Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.11.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 Borgarsljóri um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Samþykkjum sameíningu MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri telur að samþykkja beri tillögu umdæmanefndar höfuðborgarsvæðisins um að sameina í eitt sveitarfélag Seltjarnarnes, Reykjavík, Mos- fellsbæ, Kjalarnes og Kjós, en um það verður kosið næstkom- andi laugardag. „Við þurfum að hefja okkur upp yfir bæjar- mörkin og þrengstu staðbundin sjónarmið á þessu sameigin- lega þjónustu- og atvinnusvæði og líta til framtíðar," sagði Markús. „Ekki sem Reykvíkingar, Seltirningar, Mosfelling- ar, Kjalnesingar eða Kjósverjar heldur út frá sameiginlegum hagsmunum í nýju og stærra sveitarfélagi.“ Markús Örn Antonsson borgarstjóri. Markús benti á að það væru tillögur umdæmanefndar lands- hlutasamtakanna á höfuðborgar- svæðinu, það er Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu, sem kosið verður um á laugar- dag. „Það er lögbundið hlutverk þessarar nefndar að setja fram tillögur og einstakar sveitar- stjórnir hafa lítið mátt um þær segja efnislega," sagði hann. Eft- ir að tillögurnar komu fram hefur einungis lítillega verið haft samr- áð við sveitarstjómirnar en engin umræða hefur átt sér stað innan þeirra um hvort finna mætti ann- að sameiningarmynstur á höfuð- borgarsvæðinu. „Við höfum af hálfu borgaryfírvalda í Reykjavík eingöngu fjallað um þessa tillögu umdæmanefndar og höfum ekk- ert vald eða rétt til að breyta henni. Þess vegna hafa ýmsir velt því fyrir sér af hveiju Kópa- vogur er ekki með í þessari sam- einingu og hvort það lægi ekki beint við. Það er hreinlega atriði sem umdæmanefndin hefur gert upp við sig og gerir ekki tillögu um,“ sagði Markús. „Það hafa komið fram þau sjónarmið hjá nefndinni að ekki sé skynsamlegt að Kópavogur sem næststærsta sveitarfélag á landinu sameinist því stærsta, það er Reykjavík. Þá sé ekki rétt með tilliti til að- stæðna í öðrum landshlutum að leggja fram tillögu um að sveitar- félög á öllu höfuðborgarsvæðinu að meðtöldum Hafnarfirði yrðu sameinuð. Úr því yrði ein risastór heild og gífurlegt misvægi gagn- vart öðrum landshlutum." Markús benti á að þær tillögur sem fyrir lægju gerðu ráð fyrir fjölmennari og öflugri Reykjavík. Úpphafið mætti rekja til lands- byggðarinnar þar sem menn í umræðu um sameiningu sveitar- félaga hafi sett fram áleitnar spumingar eins og: „Ef knýja á okkur til sameiningar hvað ætla þeir að gera fyrir sunnan í sínum sameiningarmálum?" Borgar- stjóri sagði að slík spurning væri alls ekki viðeigandi. Víða í dreifð- um byggðum landsins væru hróp- andi dæmi um þörf fyrir samein- ingu sveitarfélaga burtséð frá aðstæðum á þéttbýlustu svæðum landsins þar sem hver eining væri tiltölulega stór og hagkvæm og í raun ekkert sem knýr á um sameiningu. Ágætt samband og samvinna hafi þróast milli bæjar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavíkurborg sæi nágranna- sveitarfélögunum fyrir rafmagni, hita og vatni auk annarrar sér- þjónustu sem þau kaupa einnig. Þróast hafa ýmis samstarfsverk- efni þar sem tvö eða fleiri sveitar- félaganna eiga hlut að máli eftir því sem við á. Þörf fyrir samein- ingu hafi því víðast verið brýnni en á höfuðborgarsvæðinu. „En þetta er tillagan sem um- dæmanefndin hefur kynnt og úr því hún hefur verið Iögð fram með þessum hætti þá tel ég tví- mælalaust að við Reykvíkingar eigum að segja já,“ sagði Mark- ús. „Ég tel að nú þurfum við að hefja okkur upp yfir bæjarmörkin og þrengstu staðbundin sjónar- mið á þessu sameiginlega þjón- ustu- og atvinnusvæði og líta fyrst og fremst til framtíðar. Ekki sem Reykvíkingar, Seltim- ingar, Mosfellingar, Kjalnesingar eða Kjósveijar heldur út frá sam- eiginlegum hagsmunum í nýju og stærra sveitarfélagi." Þörf fyrir samvinnu Borgarstjóri sagði að reynslan hefði sýnt fyrir löngu að þörf væri fyrir