Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 Ljósmyndarínn Sigfús Eymundsson Nú má líta nokkrar Suðurlandsmyndir þessa frumherja á sýningu á Eyrarbakka eftir Þór Magnússon Fátt er eins hversdagslegt nútímafólki og ljósmyndin. Flest- ir eiga ljósmyndavél, menn hafa hana með sér hvarvetna, taka myndir á ferðalögum, af ferðafé- lögum, fallegum stöðum, fjöl- skyldu sinni og hveiju einu, sem fyrir augu ber. Fjölskyldualbúm fýllast af myndum, síðan skúffur og skápar. Ljósmyndin er ein þeirra upp- finninga, sem sáu dagsins ljós á 19. öld. Faðir ljósmyndunar er oftast talinn Frakkinn Daguerre og eru fyrstu ljósmyndir kenndar við hann og nefndar daguer- rotypi. Fyrstu ljósmyndina, sem svo má kalla, tók þó landi hans Niépce nærri árinu 1827, en Daguerre fullkomnaði uppfinn- inguna og til er ljósmynd eftir hann tekin 1837. íslendingar kynntust snemma þessari nýjung, enda lærðu nokkrir íslendingar snemma ljós- myndun. Fullvíst er talið, að fyrsti íslendingurinn, sem lært hafi ljósmyndun, sé Helgi Sig- urðsson, nú þekktastur sem ann- ar stofnandi Fomgripasafnsins (síðar Þjóðminjasafnsins). Helgi stundaði nám við listaháskólann í Kaupmannahöfn jafnframt námi í læknisfræði og nam þá einnig ljósmjmdaiðn. Hann kom heim aftur 1846 og settist að á Jörfa, varð síðar prestur á Set- bergi í Eyrarsveit og að Melum í Melasveit. Helgi hafði því numið ljós- myndaiðn aðeins 9 árum eftir að tæknin var fullkomnuð. En svo virðist þó sem hann hafi stundað ljósmyndun í litlum mæli. Engin frummynd er nú þekkt eftir Helga né myndavél hans eða annar búnaður og verður því ekki mikið sagt um ijósmyndun hans. Líklegt verður þó að telja, að hann hafi tekið myndina af föður sínum, Sigurði Helgasyni dbrm. á Jörfa, sem aðeins er þó til í eftirmynd. Á næstu árum og áratugum lærðu nokkrir íslendingar ljós- myndaiðn, svo sem séra Siggeir Pálsson á Skeggjastöðum, Guð- brandur Guðbrandsson í Reykja- vík, Tryggvi Gunnarsson kaup- stjóri, Jón Kr. Stefánsson tré- smíðameistari á Akureyri og Nic- oline Weywadt á Teigarhorni. En er kom fram yfir 1870 tók ljósmyndurum smám saman að fjölga, ekki sízt úti um landið. Einn hinna fyrstu ljósmyndara hérlendis var Sigfús Eymunds- son, sem lengi starfaði við ljós- myndaiðn og er nafn hans nú oftast tengt ljósmyndaiðninni. Sigfús fékkst þó við margt ann- að, hann var umfangsmikill bókaútgefandi og rak bókaverzl- un, sem enn starfar með því nafni í Austurstræti í Reykjavík. Verzl- unin var þó lengi framan af á hominu á Austurstræti og Lækj- argötu („Eymundssonarhorn- inu“), en Sigfús átti það hús og bjó þar á efri hæðinni og hafði myndastofu sína í húsinu. Sigfús var Vopnfirðingur, fæddist að Borgum í Vopnafirði 1837 og dó í Reykjavíkl 1911. Hann fór tvítugur að aldri til Kaupmannahafnar og nam þar bókband, var um tíma í Kristína- níu (Osló) og Björgvin í Noregi og nam þá ljósmyndagerð. Hann dvaldist í Kaupmannahöfn um Hús á Eyrarbakka 1884-1886. eins og hálfs árs skeið og rak þar ljósmyndastofu. Til íslands kom hann aftur 1866 og settist þá að í Reykjavík, stundaði bók- band og ljósmyndagerð og setti síðan upp bókaverzlunina, sem fyrr getur. Sigfús var um árabil „útflutn- ingsagent" og hafði umboð All- an-línunnar, sem flutti vesturfara til Kanada. Hann var forgöngu- maður um gufubátsferðir um Faxaflóa, átti hluta í og sá um rekstur gufubátanna Elínar og Reykjavíkurinnar, er gengu milli Reykjavíkur og Borgarness. Þótt Sigfús væri við margt kenndur halda ljósmyndirnar nafni hans mest á lofti, því að fyrir þær er hann þekktastur nú. Myndir hans eru miklar að vöxt- um og á því sviði virðist hann hafa verið hreinasti snillingur og í reynd forgöngumaður, „á undan sinni samtíð,,, eins og nú er oft komizt að orði. Sigfús varð þegar í upphafi mikilvirkur ljósmyndari. Þá tóku íslenzkir ljósmyndarar helzt and- litsmyndir af fólki, enda voru það helzt þær myndir, sem þeir fengu greitt fyrir. Menn pöntuðu mynd- ir af sjálfum sér og fjölskyldu sinni, enda eru flestar elztu ís- lenzku ljósmyndirnar manna- myndir. Þetta