðtal við forsetann þar sem hann gagnrýndi Pavel Gratsjov varnarmálaráðherra harðlega fyrir að hafa brugðist of seint við uppreisninni. Jeltsín klæddist grænum her- mannabúningi þegar hann heim- sótti hermennina í Túla, vöggu rússneska hergagnaiðnaðarins um 150 km sunnan við Moskvu. Þetta er í fyrsta sinn sem fréttamenn sjá forsetann í hermannabúningi og virtist tilgangurinn sá að minna menn á að Jeltsín er æðsti yfir- maður hersins. Stuðningur hersins réði úrslit- um 3. október þegar stuðnings- menn harðlínukommúnista og þjóðernissinna á gamla þinginu reyndu að ná höfuðstöðvum rússn- eska sjónvarpsins á sitt vald og bijótast til valda. Jeltsín fór hörð- um orðum um varnarmálaráðherra og öryggismálaráðherra Rúss- lands fyrir að bregðast of seint við uppreisninni. Ummæli hans staðfestu fregnir um að æðstu menn hersins hefðu verið afar tregir til að kveða uppreisnina nið- ur. Jeltsín sagði að öryggismála- ráðherrann hefði aðeins hugsað um eigið skinn, en Gratsjov varnarmálaráðherra kynni að hafa brugðist seint við vegna þess að hann hefði óttast að yfirmenn hersins myndu óhlýðnast honum. Kommúnistar vara við alræði Leiðtogi Kommúnistaflokks Rússlands, Gennadíj Zjúganov, Reuter sagði í gær að ef Rússar sam- þykktu drög Jeltsíns forseta að nýrri stjórnarskrá myndi það leiða til alræðisstjórnar í landinu. Zjúg- anov sagði að það væri forgangs- verkefni kommúnista að hvetja fólk til að hafna stjórnarskrár- drögunum. Hátíðnibolt- inn ógnar þvottavélum ÞÝSKIR verkfræðingar hafa fundið upp þvottavél á stærð við tennisbolta sem lemur óhreinindin úr tauinu með há- tíðnihljóðum án þess að þvotta- efni komi nokkuð við sögu, að sögn danska blaðsins Berl- ingske Tidende. Tauið er látið í volgt vatn, raf- hlöðum sem hægt er að endur- hlaða er komið fyrir í boltanum umrædda og hann látinn ofan í. Boltinn sendir frá sér hátíðnihljóð, 20.000 sinnum á sekúndu, sem valda því að óhreinindin losna af tauinu. Gert er ráð fyrir að „þvottaboltinn" muni aðeins kosta um 41.000 íslenskar krónur. Danska blaðið segir að framleið- endur þvottavéla og þvottaefnis séu skelfingu lostnir yfir tíðindun- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.