mun nánari samvinnu í skipulagsmálum og ákvörðunum um framtíðarlandnýtingu í ná- grenni Reykjavíkur. Reykjavíkur- borg hefði nægilegt landiými næstu 30 ár en þá yrði að leita samninga við einstaka sveitarfé- lög í nágrenninu um breytta umdæmaskipan. Minnti hann á samstarf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipu- lagsvinnu sem fram fór á áttunda áratugnum. Þá hafi fljótlega ýmis sérsjónarmið einstakra bæjarfé- laga komið fram sem leiddu til þess að ekki náðist samstaða eða árangur eins og til stóð. Síðan hafí hver og einn hugsað um sig fyst og fremst. „Ég tel það afar brýnt fyrir okkur að líta á málin frá sam- eiginlegum sjónarhóli. Möguleik- ar á landnotkun yrðu gífurlega miklir fyrir norðan okkur og mun meiri fjölbreytni í úthlutun lóða til margvíslegrar uppbyggingar,“ sagði Markús. „í Áðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir brú eða undirgöngum frá Kleppsvík yfír í Gufunes og tengingu áfram að framtíðarbyggingarsvæðinu í Geldingamesi, en ákvörðunin um framhald framkvæmda yfir í Gunnunes, Álfsnes og Kjalarnes og yfír á Vesturlandsveg yrði að flýta ef af sameiningu verður." Eðlilegt að leggja niður bæjarmörk Markús sagði að eðlileg og rökrétt niðurstaða væri sú að leggja niður bæjarmörk Seltjarn- amess og Reykjavíkur við Eiðis- granda og milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, þar sem um sam- fellt þjónustu- og atvinnusvæði væri þegar að ræða frá Seltjam- amesi upp í Kjós. „I öllum helstu atriðum nýtur Seltjarnarnes þjón- ustu frá Reykjavík og yfírgnæf- andi meirihluti íbúanna á Nesinu sækir vinnu til Reykjavíkur. Það sama gildir um íbúa Mosfellsbæj- ar,“ sagði hann. „Við íbúar Reykjavíkur höfum verið að byggja upp ýmsar þjónustustofn- anir sem íbúar þessara bæjarfé- laga njóta góðs af. En þjónustan er greidd niður með sköttum Reykvíkinga. Það leiðir hvað af öðm og eðlilegast að sveitarfélög- in sameinist formlega. Við Reyk- víkingar höfum hins vegar ekki verið að þrýsta á með það vegna þess að við erum svo langstærst að slíkt hefði verið túlkað sem ógeðfelld íhlutun, ásælni eða drottnunarhneigð." Markús sagðist hafa orðið þess áskynja að ýmsir í nágrannabæj- unum settu fyrir sig einstaka stað- og tímabundnar aðstæður og teldu sig betur komna með núverandi þjónustu miðað við 622,5 þús. Eignir og skuldir á hvern íbúa í sveitarfélögum frá Seltjarnarnesi í Kjós í árslok 1992 Eignir (kr. á hvem íbúa) Skuldir (kr. á hvem íbúa) Reykjavík Seltjamar- Mosfells- Kjalarnes- Kjósar- nes bær hreppur hreppur aðra og þá helst Reykvíkinga. Um væri að ræða rekstur á þröngu sviði, jafnvel eins leik- skóla, sem rekinn er með ákveðnu fyrirkomulagi, eða hvemig til tekst í skólahaldi nú um skeið. „Það má vel vera að í dag sé það rúmt um þessa starfsemi að hægt sé að vera með aðra tilhögun sem vel mælist fyrir og er ekki til stað- ar í skólum Reykjavíkur almennt. En þess ber að gæta að með þeirri hverfaskiptingu sem er í Reykja- vík er nokkur sjáanlegur munur milli hverfa og sumstaðar á þeirri þjónustu sem einstaka stofnanir okkar geta veitt. Það er rýmra um starfsemina á tilteknum svæðum innan borgarinnar en öðrum. Það verður því að skoða þetta sem sameiginlegt úrlausn- arefni og ekki láta þessa hluti hindra menn í að taka ákvörðun sem er jákvæð þegar til framtíðar er litið. Það má ekki festast í stað- bundnum og jafnvel tímabundn- um atriðum. Menn hafa spurt hvort tiltekinn háttur í rekstri leikskóla eða skóla á Kjalarnesi eða í Kjós fái að halda sér óbreytt- ur ef af sameiningu verður. Það verður að sjálfsögðu tekið tillit til þess rétt eins og hjá þeim skólastofnunum í borginni sem þegar hafa sérstöðu eins og til dæmis Fossvogsskóli, sem er all frábrugðinn öðrum grunnskólum í Reykjavík," sagði Markús. Kópavogur og Hafnarfjörður Markús sagðist skilja það sjón- armið sem fram hafi komið, að undanskilja Kópavog og Hafnar- ijörð frá hugmyndinni um sam- einingu við önnur