hefur án efa einn- ig verið aðalstarfi Sigfúsar Ey- mundssonar, enda sýnir allur sá fjöldi ljósmynda, sem til er frá stofu hans, að flestar myndir hans eru mannamyndir. Sigfús hefur gréinilega haft mikinn rnetnað og ánægju af ljós- myndatökum. Það sést gleggst af því, að hann hefur snemma farið að taka útimyndir. Má segja, að hann sé fyrsti íslenzki ljósmyndarinn, sem taki úti- myndir að einhverju marki. Aug- ljós skýring er þó á því, hvers vegna hinir fyrri Ijósmyndarar tóku ekki útimyndir. Fyrir þær fékkst ekki greitt. Menn pöntuðu og greiddu fyrir myndir af sér og sínu fólki, en almenningur hafði þá síður áhuga á að fá tekn- ar myndir af umhverfi og lands- lagi, húsum sínum eða bæjum. Myndirnar hafa vafalaust verið dýrar og því voru menn ekki að eyða peningum í myndir fram yfir það, sem áhuginn náði til. Sigfús virðist þegar í upphafi hafa tekið umhverfismyndir, myndir af húsum og bæjum, skip- um, mannlífi í Reykjavík, fólki við störf, yfirlitsmyndir af stöð- um og landslagmyndir. Vafalaust hefur hann tekið þessar myndir af eigin áhuga. Þessar myndir voru ekki teknar eftir pöntun og Iíklegast hefur hann ekki getað selt margar þeirra. Myndefnið hefur heillað hann og megum við vera þakklát fyrir þennan áhuga Sigfúsar. Flestar útimyndirnar hefir Sig- fús tekið í Reykjavík. Þar eru myndir af húsum og mannlífi í miðbænum, frá Lækjartorgi, rétt þar hjá sem hann hafði ljós- myndastofu sína, frá höfninni og Tjöminni, húsunum við Lækjar- götu, Skólavörðunni og Skugga- hverfi. Þá tók hann myndir af mörgum atburðum, hátíðahöld- unum 1874, á frídegi verzlunar- manna 1891, útlendum herskip- um á höfninni og erlendum dát- um sem brugðu sér á hestbak. Sigfús einskorðaði ekki myndatökur sínar við Reykjavík. Hann fór einnig víða út um land. Til eru myndir sem hann tók 1868 vestur í Stykkishólmi, þar sem hann dvaldist einhverja daga, einnig frá ísafirði sama ár. En margar myndir hans frá landsbyggðinni eru greinilega frá árinu 1883, er hann fór umhverf- ís landið með skipinu Camoens, er tók á vegum Allan-línunnar vesturfara á mörgum höfnum um landið. Frá þessari ferð eru myndir frá Isafirði, Borðeyri, Akureyri, Vopnafirði og ýmsum Sigfús Eymundsson á góðri stund. Bach bakari, Jacobsen vert og Guðmundur Guðmundsson bóksali. stöðum öðrum. Einnig eru merki- legar myndir teknar um borð í skipinu og sýna vesturfara, þetta fólk, sem neyddist til að sigla vestur um haf í leit að betri lífs- kjörum en hér buðust. Sigfús kenndi Daníel Daníels- syni mági sínum ljósmyndasmíð. Mun Daníel hafa rekið stofuna mörg síðari árin og því eru ýms- ar þær myndir, sem eignaðar eru Sigfúsi, í reynd teknar af Daní- el. Þeir mágar fóru saman ýmsar ferðir til ljósmyndunar. Þannig má segja örugglega um myndina af Strandarkirkju, sem tekin er 1884, að hana hafi Daníel tekið, því að þar sést Sigfús sjálfur á myndinni. Nokkrar myndir hefur Sigfús tekið á Eyrarbakka af verzlunarhúsunum, íbúðarhúsi verzlunarstjóra og bændum í kaupstaðarferð, og merkilegar eru myndir hans frá landskjálft- anum 1896 í Árnessýslu. Eftir dauða Sigfúsar hélt Daníel Daníelsson áfram rekstri stofunnar um árabil, en er hún var lögð niður 1915 keypti Þjóð- minjasafnið plötusafn Sigfúsar. Að miklum meirihluta eru þar mannamyndir, en því miður eru þær ekki nærri allar þekktar. Oftar en einu sinni hefur þó ver- ið gert átak í að kopéra óþekktar myndir Sigfúsar og láta þekkja þær. Myndavél Sigfúsar og áhöld virðast heldur ekki þekkt nú. Segja verður að myndir Sig- fúsar séu yfirleitt framúrskar- andi vel teknar. Þetta er „góð fótografía“, eins og ljósmyndarar orða það nú. Myndefnið er vel valið, fyrirmyndin vel upp sett, oft er svo sem honum hafi tekizt að gera augnablikið eilíft, sem virðist oft vera æðsta ósk ljós- myndara, að taka mynd eðlilega og fá með öll aðalatriði og smekk- lega, án þess að fyrirmyndinni sé stillt upp. Líklegast er það aðalatriði góðrar augnabliks- myndunar. Höfundur er þjóðmityavörður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.