Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 55^ PÖNTUNARSÍMI €>~2. 49 34 TAPAÐ/FUNDIÐ Týnd gleraugu KARLM ANN SGLERAU GU í svartri umgjörð töpuðust í Kola- portinu sl. laugardag eða í gamla Vesturbænum. Hafi ein- hver fundið þau er hann vinsam- lega beðinn að hringja í síma 13911. Týndur leðurjakki SVARTUR leðurjakki, sem var baksviðs í Ingólfskaffí, hvarf þaðan sl. föstudagskvöld. í vasa jakkans var m.a. símboði sem kemur engum að gagni nema eigandanum. Viti einhver um afdrif jakkans er hann vinsam- lega beðinn að hringja í síma 629236. Gleraugu töpuðust BARNAGLERAUGU í gylltri og mosagrænni umgjörð töpuðust í Plútó-skíðabrekkunni á Sel- tjarnarnesi laugardaginn 13. nóvember. Finnandi vinsamlega hringi í Hafdísi í síma 617338. Fundarlaun. Pils tapaðist NÝSAUMAÐ pils tapaðist í grennd við Laugaveg og Grettis- götu sl. laugadag. Finnandi vin- samlega hafi samband í síma 10150, eða komi í verslunina Gott í efni, Laugavegi 22a. GÆLUDYR Köttur í óskilum GULBRÖNDÓTTUR högni með svarta ól gerði sig heimakominn á Suðurgötu, Hafnarfirði. Eig- endur geta vitjað hans á Suður- götu 72 eða í síma 50327. Pennavinir ítalskur karlmaður sem safnar notuðum símkortum vill skiptast á íslenskum og ítölskum: Romano Frigeri, Via Fattori 8, 46010 Montanara (MN), Italy. LEIÐRETTING Árni Björn Guð- jónsson í Morgunblaðinu í gær, miðviku'- dag 13. nóvember, birtist grein eft- ir Árna Björn Guðjónsson: „Með sameiningu sveitarfélaga er verið að hefta lýðræðið". Höfundur er ranglega sagður Grétarsson. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Óháð rannsókn leiddi í ljós, að djúpi svefninn var 10% lengri á DUX-dýnu en öðrum dýnum. Djúpi svefninn er því 45 mínúmm lengri á Dux dýnu. DUX rúmdýnan er ekki bara það besta sem hægt er að bjóða baki þínu, - hún endumærir bæði sál og líkama. Þú liggur ekki á henni - hún umvefur þig Það er stundum dým verði keypt að kaupa ódýrt. 10% staðgreiðsluafsláttur á takmörkuðu magni DUX Á harðri dýnu liggur hryggsúlan í sveig Á Dux-dýnu liggur hryggsulan bein GEGNUM GLERIÐ Faxafeni 7 (Epalhúsinu). Sími: 689950 • I *4 3 ■ II 'fil N _ J k 1 U kTii Helgina 20. - 21. nóvember veróur haldið námskeið fyrir foreldra þeirra barna og unglinga sem eiga við drykkju- eða vímuefnavanda að stríða. Námskeiðið verður í formi fyrirlestra og hópvinnu. Verð er kr. 10.000,- og er nýútkomin bók leiðbeinandans, Sigríðar Þorsteinsdóttur C.S.A.C. fjölskylduráðgjafa, innifalin í verðinu. Laufið Samkvœmisfótin komin. Frönsku stretchbuxumar i öllum stærðum. , Hallveigarstíg 1, Iðnaðarhúsinu, sími 11845. Frá Óla S. Runólfssyni: ÚTIBÚ íslandsbanka á Suðurlands- braut 30 setti greiðslustimpil á A- gíróseðil, sem undirritaður kom með í bankann 7. júní sl., en bankinn gekk ekki frá greiðslu til móttak- anda, sem var Vátryggingafélag íslands hf. (VÍS) fyrr en eftir nær þrjá mánuði. Vátryggingafélag ís- lands hf. viðurkenndi ekki greiðslu- stimpilinn heldur hélt áfram að krefja undirritaðan um greiðslu, ásamt dráttarvöxtum. VÍS var sent ljósrit af greiðslustimpluðum gíró- seðlinum, en hélt samt áfram að- krefja undirritaðan um greiðslu. Sjá meðfylgjandi. Af þessu vakna spurningar, sem IVWU4V.UHM. N.tMr- ;i 1 Ml 1993 svör óskast við: Hvernig er stjóm og/eða reglur útibúsins, eða eru Sigurjón áfram í fyrsta sætið! ÞESSI BÓK ER N0TUÐ SEM KENNSLUGAGN Á NÁMSKEIÐINU 0G ER HÚN INNIFALIN i VERÐINU * Fyrirgreiðsla bankans brást - VIS virðir ekki greiöslustimpilinn Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: SIGURJÓN Pétursson borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins hefur ýjað að því að hann ætli ekki í framboð aftur hér í Reykjavík svo óánægju- fólkið á vinstri kantinum geti tekið gleði sína aftur-. En gleðileysi þess mun ekkert batna við það. Það verð- ur bara óánægt með eitthvað ann- að, Svavar Gestsson ef ekkert verra finnst. Guðrún Ágústsdóttir og Siguijón Pétursson hafa verið máttarstólpar Alþýðubandalagsins hér í Reykjavík og væri mikill sjónarsviptir að þeim og kröftum þeirra úr baráttunni