sveitarfélög. Ymislegt mætti að vísu draga í efa varðandi umboð umdæma- nefndarinnar. Fulltrúar Kópavogs beittu sér fyrir því að Kópavogur yrði undanskilinn og sama á við um fulltrúa Hafnarfjarðar í nefndinni. „Ég held aftur á móti að ef af þessari sameiningu verð- ur hjá þeim sveitarfélögum sem eru núna í myndinni, hljóti fljót- lega að koma að því að Kópa- vogsbúar og Hafnfírðingar þurfí að meta stöðu sína í framtíðinni," sagði Markús. „Þeir muni þá leita eftir samstarfi við nágranna sína um sameiningu. Þá er ég ekki að tala um að allir sameinist í eitt heildarsveitarfélag heldur að Kópavogur sameinist Reykjavík og Hafnarfjörður þá Garðabæ og Bessastaðahreppi, en ég tel það löngu orðið tímabært að Garða- bær og Bessastaðahreppur sam- einist." Engin ákvæði eru um lág- marksþátttöku í kosningunum á laugardag. Að lokinni atkvæða- greiðslu er framkvæmdastjórum sveitarfélaganna ætlað að vinna að samrunanum og eiga þeir að útfæra ýmis tæknileg atriði sem þarf að ganga frá á næstu fjórum árum. Þannig að það verður óbreytt skipan við kosningar í vor þar til kosið verður á ný árið 1998. Viðtal: Rristín Gunnarsdóttir Sigurður Sigurðsson fyrrv. oddviti látinn Athugasemd við rangfærslur SIGURÐUR Sigurðsson, fyrrum oddviti og hreppstjóri í Stóra- Lambhaga í Skilmannahreppi, Borgarfirði, lést sl. sunnudag á Sjúkrahúsi Akraness, sjötíu og fimm ára að aldri. Sigurður fæddist 3. maí 1918 í Stóra- Lambhaga, sonur Sigurðar Sig- urðssonar hreppsljóra þar og Sólveigar Jónsdóttur. Sigurður lauk prófi frá Héraðs- skólanum í Reykholti 1938 og var hreppstjóri í Stóra-Lambhaga frá 1953 til 1988. Hann sat í sóknar- nefnd Leirárkirkiu frá 1954-1988. formaður hennar 1959 og var odd- viti 1962 til 1986. Hann varð deild- arstjóri Sláturfélags Suðurlands 1954 og sat í stjórn þess um ára- bil. Hann átti sæti í félagsráði Mjólkurfélags Reykjavíkur frá 1953 og síðar í stjóm þess, var formaður og stjómarmaður í Fiski- ræktar- og veiðifélagi Laxár frá 1953 og sat í stjórn Ungmennafé- lagsins Hauks frá 1937 auk þess að gegna margháttuðum trúnaðar- störfum öðrum. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Guðrún Jónsdóttir. Þau gengu í hiónaband árið 1947. Sismrður Simirðsson MORGUNBLAÐINU hefur borizt athugasemd frá Halldóri V. Krist- jánssyni, auglýsingastjóra Ríkisút- varpsins, vegna ummæla Páls Pét- urssonar og Svavars Gestssonar alþingismanna á Alþingi á mánu- dag, sem greint var frá í Morgun- blaðinu á þriðjudag: „Páll Pétursson les rangt úr aug- lýsingagjaldskrá Sjónvarpsins, þegar hann heldur því fram að Morgunblað- inu beri að greiða 3.515.400 án vsk. fyrir birtingu á kynningarmynd sinni þann 2. nóvember sl. og þykir mér miður að gjaldskráin skuli vera svona óljós. Afsláttarkjör sem hann vitnar til eru röng. Þau eiga við um skjáauglýs- ingar, en ekki leiknar auglýsingar. Fullyrðing um að ekki hafí verið um efnisafmörkun að ræða er röng, auglýsingamerki Sjónvarpsins birtist bæði fyrir og eftir auglýsinguna. Fnllvrðino' nm aiS hpr hafi vprirí um kostun að ræða er röng, þess vegna gilda ekki reglur um kostun í þessu tilfelli, þó var myndin rækilega merkt eiganda. Vel getur verið að endurskoða þurfí reglur um kostun sjónvarpsefnis, en síðustu breytingar á reglum voru samþykktar á Alþingi 6. maí 1993. 1 sömu grein er vitnað í Svavar Gestsson, alþingismann, þar sem hann telur að kynningarmynd Morg- unblaðsins hafí verið kynnt sem dag- skrárliður og að þess hafí ekki verið gætt að marka þetta efni sem auglýs- ingu. Bæði þessi atriði eru röng og harma ég að vegið sé að starfsmönn- um Ríkisútvarpsins með þessum hætti, þ.e. gefið í skyn að þeir fari ekki að lögum og reglum í þessu efni. Að síðustu vil ég taka undir með menntamálaráðherra, Ólafi G. Ein- arssyni, að telji menn að starfsmenn Ríkisútvarpsins séu að bijóta lög eða reglugerðir er sjálfsagt að það sé Unnnnrl “ . m . r p r » f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.