Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBBR 1993 F Úrslitin breyttust á Nýja Sjálandi Réttarhöld yfir meintum morðingjum James Bulgers Drengur B kennir nm illum áluifum drengs A Preston. Reuter. DRENGIRNIR sem ákærðir eru um að hafa myrt hinn tveggja ára James Bulger, kenna hvor öðrum um það sem gerðist. Annar þeirra, drengur B, hefur sagt hinn, dreng A, hafa vond áhrif á sig og hafa hvatt sig til að skrópa í skólanum daginn sem Bulger var myrtur. Við handtökuna sagðist B ekki hafa myrt barnið og A hefur einnig lýst sig sig saklausan, segir dreng B hafa myrt Bulger. Dómarinn í réttarhöldunum yfír kæmi sífellt af stað vandræðum. drengjunum hefur beðið kviðdóm- inn að taka ekki mark á þeim þeg- ar um yfirlýsingar þeirra um sekt hvors annars er að ræða. Drengur B sagði við yfirheyrslur lögreglunnar, sem fluttar voru fyrir rétti í gær, að hann vildi helst ekki umgangast dreng A því að hann Þó viðurkenndi hann að honum fyndist spennandi að þekkja A. B sagðist stundum vera óþekkur, en einungis þegar hann væri með A. Þegar lögreglan handtók B, greip hann grátandi í móður sína og sagð- ist ekki hafa drepið barnið. Við yfirheyrslur hjá lögreglunni spurði hann hvort ætlunin væri að tala við dreng A. Svaraði hann játandi er hann var spurður hvort hann teldi það ráðlegt. Drengur A neitar öllum sakar- giftum, segir dreng B hafa verið einan að verki er Bulger var drep- inn en viðurkennir að hafa verið viðstaddur. Meðal þess sem dreng- irnir eru ákærðir fyrir að gera, er að sletta málningu á Bulger og voru föt B útötuð í málningu er hann kom heim, daginn sem Bulger var myrtur. Lenínsafni lokað YFIRVÖLD í Moskvu lokuðu á miðvikudag safni til minningar um Vladímír Lenín, stofnanda Sovétríkjanna. Hafði það raunar verið boð- að og búist er við, að jarðneskar leifar Leníns, smurlingurinn, sem verið hefur til sýnis í grafhýsinu við Rauða torg, verði brátt grafnar í vígðri mold í kirkjugarði í Pétursborg. Hér er einn starfsmanna safns- ins, sem einnig er við Rauða torg, að fjarlægja skilti utan á húsinu. Mótmæla undirboði Norðmanna Keuter SKOSKIR laxabændur efndu til áðgerða við norska sendiráðið í London í gær til þess að mótmæla undir- boðum norskra laxabænda í Bretlandi. Þj óðarflokkurinn hélt meirihlutanum Wellington. Reuter. RÍKISSTJÓRN Jim Bolgers og Þjóðarflokksins á Nýja Sjálandi mun verða áfram við völd. Það kom í ljós í fyrrakvöld þegar utankjör- staðaatkvæði í einu kjördæmi breyttu fyrri niðurstöðu kosninganna þannig, að stjórnin hefur nú eins atkvæðis meirihluta á þingi. Kvaðst Bolger telja víst, að sljórnin sæti út kjörtímabilið, sem er þijú ár. Utankjörstaðaatkvæðin breyttu stöðunni þannig, að Þjóðarflokkur- inn hefur nú 50 þingmenn af 99, Verkamannaflokkurinn 45 og tveir smáflokkar fjóra samtals. Var Bolg- er að vonum ánægður með tíðindin en síðustu 12 daga eða frá kosning- unum hefur ríkt stjórnarkreppa í Nýja Sjálandi. Kvaðst hann ekki sjá neitt í vegi fyrir því, að stjórnin sæti út kjörtímabilið en lagði áherslu á, að hann tæki fullt mark á skilaboðum kjósenda til flokksins. Þjóðarflokkurinn var með 34 sæta meirihluta á síðasta kjörtímabili. Mike Moore, leiðtogi Verka- mannaflokksins, óskaði Bolger til hamingju með meirihlutann og fjár- málamarkaðirnir tóku einnig vel við De Benedetti vinniir mik- ilvægan signr í dómsmáli Þingmaður Norðursambandsins segir af sér vegna spillingarmáls Mílanó. Reuter. ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Mílanó hafnaði í gær skaðabótakr- öfu á hendur ítalska fjármálamanninum Carlo De Benedetti vegna Ambrosiano-bankans sem varð gjaldþrota árið 1982. Þetta er mikilvægur sigur fyrir De Benedetti, sem á yfir höfði sér fangelsisdóm í öðru dómsmáli í tengslum við gjaldþrotið. Einn af atkvæðamestu þingmönnum Norðursambandsins, Giuseppe Leoni, sem hefur verið sakaður um spillingu, sagði af sér þing- mennsku í gær. Skiptastjórar Ambrosiano- bankans kröfðust 30 milljarða líra (1,3 milljarða króna) í skaðabæt- ur. De Benedetti, sem er nú stjórn- arformaður tölvufyrirtækisins Oli- vetti, var varaformaður stjórnar Ambrosiano-bankans í tvo mánuði skömmu fyrir gjaldþrotið. í öðru dómsmáli hafði De Benedetti verið dæmdur í sex ára og fjögurra mánaða fangelsi fyrir meint fjármálamisferli. Hann áfrýjaði þeim dómi og á einnig yfir höfði sér ákærur vegna meintra mútugreiðslna. Skiptastjórar bankans fóru fram á skaðabætur sem yrðu jafn háar og ágóði De Benedettis af sölu hlutabréfa í bankanum þegar hann lét af störfum fyrir bankann sjö mánuðum fyrir gjaldþrotið. Hlutabréfasalan tengist einnig misferlismálinu. Sækjandinn í því máli heldur því fram að De Bened- etti hafí gerst sekur um misferli vegna þess að sem varaformaður bankastjómarinnar hlyti hann að hafa vitað að bankinn ætti í mikl- um rekstrarerfiðleikum. De Benedetti segir hins vegar að for- maður bankastjórnarinnar, Ro- berto Calvi, hafi haldið rekstrar- erfiðleikum bankans leyndum fyrir sér. Roberto Calvi var kallaður „bankastjóri Guðs“ vegna náinna tengsla hans við Páfagarð en fannst látinn undir brú í Lundún- um árið 1982. Dómsmálaráðuneytið fyrirskip- aði fyrr í mánuðinum rannsókn á því hvort saksóknarar hafi ákært De Benedetti vegna pólitísks þrýstings, en hann var aldrei vin- sæll á meðal stjómmálamanna í Róm. De Benedetti var haldið í stofu- fangelsi í nokkra daga fyrr í mánuðinum vegna gmns um að hann hefði greitt ítalska póstfyrir- tækinu mútur til að greiða fyrir samningi um sölu á tölvum. Hann gengur nú laus en á yfir höfði sér ákæru vegna þessa máls. Leoni vill hreinsa sig Giuseppe Leoni, þingmaður Norðursambandsins, kvaðst hafa sagt af sér til að hreinsa sig af ásökunum um brot á lögum um fjármögnun kosningabaráttu, skattamisferli og bókhaldssvik. Þetta er í fyrsta sinn sem forystu- maður í Norðursambandinu er viðriðinn spillingarmál. Flokkurinn hefur hreykt sér af því að hafa hreinan skjöld. sér. Er þess beðið með eftirvænt- ingu hvort hann muni skipa Ruth Richardson aftur í embætti fjár- málaráðherra en hún þykir afar hörð í horn að taka. Varð nokkurt verðfall á mörkuðunum í síðustu viku þegar talið var, að Bolger myndi hugsanlega verða við kröfu Bandalagsins, vinstrisinnaðs flokks, og kasta henni fyrir róða. „Heimsins mesti lyg- aii“ krýndur ÞEIR, sem líkjast honum Vellygna-Bjarna og hafa gaman af að segja frá honum stóra, sem þeir misstu, ættu að vera niðurkomnir á krá nokkurri í Norður-Englandi. í nóvember ár hvert er krýndur þar „Heimsins mesti lygari“ í minningu kráareig- anda, sem uppi var á síðustu öld og frægur var fyrir stór- kostlegar ýkjusögur. Will Ritson, vellygni kráar- eigandinn, lést árið 1890 en hann hélt því til dæmis fram, að refahundarnir sínir væru jafn léttir á fæti og raun bæri vitni vegna þess, að honum hefði tekist að para saman refahund og örn. Þá sagði hann líka, að næpurnar sínar væru svo stór- ar, að hann notaði þær sem sauðahús á veturna. Sigurvegarinn í fyrra, Derek Martin, sagði meðal annars frá teboði með Elísabetu drottningu og hvernig hann hefði kennt henni að halda kórónunni kyrri á höfðinu en það, sem reið kannski baggamuninn fyrir hann, var, að hann kvaðst ekki eiga verðlaunin skilin vegna þess, að hann hefði ekki sagt neitt nema heilagan sannleik- ann. Búist var við góðri þátttöku að þessu sinni og sjónvarps- stöðvar víða um lönd, meira að segja í Tyrklandi, ætluðu að fylgjast með keppninni. í fyrra varð maður að nafni Hugh Walton, bandarískur að sögn, þriðji með sögu af því hvernig Kristófer Kólumbus fann Amer- íku — í pakkaferð með skemmtiferðaskipinu Lolita. f p » i ; 1 I | I 1 í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.