gegn sífelldri útþenslu heimskapít- alismans hér í höfuðstaðnum. Mikilvirkust og málefnalegust hefur sífellt þyngri gagnrýni þeirra á íhaldið í Reykjavík verið. Svo mjög að oft hefur legið nærri að meirihlutinn hafi fallið í kosningum. Einkum eftir að þau tvö og aðstoð- arfólk þeirra hefur bent á óráðsíuna og hægaganginn í ákvarðanatökum í stjórnkerfí borgarinnar í málgögn- um sínum samanborið við þegar vinstri menn réðu borginni. Það fer nú að verða tími til kom- inn að fá alvörustrætisvagna með alvörumótorvélum aftur til borgar- innar eins og þau tvímenningarnir reyndu svo mjög að fá við hag- kvæmari útboð hér um árið. Ikarus- vagnarnir voru allt að 25% ódýrari en Volvodruslurnar þeirra Eiríks og Gunnars Ásgeirssona, enda sænskt drasl sem ekki nokkur maður lítur orðið við nú þegar Ikarus býðst nú aftur á heimsmarkaði eftir að stræt- isvagnakerfi Rússlands var að Að endurtaka ósanníndí... Frá Jóni G. Briem: VILHJÁLMUR Ingi Árnason er enn að í löngum dálki í Bréfí til blaðsins sl. þriðjudag undir fyrirsögninni 5Ungmenni í klóm fasteignasala og Islandsbanka". Eru þar eins og áður af hálfu bréfritara endurtekin stóryrði, m.a. í garð bankans. Kjarna málsins kýs bréfritari að láta að engu getið, nú sem fyrr. Hann er að umrætt mál hefur þeg- ar fengið meðferð dómstóla og nið- urstaða liggur fýrir. „Ungmennin“ höfðuðu mál gegn íslandsbanka hf. en bankinn var sýknaður af kröfum þeirra. Þeirri niðurstöðu verða þeir sem málið varðar auðvitað að sæta og bréfritarinn líka, þótt ekki geti hann talist málsaðili. Dylgjum bréfritara um lögbrot, siðspillingu og falsanir er þvi vísað á bug og af bankans hálfu verða ekki frekar eltar ólar við málflutn- ing hans. JÓN G. BRIEM hrl., forstöðumaður lögfræðideildar ís- landsbanka hf. VELVAKANDI mestu leyti lagt niður í fyrra. Svo væri ólíkt skemmtilegra að fá útitöfl og fleira borgarskraut víðar í bæinn okkar í stað allra þessara vitagagnslausu grænu svæða í borginni. Þau svæði eru engum til gagns nema helst ána- möðkum og fíflum. Álfheiður Inga- dóttir fýrrverandi formaður um- hverfismálaráðs sýndi af sér mikinn dugnað og áræði þegar ráðið undir hennar forystu (í vinstra kjörtíma- bilinu góða) aðhafðist loksins eitt- hvað í málefnum miðbæjarins og lét fjarlægja ömurlega grasblettinn fyrir framan Bernhöftstorfuna og setja þar niður risastórt útitafl úr hreinni íslenskri steypu. Þetta mætti gera miklu víðar. Og mikið mætti spara í öðrum skreytingum og minnismerkjum í borgarlandinu með því hreinlega að láta bjóða út t.d. koparstyttur sem standa eiga í höfuðstaðnum. Það er einnig hægt að fá að austan mikið af mjög góðum koparstyttum á mjög góðu verði í öllum möguleg- um stærðum. Og það eru yfírleitt þekkt andlit úr verkalýðssögunni sem prýða þær og sómi væri af hér í borginni okkar. Nei og aftur nei! Við förum ekki að fóma öllu sósíalíska uppbygging- arstarfinu hér í Reykjavíkurfélagi Alþýðubandalagsins, í hinum eina sanna flokki verkalýðsins, fyrir ein- hveqar örfáar óánægjuraddir. Þær geta bara farið til einhverra ann- arra fiokka, eins og þær hafa alltaf gert undanfarin 40 til 50 ár, og munu vonandi í auknum mæli gera. Við förum ekki að þynna sósíalisma okkar enn meira út en orðið er eft- ir að Hjörleifur Guttormsson var hrakinn úr iðnaðarráðuneytinu. Siguijón, Guðrún Ág., Adda Bára og Guðmundur Joð eru okkar fólk! Ávallt með storminn í fangið. Hve- nær sem er. Sigurjón í fyrsta sæt- ið. Alltaf. Að eilífu! MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON, Grettisgötu 40b, Reykjavík. þær til, að það skuli í nær þijá mánuði dragá að gera skil á greiðslum til Vátrygg- ingafélagsins? Hvers vegna tekur Vá- tryggingafélag íslands hf. ekki greiðslustimpilinn á gíró- seðlinum gildan, og gerir kröfu til bankans? Þetta mál hefur valdið mér bæði kostnaði og öðrum óþægindum. Ég hlýt .að at- huga hvar viðskiptatengsl mín verða best tryggð í framtíð- inni. Ég hef þegar fært hluta viðskipta minna. ÓLI S. RUNÓLFSSON, Háaleitisbraut 15, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.